Vísir - 03.05.1965, Síða 3
V1 s IR • Mánudagur 3. maí 1965.
Kaupstefnan og sýningin „is-
lenzkur fatnaður 1965“ var opn-
uð í Lido á föstudag kl. 5 e. h.
að viðstöddum Jóhanni Hafstein
iðnaðarmálaráðherra, Gylfa Þ.
Gíslasyni, menntamálaráðherra,
Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra
og öðrum gestum.
Formaður framkvæmdanefnd-
ar sýningarinnar, Bjami Bjöms-
son, forstjóri, flutti ávarp þar
sem hann skýrði frá aðdraganda
sýningarinnar og hlutverki henn
ar og þakkaði öllum þeim, sem
unnu að þvi að koma sýning-
unni upp.
Gunnar J. Friðriksson, for-
maður Félags íslenzkra iðnrek-
enda, skýrði frá því m. a., að
vænta mætti, að þessi kaup-
stefna yrði upphaf árlegrar
kaupstefnu íslenzkra fatafram-
leiðenda og að aðrar greinar ís-
lenzks iðnaðar myndu einnig
efna til kaupstefnu á sinni
framleiðslu. Með þessari kaup-
stefnu væri íslenzkur iðnaður
að taka í sína þjónustu nýja
söiutækni, sem væri knýjandi
3
í anddyri Lido er nokkurs konar sögusýning klæðnaðar fyrri alda, og er myndin tekin þar af helztu framámönnum sýningarinnar, en þeir
em. Frá vinstri: Ásbjöm Bjömsson, Bjarni Björasson, Böðvar Jónsson, en þeir þrír eru f framkvæmdanefnd kaupstefnunnar. Næstur er
Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda^ Árni Þ. Árnason^ ráðunautur kaupstefnunefndar, Kjartan Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri kaupstefnunnar og Þorvarður Alfonsson, framkvæmda stjóri Félags íslenzkra iðnrekenda.
ÍSLENZKUR
FA TNADUR
nauðsyn vegna hinnar breyttu
samkeppnisaðstöðu íslenzks iðn
aðar síðari árin.
Jóhann Hafstein, iðnaðarmála
ráðherra, tók síðan til máls og
sagði m. a. að hann óskaði ís-
lenzkum iðnrekendum til ham-
ingju með þessa kaupstefnu.
Það væri ljóst að íslenzkur iðn-
aður væri á tímamótum þar
sem hann væri að hverfa til
frjálsari verzlunar frá haftatím-
anum. í því væri falin viss hætta
en það hefði glatt sig að finna
bjartsýni og áræði íslenzkra
fatnaðarframleiðenda með þvf
að halda sýninguna. Sagðist
hann óska þess að íslenzkur
iðnaður yxi bezt í sem frjáls-
astri samkeppni. Lýsti ráðherra
því yfir, að sýningin væri opn-
uð.
Kaupstefnan er jafnframt þvf
Framh. á bls. 6
Tveir ráðherrar að skoða sýningarbás Vinnufatagerðar íslands. Frá vinstri Jóhann Hafstein og Gylfi Þ.
Gíslason ásamt Bjama Bjömssyni forstj.
. ’ ■ •
Frágangur margra sýningabásanna er mjög smekklegur. Þetta er bás Við bás Model Magasín. Frá vinstri Jón Þórisson forst. Model Magasín ræðir við kollega sína Elís Ad-
Elgs h.f. olpsson og Jón M. Jóns&on frá AkureyrL