Vísir - 03.05.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 03.05.1965, Blaðsíða 6
6 VISIR . Mánudagur 3. maí 1965. Bandaríkin hindra kommúnistisk yfírráð í Dóminikanska lýðveldinu Bandaríkin hafa haldið áfram að senda liðsauka til Dominikanska lýðveldisins og hafa þar nú 14.000 fallhlifahermenn og landgönguliða úr sjóhemum. Upphaflega og allt til þessa hefir því verið haldið fram af Bandaríkjastjóm, að hún hefði sett lið á land i Santo Dom- ingo til þess að verja líf og eignir Bandaríkjamanna, en í gærkvöldi flutti Johnson forseti útvarpsræðu og kvað kommúnista hafa tekið fomstuna í byltingunni, sem lýð- ræðisleg öfl hefðu upphaflega verið talin standa að, og væm kommún- istar þessir þjálfaðir á Kúbu, og til þess að koma I veg fyrir að ný Kúba kæmi til sögunnar í Vestur- álfu hefði verið sendur þangað liðs- auki. George Ball aðstoðar-utanríkis- Snjóhvítur — Framh. af bls. 16 metrar að lengd og 1350 kg. á þyngd. Hann var settur upp á lok- aðan vömbil og fluttur suður. Tók ferðin sólarhdng, færð á heiðum sums staðar ekki góð. Á bílnum var fs látinn á hvalinn en skátar hafa sprautað á hann formalíni. Þetta er sérkennileg skepna. Sýning á honum fer fram í skreiðarskemmu sem Bæjarútgerð- in lánaði góðfúslega og stendur fyrir ofan Brekkuna f Hafnarfirði skammt frá þeim stað þar sem sjódýrasýningin var. Myndsjó — h. bls. 3: að vera kynningar- og sölusýn- ing, einnig söguleg sýning. 1 anddyri Lfdó em teikningar og búningar frá eldri tímum, sem fengnir em að láni frá Þjóð- minjasafninu og Þjóðdansafé- iaglnu. Er þetta gert tll þess að kynna sýningargestum islenzkan fatnað bæði að fomu og nýju. i Á efri hæð Lídó sýnir 21 fyr- j irtæki sýnishom framleiðslu sinnar og hafa þau hvert sinn! bás. Koma þar fram ýmsar nýj- ungar í fsienzkum fataiðnaði. Á töflu má sjá framleiðslu á ýms- um fatnaðl árið 1963 en þá voru framleldd m.a. 36 þúsund sett af karlmannafötum, 72 þúsund stykki af mansétt- og sportskyrtum, 485 þús. stykki af alls konar vinnufatnaði, 159 þús. pör sokkar, 285 þús. stykki nærföt, og 167 þús. stykki peysur og annað prjónles. — Sýnfr þetta að fslenzkur fata- Iðnaður er orðinn mjög öflug i grein hér á landi. ráðherra Bandarikjanna, sem kom til London í gærkvöldi, til þess að sitja fund Suðaustur-Asíubanda- lagsins í stað Dean Rusks, sem ekki á heimangengt vegna bylting- arinnar í Dominikanska lýðveldinu, sagði við komu sína, að Banda- ríkjastjórn óttaðist að kommúnist- ar myndu komast til valda þar. Á það lagði svo Johnson áherzlu f ræðu sinni að hvorki vildu eða gætu Bandaríkin sætt sig við það. í gær kom til Santo Domingo nefnd frá Vesturálfusamtökunum til þess að beita sér fyrir, að sættir takist, en áður var kominn þangað framkvæmdastjóri stofnunarinnar (OAS eða Organisation of Ameri- can States) og hafði hann haft tal af forustumönnum uppreistar- manna. Kvað hann þá síður en svo hafa misst kjarkinn, og myndu þeir ekki hætta baráttu sinni fyrr en gengið hefði verið að skilyrðum Juans Bosch fyrrverandi forseta, en uppreistin er háð til þess að koma honum til valda á ný. öryggisráðið kemur saman til fundar á ný til þess að ræða „hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Umferðarslys — Framh. af bls. 16 kvðld var bifreið ekið út af veginum skammt frá Brúsa- stöðum í Þingvallasveit. Var hér um að ræða bílaleigubíl úr Reykjavík. Allt fólk'ið í bílnum ásamt ökumanni var undir áhrif um áfengis. Stúlka var undir stýri og hafði hún augsýniléga misst stjórn á bflnum. Við yfir heyrslu í Reykjavík viðurkenndi sfðan einn farþeganna að hafa ekið austur daginn áður undir áhrifum áfengis og éinnig reynt að ná bflnum upp á veg. 1 gærmorgun var Guðlaugur Magnússon C götu 8 Blesugróf fluttur á Slysavarðstofuna. Guðlaugur hafði verið á reið- hjóli og hafði framhjólið stöðv ast skyndilega með þéim afleið- ingum að Guðlaugur féll fram yfir sig. Skólholt — •:mb í 'F sfðv hvað vekti fyrir kirkjunni með opinberum tónleikum í Skálholts- kirkju? „Við erum að hagnýta stað og kirkju, og þetta er gert fólki til góðs og blessunar eftir þvi sem til vinnst". Hann kvað von á fleiri konsertum á næst- unni, t.d. væri hinn frægi þýzki orgelleikari Förstermann væntan- legur til landsins og mundi hann leika f Skálholti. Jarðarför sonar okkar, BJÖRNS SIGURÐSSONAR, sem lézt 24. apríl, fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 4. maí kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Karítas og Sigurður B. Sigurðsson nmrr im m i 'hwihmwihhhii " amm Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÓLAFS P. ÓLAFSSONAR veitingamanns Börn, bamaböm og tengdaböm hins iátna. Dominikanska lýðveldinu" að kröfu Sovétríkjanna. U Thant framkvæmdastjóri S.Þj. er á heim- leið frá Vínarborg til þess að sitja fundinn. Á fundi utanríkisráðherra Vest- urálfurlkja, þar sem ákveðið var að senda nefnd til Santo Domingo, sættu Bandaríkin gagnrýni margra ríkja í samtökunum, og aðallega fyrir að senda liðið án þess að ráðgast við hin ríkin í samtökunum, og töldu sumir þetta brot á einni grein sáttmála þess, sem samstarf i þeirra byggist á. Tvö helztu blöð Bretlands ræða málið í morgun, og segir The Scotsman i Edinborg, að Johnson eigi eftir að útskýra margt, en Times í London, að Johnson hafi gefið sovétstjórninni höggstað á sér með hversu að var farið, en það hefði verið stjórnmálalega óhyggi- legt. Bendir blaðið á, að þegar Kennedy heitinn forseti greip til skjótra aðgerða vegna Kúbu lét hann jafnframt í ljós vilja til við- ræðna og samkomulagsumleitana. Flugslys — Framhald af bls. 1. inn nokkru eftir að slysið skeði. íslenzka og bandaríska lögreglan á Keflavíkurflugvelli höfðu lokað staðnum með því að leggja bifreið- um þversum á veginn og blikkuðu rauð aðvörunarljós á þak'i bílanna. Slökkviliðið frá Keflavíkurflugvelli sprautaði kvoðu á brakið úr þyrl- unni, sem lá mikið sviðið og brunn ið í dæld við veginn, en aftasti hluti þyrlunnar lá uppi á veginum. Hjólabúnaður þyrlunnar lá nokkra m. frá brakinu. Á slysstaðnum mætt'i sjúkra- og slökkvilið vamar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, auk læknis. Einnig Flugbjörgunarsveit- in úr Reykjavík undir stjórn Sig- urðar Waage og læknir sveitarinn- ar Úlfar Þórðarson. Slökkviliðs- stjórinn á Keflavíkurflugyelli, Sveinn Eiríksson, stjórnaði,. öllum aðgérðum á slysstað og stófi sjálf- ur mest allan tímann í miðju brakinu og úðaði yfir það. Lög- regla frá Keflavíkurflugvelli hafði komið fyrst á vettvang, en rétt á eftir kom lögreglubíll úr Hafnar- firði ,sem flutti til Hafnarfjarðar þrjá drengi, sem höfðu séð slysið. Þyrlan hafði hrapað til jarðar við vegkantinn á nýlagða Kefla- víkurveg'inum Strandarheiði mitt á milli Vogastapa og Kúagerðis eða í beinni stefnu ofan frá Landakoti. „Við fórum í hjólreiðarferð til Keflavíkur og vorum á leiðinni til Reykjavíkur. Til þess að stytta okkur leið ákváðum v'ið að hjóla nýlagða veginn, en skömmu fyrir sjö veittum við athygli þyril- vængju sem kom fljúgandi í 100- 150 m. hæð. Ég hef mik'inn á- huga á agvélum og þyrlum og sá að þarna var ð ferð þyrilvængja af Sikorsky-gerð frá Keflavíkur- flugvelli. Stönzuðum við til þess að skoða þyrluna og gátum m.a. séð annan flugmanninn grein'ilega. Þegar þyrlan var kringum 200 m. fyrir aftan okkur sáum við hvar stél'ið hallaðist aðeins niður, líkt og þyrlur gera þegar þær eru að byrja að svffa til jarðar, en svo j gerðist allt f einu vetfangi Vélin j hikstaði og mðtorinn drap á sér, i skrúfublöðin snerust upp og þyrl- j an féll til jarðar. Þegar hún hafð'i j fa'Iið niður um það bil 14 datt eiít ! skrúfublaðið af og þyrlan virtist ! bókstaflega snúast í loftinu og 1 skrúfast til jarðar. Skrúfublaðið 1 r'áll rneð henni til jarðar og virtist j mér þyrlan koma beint niður að framan, en þó falla heldur meir á hægri hlið'ina. Við stóðum Tfir við reiðhjólin okkar og horfðum á þetta hræðilega slvs. Kolsvartur reykjarmökkúr ’ -íað'st upp í loft ið og brátt kviknaði í flugelda- og neyðarljósabirgðum þyrlunnar og margiit ljós sáust.“ Þannig komst Biarni Sverrisson 15 ára úr Reykja vík að orði, en hann horfði á slvsið ásamt tveim félögum sínum, Guð- birni .Tónssyn; og Herði Vilhjálms- syni. báðir 14 ára. Guðbjörn varð fyrstur til þess að átta sig og hjólaði af stað út að vegamótum til þess að sækja hjálp. Á leiðinni mætti hann bíl sem sneri við og 6k til næsta bæj- ar. Þeir Bjami og Hörður fóru að flakinu og skýrði Bjarni blaða- manni Vfsis svo frá: Mikill hiti var frá brakinu þar sem það lá við vegkantinn. Við sáum annan flug- manninn þar sem hann sat lát'inn í sæti sínu, beltið var spennt frá og rétt við hlið ha rs lá hjálmurinn. Aðra menn sáum við ekki. Vísir hafði sambandi við flugum ferðarstjórnina á Reykjavíkurflug- velli og fékk þær upplýsingar að þyrlan hefði haft samband við flugturninn í Reykjavík og beðið um leyfj að fara inn á vallarsvið Reykjavíkurflugvallar og gat flug- maðurinn þess að allt væri í lagi. Enn hefur vamarliðið enga til- kynningu gcfið út um slysið, en eins gg áðúr segir kom hingað í gær "fanMðlírfam'éfnd frá Banda- ríkjunum til þess að rannsaka það. Flugstjórinn hét Lt. Clinton L. Tuttle. en nafnið á aðstoðarfiug- manninum var ekki hægt að gefa upp að sinni, vegna þess að fjöl- skylda hans dvelur í Bandaríkjun- um. Fórust — Framhald af bls. 1. Fjölskyldan var búsett á Keflavfk- urflugvelli. Lt. Col. Arthur E. House var einnig í æðsta foringjaliði varnar- liðsins. Hann var yfirmaður sveita landgönguliða (Marines) á vellin- um. Hann var 41 árs. Hann var fæddur f Anchorage f Alaska, tók hann þátt f bardögum bæði1 í Kvrrahafi í heimsstyrjöldinni og j í Kóreustyrjöldinni. Hann kom hingað til lands í júlí 1963. Hann lætur eftir sig konu, frú Caroline, son að nafni Steven og dóttur að : nafni Karen. Fjölskyldan var bú- sett á Keflavíkurflugvelli. Mr. John Brink var borgaralegur starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Hann var 39 ára, en hafði dvalizt iangdvölum hér á landi eða f 17 ár Jrá 1948.' i.om hann hingað ryrst á vegum Lockheed félagsins sem sá um rekstur Keflavíkurflug- vallar á árunum eftir heimsstyrj- öld’ina. Síðan starfaði hann á veg- um byggingafélagsins Metcalfe, Hamilton, Smith and Beck Con- struction Company, sem vann að framkvæmdum á flugvellinum og loks gerðist hann starfsmaður varn ariiðsins. Síðustu árin hafði hann yfirum- sjón með öllum íþróttamálum á Keflavíkurflugvelii, m.a. yfirstjórn íþróttahússins þar. Þann tíma sem hann dvaldist hér eignaðist hann mikinn fjölda vina og kunningja, ekki f hópi íslenzkra íþrótta- manna. Hann talaði íslenzku reip- rennandi og kallaði s'ig oft í ís- lenzkum hóni Jón Brynjólfsson. Hann er fyrir nokkru fráskilinn og átti í því hjónabandi sex böm. Seinn'i kona hans heitir Patricia og áttu þau átta mánaða gamla dótt- ur, Jane Emily. Þau voru búsett að Kirkjuteigi 7 í Keflavík. Hann átti og aldraða móður í New York. Lt. Col Ciinton L. Tuttle var flugmaður á þyrilvængjunni. Hann var 32 ára og hafði kom'ið hingað til lands 20. október sl.. Hann var einn úr þeim hópi vaskra flug- manna á Keflavíkurflugvelli sem starfaði við björgunarsveit'ina þar og voru ætíð reiðubúnir að leggja á sig erfiði og hættur ef íslending- ar þurftu á að halda flutníngi með þyrlu eða við leitarstarf. Hann var kvæntur og heitir konan Else Merethe og áttu þau 4 ára gamalt barn. Þau vom búsett á Kefla- víkurflugvelli. Um fimmta manninn, sem fórst hafa enn ekki verið gefnar upplýs- ’ingar. Fjölskylda hans er búsett í Bandaríkjunum og er þá siður varnarliðsins að gefa ekki upp nafn, fyrr en tveimur sólarhring- um eftir að slys hefur orðið til þess að það gefist tími til að til- kynna þeim látið. Þessi fimmti maður var vélamaður og aðstoðar- flugmaður á þyrlunni. Happdrætti — Framhald af bls. 16. ir f skrifstofu Sjálfstæðisflokks ins við Austurvöll. Eðli happdrætta er að fólk geti stuðlað að framgangi góðra málefna um leið og það kaupir sér möguleika að vinna stóran vinning fyrir lítið fé. Starfsemi stærsta stjórnmálaflokks lands- ins krefst mikils fjár og hefur þessa fjár verið aflað að vem- legu leyti með happdrættum flokksins. í sameiginlegu ávarpi Bjarna Benediktssonar form. Sjálfstæðisflokksins, Gunnars Thoroddsens fyrrverandi vara- formanns og Jóhanris Hafsteins núverandi varaform. Sjálfstæðis flokksins segir m. a.: — Sívaxandi og fjölþættari starfsemi Sjálfstæðisfloksins krefst að sjálfsögðu aukinnar fjáröflunar frá stuðningsmönn- um flokksins. Þessi vandi hefur að verulegu leyti verið leystur með happdrættum flokksins. Ætíð hafa þau gefið góða raun. Þó mætti verulega auka hagnað af þeim með enn meiri árvekni og einbeitni. — við biðjum alla, sem vilja styðja stefnu og mark mið Sjálfstæðisflokksins, að sam einast um, að landshappdrættið nú megi skila skjótum og góð- um árangri. 578 gistingar í Síðumúla í apríl Mikil ölvun var í Reykjavík sl. föstudag og voru allar fangageymsl ur fullar. Eins og venja er flutti lögreglan alla þá sem hún varð að bjóða upp á gistingu í Síðumúla en fljótlega um kvöldið sá hún sig tflneydda til þess að setja menn í „kjallarann" en þar eru aðeins sjö fangaklefar. Leið ekki langur tími þar til allir klefar „höfðu verið leigðir út“ til næturgistingar Minna va 1 um ölvun á laugardags- kvöldið og einnig í gærkvöldi, en þó hafa 44 menn gist Síðumúla frá því kl. 8 á föstudagskvöld og þar til í morgun. — Samkvæmt upp lýsingum sem Vísir fékk hjá Jóhannesi Björgvinssyni, varðstj. í Síðumúla gistu 572 menn í fanga geymslunni í aprílmánuði og er það með meira móti. sfirSRS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.