Vísir - 12.07.1965, Side 5
VÍSIR • Mánudagur 12. júlí 1965,
5
KÓPAVOGUR
Höfum til sölu við Auðbrekku í nýlegu húsi
efri hæð 120 ferm. 4 herb. og eldhús með
teppi á holi og stofu. Fullfrá gengið að utan.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10 V. hæð — Sími 24850 og kvöidsími 37272
Höfum kaupanda að
2-3 herbergja íbúð
Staðgreiðsla
E3ÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA
Laugavegi 11, simi 2-1515. Kvöldsimi 23608 — 13637.
IVESTMANNAEYJARl
Útboð veitingasölu á þjóð-
hátíð Vestmannaeyja 1965
Þjóðhátíð Vestmanneyja verður haldin dagana 6., 7. og 8. ágúst 1965
Félagið óskar eftir tilboðum í veitingasölu. Boðin er út sala á eftir-
farandi: sælgæti og tóbaki (saman), öli og gosdrykkjum, pylsum,
ís, einmg sala á blöðum og skrautveifum.
Tilboð berist félaginu fyrir 15. júlí 1965. Réttur áskilinn til að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Kimitspymufélagið Týr
Vestmannaeyjum . Sími 1060, Box 21.
Mfólkurfræðingar—
Framhald af bls. 16.
um það bil klukkustund síðar.
Áttu mjólkurflutningar að hefjast
til Reykjavíkur stráx á laugardag-
inn og nóg mjólk vkr til í búðun-
um í gær sunnudag.
Þau býti sem mjólkurfræðingar
sömdu um eru í meginatriðum þau
sömu og verkalýðsfélögin hafa þeg
ar samið um. Vinnuvikan styttist
og greídd verður 4% kauphækkun.
Auk þess var samið um ýmsar
sérkröfur mjólkurfræðinganna.
10 þús.
Framh. af bls 16
mörgum verið boðið og ennfrem-
ur hefði bömum undir 10 ára aldrl
ekki verið seldur aðgangur. Þegar
hann var spurður hvemig ágóðan
um yrði ráðstafað hvað hann
Skarphéðin févana. Þar væra 2000
félagsmenn og ef ágóði yrði ein
hver þá veitti þeim ekki af f rekst
ur sambandsins.
Hvemig fóruð þið að þvi að
hrinda þessari miklu framkvæmd
af stað?
— Við héldum happdrætti í
fyrra, sem færði okkur 80.000 krón
ur og annað höfðum við ekki í
kassanum, þegar við ákváðum að
leggja út f þetta, sagði Hafsteinn
Þorvaldsson. — stgr.
Varðarferd —
Framh. af bls. 16
og flutti stutt ávarp. Var morg
unmatur snæddur þar í góðu
veðri, en síðan ekið áfram á-
leiðis til Skálholts. Þegar þang
að kom var gengið f kirkju og
sunginn sálmur.
Skömmu eftir hádegi Var
komið að Stöng í Þjórsárdal og
var þar snæddur hádegisverður
og uppgröfturinn að Stöng skoð
aður. Flutti dr. Bjam'i Bene-
diktsson, forsætisráðherra,
stutta ræðu þar sem hann lýsti
m.a. ánægju yfir lausn vinnu-
deilnanna.
Næst var ekið t'il ýmissa fag-
urra og merkilegra staða f
Þjórsárdalnum og þeir skoðaðir,
Tröllkonuhlaup, virkjanasvæðið
við Búrfell, Þjófafossar og
Hjálp.
í ferð'inni flutti Ámi Óla
fróðlega og skemmtilega leiðar
lýsingu á áfangastöðum og á
leiðinni.
Á heimléiðinni var ekið um
Laugardalinn og þar snæddur
kvöldverður, en síðan ekið sem
leið liggur að Ljósafossi og
upp Grafninginn og he'im.