Vísir - 28.08.1965, Side 9

Vísir - 28.08.1965, Side 9
ví » R • Laugaiu^ar iu. ágúst 9 Öm Johnson forstjóri Flugfélagsins flytur ræðu á Voga-flugvelli, þar sem hann hvatti Færeyinga til að gerastflugþjóð. var að taka á móti ambassa- dor Bandarikjanna í Danmörku, sem var í heimsókn í Færeyj- um. Þá talaði fulltrúi danska ríkisumboðsmannsins Am Skov og loks Öm Johnson forstjóri Flugfélagsins. Færeyski ráðherrann sagði í ræðu sinni að þeir dáðust að því, hve ísfendingar hefðu kom- izt langt á sviði flugmála. Og hann vildi sérstakfega taka það fram, að Færeyingar öfunduðu Islendinga ekki af þessu, alira sízt þar sem þeir fengju nú að njðta góðs af því. Það hefði verið gott að geta snúið sér til íslendinga með þetta og ksaðst hann trúa því að sam- starfið á þessu sviði myndi styrkja samstarf þessara tví- buraþjöða. Jkrn Johnson vék að þvi í sinni ræðn, hvað flugið væri orð ið íslendingum mikilvægt. Hann rifjaði upp bernskuár flugsms á íslandi, hvernig tvær tilraunir hefðu verið gerðar til að stofna flugfélag, fyrst um 1920, síðan um 1930, sem báðar hefðu mis- tekizt vegna þess að enn vom aðstæðumar ekki fyrir hendi. MeS Fokker Fríendship til Færeyja Flugöld að hefjast meðal „tvíburaþjóðar" okkar f>að var auðséð, að það var uppi fótur og fit á Vogaeyju í Færeyjum á fimmtudaginn, þegar Friendship-flugvél Flug- félagsins lenti þar í fyrsta sinni, en eins og kunnugt er hefur flug- ferðum til Færeyja ver- ið haldið uppi með eldri Douglas Dakota flugvéi- um. Mörg hundruð Eyja- skeggja úr byggð, sem aðeins telur um 900 íbúa, höfðu safnazt þar sam- an til að bjóða Blikfaxa velkominn. Út úr flugvélinni stigu nokkrir forráðamenn íslenzkra flugmála, ferðaskrifstofumenn og blaða- menn. Tvær færeyskar telpur gengu fram móti þeim Erni Johnson forstjóra Flugfélagsins og Agnari Kofoed Hansen flugmálastjóra og af- hentu þeim blómvendi. Það var skemmtilegt að líta yfir þennan fjölmenna hóp fólks sem hafði gert sér það ómak að fara úr byggðunum upp á heiðina eða fjallið þar sem flug völlurinn í Vogum er staðsett- ur. Þarna voru gamlir veður- bitnir sjómenn, sem störðu á þennan blikandi farkost. En mest bar á börnunum sem stóðu þar í hópum fremst, en segja má að það verði einmitt þeirra að notfæra sér þægindi flugs- ins í framtíðinni. Jí'ólkið safnaðist kringum flug vélina til að skoða hana og kom mikil biðröð við uppgang inn þegar það fékk að skoða hana. Auk þess var ýmsum for ráðamönnum í Færeyjum boðið í útsýnisflug yfir Færeyjar. Veður var yndisfagurt og eyj- arnar blöstu við í sinni mestu dýrð, eins og perlur í hafflet- inum. Ríkti hrifning meðal boðs gestanna yfir þvl hve fagurt er að líta yfir landið úr flug- vél, en þarna munu m.a. hafa verið í hópnum menn sem ekki höfðu áður komið upp í flug- vél. X/"ið móttökuathöfnina voru fluttar þrjár ræður. Talaði, þar fyrStur einn af ráðherrun- um úr færeysku landsstjórninni varalögmaðurinn Nils W. Poul- sen úr Þjóðveldisflokknum, en lögmaðurinn yfir Færeyjum Hákon Djurhus gat ekki komið því við að vera viðstaddur, þar sem hann einmitt þennan dag En í þriðju tilrauninni tókst það og væri Fiugfélag íslands ávöxtur þeirrar tilraunar. Síð- an væru Islendingar orðnir flug þjóð. Taldi hann að Færeyingar myndu líka verða flugþjóð. Benti hann m.a. á það, að' það virtust vera einkenni flugmál- anna að flestar áætlanir sem gerðar væru hefðu brugðizt, þar sem farþegafjöldinn hefði alltaf orðið meiri en áætlað hefði ver ið. Nefndi hann dæmi um þetta úr rekstri Flugfélagsins. En síð asta dæmi um það er hinn aukni farþegafjöldi í sambandi við þá nýju flugvél af Fokker Friend- ship gerð, sem kom nú til Fær- eyja í fyrsta sinn. Hvatti örn Færeyinga til að hugsa djarft í flugmálunum. Þeir myndu ekki verða fyrir vonbrigðum af því. Sagði hann að það væri ætlun Flugfélagsins að taka Fokker Friendship-vél í notkun á Fær- eyjaflugleiðinni næsta vor. Ræður þessar tók Útvarp Fær eyja upp á segulband og var þeim iltvarpað um kvöldið með kvöldfréttunum. 'C'lugvélin hélt nú áfram ferð sinni til Glasgow, og var þá nær fullhlaðin farþegum, enda er geysimikið um ferðir milli Færeyja og Englands og Dan- merkur, hvert pláss upppantað sumarmánuðina með skipum og flugvélum. Jslendingarnir sem þarna voru komnir í heimsókn fóru hins vegar sem leið liggur til Þórs hafnar, sátu þar boð Flugfélags Varalögmaður Færeyinga Nils Winther Poulsen flytur ræðu á Voga-flugvelli. Færeyja, sem starfar með Flug- félagi Islands og í Þórshöfn var gist um nóttina. Það tekur um þrjár klukku- stundir að komast frá flugvell- inum á Vogaey til Þórshafnar. Er fyrst ekið í bifreiðum eftir suður og vesturströnd Vogeyj- ar gegnum kaupstaðina Miðvog og Sandavog norður að Vest- mannasundi. Yfir það er farið á góðu ferjuskipi til kaupstaðar ins Vestmanna, sem er norðar lega á aðaleyjunni Straumey. Þaðan er lagt upp í aðra öku- ferð upp í fjöll og hálendi Framh. á 6 síðu Bergur Gíslason flugráðsmaður, Agnar Kofoed Hansen flugmála- Hér sjást þeir fjórir Færeyingar, sem standa að Flugfélagi Færeyja, en það félag starfar með Flug- stjóri og Öm Johnson með færeysku telpunum á þjóðbúningi, sem félagi íslands. Myndin var tekin á Voga-flugvelli f fyrradag og sést Bllkfaxi f baksýn. Fjórmenn- færðu þeim blómvendi. ingárnir em Mikkjál Símonsen, Hugo Fjordöy og bræðumir Lars og Ragnvald Larsen.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.