Vísir


Vísir - 06.09.1965, Qupperneq 1

Vísir - 06.09.1965, Qupperneq 1
ISIR 55. árg. — Mánudagur 6. september 1965. - 201. tbl. SKEIÐARA Hlaupið f Skeiðará fer enn vaxandi. Það óx enn í fljótinu í nótt, en ekki mikið. Símasam- band yfir sandinn er nú slitið, þar sem einn staurinn hallast orðið svo mikið að víramir . liggja niðri í vatninu. Flóðið er hægfara, en það er þegar orðið geysimikið. Skeið- ará hefur upp á síðkastið fallið aðallegá í tveimur kvíslum, sem nokkrir km. voru á milli. Nú er flóðið orðið svo mikið að fljótið breiðir sig yfir allt svaeðið mflli þessára tveggja kvísla. Blaðið átti í morgun samtal við Fagurhólsmýri og sögðu menn þar, að áin héldi enn á- fram að vaxa og auðséð að svo yrði enn um sinn. Ekki er jaka- burður þó neitt óvenjulega mik- ill, nema helzt nálægt JökuHelli. Fljótið er mjög dökkt og af því megn fýla. Á Skaftafelli hefur fallið á málma, en ekki er vitað til að þess hafi orðið vart vfðar. Mynd þessi var tekin yfir Skeiðará nú um helgina. Sýnir myndin, hvernig fljótið öslar fram þráðbeint til hafs. Á þessu svæði eru að jafnaði óteljandl kvíslar og sandeyrar hvarvetna á miLU. Nú er vatnið svo mikið, að það flæðir yfir alit á breiðu svæði. Ljósm. von Linden. Verðlagsákvæði verði afnumin Til að bæta þjónusfu v/ð neytendur, segja stórkaupmenn Ráðstefna norrænna stórkaupmanna sett i morgun Aðalmálið á móti nor- rænna stórkaupmanna, sem haldið er hér í Reykjavík dagana 6.—9. september, er verðlags- eftirlit og verðlagsá- kvæði. Ráðstefnan var sett klukkan 9,30 í morgun á Hótel Sögu og er sú fjórða í röðinni, — fyrsta sem haldin er hér á íslandi. Göngur hefjast Ámesingar eru nú að leggja upp i fyrstu göngur, en þær vara á aðra vlku hjá þeim sem lengst fara. Það eru Flóamenn og Hreppa- menn, sem lengst fara. Þeiru eru 8 talsins og fara í svokallaða und- anreið inn að Amarfelli hinu mikla við sunnanverðan Hofsjökul. Á fimmtudaginn kemur fara 12 menn til móts við þá inn á Fjórð- ungssand og loks fer 12—15 manna hópur inn að Dalsá n. k. sunnu- dag. Miðvikudaginn 15. sept. koma gangnamennimir með safnið niður Þjórsárdal og niður í byggð. Réttað verður f Skaftholtsrétt fimmtudaginn 16. þ. m. og í SkeSSarétt daginn eftir. Félag fsl. stórkaupmanna gerð- ist aðili að samtökum nórrænria stórkaupmanna árið 1962, en ísland mun vera eina norræna landið sem enn býr við ströng verðlagsákvæði. Hafa verðlags-' ákvæði og opinbert verðlagseftir lit verið afnuirtin með öllu á öðr um Norðurlöndum, nema örlítið mun eima eftir af verðlagseftir- liti í Finnlandi og Noregi. Þróunin hér á landi hefur ver ið nokkur, síðan 1960, en það ár var mikill hluti af innflutningi gefinn frjáls, og má segja að um 80% innflutnings landsmanna sé nú orðinn frjáls. Framhald á bls. 6. Þjófar staðn- ir að verki Tvelr ungir piltar voru staðnir að innbroti í Sjálfstæðishúslð í fyrrinótt og vom handsamaðir. Lögregluþjónn sem var á varð- göngu í miðbænum síðari hluta nætur, heyrði grunsaml. hávaða í Sjálfstæðishúsinu. Hann fór að svipast um hverju þessi hávaði sætti og rakst þá á mann, sem kominn var inn í ölgeymslu húss- ins. Hann tók manninn með sér og flutti f lögreglustöðina. En þegar hann var nýkominn þangað barst lögreglunni tilkynning um, að sézt hefði til manns uppi á þaki Sjálf- stæðishússins. Var þá aftur farið á stúfana og sá maður einnig sótt- ur. Við yfirheyrslu kom í ljós, að þeir höfðu brotizt sameiginlega inn í Sjálfstæðishúsið og kváðust hafa ætlað sér að ná f öl, þvf báðir voru þeir þyrstir. Þó mun ekki nema annar þeirra hafa verið ölvaður, a.m.k. svo að á sæi. Sá hefur komið talsvert við sögu lög- reglunnar áður, en hinn lftið eða ekki. Formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna, Hilmar Fenger, setur ráðstefnuna Kaupmenn taka IBM ísína þjónustu í undirbúningi er nú hjá Kaupmannasamtökum ís- lands að koma upp sameigin legu IBM vélabókhaldi fyrir félagsmenn samtakanna. Knútur Bruun, framkvæmda- stjóri samtakanna sagði í morgun að hér væri um að ræða eitt stærsta hagsmuna mál kaupmanna. Með slíku kerfi gætu kaupmenn fengið betri innsýn í fyrirtæki sín og kaupmenn í heild fengju haldgóðar upplýsingar t. d. þegar rætt væri um samn- inga og við verðlagsyfirvöld um dreifingarkostnað. Mál þetta hefur verið í undir- búningi í nokkra mánuði og hef ur þýzkur viðskiptafræðistúdent Peter Molenhauer, unnið að rit gerð um þetta mál. Var hún mjög vel unnið að sögn Knúts Bruun og hefur nú verið send IBM, sem gerir verklýsingu. Ætlunin er að sérstakur mað ur hafi aðsetur hjá Kaupmanna samtökunum á skrifstofu þeirra á Marargötu 2, en þangað munu kaupmenn geta snúið sér, þegar þar að kemur og mun maður þessi „mata" rafeindaheila IBM með upplýsingum, en „heil Framh. ð 6. síðu

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.