Vísir - 06.09.1965, Síða 15

Vísir - 06.09.1965, Síða 15
VlSIR . Mánudagur 6. september 1965. EDWARD S. ARDNS: »5 ■■■ ll| 1 'lWTipiininTr wmmKmmmnmammtBmmai pæjarar = Saga um njósnir og qstir á Italíu — Það er eins og þér séuð alveg úti á þekju. Ef þér snertið mig fær sameiginlegur vinur okkar Pacek allar upplýsingar um leikfélaga yð ar handan járntjaldsins. Þér hafið sjálfsagt tekið þetta allt með í reikn inginn? — Það var óþarft fyrir yður að drepa hana. —Ellen? Talbot yppti öxlum. — Hún var þrá og heimsk eins ■ og þér. Látið mig fá tveggja daga frest. Ég sendi yður Fremont-gögn in, en þér hafizt ekkert að á meðan. Talbot leit út fyrir að hafa sofið í fötunum. Augu hans voru rauð og þrútinn. Durell hugleiddi hvort hann ætti að reyna að grípa til skammbyssu sinnar og hvaða brögð um hann ætti að beita eins og á- statt var, en hann hreyfði sig ekki. mig. — Ég geri ráð fyrir, að þér hafið gert ráðstafanir til þess að Pacek fái gögnin f pósti, en svo getið þér líka vel verið að reyna að gabba mig. Jæja svo þyr eruð ekki enn alveg viss. Þér þorið ekki að taka á yður áhættuna, ef Pacek skyldi fá upplýsingarnar. Reynið ekki að skírskota til þess að ég sé Bandaríkjamaður. Ég hefi aldrei fagnað neinu eins og þegar ég var kominn úr því landi. Það hefur aldrei gert neitt fyrir mig. Það hefur reyndar enginn gert. Þess vegna reyni ég að gera eitt- hvað fyrir sjálfan mig. Það er leiðinlegt fyrir yður, að áformin varðandi samninga við Túvanafan fara út um þúfur. f staðinn hef ég dálítið upp úr þessu og fæ eins konar uppbót fyrir það, að merin lék á mig. — Það hefur aldrei verið nein skynsamleg meining í þessu, sagði Durell. — Skynsamleg meining, hvern fjandann eigið þér við? — Að „smart“ náungi eins og þér skyldi fara að stela málverk- unum. Þér máttuð vita, að grun- ur mundi falla á yður. Þetta hefði verið auðskildara ef þér blátt á- fram hefðuð selt Pacek upplýsing- ar, en það var konan, sem fékk yður til þess, hún þurfti á yður að halda, og notaði yður sem verkfæri. — Haldið kjafti, urraði Talbot. — Ætlið þér ekki að elta Franc- escu nú? — Ég næ henni, efizt ekki um það. Hún hefur leikið á mig, en það hentaði áformum minum, að láta hana sleppa nú. Snúið yður við! Durell reyndi að láta það líta út eins og hann hefði beðið ósigur og gefizt upp, en það var það eina, sem hann gat gert til þess að komast hjá að fá kúlu gegnum ! höfuðið. Þessi framkoma hans varð til þess að Talbot var ekki j eins vökull og áður, og þegar hann ! færði sig skrefi nær með skamm- byssuna á lofti velti Durell sér um eina umferð enn og beygði samtímis hægra kné. Svo r«ik hann hnefa sinn af öllu afli í magann á Talbot, en það var eins og að berja á steinvegg. En það varð til þess, að Talbot rotaði hann ekki með skammbyssuskeftinu, en hæfði hann fyrir neðan eyrað. Durell sló til Talbots á ný, og heyrði hann reka upp hlátur. Næst hæfði Tal- bot betur. — Durell lá meðvitund- arlaus á flísalögðu gólfinu. 10. kapítuli. — Signor, signor, heyrði hann kallað og einhver var að reyna að hrista hann til. Hann ýtti frá sér hönd þess ,sem mælti, og reyndi að ná taki á rúminu til þess að staulast á fætur, en það var eins og rúmið rynni frá honum. Hann sárverkjaði í höfuðið. Hann fann, að storkið blóð var um allt vinstra megin á höfðinu. Hann bölvaði og reyndi að líta á úrið sitt, en sá á skífuna eins og gegnum þoku. — Klukkan er 10,15. Hvað gerð- ist hér? Hann lyfti höfðinu, en honum fannst það vera tvær lestir. Hann kom auga á vikadrenginn. — Hvað heitir þú, vinur minn? — Pierre, signor. Á ég að hringja eftir lækni? — Nei, Pierre, annars þökk. — Þetta var óheppni. Hann staulaðist á fætur með erf- iðismunum. — Þú hefur vonandi ekki hringt á lögregluna? — Fyrirtak. Þú skalt fá 1000 lírur. — Þúsund þakkir. Ég ætla að væta handklæði i volgu vatni og koma með það. Durell gat ekki um annað hugs- að en heljarmennið Talbot. Hann var þá á lífi og þetta var aðeins fyrsta lota. Þeir mundu brátt hitt- ast aftur. Og hann mundi ekki verða „trygging" hans að eilífu. Ef þeir i París og Washington hefðu tvo daga til umrfiða, myndi Fremontflokkurinn verða úr allri hættu. Vikadrengurinn kom með hand- klæðið og Durell þvoði af sér blóð- ið. Hann hafði verið svo heppinn að sleppa með nokkrar skrámur, en ef hann hefði ekki beitt því bragði sem hann gerði væri hann nú með brotna höfuðskel. — Ég náði í litlu ferðatöskuna, signor. Og rakvél. — Ferðatöskuna, sagði Durell og horfði á Pierre. — Og ég var búinn að senda upp tvær skyrtur, signor. — Það er alveg satt, þakka þér fyrir. Mig vanhagar ekki um neitt nú. Meðal annarre orða hefurðu komið auga á konu gistihússeig- andans hér upp á síðkastið? — Greifafrúna? Það taka nú all- ir eftir henni hvar sem hún sést. Það er ekki nema stundarfjórðung- ur síðan hún sótti pakka niðri. Hann hefur sjálfsagt verið handa manninum hennar. Það var áður en ég var sendur upp á þessa hæð. Ég leit bara inn hér af því að ég sá að dyrnar voru ekki alveg lokaðar. — Hvernig leit pakkinn út? Pierre lýsti pakkanum og Dur- ell sá af lýsingunni, að þar gat vel hafa verið um Dwanmálverkin að ræða. — Það kom upp öfund í mér... — Öfund? — Já, hún þrýsti pakkanum að sér þú skilur — — Ja, hérna, Pierre. Þú ert meiri karlinn ... — Nei, en ég dáist að fögrum konum. — Megi þú lifa lengi og njóta lífsins með þeim, drengur minn. Hann stakk nokkrum seðlum að honum og fór niður. Það var til- gangslaust að spyrja afgreiðslu- manninn 1 forsalnum. Francesca og Cesare voru vafalaust komin langt i burt. Liðin var meira en klukku- stund síðan hann sagði við Deirdre að hann mundi verða kominn til hennar innan 10 mínútna. Þegar hann spurðist fyrir um hana, var honum sagt, að hún væri ekki í herbergi sínu, en mundi vera í Santa Lucia úti á ströndinni. Hann fór þangað. Þar var margt manna j til þess að glápa á alla lcvikmynda- leikarana. Og Durell svipaðist þarna um eftir Deirdre. Hann kom auga á hana, þar sem hún sat við Iítið borð með skrif- blokkina sína. Hjarta hans sló hrað ar undir eins og hann sá hana. Hann hafði þekkt margar konur, en enga slílca sem Deirdre. Einhver tízkusýningarstjóri var að gefa fyrirsætum skipanir þarna milli rústanna. Deirdre leit upp og sá Durell ganga i áttina til sín eftir svörtum sandinum. Það koma fyrir stundir, er tvær manneskjur horfast í augu, að allt gleymist nema gleðin yfir að hitt- ast. Hann virti hana fyrir sér, hið dökka hár hennar, .greitt aftur og vafið í hnút í hnakkann. Og hann horfði á glitrandi steinana í eyrna- hringunum hennar. — Sam, ó, Sam, ó það er eins og það sé heil eilífð síðan við hittumst, og nú er ég sá þig, var eins og hjartað í mér ætlaði að taka sér hvíld og hætta að slá. Slík gleði greip mig. — Og hjá mér er um sömu til- finningar að ræða. Það er alveg dásamlegt að sjá þig. Þú lltur svo vel út. — Það gerir þú ekki. Ósköp er að sjá þig. Hvað er að sjá eyrað á þér? — Blæðir enn úr því? — Það er eins og köttur hafi nagað það. Var það litla vinkonan okkar, — hún Fran? — Það er ekki beinlínis við hana að sakast um það hvernig ég lít út, en óneitanlega kom hún við sögu. — Þú vildir þannig fara fyrst til hennar. Ég beið eins lengi og ég gat, en . . . — Elskarðu mig, Dee? — Alltaf. Ég er svo heimsk. Og Heilbrigðir fætur b*Mltlgl BtrVansiodfc FUSSBETT, eru undirstaða vellíðunar. Látið þýzku Birke- stocks skóinnleggin lækna fætur yðar. SKÓINNLEGGSSTOFAN Vifilsgötu 2, slmi 16434. Opið virka daga kl. 2—5, nema laugard. Veggfesting Lofftfesting Mælum upp Setjum upp Lindorgötu 25 síms 13743 T Jfc R Z A N Þú góði maður og góði Vinur okkar, Tarz an_ — þú berst gegn vondum mönnum. Þú mut ávallt hjálpa hinum góðu. Við erum hræddir um að heyra einhvern tíma að vondir menn hafi drepið þig. WUR'GOOf W0R<, PRIEN7(iOMBAI, IS HER.E- WITH YCXJ&.GREATr ICN0WLE7GE A.N7 WEPICINES FOR THE SICH AN7 INJURE7 WHO COWE TO YOU! X CAN HELP MEN ONLY IP I GO TO THEW... AN7 TO THEIR ENEMIES!, WE WILL SE BETTER A5LE TO CAKE POR THE SICK- N0W THAT l WE WILL HAVE MORE 'MATIMT/' j TREES... WE ARE FOREVER < IN7E5TE7 TOYOU FOR SHOWING US HOW TO PLANT NEW TREES! > Hin góðu störf þín vinnur þú hér, Momb ai vinur minn, af þ'inni miklu kunnáttu, Þú læknar þá sjúku og særðu sem hingað leita. Ég get hins vegar aðeins hjálpað hinum góðu með því að fara til þeirra og hjálpa þeim að berjast gegn hinu illa. Tú er okkur borgið. Við höfum í framtíð- inni nægilega mörg „Matimati“ tré sem gefa okkur meðul. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þig vegna þess að þú sýnd- r okkur hvernig við ættum að rækta þau. svo kann ég ekki að skammast mín, sagði hún og roðnaði dá- litið. Durell fannst, að hún væri feg- ursta kona heims. Hann tók hönd hennar og hún reis á fætur. — Hvert ætlarðu með mig, Sam? — Á einhvem stað, þar sem við getum talað saman yfir glasi. Get- urðu sloppið héðan? — Vitanlega, hefurðu not fyrir mig I starfi þínu? Er það um það, sem við komum til með að tala um? VISIR ÁSKRIFENDAÞJÓNUSTA Áskriftar- Kvartana- simmn er 11660 virka daga kl. 9 — 19 nema laugardaga kl. 9—13. 'I VISIR er i VÍSIR k Oytur dagiega m. a.: nýjustu fréttir f máll og myndum sérstakc efnf fyrir unga fólkit íþróttafréttir myndsjð rabb uut mannlífið, séð i spegilbroti bréf fr* lesendum stjöruuspð myndasögut framhaldssögu þjóðmðiafréttir dagbók og greinar VÍSIR er ódýrasta dagblaðið til fastra kaupenda. — áskriftarsiml I Reykjavík er: 11661 auglýsing r I VÍSI j kemur } víðu i við ! S auglýsingubluð 1 ulmennings } 1 AFGREIÐSLA AUGLÝSINGA- \ SKRIFSTOFUNNAR \ , *, E R I INGÓLFSSTRÆTI 3 \ Simi 11663. 1 mu3mmz>&&s6sas& smtaMmnmm

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.