Vísir


Vísir - 08.09.1965, Qupperneq 2

Vísir - 08.09.1965, Qupperneq 2
V í SI R . Miðvikudagur 8. september 1965. HÓTEL SAGA sigraði ★ í sumar hefur staðið yfir hörkuskemmtileg keppni í knatt- spyrnu, í nær algjörri kyrrþey og I skugga „stóru“ knattspyrnu mótanna. Þeir sem hér börðust voru starfsmenn á veitingahúsum Reykjavíkurborgar og af Gullfossi. ★ Leikir þessir hafa verið leiknir á sunnudagsmorgnum (óvenju- legur leiktími!) og eins eftir hádegi á daginn. Þetta stafar af því meðal annars að stór hluti þeirra, sem hér hafa komið við sögu eru veitingaþjónar og matsveinar, dyraverðir og birgðagæzlu- menn, allir starfandi hjá veitingahúsunum. Þá hafa Gullfossmenn orðið að sæta lagi til að keppa. Sfðasti leikurinn fór fram á sunnudagsmorguninn. Þá vann Hótel SAGA stóran sigur í leik sínum gegn Klúbbnum, vann 5:1. Með þessum sigri f sfðasta leik mótsins skauzt Saga fram úr erf- iðasta keppinautnum, sem var Keflavík keppir sjálft flaggskip islenzka flotans, GULLFOSS. Staðan að lokinni keppninni var þessi: HÓTEL SAGA GULLFOSS HÓTEL BORG KLÚBBURINN RÖÐULL NAUST 3 2 0 23:12 8 3 1 1 2 2 1 1 1 3 1 1 3 1 1 3 7:6 7 12:8 6 16:18 3 11:13 3 14:25 3 Vegleg verðlaun voru gefin til þessarar keppni, CINZANO-bikar- inn, sem Albert Guðmundsson gaf, en hann er umboðsmaður fyrir þá tegund af vfni. Næst þegar Gull- foss-menn verða í heimahöfn sinni mun verða slegið upp fagnaði og verður öllum þátttakendum keppn- innar boðið þangað. Dregið í Bikarkeppmnni: Kefíavík og KR-b mætast aftur í gær var dregið í bikarkeppn- inni í 5. umferð, sem er fyrsta um- ferðin í aðalkeppninni. Leika þessi lið saman: KR-a—Akureyri, FH eða Valur-b—Akranes, Keflavík— KR-b, Fram—Valur-a. I kvöld 1 kvöld keppa Keflavík og Ferencvaros í Búdapest. Er leik- ur liðanna sem kunnugt er liður í Evrópubikarkeppninni í knatt- spymu. Ekki er með vissu vitað um tím- ann á leiknum, en hann mun fara fram í flóðljósum á hinum stóra Nep-leikvelli. Búizt var við að á- horfendur yrðu mill'i 20—30.000 talsins. r r Arsþing F.R.I. Ársþing Frjálsíþróttasambands Islands 1965 verður haldið helgina 27 .og 28. nóvember n. k. Tillögur frá sambandsaðilum, sem óskast lagðar fyrir ársþingið þurfa að hafa borizt stjórninni minnst tveim vikum fyrir þing. Stjóm FRÍ. Þarna eru sem sagt fjórir leikir, sem geta farið hvernig sem er. Eflaust verður leikur KR og Ak- ureyrar spennandi og óvíst hvern- ig honum lýkur. Akranes ætti að eiga auðvelt með FH eða b-lið Vals, en Keflavík hefur bitra revnslu af b-liði KR, sem sló þá út í þessari keppni fyrir ári, þá nýbakaða íslandsmeistara. B-liðið hjá KR er mjög gott um þessar mundir og nægir að benda á þá j hroðalegu útreið sem Þróttur fékk í leiknum gegn liðinu. Leikur Fram og Vals gæti einnig orðið skemmti legur, því hér eru tvö mjög jöfn lið dregin saman. Leikimir fara fram um helgina. Færeyingar komu of seint j í íG-J WKfíym, R cs. ; Vildu vera með í Evrópubikarnum í handknattleik en ffleiri Ijón virðast í veginum Um síðustu helgi hringdi síminn hjá iþróttaritstjóm Ber- lingske Tidende. Það var for- maður færeyska félagsins Kynd ............................................................................;............;............................................................................................................................................... j J I ill, sem var í símanum. „Við vildum gjarnan fá gefna upp utanáskriftina hjá alþjóða- handknattlelkssambandinu", var sagt. „Við viljum vera með í Evrópubikarkeppninni". Blaðamaðurinn gat sagt fær- eyska formanninum, Jödleis, að umsóknarfrestur væri fyrir löngu útrunninn og búið væri að draga i keppninni, og auk þess væri vafasamt hvort Kyndill gæti farið fram hjá DHF og tekið þátt i keppni sem þessari. „Þá bíðum við þar til næsta Þessa gamanmynd birti eitt dönsku blaðanna vegna áhuga Færeyinganna. ár ...“ var svarað hinum megin á línunni. Kyndill er mjög gott hand- knattleiksfélag og var hér á íslandi í sumar og keppi 8 leiki, tapaði 4 og vann 4. Fredslund Petersen formaður DHF sagði að ekki kæmi til greina, að færevska félagið taki þátt i Evrópubikar nema með leyfi sambandsins. Ilvort það leyfi fæst eða ekki er ekki gott að segja um en eflaust verður DHF heldur tregt til þess. KVENNALANDS- LIÐ f HANDBOLTA LIÐ HÓTEL SÖGU: Rögnvaldur Gunnlaugsson, glímukappi og birgðavörður var „fyrirliði utan leikvallar“, og hann er lengst til vinstri f efri röð, þá koma Friðbjörn Guðmundsson, Guðmundur Tómasson, Sigurður Haraldsson, Finnbogi Guðmundsson, Gunnar Friðþjófsson og Þórður Þorgilsson. í fremri röð frá vinstri: Magnús Jónsson, Þorbjörn Guðmundsson, Sveinn Sveinsson, Trausti Víglundsson, Guðjón Sveinsson Hall- dór Skaftason og Baldur Heiðdal. Á myndina vantar: Sigurð Jónsson, Þorfinn Guttormsson og Gunnar Stefánsson. Landsliðsnefnd kvenna hefur ný- lega valið eftirtaldar stúlkur í landslið íslands fyrir heimsmeist- arakeppnina, sem fram fer í Vestur-Þýzkalandi 8.—15. nóvem- ber n.k. Undankeppni fer fram við Dani í Kaupmannahöfn dagana 28. og 30. október n. k. Sigurvegarar úr þeirri keppni fara áfram ( aðal- keppnina: Sigríður Sigurðardóttir, Val, Sigrún Guðmundsdóttir, Val, Sig- rún Ingólfsdóttir, Val, Vigdís Páls- dóttir, Val, Rut Guðmundsdóttir, Ármanni, Svana Jörgensen, Ár- manni, Ása Jörgensdóttir, Ár- manni Sigríður Kjartansdóttir, Ármanni, Jóna Þorláksdóttir, Ár- manni, Elín Guðmundsdóttir, Vík- ing, Edda Jónasdóttir, Fram, Gréta Hjálmarsdóttir, Fram, Sylvía Hall- steinsdóttir, F.H.. Jónína Jónsdótt- ir F.H., Sigurlína Björgvinsdóttir F.H. Liðið heldur utan þriðjudaginn 26 október n. k.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.