Vísir - 05.11.1965, Side 2

Vísir - 05.11.1965, Side 2
v 181R . Föstudagur 5. nóvember 1965. Þarna eru nokkrir af piltunum í skí'ðadeild Víkings fyrir framan skálann sinn. Frá vinstri eru á myndinni Jóhannes Tryggvason, Gísli Elíasson, Ólafur Friðriks-son, sem er að útskýra fyrir þeim teikningu hússins, Sigurður Hauksson og Brynjar Bragason. Nýr skáli á rúst- um hins gamla Innan skamms munu piltarnir í Víkingi státa af nýjum og glæsilegum skíðaskála i Sleggjubeinsskarði, skammt fyrir ofan Kolviðarhól og Skíðaskála Vals. Þeir byggja á rúst- um hins gamla skála síns, sem brann á páskadagsmorgun 1963. Starfsemin í Skiðadeild Vík- ings er öflug sem sjá má af því að það er ekki nema ár liðlð frá því að framkvæmdir hófust þama efra og um næstu helgi vonast piltamir til að skállnn verði fokheldur. Og nú er líka á þrotum það fé, sem trygging- arnar greiddu eftir brunann og fyrirsjáanlegir erfiðleikar em í innréttingu á skálanum vegna fjárskorts. Hins vegar hafa marg ir gamlir félagar lofað að styðja deildina með ráðum og dáð eins og oft fyrr og því er nokkur von um að innréttingín komist á rek spöl í vetur og næsta sumar. í vetur verður vart hægt að taka á mpti gestum, en hins vegar ætla skíðamenn Víkings að nota skálann og hafast þar við og vinna um helgar en bregða sér þess á milli út í hinar ágætu skíðabrekkur. Nýl skálinn er talsvert stærri en sá gamli sem brann. Gólfflöt- urinn er 155 ferm. og fyrir utan hann að sunnanverðu er 25 ferm. pallur og verður áreiðanlega vin sæll af þeim, sem vilja fá sér gott sólbað. í skálanum verður stór stofa með arnl, svefn salur fyrir 50 manns, eldhús og snyrtiherbergi með sturtubaði. Stutt frá rennur tær og fallegur lækur og heitt vatn mun vera víða í jörðu á þessum slóðum, þannig að heitt og kalt vatn ætti ekki að skorta í framtíðlnni. ....... ..............I Körfuknattleiks- mót Reykjavíkur hefst á morgun \ \ Á morgun hefst á Hálogalandi Körfuknattleiksmót Reykjavíkur. Fyrstu leikimir eru þessir: 2. f 1. karla KR - KFR 1. fl. karla KR - ÍR Mfl. karla ÍR - KFR Á sunnudag heldur mótið áfram og fara þessir leikir fram: 3. fl. karla ÍR-a — Ármann 2. fl. karla ÍR-b — Ármann Mfl. karla ÍR - KFR Þarna er skálinn eins og hann lítur út ofan úr hrikalegu klettabeltinu. Pilarnir eru að vinna að því að klæða þakið. HEILBRIGÐIR FÆTUR eru undirstaða vellíðunar. Látið þýzku BIRK- ENSTOCKS skóinnleggin lækna fætui yðar Móttökutimi föstudaga og laugarcaga kl. 2—7 e. h. — Aðra daga eftir umtali Símí 2015b SKÓ-INNLEGGSSTOFAN Kaplaskjóli 5 Knuttsg)yrnuin®nn B Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks í Kópavogi verður haid inn i kvöld kl. 20 30 i Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi. Eru allir félag- ar deildarinnar hvattir til að mæta á fundinn og nýir félagar eru vel- komnir. Raðhús v/ð Sæviðarsund Höfum til sölu 145 ferm. raðhús ásamt 25 ferm. bílskúr. Selst fokhelt. Allt á sömu hæð, 5—6 herb. ásamt þvotta- húsi og geymslu. Teikningar liggja frammi á skrifstofu vorri. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10, 5. hæð Sími 24850. Kvöldsími 37272

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.