Vísir - 05.11.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 05.11.1965, Blaðsíða 16
VERKNAMSSKOUNN AÐ FL YTJA 'fz Föstudagur 5. nóvémber 1965. VINNUSTOFUR SINARIARMULA mm Aðalbygging nýja skólans boðin út á næstunni Myndin var tekin i morgun i einni af hinum nýju og glæsilegu smíðastofum i Gagnfræðaskóla verk náms. Voru tveir kennarar, þeir Sigurður Úlfarssoit (t. v.) og Marteinn Sívertssen að undlrbúa kennslu. (Ljósm. Vísis — B. G.). 1 borgarstjóm Reykjavíkur urðu i gær umræður um málefnS Verknámsskólans. Þar skýrði borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, frá þvi, að nú væri að Ijúka 1. áfanganum við byggingu nýs verknámsskóla við Ármúla. Er búið að ljúka efri hæð hússins, þar sem trésmiðavinnustofur verða og líefst kennsla í þeim nú um helgina. EftSr 10 daga verður svo neðri hæðinni skilað ,en þar á kennsla i málmsmíði ýmiss kon ar að fara fram. Þá upplýsti borgarstjóri til viðbótar þessu, að nú væri ver ið að ganga frá vinnuteikning- um og útboðsskjölum að 2. og 3. áfanga skólans og ætti að bjóða verkið út upp úr áramótum. Þar værj um að ræða aðalbyggingu skólans, þar sem yrðu 14 bók- legar kennslustofur, bókasafn, kennarastofa og skrifstofa skóla stjóra. Tilefni þessara umræðna var að borgarfulltrúi kommúnista, Guðmundur Vigfússon, hafði bor ið fram tillögu um að „harma það ófremdarástand" sem væri ríkjandi í húsnæðismálum Gagn fræðask. verknáms o. s. frv. Flutti Guðmundur harða ræðn þar sem hann sagði að skólamál Verknámsskólans væri hneyksli. Taldi hann að bæði væri óviðunandi, að nú, þegar hluti skólastarfsins flyttist inn í Ármúla, þyrfti hluti nemenda að ganga þangað um stundar- fjórðungsleið og ennfremur væri húsnæði það sem skólinn hefði á leigu í Brautarholti alger lega óviðunandi. Lýsti ræðu- maður því, svo, að það væri iðnaðarhúsnæði sem stíað hefði verið í sundur með trétexi og hefðu svo verið brotin göt á þetta trétex hér og þar. Einnig kvartaði hann um að byggingar- starfsemi og bílaumferð í Braut arholti hefði svo alvarleg áhrif Framhald á bls. 6. FEIKNA SPJÖLL Á VEGUM 0G BRÚM í VEÐRINUUM GERVALLT VESTURLAND í morgun bárust fréttir um miklar vegaskemmdir upp úr Vatnsfirði. Þar verður ófært öil um bifreiðum fram yfir helgi, sagði Snæbjöm Jónasson yfir- verkfræðingur, er blaðið leitaði nánari frétta hjá honum i morg un um vega- og brúarspjöll af völdum vatnavaxta og aur- skriða í veðrinu. Þá kvað hann ófært á Klettshálsi og Ódrjúgs- hálsi á Vestfjarðaleið og i fjörð unum sjáifum á aliri Barða- ströndlnni hefðu orðið vegar- spjöll og rifið frá brúm. I fyrstu fréttum blaðsins i gær af þessum spjöllum var sagt frá skriðum er féllu i Dýra firði. Önundarfirði og á Bolung- arvikurveg og víðar. Auk þess sem 30 metra breið skriða féll yfir þjóðveginn í Dýrafirði urðu skriðuföil á vegina í Súganda- firði og Patreksfirði og skriða féll á veginn fyrir ofan Flateyri. Frá Vatneyri var sambandslaust við flugvöllinn á Sandeyri. Fyrir botni Önundarfjarðar voru ár í vext og flæddu yfir stórt svæði. Frá ísafirði bárust fréttir um spjöll á þjóðveginum beggja vegna við ísafjörð og var ekki vegarsamband við Hnífsdal. Á Barðaströnd gróf talsvert frá brúm og ein brú, þar sem gróf undan stöpli, kann Sjö fluttir til læknisaSgerða Næsta mikil brögð voru að ýmiss konar slysum og óhöppum á fólki í Reykjavík í gær og nótt. Urðu sjúkrabíiar og lögreglubílar að fiytja sjö manns til læknisaðgerða í Slysavarðstofuna á þessum tíma. Fyrsta slysið varð fyrir utan prentsmiðjuna Eddu fyrir hádegið í gær og var þá skýrt frá þvi laus lega i Vísi. Um klukkan hálffjögur eftir há- degið féll kona á húsatröppum í Karfavogi 24 og meiddist á fæti. ( Hálfri stundu síðar fékk kona að- svif f verzluninni Síld og fiskur á Bergstaðastræti og datt á gólfið. Klukkan tæplega hálf fimm féll maður f stiga í Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi og meiddist eitt hvað. Annar maður féll í stiga i Hátúni 6 klukkan tæplega tvö í nótt. Þá urðu tveir menn fvrir bifreið- um. Annar þeirra vestur á Melhaga um fimmleytið e.h. í gær, en hinn hafði orðið fyrir bifreið í Hafnar- stræti rétt eftir miðnættið. Komst hann af sjálfsdáðum inn i lögreglu stöðina, skýrði þar frá málsatvik- um og kvaðst vera meiddur. Ekki taldi lögreglan að hér væri yfirleitt um veruleg meiðsli að ræða á fólki Hins vegar er þetta með mesta móti sem lögregian er ónáðuð út af slysum á einum og sama sólarhring — a.m.k. í miðri viku. að reynast ónýt. Laxá í Reyk- hólasveit var í miklum vexti. Enn er beðið nánari frétta af spjöllum allviða. Mikiil vöxtur er i ám á öllu Vesturlandi, m. a. hefir Hörðu- dalsá fiætt yfir veginn á Skógar ströndinni, og mikill vöxtur hijóp í ár í Borgarfirði, Norð- urá, Hvítá og fleiri. Síðari fréttir herma, að sums staðar sé vatn þegar tekið að sjatna allmikið. Hvítá í Borgarfirði flæddi yf- ir bakka sína og yfir þjóðveginn hjá Hvitárvöllum og vestan við Síkisbrýrnar. í gærkvöldi lenti bíll þar i vandræðum vegna flóðsins, en honum var náð-opp seint í gærkvöldi. í nótt sjatnaði svo í ánni að nú er vegurinn svo til þurr og fær öllum bílum. FLUGVEÐUR Vísir átti tal við Flugþjón- ustuna h.f. um kl. 10,30. Hafði Framh. á bls. 6 Skemmdir vegna éveðurs í Reykjavík og Hahurfirði Talsvert bar á foki lausra muna, jámplatna og loftneta í Reykjavík i hvassviðrinu í gær og nótt. Strax fyrir hádegið í gær var beð ið um lögregluaðstoð vegna þess að járn væri t.kið að losna af þök um nokkurra húsa, þ.á.m. Grundar stíg 11, Bergþórugötu 2 og á húsi inni í Hólmgarði. Síðdegis í gær urðu einhverjar skemmdir á bifreið vestur á Ný- lendugötu vegna þess að þakgluggi hafði fokið á bifreiðina. Þá fauk ennfremur eitthvað af þakskífum af þaki þýzku sendiráðsbyggingarinn- ar við Túngötu I' nótt bárust. lögreglunni tilkynn ingar og kvartanir víðs vegar að vegna alls konar hluta sem voru á foki eftir götunum og milli húsa, ennfremur voru þakplötur að fjúka og útvarps- og sjónvarpsloftnet að fjúka niður. Mest brögð voru að þessu ' jrgþórugötu, Kleppsvegi Túngötu, Grensásvep' og Breiða- gerði. í Hafnarfjarðarhöfn sleit upp lít- inn bát, sem rak upp f fjöru fram undan Ráðhúsinu. Þar var og kvart að undan plötufoki á einum stað. Ölvaður ökumaðnr eltur Um hádegið í gær þegar umferð var hvað mest á götum borgarlnn- ar, var Volvo fólksbifreið ofan úr Borgarfirði ekið aftan á bifreið frá þýzka sendiráðinu á suðurhluta Melatorgs. Eftir áreksturinn ók ökumaður Volvobifreiðarinnar aftur á bak en lenti við þar á næsta bíl fyrir aft ian sem var af Moskvitchgerð. Skemmdust báðir bílarnir nokkuð. Við þessar ófarir ók Volvo-bil- stjórinn út úr bílaröðinni, en varð að nema staðar vegna umferðar hnú'ts, sem myndazt hafði. Lögregluþjónn var, þegar þetta gerðist, staðsettur á Melatorgi tij að stjórna umferðinni. Fór hann tii ökumanns 'olvo-bifreiðarinnar og bóttist sjá þess merki að hann mvndi vera undir áfengisáhrifum. En vegna þess að sjálfur þurfti lög- regluþjónninn að sinna umferðinni hafði hann samband gegnum talstöð við lögreglustöðina og bað um menn þaðan til að taka árekstursmálið að sér. En á meðan greip ökumaður Volvo-bifreiðarinnar tækifærið og Frh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.