Vísir - 23.11.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 23.11.1965, Blaðsíða 2
2 / V í S IR . Þriðjudagur 23. október 1965. Vann keppnina í nótt með yfirburðum - Vann allar loturnar nema eina - Rot- högg í 12. lotu Cassius Clay er enn heimsmeistari í þunga- vigt í hnefaleikum. Og líklega er enginn vafi á því, að hann „er sá mesti og bezti“ af öllum hnefa leikurum í heiminum í dag. Sennilega verður þess langt að bíða, að hans jafnoki fyrirfinnist í þessari íþróttagrein. Floyd Patterson, 30 ára, og það er gamall hnefa- leikari, sá eftir keppn- ina fram á endalok ferils síns, eftir þennan 106. bardaga um heimsmeist aratignina, en Floyd var hréinlega bjargað frá frekari blóðsúthelling- um eftir 2 mín og 18 sek. í 12. lotu í nótt. Floyd varð mjög ungur til þess að vinna heimsmeistaratit- ilinn í hnefaleik, eða rúmlega tvítugur og hefur enginn yngri maður náð þessu marki. Hann afsannaði líka kenninguna um að „they never come back“, því hann varð heimsmeistari aftur, eftir að hann hafði tapað titl- inum og hafði það aldrei gerzt fyrr. Hnefaieikaköppunum var tek ið misjafnlega, þegar þeir birt ust á hnefaleikapallinum { Las Vegas, spilaborginni frægu. Floyd var tekið með geysileg um fagnaðarlátum, en þegar heimsmeistarinn gjörvilegl birt- ist í hvítum silkislopp merktum Black Muslims, kvað við ó- ánægjublístur og háðsyrðum rigndl yfir Casslus Clay. Frá upphafi Var greinilegt að Clay var betri hnefaleikarinn, 14 ÁRA - SETUR 2 ÍSLANDSMET Eftlr harða keppni við Matt hildi Guðmundsdóttur i innan- félagsmótl í Sundhöll Reykja- víkur s. 1. föstudagskvöld, setti Hrafnhlldur Kristjánsdóttir Ár- manni met í 1000 m. og 1500 m skriðsundi, eru þetta jafnframt stúlknamet og teipnamet þar sem Hrafnhlldur er aðelns 14 ára. Timar Hrafnhildar voru í 1000 m 15:03,9 og í 1500 m 22:22,9, Matthildur syntl á 15: : ' ............................... 05,4 og 22:24,9. Gamla metlð í 1000 m átti Ágústa Þorsteinsd. Á. en 1500 m höfðu ekki verið syntir hér áður. Ennfremur var keppt í 1000 m. bringusundi karla. Urðu úr sllt þau að jafnir voru dæmdir þeir Guðmundur Þ. Harðarson Æ. og Reynir Guðmundsscn A. á 16 mín. og 30,4 sek. Óiafur Einarsson Æ. var þriðji á 17:09, 09 en Ólafur er aðelns 13 ára. CASSIUS CLAY — sigur í öllum lotum nema einni — rothögg í 12. lotu. enda bjuggust langflestir við sigri hans og að það mundi verða „knock out“-sigur i 76. sinn i heimsmeistarakeppni í þungavigt. Sjálfur hafði Clay spáð því að hann mundl vinna í 4. lotu eða jafnvel þelrri fimmtu. Clay naut stærðarmun ar, mikils slagkrafts og arm- lengdar, en öll mál hans eru tröllaukln f samanburði við Floyd Patterson. Högg Pattersons á Clay virt ust lítilvæg og bar Clay þau mjög vel, kallaði jafnvel upp að það væri varla hægt að gefa stig fyrir bau, því hann fyndi ekki fyrir þeim. Clay sótti mjög með hröðum vlnstrihandar „krókum“ og þessi högg áttu eftir að pína óg kvelja Patter- son í gegnum 11 lotur, en að aukl tóku sig upp gömul meiðsli í bakl, sem gerðu honum líka erfitt fyrir. Eftir keppnina sagði Floyd að þessi meiðsli væru orð in 11 ára gömul. Keppnl þessari hefði i raun réttri átt að ljúka fyrr en hún gerði. En Clay fann ekki rétta höggið, og þrautselgja Floyd Patterson var furðuleg gegn þessum yfirburðaandstæðir.g. I 6. lotu fór Patterson í gólfið en tókst þó að komast hjá taln Sngu. Eftir 11. lotu var hann orðinn skaddaður í andliti eftir si-endurtekin högg undir augu og skoðaði læknir hann, en taldi í lagi að hann héldi áfram. Eftir sjöttu lotu hafði Floyd verið mjög máttvana og raunar furðulegt hvað hann þoldi af höggum. Loks i 12. lotu eftlr 2 mín. 18 sek. fór Patterson í gólfið og lá kyrr. Clay neitaði að fara út í homið sitt og hófst talning ekki eins snemma af þeim sökum. Þess þarf ekki að geta að Clay fíafði unnið allar, nema fyrstu lotuna, en þá kom ekkert högg frá Clay. Hinar lotumar vann Clay með yfirburðum. Þannig lauk þessari viðureign, sem var einna líkust því að við ættust fullorðinn maður og Iítill drengur, — ójafn og leiðinleg- ur leikur. mrnei Þær keppa saman í kvöld á Haustmóti SRR I Sundhöll Reykjavíkur í 100 metra skriðsundi og nú er spurn- ingin sú hvort ungu stúlkunum tekst að ógna Hrafnhildi? Á myndinni: Hrafnhildur K., Hrafnhildur G. og Matthlldur. Dómarar bera sam- an bækurnar Annað kvöld heldur Dómaranefnd HSÍ fund með félögum sínum í félagsheimili Vals og Hefst hann kl. 20.30. Á fundinum mun Hann- es Þ. Sigurðsson skýra breytingar á handknattleiksreglunum, sem þegar hafa tekið gildi. Er hér um mjög merkileg atriði að ræða og nauðsyn að allir handknattleiksdómarar mæti og beri saman bækur sínar. Undanfarin ár hefur mjög verið fundið að því að dómarar mættu ekki á fundi sem þessa og hefur þetta orðið til þess að mjög mikið ósamræmi hefur verið í dómum manna. Meðal þess sem nú er búið að afnema er óþarfa flaut í leikjum og má leikmaður nú senda boltann án þess að dómari gefi merki, af réttum stað þó eins og gefur að skilja. Þá er reglan um skref mjög brpytt og. mun hún skýrð á fundinum. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.