Vísir - 23.11.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 23.11.1965, Blaðsíða 4
V I S I R . Þriðjudagur 23. október 1965. HERBERT GUÐMUNDSSON: UM SVEIT, BÆ „ÞJÚÐARSLYS“ Á sínum tíma kváðu skipu- lagsfróðir menn upp þarui dóm yfir bæjarmyndun i Kópavogi, að afleiðingin af því hvernig staðið hefði verið að henni væri „þjóðarslys". Kópavogur hefur á 20 árum byggzt úr fáeinum grasbýlum í annan stærsta kaupstað lands- ins. Það er almenn skoðun að bæjarstæðið sé fagurt og að í upphafi hafi það gefið alla möguleika á að þar'stæði heil- steyptur bær. Tímabilið, sem bærinn hefur verið byggður á, hefði og átt að gefa möguleika til tæknilegs undirbúnings og varanlegra framkvæmda. Það er hins vegar alkunnugt, að uppbygging Kópavogsbæjar hefur alltaf verið mjög laus í reipunum. Byggð hefur verið dreift yfir víðáttu án teljandi skipulags, án tæknilegs undir- búnings að nokkru marki og án þess að bæjarfélagið hefði fyr- irsjáanlega bolmagn til þess á hverjum tíma, að byggja upp og trvggja samhliða nauðsynleg ustu þjónustu. Upphaf þéttbýlis í Kópavogi með þessu háttalagi var að vísu ekki sú fjárstæða sem síð- ar varð, þegar ljóst var orðið að þar myndi rísa upp stórt sveitarfélag með margs konar skyldur við íbúana. Hér verður ekki kveðið upp úr um það, hvort „þjóðarslys" er rétt lýsing á uppbyggingu Kópavogsbæjar allt fram á þennan áratug. Til þess þarf að vega og meta mörg ólík atriði. En það er tvímælalaust slysa legt, að annað stærsta bæjar- félag landsins skuli hafa risið frá grunni í skipulagsleysi og vanefnum, megin tímann við hinar beztu þjóðfélagsástæður, sem hér hafa verið. Afleiðingin með öllum lögnum verður að endurbyggja í nánustu framtíð, þar sem eldri framkvæmdir voru aðeins til bráðabirgða eða ætlaðar langtum fámennari bvggð. Jafnvel þær götur, sem lagt var á „varanlegt slitlag" í sumar sem leið, falla undir end- urbyggingu, vegna ónógra lagna í þær. Skólabyggingar eru langt á eftir áætlun ög hefur ærin verkefni í Kópavogi við að endurnýja fyrirhyggjulitlar framkvæmdir og að ná upp fullri þjónustu bæjarins við þá byggð, sem fyrir er, jafnframt því sem vinna þarf að nýjum verkefnum. Uppbygging 9 þúsund manna sjálfstæðs bæjarfélags á 20 ár- um er á sinn hátt stórvirki. Það megnar þó ekki að breiða yfir þá staðrevnd að undirstöður uppbyggingarinnar hafa ekki fram að þessu verið nægilega traustar. Það er hverjum bæj- arbúa ljóst, þegar hann lítur yfir bæinn og sér hve margt er ógert, hve margt þarf að endur- nýja þegar af dýrum fram- kvæmdum, hve hægt gengur að ná upp vanræksluhalanum og STEFNUBREYTING NAUÐSYNLEG ER í ljósi þeirrar forsögu, sem fyrir hendi er að núverandi Kópavogsbæ, gefur auga leið, að áfram verður ekki haldið á sömu braut góðu heilli. Verkefn in sem enn eru óleyst frá fyrri árum og óhjákvæmileg frekari stækkun bæjarins krefjast þess, að bæjarmálin verði tekin fast- ari tökum en verið hefur. Það skref þarf að stíga fyrr en síðar. Fyrir bæjarstjórnarkosningar 1962 var framkvæmdaáætlun fyrir bæinn á stefnuskrá ann- ars af þeim tveim flokkum, sem nú mynda meirihluta bæjar- stjórnar Kópavogs. Af hálfu hins flokksins var því haldið fram, að athuganir og áætlanir læg]Ju þá þegar fyrir um þessi efni og í stefnuskrá tekið skýrt fram hvenær þessu og hinu yrði lokið á núverandi kjörtíma blii. Af þessum málefnum hefur lítið spurzt síðan. Engar form- legar eða raunhæfar áætlanir lágu fyrir og framkvæmdaáætl- un hefur ekki verið samin. — Handahófið hefur því ríkt á- fram lítt áreitt. Kópavogsbæ er nauðsyn á, að snúið verði við blaði í stjóm hans og af handahófinu taki við formleg átök að þvi að leysa vandamálin byggð á heildar- mati á raunverulegu ástandi og viðráðanlegum vexti bæjarins í framtíðinni. Útlit byggðarinnar í Kópavogi hefur veriö kallað „þjóðarslys“. hefur þegar sagt til sín og hún . dregið sundur f þeim efnum á verður dýrkeypt áður en yfir núvérandi kjörtfmábrii? Þar er lýkur. því ærið verkéfni framundan. Megnið af 50 km gatnakerfi Þannig mætti lengi telja upp hve margháttaða þjónustu bæj arbúar þiggja frá höfuðborg- inni, ýmist án verulegs eða nokkurs endurgjalds. ★ Ályktanir 15. kirkjufundarins r' . \ 'i ■’ /. , . \.(, Haldinn verði Dagur aldraðra Hinn 15. almenni klrkjufundur var haklinn í Reykjavík dagana 15.—18. október sfðastliðinn. Eft- irfarandi ályktanir voru gerðar á fundinum: 1) Hinn almenni kirkjufundur beinir þakklæti til stjómarnefnda, forstjóra og starfsfólks þeirra elli- heimila, sem tii eru í landinu, og telur starf þeirra mjög mikilsvert fyrir þjóðfélag og kirkju. 2) Kirkjufundurinn beinir þeim tilmælum til biskups og kirkju- stjórnar, að haldinn verði hátíð- legur dagur aldraðra einu sinni á ári í þeim tilgangi, að fjallað verði um málefni þeirra f ræðum og rit- um, meðal annars til að láta í ljós þakklæti fyrir það starf, sem aldr- aðir hafa af hendi leyst, og til að giæða almennan áhuga á velferð- armálum þeirra. 3) Fundurinn beinir þeim til- mælum til presta og safnaða í Reykjavík og víðar um landið, að þeir láti velferðarmál aldraðra til sín taka, svo að aldrað fólk geti snúið sér til forstöðumanna sinna eigin safnaða með vandamál sfn. Þá vill fundurinn þakka þeim söfn- uðum og kvenfélögum safnaða, sem þegar hafa tekið til við þjón- ustu meðal aldraðra og unnið að öðrum líknarmáium og mannúðar- málum á einn eða annan veg. 4) Fundurinn tekur undir þakk- læti Hvítabandsins til sr. Haralds Hope, frú Hönnu Hope og Signe Lindð fyrir stóra gjöf, sem norska Hvítabandið hefur gefið til minn- ingar um Ólafíu Jóhannsdóttur og þau hafa með gjafabréfi afhent ís- lenzka Hvítabandinu í þeim til- gangi að styrkja íslenzkt dia- konissustarf. 5) Fundurinn fagnar þvi, að ung íslenzk stúlka, Unnur Halldórs- dóttir, hefur lokið díakonissu- menntun og er fús til að leysa af hendi starf díakonissu í kirkju vorri, og biður fundurinn henni allrar blessunar í þessu framtíðar- starfi. 6) Hinn almenni kirkjufundur leyfir sér að benda þjóðinni á hina knýjandi nauðsyn þess, að þjóð- kirkja íslands öðlist aukið fjár- hagslegt sjálfstæði, svo að hún geti beitt sér fyrir ýmsum þeim framkvæmdum sem hún álítur að- kallandi í sínum verkahring á hverj um tíma. Skorar fundurinn á hátt- virt Alþingi að samþykkja nú þeg- ar frumvarpið um Kristnisjóð. 7) Hinn almenni kirkjufundur telur, að auka þurfi aðstoð við aldrað fólk, fyrst og fremst á eftir- farandi hátt: 1) Með safnaðarhjálp til þess aldraða fólks, sem býr í heima- húsum, einkum einstæðinga. 2) Með byggingu hentugra smá- íbúða fyrir aldrað fólk, þar sem hægt er að 1' • í té sameiginlega þjónustu. 3) Með byggingu eða eflingu sérstakra dvalarheimila fyrir aldrað fólk, sjálfstæðra eða f sam- bandi við almenn sjúkrahús. 4) Með sérdeildum fvrir aldrað j fólk (geríatriskum deilum) við j stræstu sjúkrahús landsins fyrir i þá, sem þurfa sjúkrahúsvist. 5) Með sérstökum hjúkrunar- deildum fyrir aldrað fólk, sem er vanheilt á geði. 8) Hinn almenni kirkjufunáur á- lítur það vítavert, að embættis- menn þjóðkirkjunnar fari óvirðing arorðum í ræðu og riti um vora BRAUÐHXJSIÐ SNACK BAR SMURBR A UÐSTOFAN Laugavegi 126 . S.24631 Lyftubíllinn heilögu kirkju, þær kenningar henn ar eða það starf hennar, sem er ó- tvírætt í samræmi við Guðs orð. 9) Hinn almenni kirkjufundur mælist eindregið til þess, að allir landsmenn, sem láta kristindóms- mál sig nokkru skipta, leggist á eitt um að styrkja starf Hins ís- lenzka Biblíufélags að því: 1) Að ljúka sem fyrst þýðingu og endurskoðun Biblíunnar og Nýja testamentisins, 2) Eignast bækistöð í Reykjavfk. 3) Taka f eigin hendur sölu og dreifingu Biblíunnar, 4) Ráða framkvæmdastjóra. 5) Eignast bókasafn samboðið félaginu. 10) Hinn almenni kirkjufundur tjáir sig í aðalatriðum samþykkan tillögum Jóns H. Þorbergssonar, sem fram komu á kirkjufundi haust ið 1963 um könnun á kristnihaldi þjóðarinnar og trúarlífi lands- manna, og vænti þess, að góð sam vinna um þetta efni takist með væntanlegri undirbúningsnefnd næsta fundar og nefnd þeirri, er síðasta Kirkjuþing kaus til könn- unar á þessu sviði. Sími 35643 Nauðungaruppboð Eftir kröfu Jóns Arasonar hdl. fer fram nauðungaruppboð á eftirtöldum bifreiðum, sem allar eru af gerðinni Ford Taunus 12M.: E 601, E602, E 603, E 604, E 605, E 606, Ö 1006, Ö 1007, Ö 1008, Ö 1009, Ö 1010, Ö 1011, Ö 1012, Ö 1013, og Ö 1014. Bifreiðir þessar verða seldar í vesturenda hússins nr. 2 við Suðurlandsbraut, hér í borg fimmtudaginn 2. desember 1965, kl. 1,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Bílstjóri óskast Uppl. í verzluninni Víði. Starmýri 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.