Vísir - 23.11.1965, Síða 7

Vísir - 23.11.1965, Síða 7
V í S IR . Þriðjudagur 23. október 1965. rginBnMMnMMMWBwnwBira«MBTOitiriwaÉfiwniffMmnBH^—mmmmmmmmmmmm■ ■■■■■—— I—Listir -Bækur-Menningarmál' >>• • • J>a^ sefur enn, þótt liðið sé að dagmálum. Tjöld in" loka gluggum þess eins Og höfug augnalok. Þetta hús á hominu er reyndar ekkert merkilegra en önnur hús við götuna, nema strætisvagninn nemur þar staðar á tíu mínútna fresti allan daginn, skilar fólki tekur fólk, oftast sama fólkið, sem býr við þessa götu, eða þá nærliggjandi götur, sem eng- inn vagn fer um. Eða þá fólkið, sem á erindi við fólkið, jem býr við þessar götur. Og húsið horfir á þetta fólk, sem kem ur og fer allan daginn, fer og kemur, kemur og fer. Þetta hús teygir sig ekki upp í himininn, það er hvorki nýtt né gamalt, hvítt hús með rauðu valma- þaki, sem minnir á hvelft kassa lok, ekkert ris, aðeins tvær hæð ir og kjallari...“ Þessi kafli er á fyrstu síðu nýrrar skáldsögu, þeirrar fyrstu, sem Jakobína Sigurðardóttir sendir frá sér. Svona get- ur engin rpanneskja skrifað nema hún hafi til að bera skáld sýn og rithöfundarhæfileika. „Dægurvísa“ — en svo nefn ist skáldverkið, er saga úr Reykjavíkurlífinu, rituð af 47 hef haft.“ — Jakobína sagði, að hún hefði ekki notið skóla göngu og þurft að afla sér sjálfsmenntunnar og gæti hún lesið Norðurlandamálin, en hins vegar gæti hún ekki lesið ensku sér að gagni. , „Hvað ýtti undir yður að skrifa „Dægurvísu“?“ „Þeir ti'mar, sem við lifum á. Þeir eru umbrotasamir og hafa sterk áhrif á þá, sem hugsa eitthvað.“ „Hafið þér ákveðnar persón- ur í huga, þegar þér skapið sögu persónur yðar?“ „Ég hef ekki ákveðnar per- sónur til fyrirmyndar, en aðferð ir mínar við persónusköpun eru aðferðir húsfreyju við að mat reiða — þær eru mjög frum- stæðar.“ Hún hélt áfram: „Þetta er fyrst og fremst saga kvenmanna í venjulegu húsi við venjulega götu, af því að karlmennimir era meira út á við. „Konan“ er meira ráð- andi í húsinu.“ „Hafið þér, Jakobína, lifað og revnt margt?“ „Svipað og annað fólk. Reyna ekki allir eitthvað milli fæðing ar og dauða? Svo lifir maður alltaf á reynslu annarra. Er mað ur ekki hluti af öðrum, sem á undan eru farnir og jafnvel af þeim, sem á eftir koma?“ „Hvernig kynntuzt þér Reykja vík?“ Skáldkonan sagðist hafa kunnað vel við sig í Reykja- vík: „Mér þykir vænt um Reykja vík“, sagði hún, „ég held, að sagan geti jafnvel svarað því.“ Hún sagðist sakna Reykja- víkur ,,ekkj vegna landslangsins en ég sakna fólksins", og sagði, „að verst af öllu sem gæti þjáð eina mannvera, væri fólks- Ieysi.“ Þetta sagði skáldkonan Jakob ína, sem eitt sinn var Reykja- víkurbam. „Hafið þér trú á lífinu?“ „Það held ég megi álíta. Ég trúi á mannlífið þrátt fyrir allt.“ „Hver er yðar aflgjafi I skáldskapnum — kannski ást- in ....?“ „Ástin er ekkert ofar sett hjá mér en aðrar mannlegar kennd ir. Mér finnst sjálfri, að hún hafi fengið réttmætan sess í bókinni — hún er tengd öðrum hlutum alveg eins og þörf manna fyrir mat og klæði. Hún er eins og aðrar lífsþarfir." „XTvaða skáldverk hefur nrifið yður mest?“ „Þegar ég les góða bók, finnst mér ég í svipinn hrifn ust af höfundi hennar, hver sem hann er.“ Jakobína gat Nexö og Steinbecks í hópi þeirra útlendu höfunda, sem henni séu hugleiknir, og enn- Jakobína Sigurðardóttir, höfundur Dægurvísu: „Aðferðir mínar við að semja skáldsögu eru mjög frumstæðar“. UÓD UM HVCRSDACSICIKANH ára gamalli konu, sem er gift norður í Mývatnssveit að Garði. Hún er upprunnin af Hom- ströndum, frá Hælavík, þar sem hún ólst upp til sextán ára aldurs, en þá freistaði hún gæf unnar í Reykjavík. Þar átti hún heima árum saman eða þar til hún giftist Þorgrími Starra Björgvinssyni árið 1949, bróður syni skáldkonunnar Þuru í Garði, en þá fluttist hún norð ur í land, þar sem hún býr með manni sínum og fjórum börnum á aldrinum fimmtán niður í sex ára. A/'ísir hringdi í skáldkonuna í ’ gær til að spjalla við hana í tilefni af komu skáldsögunn ar. Þessi vestfirzka kona, sem hefur setzt að lengst norður í landi, virtist nú svo órafjarri borginni, þar sem hún lætur viðburði í Dægurvísu gerast og persónur verða til og lifa líf inu. — En hún virðist þekkja Reykjavík á sama hátt og fólk, sem hefur þorað að lifa lífinu þar. Hún var spurð að því, hvern ig hún hefði haft aðstæður til að gera jafn-raunhæfa sögu um Reykjavíkur-lífið. Hún kvaðst nota mjög frumstæðar aðferð- ir við að skrifa skáldsöguna. Hún sagði, að sagan gerðist á tímabili, sem hún þekkti af eig in raun frá árum sínum í Reykja vík, en síðan hún fór þaðan, hefði hún öðru hverju haft sam band við borgina. „Skrifið þér af óviðráðan- legri þörf?“ „Ég geri ráð fyrir þvi, að manneskja, sem verður að vinna húsverk, skrifi af tómum áhuga“. „Finnst yður erfitt að skrifa?" „Við þær aðstæður, sem ég „Ég kom til Reykjavíkur sautján ára gömul og vann fyr ir mér fyrst og fremst sem vinnukona — það var ekki ann að að fá fyrir óupplýsta stúlku að vestan. Á síðustu áranum fremur Knut Hamsuns, en það er ekki örgrannt um, að blær inn á „Dægurvísu" beri svo- lítinn keim af ljóðrænum frá- sagnarhætti Hamsuns Lesari Dægurvísu kemst fijót lega að raun um, að sagan er raunsær óður til lífsins, baráttu venjulegs fólks við algengar að stæður. Sagan er byggð upp með ljóðrænum táknmyndum, sém glæðir hana sérstökum þokka. Hún er undirsögð frem ur en yfirsögð, rólega skrifuð eins og hjá höfundi, sem kann alfabetið í frásagnariist. Dægur vísu lyktar eins og kvæði: „ ... En þau koma öll heim. Þeir, sem eiga heima í svona húsi, koma alltaf heim. Og það, sem gerist innan veggja þess, kemur ekki öðrum við. Húsið dregur ýsur á mörkum vöku og svefns, hversdagslegt hús með ,rauðu þaki, aðeins tvær hæðir og kjaliari. Dagur er liðinn, kyrrð nætur- innar nálgast. En gatan vakir enn, þótt hún dotti öðru hvoru. Það er byrjað að rigna. Og þrestirnir hafa haegt um sig. En þeir þegja varla lengi. Þegar styttir upp, jafnvel áður en styttir upp, hefja þeir sönginn aftur, þetta lag, sem er þó varla neitt lag, sömu tónamir aftur og aftur: — Lifa — lifa.“ Þáma var punktur á réttum stað með því að enda á við- kvæðinu; í allri sögunni. stgr. mínum þar vann ég um skeið í Varðarhúsinu við happdrætti.“ „Voruð þér farnar að fást við skáldskap þá?“ „Ég gerði svolítið af því, en birti eiginlega ekki neitt.“ Jakobína hefur ort Ijóð, sam- ið ævintýri, smásögur. I fyrra kom út bókin „Punktur á skökk um stað“ á vegum Máls og menningar. Þar áður höfðu komið út bækurnar Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketil- ríði Karlsdóttur. (’59) og Kvæði (’60). Ennfremur birtust ljóð eft ir hana’ í „Ljóð ungra skálda“, sem Magnús Ásgeirsson heit- inn sá um útgáfu á. Og nú hefur hún sent fyrstu skáidsöguna af örkinni, um hviku reykvísks borgarlífs, sem hún segist hafa haft iengi f smíðum. Hún skrifaði hana í fásinn- inu norður i landi. 1965 Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 Sími 22804 Hafnargötu 49 Keflavík Aðalfundur Málfundafélagið Óðinn heldur aðalfund sinn sunnudaginn 28. nóv. kl.. 15,30 í Valhöll við Suðurgötu. FUNDAREFNI: 1. Lagabreytingar 2. Aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. FORD - umboðið Sveinn Egilsson h.f. Hvít, svartir hringir á 13 og 14 tommu hjól- barða. Altermótorar 6 og 12 volt 40 amper 24 volt 60 amper. Loftnetsstengur læstar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.