Vísir


Vísir - 23.11.1965, Qupperneq 11

Vísir - 23.11.1965, Qupperneq 11
 r" i SíÐAN Lífið var þeim ekki eingöngu dans á rósum 'jf'veir heimsfrægir ballettdans- arar, þau Margot Fonteyn og Rudolf Nurejev hafa komizt að því að lífið er ekki eingöngu dans á rósum og jafnframt að það býður upp á ævinýralegri viðburði en leiksviðið getur nokkru sinni'gert. Þau töfra áhorfendur með dansi sínum og eru álitin vera bezta danspar heimsins en síð- ustu ár hafa þau. oft dansað saman og einnig haft aðalhlu- verkin í enskri ballettmynd, sem var tekið fádæma vel. ^ ballettsýningu þ. 9. júní í fyrra dönsuðu þau einmitt aðaldanshlutverkin f Þyrnirósu. í miðri sýningu fékk Fonteyn tilkynningu um símasamtal frá Panama, í því var henni sagt að eiginmaður hennar dr. Roberto Arias hefði verið særður með skammbvssuskoti af andstæðingi sínum í stjómmálum, en sár hans voru þó ekki talin lífs- hættuleg. Þess vegna valdi hin aðlaða ballettdansmær að fara eftir enska málshættinum „sýningin verður að halda áfram.“ Þetta var aðeins einn viðburður frá níu ára hjónabandi þeirra. Þegar maður hennar tók þátt í landgöngu á Panama að und- irróðri Kúbumanna og hún fylgdi með sem áhorfandi og eiginkona var það hún sem lenti í fangelsi en hann slapp undan. Árið eftir var það hann sem sat á bak við rimlana fyrir whiskysfrtygl. Dr. Arias lifði skotárásina af en hann lamaðist frá hálsi allt niður í tær, í marzmánuði út- skrifaðist hann frá enska sjúkra húsi en sennilega getur hann ekki gengið aftur. Ctærsta stökk Nurejevs f lff- inu var þegar hann stökk yfir girðinguna milli flugbraut- arinnar og svæðisins fyrir utan flugvallarbyggingu eina f Parfs og beint í fangið á tveim lög- reglumönnum, sem fóm með hann út í lögreglubílinn. En við flugvélina, sem átti að fara til London stóðu sex embættis- menn frá sendiráði Sovétríkj- anna í Paris og gátu ekkert að- hafst. Það var laugardaginn 17. júní 1963, sem bezti karlballettdans ari Sovétríkjanna valdi frelsið. Hann var 22 ára og á hraðri leið með að ná fullkomnun i list sinni. Hann hafði komið með Lenin- gradballettinum til Vestur-Evr ópu, þar sem ballettinn átti að sýna sem gestir og í eina viku hafði hann sýnt í stóra ópem húsinu í Parfs og átti nú að halda áfram og dansa f þrjár vikur f Royal Opera House í London, þar sem allir miðar höfðu selzt upp fyrir löngu. Tíu þúsund miðar höfðu selzt upp á nokkrum klukkutímum og það á geypiverði. Allir vildu sjá Rudolf Nurejev — ef til vill bezta dansara heimsins, en hann kom ekki. íslenzkt mál Hún versa litla snakaði sér í gegnum halastjörnuhala hérna um daginn, og varð ekki mikið um .. ef einhverjir májspeking ar skyldu vilja kalla halastjörnu hala órökrænt orðskrípi, vara- ég þá við að gera sig að at- hlægi með að láta það í ljós, því að órðið er ekki einungis samsett úr rammíslenzkum stofnum, heldur og rökrétt myndað . . málspekingarnir munu, ef maður þekkir þá rétt draga dæmi af orðinu „belju- hali“ og fullyrða að segja beri samkvæmt þvf „stjörnuhali“, og láta það duga. F.n þeir með sín beljuhalamálssjónarmið verða að taka það með f reikn inginn, að belja og stjama er sitthvað — þó að hið síðar- nefnda sé vitanlega langt fyrir ofan þeirra skilning — beljur hafa undantekningarlaust hala, og fyrir það er aldrei talað um halabeljur“ sérstaklega, hins vegar er undantekning að stiörn ur hafi hala, og því eru þær fáu, sem hafa hann, sérkennd- ar frá þeim mörgu, sem ekki hafa hann með því að kalla þær „halastjörnur“. Væri þvf talað um stjörnuhala mundi þar með gefið í skyn að allar stjömur hefðu. hala, hvað væri alrangt, eins og hér hefur verið sýnt fram á, sé um stjömuhala að ræða, hlýtur sá hali að vera á þeim fáu stjömum, sem hafa hala, það er, halastjömum, og því ber að segja „halastjömu- hali“ sem er rökrétt, en ekki „stjömuhali“, sem er rangt og auk þess ósæmileg aðdróttun til annarra stjarna, þeirra sem ekki hafa sinn djöful að draga. Eins rangt væri það aftur á móti að tala um ..halabeliuhala“, þar eð í því fælist sú aðdróttun að til væri halalaust beljukyn. Sem- sagt — stjörnur og beljur er sitt hvað, sem meðal annars lýsir sér í því að fæstar stjöm ur hafa hala en beljur allar, en auk þess er um ýmsan ann- an mun á þessu tvennu að ræða sem þó ekki verður farið nán- ara út í að sinni, þar sem aðal- ntriði þess munar ættu að liggia Ijóst fyrir, eftir það sem þegar er fram tekið. Einungis skal á það bent í lokin. að þarna hef ur tungunni bætzt gott nývrði munntamt og rökrétt — „hala- stjörnuhali.“ TV'urejev hafði lengi vel ekki dregið á dul samúð sína með Vesturlöndum og frelsisást sína og á ferð sinni í París skeytti hann engu fyrirmælum um að fara ekki út einn sfns liðs vegna þess hvað það gæti verið hættulget vegna ofstækis- manna sem myndu skjóta hann. Hann skoðaði Paris upp á eigin spýtur og eignaðist vini meðal Frakkanna. Og Nurejev missti stöðu sfna sem aðaldansari. Daginn sem hann og hinir dansaramir 101 að tölu gengu til flugvélarinn- ar var hann umkringdur af sex ákveðnum herramönnum, sem sögðu að hann færi ekki með flugvélinni til London heldur með annarri til Moskvu. Hann reif sig lausan og stökk. Nokkmm dögum seinna veitti Frakkland honum landvist arleyfi. Nú hefur Nurejev á þeim fjórum árum sem hann hefur dvalizt á Vesturlöndum efnazt vel og er eftirsóttasti ball- ettdansari heimsins. ... Dame Margot Fonteyn og Rudolf Nurejev. | Prinsessan oröin húsfrú Margareta Svíaprinsessa, sem nú er húsfrú í Bretlandi og nefn ist þar frú Ambler hefur í ýmsu að snúast. Nú fyrir helg ina var opnuð jólahlutavelta í sænsku kirkjunni í London og opnaði prinsessan þessa hluta- veltu landsmanna sinna í Lon- don Hún skemmti sér við að ræða við samlanda sína og dáð ist mjög að framtakssemi þeirra. Meðal vinninga á hluta- vJltunni var Svíþjóðarferð, og hér er mynd af prinsessunni inn an um vinninga og gesti. "ÍEB35S' 5.' 'HSST Kári skrifar: Fábreytt mataræði? TTng kona, sem hefur átt heim- ili erlendis, kveðst oft undr ast yfir því, er hún heyrir fólk kvarta yfir því hve mataræði sé fábreytilegt hér & landi — það þurfi að minnsta kosti ekki að vera það. „Mér finnst mörg og ágæt skilyrði vera tii þess að hafa hér ágætanvog fjölbreytilegan mat á borðum allan ársins hring,“ segir hún,“ því að hrá- efnið er fyrir hendi, ef vilji er f\'rir hendi til þess að matbúa Iystilega rétti. Nota ungar hús- freyjur sér til nokkurrar hlítar þá fræðslu og þjálfun, sem þær hafa fengið í ágætpm húsmæðra skólum vfða um land. Ég held ekki. Hvað veldur? Ef við tök- um Reykjavík til dæmis og sennilega stærri bæina er ávallt hægt að fá ágætis dilkakjöt, en það er viðurkennd vara hér og æ meira eftirsótt í Englandi, þar sem mest af því selst, salt kjöt, sem Norðmönnum frænd um okkar mun finnast lostæti. folaldakjöt og nú er komið á markaðinn alikálfakjðt eða kjöt af kálfum öldum m.a. á ný- mjólk, kostavara. Og við höf- um heimsins bezta fisk og ís- lenzkar mjólkurafurðir eni fyrsta flokks, en mér skilst að of lítil eftirspurn valdi, að ekki selst meira af hinum ýmsu osta tegundum sem tilraunir hafa verið gerðar með á síðari árum Epli, appelsínur, bananar, vín- ber •— einhverjar þessara á- vaxtategunda eru nær alltaf á markaðnum, en grænmeti að sjálfsögðu ekki nýtt eins lengi árs hér og erlendis, en þó leng ur en áður, en sé það ekki fá- anlegt er þurrkað grænmeti á boðstólum sem nota má í ýmsa aukarétti Og ekki má gleyma síldinni. Hvað er að? Hvað er þá að? Er það vegna tregðunnar, að venja sig á að njóta fjölbreytilegri rétta, sem dregur úr áhuga húsmæðranna. Við erum kenjóttir, íslendingar og vanafastir. 1 sveitum finnst flestum það fjarstæða, að ala upp kjúklinga til slátrunar — ég held næstum að mörgum verði óglatt af tilhugsuninni um að leggja sér steiktan kjúkl ing til munns eða kjúklinga- súpu. Þó er þetta hunangsfæða Útlendingar kunna að meta síld ina okkar — íslendingar sjálfir hvergi nærri sem skyldi. Þetta er víst orðinn of langur pistill. — Móðir mín hefur sagt mér, að þegar hún var telpa í sveit vestur á Iandi var þar sem hún þekkti til keypt tros, er entist allt árið, að mig minnir —, að það^ var soðinn fiskur, gellur o.s.frv. til mið- degisverðar alla daga vikunnar en saltkjöt á sunnudögum. Svo var súrmeti, slátur og skyr. Ekk ert af þessu til að „forakta“ en enn í dag fara jafnvel ungu konurnar með fiskinn úr fisk- búðinni beint í pottinn, nýr fiskur í dag, nætursaltaður á morgun, kannski steiktar fiska- bollur hinn — og svo saltfiskur á laugardögum. Er þetta nóg framför? — Ung kona.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.