Vísir - 05.01.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 05.01.1966, Blaðsíða 9
VlSIR . Miðvikudagur 5. janúar 1966 9 ☆ Síðustu árin hefur orðið byit ing í síldveiðum okkar og er henni ekki enn lokið, svo að unnt sé að spá að hverju ber. Er einkum þrennt, sem komið hefur þessari byltingu af stað — ný og stöðugt fulikomnari fiskleitartæki, hinar svonefndu flsksjár, ný tækni við sjálfa velðina, fyrir kraftblökkina fyrst og fremst og loks síaukin þekking á göngum og öðru háttaiagi síldarinnar, fyrir rann sóknarstarfsemi þelrra ungu og áhugasömu fiskifræðinga, sem við höfum e!"iazt. í samræmi við þetta hefur sjálfur síldveiðí flotinn þegar tekið ótrúlegum stakkaskiptum, gömlu síldarbát- amir örðnir úrelt veiðisldp en í þeirra stað eru komnir stórir og glæsilegir bátar, yfir 100 smálestir, búnir öllum nýtízku tækjum. Þá hefur þessi bylH-ig orðið hvað mest varðandi veiðitím- ann og veiðisvæðin. Nú má heita að síldveiðarnar standi lengstan tíma ársins, göngurn ar eru eltar um allan sjó og oft ast kastað á torfur sem einungis verða séðar með rafeindaaugum fiskleitartækjanna eingöngu. í tilefni af framansögðu þótti blaðinu ekki úr vegi að eiga tal við einn af vngri skipstjórum á sildveiðiflotanum, þegar hann skrapp heim af miðunum nokkra daga um hátíðamar. Þótt stöð- ugt hafi birzt fréttir af ferðum flotans, er ekki úr vegi að rifja það upp í tilefni af áramótunum eins og svo margt annað. Það var Tryggvi Gunnarsson skip- stjóri á „Sigurði Bjarnasyni“ einu af aflahæstu skipum sild veiðiflotans eins og stendur. sem blaðið náði tali af. — Þú verður heima fram yfir áramótin? — Nei ég held aftur á miðin milli jóla og nýárs. ef veður leyfir. Það má gera ráð fyrir að veiðunum út af Austfjörðum ljúki síðast i janúar og síldar- stofninn, sem heldur sig þar nú verði þá lagður af stað austur undir Noregsstrendur. — Og hvert heldur flotinn þá? — 1 fyrra vomm við að veið um f Skeiðarárdjúpinu og Með- allandsbugtinni í febrúarmánuði Eftir það gerðum við nokkurt hlé á sfldveiðunum og veiddum þá ýsu fyrst, en síðan þorsk um tíma. Þann 20. maf hófst svo sumarsíldveiðin, austur og út af AÚstfjörðum, allt að 90 mílur undan landi. Smám saman færði sfldin sig svo enn dýpra og lengra undan norður og austur, alla leið á miðin undan Jan May en. — Og fylgduð þið henni eft- ir? — Ég var einn af þeim sem skmppu á miðin undan Shet- landsevjum í júlf, og var þar tæpan hálfan mánuð við veiðar Þar var þá gífurlegt magn af síld — en á landhelgismörkum og innan þeirra, svo að við gát, um ekki notfært okkur það. Sfldarflutningaskipin fylgdu okkur eftir, en þaðan er löng sigling heim með aflann. Það væri ekki úr vegi að leita hóf- anna hjá þeim brezku að fá að landa afla — sem að sjálfsögðu væri fenginn utan landhelgi ein göngu, svo að ekki kæmu til greina neinar undanþágukröfur af þeirra hálfu í móti — ein- hvers staðar á Shetlandseyjum og vinna hann þar. Til dæmis f Leirvík. Ég held að eyja skeggjum veitti ekki af. bvi að Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á „Sigurði Bjamasyni“. • Síldargöngunum fylgt eftir • Fyrri veiðitilhögun úr sögunni — Já, okkur var það leyfilegt en nokkrar tilskipanir em sagð ar mæla svo fyrir, að þai megi ekki kvenmaður stíga fæti á land. Norðmenn starfrækja þar nefnilega Lóranstöð, starfsliðið er eingöngu karlmenn, sem starfa þar tvö ár samfleytt í senn án nokkurs orlofs, svo að þessi ákvæði eru skiljanleg. Þeir tóku okkur með kostum og kynjum. og þótti heimsóknin bersýnilega skemmtilegasta tilbreyting — þó að þeir hefðu eflaust kosið fremur að hún væri enn meiri. En f lok sept ember var veiðin út af Aust- fjðrðum sem sagt aftur að fullu hafln og hefur staðið linnulaust sfðan. — Með öðrum orðum, linnu laus vertfð frá þvf f mafmán- uði? — Svo til. Að vísu kom til verkfalls um tíma, við fundum nefnilega hvergi síld, sem við mesta áherzlu á nú á næstunnf? — Flutningatæknin. Undir henni er það fyrst og fremst komið hvemig nýtist hin nýja veiðitækni, sem gerir það kleift að elta sfldina uppi um allan sjó. Fleiri og fullkomnari flutn ingaskip em brýn nauðsyn. Kannski koma og nýjar aðferð ir til greina áður en langt um Ifður — flutningar á sfld 1 stórum dráttarflothylkjum úr plasti til dæmis. Svo er það að sjálfsögðu aukin þekking á göngu síldarinnar og öðra hátt emi hennar, en þar hafa ungir fiskifræðingar okkar, eins og Jakob Jakobsson, þegar unnið ómetanlegt starf. Og loks verð ur aukin vinnslutækni og fjöl- breytt hagnýting aflans í landi sem geri hann sem verðmætasta útflutningsvöru, að haldast f hendur við aukin afköst á mið unum. Kannski er það grund vallaratriðið... fleirí og hentugrí flutningaskip og (( ttt*'- hætt fiutningutækm brýn nuuðsyn þama er allt í niðumíðslu og fátækt sökum atvinnuleysis. — Hvert hélduð þið af Shet- landseyjamiðum? — Við vorum komnir á veiðisvæðin út af Jan Mayen snemma í ágústmánuði. Enn voru síldarflutningaskipin f för með okkur og höfðu næg verk efni. Að vísu var þama mest smásíld fyrst, en fór brátt batn andi. Og þegar síldargangan hélt svo aftur til baka upp und ir Austurlandið í september, fylgdum við henni eftir. — Þið hafið komið í land í eynni? töldum gerlegt að veiða fyrir það verð, sem í boði var. En það leystist von bráðar þannig, áð allir aðilar gátu sætt sig við — að kalla. — Hvað er það í sambandi við þessa nýju þróun í síldveið um, sem þú telur að leggja beri — Er ekki þessi eltingarleikur við sfldina talsvert þreytandi þegar hann fer að standa lengst an hluta ársins? — Tölum sem minnst um það svarar Tryggvi. Vfst er hann þreytandi... að minnsta kosti f myrkasta skammdeginu... L.G. Sveitustjómuimenn ræddu dráttarvexti ' Fulltrúafundur i Samtökum sveitarfélaga í Reykjanesum- dæmi var haldinn föstudaginn 10. des. sl. 5 Félagsheimilinu Stapa í Njarðvíkum. Formaður samtakanna, Hjálm ar Ólafsson bæjarstjóri í Kópa- vogi setti fundinn og bauð full trúa velkomna. Þakkaði hann fyrirgreiðslu sveitarstjórans t Njarðvíkum Jóns Ásgeirssonar. Á fundinum hafði Ólafur G Einarsson sveitarstjóri í Garða hreppi framsögu um innheimtu dráttarvaxta af gjöldum til sveitarfélaga. Vai einróma samþykkt til- laga framsögumanns um að | leggja til við sveitarfélögin umdæminu, að dráttarvextir verði innheimtir af öllum gjöld- um til sveitar- og bæjarsjóða, sem ógreidd eru 15. sept. ár hvert. Þá flutti Sigfinnur Sigurðs- Aðalfundur Félags íslenzkra myndlistamanna var haldinr hinn 6. des. s.l. Sem að líkum lætur var skálbyggingin á Miklatúni efst á baugi og þótti nú vænlegar horfa en fyrir ári, þegar menn veltu vöngum vfir einmana bílskrjóð í vonlitlu happdrætti Stjórnin taldi góðar vonir iil þess að hafizt yrði handa jafn- vel á næsta vori og með lög- málið í huga, að hálfnað sé verk þá hafið er, ríkti bjartsýni á fundinum I stjórn voru endurkjörnn son hagfræðingur fróðlegt er indi um framkvæmdaáætlanir sveitarfélaga. Spunnust af því nokkrar umræður og fyrir- spumir, sem framsögumaður svaraði. Sigurður Sigurðsson formaður, Valtýr Pétursson gjaldkeri. en i stað Harðar Ágústssonar, sem baðst undan endurkjöri varð Kjartan Guðjónsson ritari. I sýningamefnd vora kosnir málaramir: Jóhannes Jóhannes- son, Steiifþór Sigurðsson, Ei- ríkur Smith, Sigurður Sigurðs- son og Hafsteinn Austmann, og myndhöggvararnir Sigurjón Ól- afsson, Guðmundur Benedikts- son og Magnús Á. Ámason. Fulltrúar í Bandalagi ísl. listamanna urðu: Magnús Á Ámason. Kjartan Guðjónsson, Fulltrúar skoðuðu hið glæsl- lega félagsheimili Njarðvfkinga undir leiðsögu sveitarstjórans. Formaður sleit fundi að þáð- um veitingum þeirra Njarðvík- inga og Keflvíkinga, þakkaði fulltrúum komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar. Kristján Davfðsson, Eiríkur Smith og sjálfkjörinn Sigurður Sigurðsson formaður. Talsvert fjör hefur verið í sýningum utanlands og innan og sýningar framundan erlend- is. M. a. er í bígerð æskulýðs- „biennale" á vegum Norræna listbandalagsins þar sem aldurs takmark verður 30 ár og sýn- ingar á Norðurlöndum til skiptis. Samþykkt var að bjóða þrem nýjum mönnum að ganga í fé- lagið og era það málaramir Hringur Jóhannesson, Sveinn Snorri Friðriksson og mynd- höggvarinn Jóhann Eyfells.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.