Vísir - 14.01.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 14.01.1966, Blaðsíða 2
SiÐAN Prinsessan endurheimti eiginmanninn aftur eftir fimm daga Hvar var Tony? Hvað hafði komið fyrir hann? Margrét prinsessa rétti út höndina eftir símanum. Hún var í höllinni í Balmoral í Skotlandi og hringdi í alla kunningja sína og Tony Armstrong-Jones. Hringdi til þess að spyrja þessarar ótrú- Iegu spurningar: Hafið þið séð manninn minn? Tony hafði horfið. Hann hafði verið fjarverandi nokkra daga án þess að hafa samband við hana. Hvers vegna hafði hann farið svo skyndilega? Hvers vegna hafði hann ekki sagt neitt? Hvað hafði skeð? Margrét prinsessa hringdi í hvern vininn á fætur öðrum en enginn vissi hvar Tony var Þegar fimm dagar voru liðnir kom Tony heim aftur. Það var ekki hægt að sjá á honum að neitt hefði skeð. Aðeins ein manneskja fékk að vita hvers vegna hann hefði farið að heim an og hvar hann hafði dvalizt — Margrét prinsessa. En heimur- inn fékk ekkert að vita. En getspakar manneskjur gátu sér þess til að Tony hefði viljað vera einn út af fyrir sig. Að hann hefði farið til þess að rifja upp gamlar minningar frá þeim áhyggjulausu dögum, þeg ar hann var ungur og óþekktur ljósmyndari. Áður en hann varð Snowdon lávarður, sem blaða- menn og ljósmyndarar eltu á röndum. Sálarlíf hílsins 'p'g ætla ekki að segja til nafns ^ á nágranna mínum ekki heldur af hvaða gerð bíllinn hans er. Þessi nágranni minn er fyrir margra hluta sakir merkilegur maður, bíllinn hans einnig hinn merkilegasti, en þó er sambandið þeirra á milli merkilegast — réttara sagt af- staða þeirra hvor til annars. Þessi nágranni minn er kvænt- ur, nokkuð við aldur og kona hans líka, hjónabandið bam- laust, hann gegnir öruggri og vel launaðri stöðu og þau búa í eigin húsi, sem var hið ný- tízkulegasta, þegar hann byggði það fyrir nærri þrjátíu árum og er enn hið vistlegasta, enda vel við haldið, þvi að bæði eru þau smekkvís og snyrtimennsk- an í blóð borin. Samkomulag þeirra hefur frá upphafi verið eins og bezt verður á kosið, hann fullyrðir að þeim hafi al- drei orðið sundurorða — að vísu var, segir hann um ein- hvern tómleika að ræða, sem á gerðist heldur með árunum, bæði vissu hvað gerði, þó hvor ugt gæfi það hinu að sök... en svo gerðist það fyrir þrem árum að þau keyptu sér nýjan smábíl, „og síðan er þetta allt annað," ’ segir hann nágranni minn. ,Það lætur kannski undar lega í eyrum, en það er eins og blessaður bíllinn hafi gefið lífi okkar og sambúð nýtt gildi,“ segir hann. „Og ég sem sótbölv aði húsameistaranum í eina tíð fyrir bílskúrinn, hvað áttum við að gera við bílskúr? Nú er bít skúrinn okkar kærasta vistarver an í húsinu,“ segir hann. Og ég veit að hann segir satt. Þar dveljast þau bæði í öllum tóm- stundum við að þvo bílinn, gljá hann og nostra við hann, þau létu leggja miðstöðvarhita í skúrinn í fyrra — sín vegna, seg ir hann, en ég hef grun um að það hafi verið fyrst og fremst bílsins vegna ... núna um jólin skreyttu þau skúrinn meira að segja grenigreinum að innan og marglitum ljósum og færðu bíln um splunkunýtt sætisáklæði að jólagjöf. . En svo gerðist það í gær, að þessi sextugi, lítið eitt hæru skotni en vörpulega nágranni minn kom til mín og gerði mig að trúnaðarmanni sínum. Bíll inn ... hann var farinn að valda honum áhyggjum. Hann var far inn að sýna ótvlræð merki um sjálfstætt sálarllf. Það var I sam bandi við ... kvenmann. Stúlku á þrítugsaldri, sem leigði I næsta húsi og vann I einhverri skrifstofu. Fyrir nokkrum morgnum gerðist það, að blllinn snarstanzaði, þegar nágranni minn var að leggja af stað til vinnu sinnar, unz stúlkuna bar að á leið á strætisvagnastöðina ... og allt I einu var sem bíll- inn hvíslaði þvf að honum að bjóða henni far, fór svo óðara I gang, þegar hún var setzt I aft- ursætið. Þetta endurtók sig þrjá morgna I röð ... en þann fjórða . . hvíslaði hann að ná- granna mfnum að bjóða henni I framsætið. Og I gærmorgun hvíslaði hann enn... en þar braut trúnaðartraust nágrann- ans í minn garð. „Nei,“ sagði hann, „éa skil þetta ekki... Það er að segja, ég skil hann ekki, vitanlega er hann ungur og uop á sitt bezta. En ég hélt að hann hefði fengið gott og siðsamt uppeldj hjá okkur ... “ Antic - listmunir Kaupum og seljum vel með farna muni og góð, gömul málverk. Hafið samband við okkur ef þér viljið selja. Vöruskipti koma oft til greina. MÁLVERKASALAN Týsgötu 3 . Sími 17602 _ Eftir þessa fimm daga sáust þau aftur saman, Tony og Mar grét, glöð og ástfangin. Allt var sem áður. Tony hafði fengið út- rás og nú gat hann aftur tekið til við skyldustörfin. Enginn hefði getað sagt annað en að þeim hafi hann sinnt vel þann tíma, sem þau höfðu verið gift, Margrét og hann. Mikið gekk á þegar trúlofun- arfregnin var tilkynnt undrandi heiminum árið 1959. Það reynd- ist líka erfiðara en hann hafði grunað, þegar hann byrjaði eitt ár eftir hjónabandið að vera hann sjálfur I stað þess að vera bara eiginmaður prinsessunnar. En Tony tókst alltaf mitt I öllu opinberu lífi þeirra hjóna, að verðveita einkalíf sitt og Mar- grétar sem enginn hafði aðgang að, Það er vel af sér vikið I landi þar sem hver smáfrétt varðandi drottningar- fjölskylduna er forsíðufrétt fyr- ir dagblöðin. En Tony hafði æfinguna, um það ber vitni litla hvíta her- bergið, sem hann útvegaði sér, þegar hann var piparsveinn. Her bergið var I 300 ára gömlu húsi við Thames 1 einu sóðalegasta og hrörlegasta hverfinu I East End Lundúnaborgar. Eftir að hafa búið það húsgögnum, sem hann fékk hjá fornsölum, bauð hann þangað vinum sínum, sem hann gat fengið I heimsókn án þess að nágrannarnir skiptu sér af þvl hverja hann umgekkst eða kvörtuðu yfir hávaða að næturlagi. Þarna kynntist hann Mar- gréti fyrir alvöru. Þama gátu þau hitzt I næði. Það var mikil áhætta, sem þau tóku, einhverj ir gátu þekkt hana. En enginn fyrir utan nokkra nána vini vissu um leyndarmálið fyrr en það var kunngjört. Herbergið var nýr, spennandi heimur fyrir Margréti og það merkilega er að Tony og Mar- grét hafa haldið herberginu um árabil. Það er ekki langt síðan gamla húsið var rifið þar sem átti að reisa nýtt á sama stað. En fram að þeim tíma stóð her bergið eins og það var fyrsta kvöldið, sem þau dvöldu þar fyrir sjö árum síðan. Þau voru mörg kvöldin, sem þau fóru þangað til þess að forðast að vera I sviðsljósinu og þau komu þangað með glaða gesti. Eins og áður gátu þau komið I smábílnum sínum, lagt honum fyrir framan húsið og smogið í myrkrinu inn I slút andi anddyrið. Einu sinni fóru þau meira að segja þangað með Elízabeth ekkjudrottningu og um miðnætt ið sungu þau öll þrjú franska þjóðsönginn fyrir galopnum gluggum. Frá bátunum sem fóru upp eftir Thames var veif að uppörvandi I þau og þau svöruðu með glaðlegum hrópum en engan grunaði hverjir það voru sem hrópuðu. Það er ekki langt síðan að þetta skeði, svo mikið hefur honum tekizt að varðveita af einkalífi sínu. Og honum tókst að smita með glað lyndi sínu hið konunglega um- hverfi, sem annars er svo alvar legt og stíft I sniðum. Það hefur hjálpað honum I erf iðum kringumstæðum. Fjölskyldan Armstrong-Jones, Tony, David, fjögurra ára, Sarah, eins og hálfs árs og Margrét. Kári skrifar: TXér er bréf frá óánægðum símnotanda. „Ég leita til þín út’ af á- kveðnu tilefni, reyndar mörgum tilefnum, sem þó eru öll meira eða minna áþekk. Því er þannig varið, að vegna starfsemi minnar þarf ég mjög oft að hringja bæði I opinberar stofnanir og stór atvinnufyrir- tæki, sem hafa skiptiborð og símaþjónustu. Og það er þessi símaþjónusta sem ég ætla að gera að umtalsefni I þessari kvörtun minni. Slmaþjónustan hjá einstök- um fyrirtækjum og stofnunum er ákaflega misjöfn, meira að segja misjöfn hjá einu og sama fyrirtæki. Það fer eftir því hvaða stúlkur hafa símavakt hverju sinni. Það er eins og sumar stúlkur séu til þess skapaðar að afgreiða við símaborð, eru lip- urðin og þægilegheitin sjálf og leggja sig í líma til að gera manni til hæfis. Við svoleiðis fólk er notalegt að tala og mann-; þykir einhvern veginn vænt um það, þó maður hafi aldrei séð það. En svo er það hin tegundin og hana ætla ég að gera að um- talsefni. Það er manntegund, sem annað hvort hefur svo ann ríkt að hún getur ekki afkastað því sem hún á að gera, eða sof- andi og viljalaus I starfi og stendur á sama á hverju veltur. Ég skal segja þér dæmi, Kári. Núna á dögunum þurfti ég að hringja dag eftir dag I sama manninn hjá einni opinberri stofnun. Mér lá á að ná tali af honum, en hann hefur senni- lega ekki verið við, a.m.k. náði ég ekki sambandi við hann í hvert skipti sem símastúlkan svaraði og ég hafði borið upp erindi mitt við hana, svaraði hún „augnablik“. Síðan heyrð ist aldrei I henni meir. Ég fékk aldrei símasamband við mann- inn og símastúlkan var ekkert að hafa fyrir því að segja mér að hann væri ekki við. Fyrst reyndi ég að bíða heilan stund arfjórðung eftir svari — án árangurs, næsta skipti 10 mínút ur og úr því var þolinmæðin fyrr að þrjóta hjá mér. Ég hringdi þá á nýjan leik og sagði með óánægjuhreim að ég hefði beðið árangurslaust eftir svari — og spurði hver orsökin til þess væri. „Þá er hann víst ekki við, maðurinn, úr því hann svarar ekki,“ var ævinlega svar ið sem ég fékk. Þetta kalla ég óviðunandi þjónustu. Hjá öðrum stofnunum eða fyrirtækjum heyri ég I slman um að þegar spurt hefur verið eftir einhverjum er hringt til við komandi stundum mínútum saman og loks svarar slmastúlk an I símann og spyr: „Eftir hverjum voruð þér að bíða?“ Þvílíkar spurningar eiga ekki að eiga sér stað. Símastúlkunni á frá upphafj að vera ljóst eft ir hverjum hafi verið spurt, hún á að vita það og rnuna, og af- greiða símatalsbeiðandann fljótt og vel, — ef ekki er annars kostur, þá með því að segja að viðkomandi sé ekki við.“ Kári verður því miður að játa að hann hefur á stundum orðið bess sama var og bréfritarinn. Og þá er þetta spurningin. Er nægilegt eftirlit' með síma- þjónustu hjá stofnunum og fyr irtækjum? Ættu ekki viðkom- andi forstjórar eða starfsmenn þeirra að fylgjast vel með því hvemig símaþjónusta er innt af hendi? Ég held að það myndi, allra aðila vegna, borga sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.