Vísir - 14.01.1966, Side 3

Vísir - 14.01.1966, Side 3
VI S IR . Föstudagur 14. janúar 1966. 3 Jafntefli Aldursforsetar mótsins, Böök og Kieningar — báðir um sextugt. - Þykir Kieninger svipa mjög til Erhards kansl- ara í útliti — og ekki vantaði hann vindilinn frekar en Erhard. Skákinni Iauk með jafntefli. Þeir stjóma mótinu: Pétur Eiríksson aðstoðarskákstjóri, Jón Þór aðstoðarmótstjóri, Gunnar Gunn- arsson mótstjóri og Guðmundur Amiaugsson skákstjóri. O’Keliy og Wade, sá fyrmefndi athugar stöðu sína gaumgæfilega. Þessi skák fór í bið og þótti O’Kelly hafa heldur betur. Biðskák Það voru margir í þungum þönkum í Lido í fyrrakvöld, enda ekkert smámál á ferð- inni: alþjóðlegt skákmót, Reykjavíkurmótið var að hefjast. 12 harðir skákmenn léku þarna fyrstu umferð móts- ins og lauk henni með því að unnar voru tvær skákir, tvær enduðu með jafntefli og tvær fóru í bið. Fjöldi manns kom til að fylgjast með skákunum þenn- an fyrsta mótsdag og virtust einna flestir hafa áhuga á að Jón Hálfdánarson er meðal yngstu keppenda og virðist hann hér hugsa þungt og mikið. Séð yfir hluta salarins: Keppendur, mótstjóri, piltur sem aðstoðar við að færa á töflunum eftir hvern leik — áhorfendur fylgjast með. Ásgeir Ásgeirsson forseti Skák- sambands íslands heldur ræðu. fylgjast með skák þeirra Friðriks og Freysteins og skák Vasjúkof og Jóns Krist inssonar. Til þess að skákmennirnir verði ekki fyrir ,,ásókn“ á- horfenda eru þeir króaðir af með borðum en framan við borðin eru stólar sem áhorf- endur geta tyllt sér á og jafn fram fylgst vel með skákun- um á töflum, sem komið er fyrir á veggjum. Myndsjáin brá sér í Lido og bregður upp svipmyndum frá fyrsta mótsdeginum. Jón Hálfdánarson og Friðrik Ólafsson virða fyrir sér skák Jóns, meðan mótherji Jóns leikur. Hefði Jón vafalaust þegið ráð frá Friðrik — en ráðabrugg allt er harðbannað. \ \

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.