Vísir - 14.01.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 14.01.1966, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Föstudagur 14. janúar 1966. OKUMANNS' OG TRYGGING iðgjald aðeins Rr. 250.~ ÖKUMAÐURINN sjálfur, hvort sem er eigandi eöa einhver annar,er alls ekki tryggöur í ábyrgðar- eöa kaskotryggingu og aðdragandi slyss getur veriö þannig, aö farþegar fái heldur ekki tjón sitt bætt. ÖKUMANNS- OG FARÞEGATRYGGING er því nauðsynleg og sjálfsögð viðbótartrygging. Ökumaöur og hver farþegi er tryggður fyrir eftirtöldum upphæöum. Viö dauða kr. 200.000 Bætur úr lögboðinní Útfararkostnaður - 20.000 ábyrgðartryggingu eru Við algjöra örorku - 300.000 undanskildar. i OF-TRYGGING ER NY ÞJONUSTA SAMVINNUTRYGGINGAB ARMU LA 3, SIMI 38500 9. NÚ V. 1932 Þann 6. janúar birtist hér i Vísi viðtal við gamlan Reykvíking, þar sem ýmsar minningar úr bæjarlíf inu voru rifjaðar upp. Var þar m.a. minnzt á atburðina sem urðu á bæjarstjórnarfundi 9. nóvember 1932, í Góðtemplarahúsinu. Einn af lesendum blaðsins hefur komið að máli við blaðið og bent á að nokk- urrar ónákvæmni hafi gætt í upp rifjun hlutaðeigandi manns og beð- ið um að eftirfarandi yrði komið á framfæri varðandi það málefni sem til umræðu var á þessum fræga bæjarstjórnarfundi. Samþykkt um lækkun á kaup- gjaldi í atvinnubótavinnu var ekki gerð á fundinum 9. nóvember held ur á fundi bæjarstjórnar hinn 3. nóvember. Var tillagan þar borin upp af settum borgarstjóra, en flutt af fulltrúum bæjarstjórnarmeiri- hlutans, sbr. frásögn í „Vísi“ hinn 4. nóvember, sbr. og frásögu í „Öldin okkar“ 1931—1950. Aðdragandi fyrrnefndrar sam- bykktar var sá, að fé til atvinnu- bótavinnunnar var á þrotum, en það stafaði af þvi. að fleiri menn höfðu verið í vinnunni og um lengri tíma, en ráðgert hafði verið fyrir fram. Hafði nú fengizt loforð um 100 þús. krónur að láni frá Lands bankanum (gegn veði í útsvars tekjum 1933 og 1934) en 230 þús und þurfti til þess að halda vinn unni áfram til áramóta með óbreytt um mannafla og kaupgjaldi. Hafði verið reynt að afla lánsfjár en „þær 130 þús. kr. sem á vantaði virtust hvergi fáanlegar“, eins og segir í frásögn „Vísis“ 4. nóvember af skýrslu, borgarstjóra. Á bæjarráðsfundi 8. nóvember bar Stefán Jóh. Stefánsson fram tillögu um, að lagt yrði til við bæjarstjórn, að fallið yrði frá sam þykktinni frá 3. nóvember, en bæj arráð samþykkti dagskrártillögu, sem Jakob Möller bar fram, um að visa frá tillögu Stef. Jóh. Stef ánssonar, þar sem kringunjistæður hefðu ekki breytzt síðan samþykkt bæjarstjómar var gerð. Stefán Jóh. Stefánsson vísaði þá tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Málið var svo enn tekið til með ferðar á fundi bæjarstjórnar hinn 9. nóvember eins og áður segir, fyrst fyri'r hádegi, en siðan áfram eftir hádegi, að afloknu fundarhléi Á þeim fundj urðu svo hinir eftir minnilegu atburðir, sem ítarlega er frá sagt í fyrrnefndu viðtali. Um þróun málsins eftir hinn sögulega fund er greinileg frásögn í bæjarfrétt „Vísis“ hinn 11. nóv- ember 1932, er hljóðar svo: „Frá þvi var skýrt í Visi í gær, að heyrzt hefði, að rikisstjórnin j og Landsbankinn myndu leggja fram það fé, er á vantaði til þess að hægt yrði að halda áfram at- vinnubótavinnunni með óbreyttu kaupi til nýárs. Reyndist þetta rétt; því að rikisstjórn hefur lofað að j leggja fram 75 þús. kr. til atvinnu { bótavinnunnar og útvega bænum að láni sömu upphæð. Rétt er að taka fram, að borgarstjóri hafði áður leitað til ríkisstjörnar og Landsbankans um þetta fé, en því var þá neitað og var það orsök þess, að samþykkt var að lækka kaupið.“ Til lækkunar kaupgjaldsins kom þó ekki, þar sem nægilegt fé var nú fengið." MAYER-STYRKJ UM ÚTHLUTAÐ Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (FAO) veitir árlega nokkra rannsóknar- styrki, sem kenndir eru við André Mayer. Hefur nú verið auglýst eft ir umsóknum um styrki þá, sem til úthlutunar koma á árinu 1966. Styrkirnir eru bundnir við það svið, sem starfsemi stofnunarinnar tekur til, þ.e. ýmsar greinar land- búnaðar ,skógrækt, fiskveiðar og matvælafræði. Styrkirnir eru veittir til allt að tveggja ára, til greina getur komið að framlengja það tímabil um 6 mánuði hið lengsta. Fjárhæð styrkj anna er breytileg eftir framfærslu- kostnaði í hverju dvalarlandi, eða frá 150-360 dollarar á mánuði, og er þá við það miðað, að styrkur- inn nægi fyrir fæði, húsnæði og öðrum nauðsynlegum útgjöldum. Ferðakostnað fær styrkþegi og greiddan. Taki hann með sér fjöl skyldu sína verður hann að standa straum af öllum kostnaði hennar vegna, bæði ferða- og dvalarkostn aði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Stjómarráðshúsinu við Lækj- artorg, fyrir 10. febrúar næstkom- andi. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Þar fást einnig nánari upplýsingar um styrkina ásamt skrá um rannsókn- arverkefni, sem FAO hefur lýst sérstökum áhuga á í sambandi við styrkveitingar að þessu sinni. Um- sókn skulu fylgja staðfest afrit af prófskírteinum svo og þrenn með- mæli. Það skal að lokum tekið fram, að ekki er vitað fyrirfram hvort nokk ur framangreindra styrkja kemur í hlut íslands að þessu sinni. End- anleg ákvörðun um val styrkþega verður tekin í aðalstöðvum FAO og tilkynnt í vor. (Menntamálaráðuneytið) Hærrí fjárveiting- ar tíl Veiðimála- stofaunaríaaar FundcGrsamþyklft Landssambands íslenzkra stangveiðimanna Aðalfundur Landssambands ís- lenzkra stangveiðimanna var hald inn í nóv. Mættir voru fulltrúar frá stagnveiðifélögum víðs vegar að af landinu Fundarstjóri var Bragi Eiríksson framkvstj. Guðm. J. Kristjánsson flutti ítar Formaður Landssambandsins, lega skýrslu um starf sambandsins á liðnu starfsári. M. a. kom það fram að vertíðin hjá velflestum stangveiðimönnum hefði verið frekar rýr, sem mun hafa stafað af vatnsleysi i ám langt fram á sumar. Þá skýrði hann frá tillögum Veiðimálanefndar um breytingu á lax- og silungsveiðilöggjöfinni, sem liggja nú hjá landbúnaðarráðu neytinu til athugunar í þessu sam bandi kom fram, síðar á fundinum, eftirfarandi tillaga, sem var ein- róma samþykkt: „Aðalfundur Landssambands ísl. stangveiðimanna haldinn í Hótel Sögu sunnudaginn 7. nóv. 1965, leggur áherzlu á að stjórn L.l.S. flygi eftir fyrri samþykktum aðal- funda um breytingar á lögum nr. 53/1957 um lax- og silungsveiði í sambandi við breytingartillögur Veiðimálanefndar á laxveiðilögun- um, sem væntanlega verða lagðar fyrir Alþingi það er nú situr.“ Einnig kom það fram í skýrslu stjómarinnar hve það er aðkall- andi nauðsyn, að hækkaðar verði fjárveitingar til Veiðimálastofntm- arinnar, svo að hún geti sinnt þeim verkefnum, sem henni er ætl að að inna af hendi. Svo og að það er orðin mikil þörf fyrir stofnun fiskræktarsjóðs, sem styrki og veiti lán til fiskvegagerðar og byggingu eldisstöðva fyrir vatna fisk. Hér má geta þess að það eru einmitt stangveiðimenn og félög þeirra, sem mest hafa lagt af mörk um til fiskræktar. Það er því engin tilviljun að af 13 klak- og eldis- stöðvum skuli meira en helmingur þeirra vera í eign stangveiðifélaga eða stangveiðimanna, en eigundur sumra þeirra eru með stórfram- kvæmdir. Þeir, sem úr stjórn áttu að ganga voru endurkjörnir, en hún er nú þannig skipuð: Formaður er Guðmundur J. Kristjánsson, Reykjavík, varaform. Guðni Þ. Guðmundsson, Reykjav.' gjaldk. Friðrik Þórðarson, Borgar- nesi, ritari Hákon Jóhannsson, með stjórnandi Alexander Guðjónsson, Hafnarfirði, — Varám. Helgi Júl- íusson Akranesi, Bragi Eiriksson, Reykjavík, Hjalti Gunnlaugsson, Reykjavík. SKRIFST OFUVÉLAR Vil kaupa góða skrifstofuritvél, einnig reikni- vél. Uppl. í síma 13619.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.