Vísir


Vísir - 14.01.1966, Qupperneq 9

Vísir - 14.01.1966, Qupperneq 9
V í SIR . Föstudagur 14. janúar 1966. 9 Pétur Eiríksson Jbjóðhagfræðingur: LANDBUNAÐARMALIN Landbúnaðarmálin hafa verið mjög ofarlega á baugi að undanfömu og sýnist þar mjög sitt hverjum. Skömmu fyrir jólin vom þau tekin til umræðu á fundi í Hagfræð- ingafélagi Íslands. Flutti þar ungur hagfræðingur, sem hjá Efnahagsstofnuninni starfar, Pétur Eiríksson, erindi um málið, auk dr. Bjarna Helgasonar jarðvegsfræðings. - Má ætla að mörgum þyki fróðlegt að sjá hvaða augum hinn ungi þjóðhagfræðingur lítur á vandamál íslenzks landbúnaðar í dag og kynnast tillögum hans til úrbóta í vandanum. — Birtir því Vísir erindi Péturs hér á eftir. Hækkandi verðlag — vaxandi útgjöld ríkissjóðs. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi". Ýmsir hafa orðið til að efast um réttmæti þessara ljóðlína nú síðustu árin og sökum þess hafa landbúnaðarmálin mjög ver ið til utnræðu nú um skeið. Á- stæðurnar eru einkum tvær. Annars vegar síhækkandi verð- lag á framleiðsluvörum landbún aðarins, og hins vegar vaxandi útgjöld ríkissjóðs vegna landbún aðarins. Verðlagning landbúnaðaraf- urða hefur verið nátengd öðrum verðlags- og kaupgjaldshækkun um, og hefur hin svokallaða sex- mannanefnd haft það hlutverk að vega og meta þær verðlags hækkanir, sem orðið hafa á rekstrarvöri^m landbúnaðarins, svo og að ákveða laun bóndans í vísitölubúinu. Hefur einkum komið fram gagnrýni á, að laun bóndans hækki, ef sjómaðurinn dregur fleiri fiska úr sjó. Niðurgreiðslur um 500 milljónir árið 1966. ÍÚtgjöldum ríkissjóðs vegna landbúnaðarins má skipta í þrennt. í fyrsta lagi niðurgreiðsl ur landbúnaðarafurða, sem námu 312 millj. kr. á árinu 1964 en eru áætlaðar um 500 millj. kr. í fjárlagafrumvarpi fyrir ár ið 1966. Því hefur verið haldið fram, að niðurgreiðslurnar séu ekki styrkur til bænda. heldur að um almennar ráðstafanir til lækkunar verðlags væri að ræða Á það skal bent, að fjár til niðurgreiðslna er aflað með al- mennum sköttum, svo að al- menningur greiðir reikninginn hvort sem er. Auk þess leiða nið urgreiðslurnar til þess, að land búnaðarafurðir eru ódýrari í innkaupi, en raunverulega kost ar að framleiða þær, og er þeim Eá þann hátt búin betri samkeppn isaðstaða. Verða niðurgreiðslur þannig til að brengla hið al- menna verðkerfi. Niðurgreiðslurn ar hafa að vísu nokkur áhrif til tekjuöflunar, en ef leggja skal áherzlu á þá hlið málsins, skal bent á að aðgerðir í skattamál- um og á sviði aimannatrygginga eru mun heppilegri tæki til tekjuöflunar, en niðurgreiðslur Útflutningsuppbætur áætlaðar 214 milljónir. í öðru lagi eru svo útflutn- ingsuppbætur. Eru þær áætlað ar 214 millj. kr. í fjárlagafrum varpi fyrir árið 1966. Útflutn- ingsuppbæturnar eru mismunur inn á heildsöluverðmætinu inn- anlands og söluverðmætinu á erl. markaði. Sá vamagli hefur verið sleginn, að þessar bætur mega ekki nema meiru en sem svarar 10% af heildarfram- leiðsluverðmæti landbúnaðarins. Hluti sá, er ríkissjóður þarf að greiða með útfluttum landbúnað arvörum er mjög mishár eftir af urðum. Engar bætur eru t. d. greiddar með útfluttri ull og gærum. Hins vegar greiddi ríkis- sjóður 49% af heildsöluverð- mæti frysts dilkakjöts á fram- leiðsluárinu 1963/64 og hvorki meira né minna en 75% af heildsöluverðmæti útflutts smjörs og nýmjólkurdufts. Á- berandi er, að verðbætur fyrir útfluttar sauðfjárafurðir eru hlutfallslega mun lægri, en fyrir útfluttar nautgripaafurðir. Þann ig nam meðaluppbót á allar út fluttar sauðfjárafurðir, sem nutu útflutningsbóta vegna fram- leiðsluársins 1963/64 45% af heildsöluverðmætinu, en meðal uppbót á útfluttar nautgripaaf- urðir nam 71%. Útflutningsbætur ört hækkandi. Útflutningsbætur hafa mjög far ið hækkandi undanfarin ár. Heildargreiðslur vegna fram- leiðsluársins 1961/62 reyndust 40,6 millj. kr., vegna framleiðslu ársins 1962/63 75,6 millj. kr. og vegna framleiðsluársins 1963/64 159,9 millj .kr., enda var þá 10% hámarkinu náð. Smávægilegur útflutningur var á landbúnaðar afurðum fram yfir markið. og naut sá útflutningur engra bóta. Framleiðsluverðmæti þeirra land búnaðarafurða, sem fluttar eru út með útflutningsstyrkjum var 278 millj. kr. á framleiðsluárinu 1963/64. Heildarframleiðsluverð mæti landbúnaðarins var áætlað af hagstofunni 1600 millj. kr. fyrir sama ár. Útflutningur verð bættra landbúnaðarafurða hefur þá numið rúmum 17% af heild arframleiðslunni. Miðað við 2% neyzluaukningu á ári yrðu ís- lendingar 8 ár að ná því neyzlu- magni er framleiðslunni svarar. Af ofantöldum 278 millj. kr framleiðsluverðmæti, reyndusi 118 millj. kr. söluverðmæti er- lendis eða rúm 42%, mismun- inn greiddi ríkissjóður. Tilfærslur 120 milljónir. í þriðja lagr er svo um að ræða ýmsar tilfærslur til land- Pétur Eiríksson. búnaðarins á 16. grein A fjár- laganna. Þyngst á metunum eru þar tilfærslur til fjármunamynd unar. Gjöld samkvæmt jarðrækt arlögum og framlag samkvæmt lögum um Stofnlánadeild land búnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, nema sam- tals 120 millj. kr. í fjárlagafrum varpi ársins 1966. Þessi gjöld námu á fjárlögum ársins 1965 93 millj. kr. og á ríkisreikningi 1964 66 millj. kr. Útgjöld ríkissjóðs vegna landbúnaðarins 900 millj. í heild nema útgjöld ríkis- sjóðs vegna landbúnaðarins um 900 millj. kr. samkvæmt fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1966. Vantar lítið á, að það samsvari öllum söluskattstekjum ríkis- sjóðs. Eru þá ótaldir ýmsir styrk ir og eftirgjafir til landbúnaðar- ins ,t.d. endurgreiðsla benzín- skatts. Niðurstöðurnar af þvi, sem sagt er hér á undan, verða þess- ar: 1. Verðlag á landbúnaðaraf- urðum hefir farið síhækkandi, og er nú þrátt fyrir styrki og niðurgreiðslur mun hærra en í nágrannalöndum okkar. 2. Landbúnaðarframleiðslan er mun meiri en innanlands- neyzlunn: nemur. 3. íslenrkf.r landbúnaðarafurð ir eru með fáeinum undantekn- ingum ekki samkeppnisfærar á erlendum markaði. 4. Styrkir til landbúnaðarins valda ríkissjóði stórfelldum út- gjöldum. Vaxandi útflutningur að óbreyttri stefnu. Með óbreyttri stefnu í land- búnaðarmálum, virðist óhætt að gera ráð fyrir, að framleiðsla landbúnaðarins muni enn auk- ast, og hafa vaxandi útflutning i för með sér. Afleiðingin yrði eflaust aukin sækni í að hækka hámark útflutningsbóta yfir 10% af heildarframleiðsluverð- mætinu, og er nokkrum vafa undirorpið, hvort stjórnarvöld hafa vilja og getu til að standa á móti slíkum kröfum. Ástandið í landbúnaðarmálum er orðið þannig að telja verður að einhverjar bráðabirgðaráð- stafanir hrökkvi skammt. Eins verður að telja, að mjög snögg ar ráðstafanir, sem ætlað væri að höggva á hnútinn. geti haft mjög alvarlegar afleiðingar. T. d. væri unnt að gefa verðlag landbúnaðarafurða frjálst, og jafnframt leyfa innflutning á er lendum landbúnaðarvörum. Þetta mundi tvímælalaust leiða til stórkostlegs samdráttar í ís- lenzkum landbúnaði, og mundu heilar sýslur sennilega fara í eyði. Ég held að fáir séu svo róttækir að vilja slíkt. Bæði fé- lagslega og menningarlega séð er tvímælalaust æskilegt að land búnaður verði áfram stundaður á íslandi. Þetta þýðir hins veg ar ekki að engu megi breyta. Stefnan verði skoðuð ofan í kjölinn — framtíðaráætlun gerð. Einu lausn vandamáls íslenzks landbúnaðar tel ég vera, að land búnaðarstefnan verði skoðuð of an í kjölinn. Að þeirri athugun lokinni, ætti að semja framtíðar áætlun fyrir íslenzkan landbún- að. Slík áætlun ætti að vera til minnst 10 ára í senn, en vera endurskoðuð með vissu millibili með tilliti til breyttra aðstæðna. Hér á eftir skal lauslega fjallað um helztu atriði, sem áætlunin ætti að taka til meðferðar: 1. Neyzluáætlun. Gera þarf sem nákvæmasta áætlun um neyzlu landsmanna. Yrði sú á- ætlun að fela í sér nákvæma at- hugun á neyzlu landsmanna á einstökum framleiðsluvörum landbúnaðarins, og jafnframt að vera spá fram í tímann. Verður að taka tillit til neyzluvenja, fólksfjölgunar og aldursskipting ar þjóðarinnar, svo og að áætla neyzluvenjur og fjölda erlendra ferðamanna, er heimsækja land ið. Ofan á þetta bætist að gera verður ráð fyrir árstiðasveifl- um í eftirspuminni. Neyzluá- ætlunin verður sennilega erfið- asti hluti áætlunarinnar, en jafn framt sá mikilvægasti. Er ekki ólíklegt að tíðra endurskoðana þurfi með. 2. Áætlun um útflutning. At- huga þarf, hvaða landbúnaðaraf urðir geti komið til með að keppa á erlendum mörkuðum án útflutningsuppbóta, og hvað slíkur útflutningur geti orðið mikill. 3. Staðsetningarathugun. At- huga þarf hvar býli eru bezt staðsett. Getur tvennt ráðið þar mestu. Annars vegar gæði og frjósemi jarðvegsins veðurfar og fleiri náttúrulegar aðstæður og hins vegar fjarlægðin til mark- aða og aðrar samgönguaðstæð ur. Áhrif fjarlægðarinnar eru þó mjög mismunandi fyrir hin- ar einstöku búgreinar. Er t.d. mun mikilvægara fyrir mjólkur bú að vera nálægt markaði en fyrir sauðfjárbú. í sambandi við staðsetningarathugunina verður að taka tillit til byggðaþróun- arinnar í landinu, og þeirra á- ætlana, sem nú er verið að vinna að til uppbyggingar atvinnulífs ins f einstökum landshlutum. Á hinn bóginn verður unnt að nota þessa staðsetningarathug- un í sambandi við vegaáætlan- ir, rafvæðingu o. fl. 4. Rannsókn á hvaða bústærð sé heppilegust miðað við ein- stakar búgreinar og hvers konar búgreinar bari bezt saman á ein stökum búum. Þá verður og að athuga, hvort heppilegt sé, að sérhæfa búin. þ.e.a.s. hvort rétt sé að stefna að sérhæfðum naut gripabúum, sauðfjárbúum o. s. frv. Þá verður og að taka til athugunar, hvernig samvinnu um vinnuafl og vélar innan byggðarlaga verði komið á. Ekk ert er sjálfsagðara, en að bónd inn eigf'sína frídaga eins og aðr ar stéttir. Störfum á býlum er þó yfirleitt þannig háttað ,að alltaf þarf einhver að vera heimavið. Væri því æskilegt, að unnt reyndist að koma á sam vinnu nokkurra bænda um að- keypt vinnuafl. 5. Aukning fjölbeytni og gæða. Athuga þarf, hvort ekki sé unnt að taka upp nýjar búgreinar, eða efla aðrar sem fyrir eru, en lítill sómi hefur enn verið sýndur. Þá er einnig nauðsyn- legt að athuga, hvort ekki sé unnt að auka gæði afurðanna. Gæði sumra afurða landbúnaðar ins eru vægast sagt fyrir neðan allar hellur, þótt gæði annarra séu eins og bezt gerizt annars staðar. Mig langar til að vekja hér athygli á einni hinni furðu legustu staðreynd íslenzkra efna hags- og stjómmála. Sjálfsagt þykir að rjúka upp til handa og fóta, ef einhverjum sérhags munahópi þykir gengið á rétt sinn, eða hann á í vök að verj- ast af einhverjum öðrum ástæð- um. Útgerðarmenn, bændur, sjó menn, verkamenn, kaupsýslu- menn, iðnrekendur, opinberir starfsmenn oð aðrar stéttir eiga sér sín* formælendur, sem hlaupa til. ef þeir þykjast verða þess varir, að hagsmunum stétt- ar þeirrar sé misboðið, og er þá oft hliðrað til fyrir þeim. Ein stétt landsins fær oftast að súpa seyðið af þeim tilhliðrunum, og er hún þó fjölmennasta stétt landsins, því allir landsmenn eru í henni. Samt á hún sér for mælendur fáa, og er næsta lítið tillit tekið til hennar. Þetta eru neytendur. Ég skal að vísu viður kenna, að meira tillit hefur ver- ið tekið til hagsmuna neytenda nú síðustu árin, en það er þó hvergi nærri nóg. Mikilvægt er, að menn fari almennt c.8 gera sér grein fyrir, að meira tiIHt Framhald á bls. 13

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.