Vísir - 18.01.1966, Blaðsíða 2
.. jBðHnwBtnnewK^. ...
Gestirnir í sundlauginni
Á sundbolum
\
í vetrarboði
Barón Edmond de Rothschild
vafði skýlunni þéttar um sig og
leit yfir gestina 95 fáklædda 1
kringum upphitaða sundlaug
sína og sagði: „Til þess að
skemmta fólki nú á tímum
verður þú að finna upp á ein-
hverju nýju.“ Hinn 39 ára gamli
barón — bankamaður, sem sagt
er um að sé auðugastur Roths-
childanna og áreiðanlega mesti
bóheminn — var að halda
þriggja dága boð fyrir gesti.sína
í Megeve, bænum, sem er einna
mest I tfzku af frönskum vetr-
ardvalarstöðum og er að mestu
eign barónsins.
Og baróninum hafði svo sann
arlega tekizt að bjóða upp á
eitthvað nýtt fyrir gesti sína,
sem voru rjómi hins alþjóðlega
samkvæmislífs. Þarna var hægt
að sjá ándstæðurnar á milli Suð
urhafanna og snæviþakins um-
hverfisins. Sundlaugin var að-
eins skilin frá stórum snjó-
skafli með einni glerrúðu, Úti
fyrir var 10 stiga frost. Inni
var hitinn og andrúmsloftið í
ætt við sólarlöndin.
Samkvæmisklæðnaðurinn í
þessu boði barónsins voru rós-
óttir dúkar í suðurhafseyjastíl,
sem hver gestur vafði um sig eft
ir því sem hugarflugið bauð hon
um. Fólkið heilsaði hverju öðru
með „Alloa“ kveðjunni, en það
varð brátt útslitinn brandari.
Nærri allir sfeyptu sér í eða
var hent út f sundlaugina.
Fyrsti maðurinn, sem lenti f
henni var frændi Roberto Rosse
lini, Gepy Mariani, sem er 24
ára gamall. Og skömmu síðar
fór sömu leiðina Pia Lindström,
dóttir Ingrid Bergman. Á eftir
fy.lgdi óhemju æðisgangur, stól-
um og glösum var hent út í.
Baróninn hafði verið svo
hugsunarsamur að staðsetja
þarna tvo björgunarmenn f því
tilfelli að einhver gestanna
sykki í þriðja skiptið og kæmi
ekki upp aftur, en ekkert slíkt
skeði, eina óhappið varð, þegar
einn gestanna skar sig á fæti
á brotnu kokkteilglasi.
Baróninn leit með velþóknun
frá einum holdvotum gesti sfn-
um til annars og sagði: „Stund-
um hefur mér verið borið það á
brýn að hafa skapað mesta
snobbstað í Evrópu. Mér þykir,
þegar þetta er sagt, allt þetta
fólk er ósköp venjulegt og er að
skemmta sér.“
Meðal þessa venjulega fólks
var t.d. Anouchka Von Meks, er
var um fimm ára skeið náin vin
kona Aga Khans, en samband
þeirra var miög umrætt. Nú var
hún þarna með vini sínum
Thierry Nicholas syni stærstæ-
vínframleiðanda Frakklands f
brauðsnúða- og tangerfnukasti
við nokkra Itali. sem skemmtu
sér yfirmáta vel.
Frá Parfs kom hin myndar-
lega Kiki Lagier, sem fékk verð
laun fyrir andlitssnyrtingu sfna
sem var f hvftu og svörtu.
Barón Edmond var svo ánægð
ur með hvernig. boðið tókst að
hann enn f leit að nýiung fann
upp á þvf að f næsta skipti ætl
aði hann að bjóða gestum sín-
um að fara með lest eftir leið
gömlu Austurlandalestarinnar
til Istanbul. I lestinnj á svo að
sjá gestunum fyrir öllum þæg-
indum upphugsanlegum og
skemmtiatriðum, svo sem dansi
sýningum og f lestinni verður
næturklúbbur bar, og veitinga-
staður.
X
T.h. Pia Lindström og Gepy Mariani
Kári skrifar:
Kennir misskilnings
þarflegt var það, að 11. jan.
minntist Kári á bókbandið
íslenzka í þvf skyni að hvetja
til umbóta á þvf. Bókagerð okk
ar mundi á hærra stigi ef blöð-
in hefðu að jafnaði staðið á
verði um hana. Hún var um
skeið komin svo langt niður að
fullkomin þjóðarháðung mátti
kallast. Nú síðustu árin hefir
aftur þokað f rétta átt, en bet-
ur má ef duga skal. Aðfinnsl-
urnar þurfa að sjálfsögðu að
byggjast á rökum og vera skyn
samlegar. En þar höggur sá er
hlífa skyldi er Kári hallmælir
rexíni til bókbands, því það er
alveg fortakslaust bæði bezta
og fegursta efnið sem við eigum
kost á til almenns bókbands.
Helzt er að sjá að hann viti f
rauninni ekki hvað rexfn er, og
líka að hann 'ialdi aö það sé
alltaf svart á lit, þó að hitt
sé sannleikurinn að það er fáan
legt í hverjum þeim lit sem
menn kunna í að óska, og allir
eru þeir Iitir ekta, fölna ekki þó
að sól skíni á þá að staðaldri.
En dagsatt er það, og orð f
tíma talað, að hér er nú svart
ur litur notaður langt um of á
oókakili.
Rexín-band
Um styrkleika rexfns er það
nær sanni, að á því vinni ekk-
ert nema eldur. Vatn og raki
hafa engin áhrif á það. Um feg-
urðina má segja hitt, að sjái
Kári tvo bókarkili úr höndum
góðs bókbindara og sé annar
úr rexíni, en hinn úr því leðri,
sem bókbindarar hér nefna sja-
grín, og geti hann þá verkfæra
laust skorið úr því, hvor sé úr
hvoru, þá er hann gleggri á
slfka hluti en ég get stært mig
af að vera — gleggri en þorri
manna mundi segja.
Mér er næst að halda að Kári
sé einn þeirra mörgu, sem látið
hafa blekkjast af gálausu orð
færi manna. Þetta er honum
vorkunn, ef hann er ekki fag-
maður f bókagerð. Það hefur
illu heilli komizt f venju að
nefna hverskonar bókbandsdúk
rexín, jafnvel argasta hroða.
Ekki er þetta þó áhættulaust
fyrir forleggjara, bókbindara
eða bóksala, því nafnið er lög-
skráð og lögvemdað. Misnotk
un þess varðar við lög.
Höggvið á hnútinn
Þegar útgáfa íslenzku biblí-
unnar fluttist aftur inn í landið,
fyrir frumkvæði Ásmundar
biskups Guðmundssonar velti
stjórn Biblíufélagsins vöngum
yfir því, í hvað bókin skyldi
bundin. Menn þessir voru óef-
að lærðir í guðfræði, en mið-
ur svo í bókagerð. Hpfuðin voru
mörg og sjónarmiðin líka. Loks
hjó forseti félagsins (Dr. Ás-
mundur) á Gordionsknútinn og
sagði að Biblían yrði bundin í
rexín, ekta rexín. Þetta orðalag
sýndi að eitthvað veður hafði
hann af þvf, að ekki mundi það
allt rexín er svo vár nefnt.
Alveg er það vafalaust, að á
þeim átta árum, sem liðin er
síðan þetta gerðist, er þjóðin
búin að hagnast um tugþúsund
ir á þessum úrskurði biskups.
Og fyrir hann er bókin líka svo
falleg sem raun ber vitni um.
Biblfan er prentuð og bundin
í prentsmiðjunni Odda. Væri ó-
maksins vert fyrir Kára að fara
þangað, sjá hana, og heyra um
leið hvaða Oddaverjar hinir nýju
hafa um þetta efni að segja.
Annars eru nú ýmsar hinna
vönduðustu bóka bundnar f rex
ín, t.d. að sögn hin nýja útgáfa
af Bólu-Hjálmari. En til þessa
er litaval óþarflega fábreytt.
Bóki.