Vísir - 18.01.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 18.01.1966, Blaðsíða 3
VlSIR . Þriðjuclagur 18. janúar 1966. 1 m» ■; r £ IM IPPSPMmk / ' , „ WxtBmmBmwz&s&ái. Tveir fyrstu stofnendur Almenna byggingafélagsins og fram- kvæmdastjórar þess, Árni Snævarr verkfr. og Gústaf Páis- son núverandi borgarverkfræðingur. Hluti af starfsfólki félagsins. Jón S. Halldórsson, skrifstofustjóri félagsins, fyrir miðju. / afmælishófí stærsta Hér ræðast þeir við Jónas B. Jónsson fræðslustjón, Björgvin Sigurðsson framkvstj. Vinnuveitendasambandsins og Sveinn Guðmundsson, alþm. ' , Alfreð Elíasson forstj. Loftleiða ræðir við Bjarna Jónsson frá Galtafelli. Almenna hefur með höndum verkfræðilega umsjón með byggingu nýja Loftleiðahótelsins. byggiugafélagsins \ sunnudaginn var 25 ára afmæli Almenna bygginga- félagsins h.f., en það er stærsta verkfræði og verktakafélag landsins. Var saga þess og starfsemi rakin ítarlega í viðtali sem birtist hér i blaðinu á laugardaginn. Afmælisins minnt ist Almenna byggingarfélagið á laugardag með því að bjóða til afmælisfagnaðar síðdegis. Var sá fagnaður haldinn í hinu nýja og glæsilega húsi félagslns við Suðurlandsbraut, en þar eru verkfræðiskrifstofur þess og þar reikna 20 verkfræðingar og tæknifræðingar, sem í þjónustu þess eru, út margar stærstu íramkvæmdir landsins. Ekkl skulu þær aftur hér raktar en aðeins minnt á að þær síðustu eru íþróttahöllin i Laugardal, Umferðamiðstöðin og undirbún- ingur að Sundahöfn. Og svo vitanlega tilboðið i Búrfells- virkjun hina miklu, en enn er ekki vltað hvaða aðili það verk hreppir. T afmælishófinu tók fram- \ kvæmdastjóri félagsins Ámi Snævarr verkfræðingur á móti gestu:n, vásamt formanni þess Birni Ólafssyni stórkaupmanni. Var til fagnaðarins mættur mik- ill fjöldi verkfræðinga og framkvæmdamanna, og þá ekki síður margir þeir sem Almenna byggingafélagið hefur leyst af hendi verkefni fyrir á undan- fömum árum. Myndsjáin brá sér í heim- sókn í afmælið og birtast hér í dag nokkrar myndir þaðan. Bjöm Olafsson, stjómarform. Almenna ræðir við Einar ÖI. Sveinsson prófessor. Um umræðuefnið vitum við ekki en kannski er það væntanleg bygging Handritahússins. Þrír aldnir framkvæmdamenn: Bjami Jónsson frá Galtafelli, Jón Árnason fyrrv. bankastjóri og Jónas Hvannberg, stjórnarmaður Almenna byggingafélagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.