Vísir


Vísir - 18.01.1966, Qupperneq 4

Vísir - 18.01.1966, Qupperneq 4
4 VlSIR . Þriðjudagur 18. janúar 1966. íþróttahöllin glæsilegt stór- Spjallað v/ð tvo unga ntenn Þar sem skammt er á milli stórra högga í iþróttaheiminum þessa dagana, vígsla nýju íþróttahallarinnar í Laugardal og næst- um daglega leikir við erlend lið, þá datt tíðindamönnum síðunnar að ræða við tvo áhugamenn um þessi mál. Sífelld ffárhagsvandræði íþróttahreyiingarínoar Það ætti að vera óþarfi að kynna Hermann Gunnarsson. Þessi ungi verzlunarskólanemi hefur þegar unnið sér slíkan orð stír á leikvelli jafnt í knatt- spyrnu sem handknattleik, að allir þeir, sem eitthvað fylgjast með íþróttum, þekkja nafn hans. Óhætt mun að fullyrða, að fátítt sé, að menn nái slíkum árangri sem Hermann í báðum þessum greinum íþrótta í senn. Tíðindamenn síðunnar hittu Her mann að máli og lögðu fyrir hann nokkrar spurningar./ • — Hefur þú ekki stundað í- þróttir lengi, Hermann? - Jú, ég byrjaði að æfa knatt spyrnu sjö ára gamall og hef verið við þetta síðan, Ég hef leikið með öllum aldursflokkum Vals, í meistaraflokki síðan ég var 16 ára. Handknattleik hef ég einnig stundað um árabil og leik núna í meistaraflokki Vals. — Er ekki erfitt að stunda tvær greinar fþrótta svona jöfn- um höndum og ná góðum ár- angri á báðum vígstöðvum? — Jú, þetta dregur vissulega úr, og árangur verður náttúr- lega ekki sami sem maður legði aðeins áherzlu á aðra greinina. En það er erfitt að hætta, þegar þefað hefur verið af hvoru tveggja, slíkt uppgjör hefur reynzt mér ógjörningur fram til þessa. — Hverjar telur þú helztu or- sakir til þess, að íslenzk knatt- spyrna stendur á svo lágu stigi sem raun ber vitni? — Þarna eru margar orsakir að verki. Allir þjálfarar hafa þetta aukreytis annari aðalat- vinnu og geta því ekki lagt við þetta alúð sem skyldi, á ég þar við, að þeir geti kynnt sér nýj- ungar, skipulagt fjölbreyttar leikaðferðir o. fl. Ég tek fram, að ég er ekki að lasta einn eða neinn, því flestir eru þjálfarar áhugasamir og dugandi menn, en þeim er of þröngur stakkur skorinn. Það er áberandi mikið um, að félög eigi góðum liðum á að skipa í yngri flokkunum, l en svo er eins og þessi lið týnist, 1 þegar ofar dregur. Liðsmenn eld ast, byrja að vinna, nám þyng- ist og aðrar skemmtanir glepja Hermann Gunnarsson fyrir. Sumir halda áfram, kom- ast viðstöðulaust í meistara- flokk, tryggja sig þar í sessi, en láta því miður alltof margirjþar við sitja. Þetta er að mínum dómi þverbresturinn. Menn þurfa lítið að hafa sig við til að halda stöðum sínum í meistara- flokki, þegar þeir eru einu sinni komnir þar. Þetta drepur áhuga þeirra ungu, sem e. t. v. eru hæf ari, en fá ekki að reyna hæfni sína, komast ekki að fyrir þeim gömlu, þeir minnka æfingar eða hætta, geta minnkar. Svo þeg- ar málum er þannig komið, þá losna stöður í meistaraflokki og menn með minnkandi getu og reynslulithr komast að, allt fer í handaskolum. Það þyrfti að vera meiri keppni um meistara- flokksstöður, fleiri eiga að fá hæfni sína reynda, slíkt mundi mynda heilbrigða samkeppni, menn þyrftu að berjast fyrir stöðum sínum, leggja hart að sér við æfingar, sem aftur kæmi út í betri árangri hjá liðunum í heild. — Eru ekki meinbugir á tíma manna vegna mikillar vinnu? — Þetta er alveg rétt, en þar hafa allflestir sömu aðstöðu, og ef verulegur áhugi er fyrir hendi, þá hafa menn ætíð tíma til að sinna hugðarefnum sínum. — Hvað finnst þér um knatt- spyrnutímabilið hér og skipu- lagningu móta? — Ég er þeirrar skoðunar að lengja eigi knattspyrnutímabilið | t. d. um tvo mánuði. Þetta mundi [ gera alla skipulagningu viðráð- ! anlegri og rýmri, ég vil einnig i gera helgar að föstum leikdög- j um. - Jæja, svo við víkjum nú aðeins að handknattleiknum. Hvaða skýringu gt-fur þú á því, hversu góðum árangri íslending- hafa náð-í handknattleik, þrátt fyrir erfíðar aðstæður og himin- hrópandi húsnæðisskort? — Það er nú svo, að hand- knattleikur hefur þróazt hér á allt annan hátt en í öðrum lönd- um. Hinn þröngi salur að Há- logalandi hefur getið af sér frægar langskyttur, stórskotalið,. sem erlend lið hafa ekki áttað sig fyllilega á í byrjun. En þetta gengur ekki til lengdar, og með bættri aðstöðu breytist þetta, handknattleikurinn verður væn- legri til varanlegs árangurs. — Hefur fjarlægð okkar frá öðrum þjóðum ekki ákaflega mikið að segja i sambandi við framfarir íþrótta? — Jú, vissulega er fjarlægðin mikið vandræðaefni. Við getum ekki gert okkur jafn góða grein fyrir raunverulegri getu okkar, eins og meginlandaþjóðir, sem sífellt, með sáralitlum kostnaði og umstangi, geta keppt inn- byrðis - athugað getu sína og aðlaðað hana árangri og reynslu. Hér hamla sífelld fjár- hagsvandræði íþróttahreyfingar- innar gegn samskiptum við aðr- ar þjóðir, ferðir yfir Atlantshafs ála eru umstangs- og kostnaðar- miklar, og liðsmenn hafa hvorki fjármagn né tíma til tíðra slíkra ferða. - Finnst þér ekki birta mikið yfir þessum málum við tilkomu íþróttahallarinnar? - Jú, og ég lofa þann stórhug sem ríkir að baki þeim fram- ■ kvæmdum, sem mér segir svo Ihugur um, að eigi eftir að verða nýr hvetjandi aflgjafi íslenzkum inniíþróttum. Aftur á móti get ég ekki orða bundist um þá mjög svo hæpnu ráðstöfun að brjóta fyrri yfirlýsingar. um það, að ís- landsmótið í handknattleik skyldi haldið þar í vetur. Margir I íþróttamenn hafa lagt á sig jinikla vinnu til að flýta fram- kvæmdum, og mikil bjartsýni og ! gleði hefur ríkt þar í herbúðum. Svo er skyndilega klippt á þráð inn. Þetta tel ég mjög vítavert og geta haft mjög slæm áhrif eft ir þann góða anda og samhug sem ríkt hefur um að koma þessu máli í höfn. Byggfa þorf minni íþrótta- hús með löglegri salarstærð Guðjón Magnússon, npmandi í læknisfræði við Háskóla Is- lands er mjög mikill áhugamað- ur um íþróttir og vinnur að í- þróttamálum í sínum frístund- um. Guðjón er stjórnarmaður í K.K.I., hefur réttindi handknatt leiksdómara og er fyrsti íslenzki Guðjón Magnússon milliríkjadómarinn í körfuknatt- leik. Þegar tíðindamaður náði tali af Guðjóni var hann einmitt að fara til að dæma landsleik milli Pólverja og Islendinga, en varð þó greiðlega við því að svara nokkrum spurningum. , — Þú hefur réttindi milliríkja- dómara, Guðjón, hvað þarf til að öðlast þau réttindi? — Það er fyrst og fremst reynsla í að dæma leiki, ég hef dæmt leiki erlendra og íslenzkra liða bæði hér heima og erlendis, svo hef ég sótt námskeið t. d. I nú síðast í Þýzkalandi s.l. sum- j ar. — Hvað vilt þú segja um stöðu körfu- og handknattleiks hér á íslandi miðað við aðrar i þjóðir? I — Körfuknattleikur hefur nú vart slitið barnsskónum hér á ; íslandi, en stendur nú þegar á j merkilega háu stigi, þessi í- íþróttagrein á hér sífellt meiri og meiri vinsældum að fagna, og ég geri mér miklar vonir, að við verðum með bættri að- stöðu fyllilega sambærilegir öðr- um þjóðum. Eins og allir vita stendur handknattleikur hér í miklum blóma, og íslenzk lið hafa unnið marga og frækilega | sigra. Ein staðreynd er nú samt 1 augljós í þessu sambandi, þ. e. að tiltölulega fáar þjóðir utan Evrópu leggja stund á hand- knattleik og því minni sam- keppni en í öðrum íþróttagrein- um, auð.veldara að ryðja sér rúm. Ég vil undirstrika, að ég sagði ryðja sér rúm, því ég álít, að það eigi við i bókstaflegri merkingu þess orðs í sambandi við handknattleik, sem með á- framhaldandi þróun er að verða ruddaleg slagsmál, þar sem þörf er fyrir sterka harðjaxla en hlut ur íþróttamannsins er minni. — Hefur þú ekki trú á því, að bætt aðstaða við tilkomu íþrótta hallarinnar verði sterkur meið- ur til framfara íþróttalífi al- mennt? Jú, vissulega .íþróttahöll- i:. og fyrirhuguð íþróttamiðstöð Laugardalnum er glæsiiegt dæmi stórhugs og framsýni í stjórn borgarinnar. En ég vil taka fram, að íþróttahöllin leys- ir ekki allan vandann, langt því frá. Vandinn í sambandi við stærri mót og móttöku erlendra liða er leystur, en hér má ekki láta staðar numið. Byggjk þarf minni íþróttahús með löglegri Framh. á bls. 7

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.