Vísir - 18.01.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 18.01.1966, Blaðsíða 6
V í SIR . Þriðjudagur 18. janúar 1966. 6 Vinnuaflsskortur og mannatrygg- ingar há útgerSinni mest r r Alyktun Utvegsmunnuféiags R.víkur Á fundi Útvegsmannafélags Reykjavikur, sem haldinn var | þann 15. jan. 1966 ræddu út- vegsmenn m.a. fiskverðið, sem yfimefnd hafði ákvarðað fyrir árið 1966. Gerðu þeir ályktun sem samþykkt var á fundinum, og *formaður stjðmar út- vegsmannafélagsins, Andrés Finnbogason, skýrði frá á fundi með blaðamönnum í gær. Harmaði fundurinn það sem virtist koma fram við verðá- kvörðun yfirnefndar á bolfiski, að grundvöil fyrir bolfiskveið- um skuli skorta. Segir ennfrem- í ályktuninni að samkvæmt þeirri áætlun, sem lögð var fram sem grundvöllur fyrir linu og netaveiði á vertíðinni 1966 og ekki hafi verið hrakin, hafi sýnt að bátinn vantaði við 6- breyttar aðstæður kr. 548 þús. kr. til þess að ná rekstursjöfn- uði. Við þær breytingar á verði, sem yfimefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins hafi ákveðið, lækki þessi taia um ca. 200— 220 þús., vantar því 330—350 þús. fyrir bátinn til að reksturs grundvelli verði náð. Þeirri verð hækkun, sem yfimefnd verðlags ráðs sjávarútvegsins ákvað, var þó aðeins náð með því að færa frá annarri grein sjávarút- vegsins, síldveiðunum, yfir til bolfiskveiðanna. Virtist því sýni legt, að enginn grundvöllur væri enn fyrir bolfiskveiðum. Til þess að forðast, að hinir alvarlegustu hlutir gætu gerzt, sem skaða mundu ekki aðeins útgerðina, heldur allt þjóðfélag- ið skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjóm og sérstaklega hina stjómskipuðu nefnd, að fara eftir tillögum útvegsmanna með að létta af þeim hluta fisk veiðiflotans, sem bolfiskveiði stunda, einhverjum af þeim á- lögum sem á honum hvfla nú. Taldi fundurinn, að þar sem Alþingi og ríkisstjóm hafi ekki tekizt að halda dýrtíðinni það niðri, að aðalgjaldeyrisöflunin gæti staðið undir sínum rekstri, bæri þeim að fara þær leiðir, sem tiltækastar þættu til að tryggja ömgga afkomu þessa líf akkeris þjóðarinnar. Sagði formaðurinn, Andrés Finnbogason, að útvegsmenn biðu nú eftir að vélbátaútgerð- amefndin skilaði rfkisstjóminni greinargerð um úrbætur fyrir fiskiskip af þeirri stærð, sem skipastóll Útgerðarfélaga Rvík- ur telur innan sinna vébanda, áður en útvegsmannafélagið gerði nokkrar ráðstafanir til frekari aðgerða í þessu máli. Skýrði formaðurinn frá því að skipastóll Útgerðarfélaga Reykjavíkur vmti nú 66 bátar um 6000 rúmlestir, samtals 45 smáir og 21 stórir og eru f síð- ari flokknum skip yfir 120 rúm lestir. Sjö bátar róa með línu og em flestir þeirra gerðir út af fisksölum. Sagði formaðurinn að aðal- vandamál útvegsmanna væri vinnuaflsskorturinn. Á vertfð- ina vantaði um 1000 menn. Út- gerðargrundvöllurinn þyldi ekki samkeppni um vinnuaflið við skrifstofústörf og önnur störf í landi. Ennfremur hefði verið byrjað á mannfrekum mannvirkjagerðum f Hvalfirði í vertíðarbyrjun. Sagði formaðurinn að einn stærsti* liðurinn f kostnaði út- gerðarmanna við veiðamar væri mannatryggingar, sem nema nú hátt á annað hundrað þúsund- um króna á ári á bát vegna á- hafnar. Lækkun á þeim myndi hjálpa mikið. Nefndi formaðurinn einnig opinber gjöld ,sem væru erfið útgerðinni, að skoðunargjald hækkaði nú um 100%, en hefði hækkað fyrir þrem árum um 300%, skráningargjald hækki um 70%, verðbúðargjald hafi í fyrra hækkað um 100% og að bankavextir af rekstrarlánum séu óeðlilega háir. Minntist for maðurinn einnig á sjómanna- lögin nýju, sem hann kvað binda útg.manninn svo þung- um skyldum í sambandi við veikindaforföll skipverja, að það eitt gæti hreinlega sett útgerð- ina á hausinn, ef illa tækist til. Sagði formaðurinn að úvegs- menn væntu fastlega einhverra lagfæringa á rekstrarlánavöxt- um og einnig að stofnlán yrðu ekki innheimt meðan sjávarút- vegurinn starfaði á óviðunandi grundvelli. Sagði formaður að þjóðarbúið græddi þrefalt á því sem hver bátur fiskaði fyrir, þar sem frystihúsin byggðust eingöngu á bolfiskveiðum og að lokum sagði formaðurinn: Þjóðin virð ist ekki hafa skilið að vanda- málin eru ekki aðeins okkar, heldur einnig hennar. í stjóm Útvegsmannafélags Reykjavíkur sitja nú: Andrés Finnbogason, formaður, Jóhann es Guðjónsson og Halldór Snorrason. Færeyingar Framh. af bls. 1 ingur til Akraness í gær með 27 Færeyinga. Mest munar þó um flutn- inga farþegaskipanna. Nú um helgina kom Gullfoss t. d. við í Færeyjum og tók með sér um 40 Færeyinga og nýtt skip Sameinaða gufuskipafé- lagsins, Kronprins Frederik er nú í Færeyjum og mun taka 250 manns og álíka fjöldi er „bókaður“ í næstu ferðinni eftir hálfan mánuð. Má sjá af þessu, að fjöldi Færeyinga sem hingað kem- ur fer mjög að nálgast þús- und og e. t. v. fer talan nokk- uð yfir það mark. Eins og gefur að skilja er þessi mikli mannflutningur úr landi viðkvæmt mál með- al Færeyinga. Vegna þess hef ur ekki verið talið heppilegt að samtök útvegsmanna hér beiti sér fyrir ráðningu þeirra. Fyrir nokkrum árum kom það fyrir að Landssam- band útvegsmanna auglýsti í færeyska útvarpinu eftir fær- eysku fólki til vinnu. En þess ar auglýsingar voru þá bann- aðar. Síðan annaðist maður einn í Færeyjum milligöngu, en hann hefur ekki treyst sér til að halda því áfram. Því eru núna engin samtök um að ráða Færeyinga hingað til lands, heldur fer þetta allt fram í gegnum kunningsskap. Björgun h.f. eigandi Susanne Sættir tókust á milli aðila í Susanne Reith málinu og er Björg- un h.f. eigandi skipsins. Blaðið hringdi í gær til framkvæmda- stjóra Björgunar h.f. Kristin Guðbrandsson, sem skýrði frá þvi, að í ráði væri að endurbyggja Susanne sem flutningaskip. Björg- un leitaði nú eftir að tilboð væru gerð í viðgerð á skipinu, þó getur komið til greina að skipið verði selt í því ástandi, sem það nú er i. Fer það eftir tilboðum. Santeinaða — Framh. af bls. 16. talinn nægilega hraðskreiður til siglinga á áðurgreindri leið. Kronprins Frederik kemur hing- að hálfsmánaðarlega í vetur. Kronprins Olav tekur við af honum í júní og siglir hingað fram í sept- ember. Fjollvegir — Framh. af bls. 1 vestur um allt Snæfellsnes og Dali, svo og um Suðurland allt. Á Selfossi var I gærkveldi vonzkuveðui með snjókomu, mikilli veðurhæð og 10 stiga frosti, en það veður hefur ekki komið að sök hvað færðina snertir. Rithöfundar — Framh. af bls. 1 slíkt frumvarp verið í undirbún- ingi sfðan 1961. Á Þórður Eyjólfs- son hæstaréttardómari allan heið- ur og vanda af samningu þess. Þetta frumvarp hefur legið tilbúið í tvö ár hjá menntamálaráðherra, en ekki fengizt flutt ennþá. — Það tfðkast alls staðar í heim inum,' svo mér sé kunnugt um, nema í Portúgal og Finnlandi, að höfundar fái greiðslur fyrir notk- un hugverka sinna og er það f fullu samræmi við Bemarsáttmálann um höfundarrétt. Frumvarpið hefur nú legið svo lengi f salti ,að við ætlum að grípa til eigin aðgerða og banna framvegis, að bækur okkar séu lán aðar út af almenningsbókasöfnum. — Kostnaðurinn, sem hlytist af samþykkt frumvarpsins, er um 1 milljón króna, sem átti að greiðast af fjárlögum. Átti helmingur fjár- ins að renna til viðkomandi höf- unda og þýðenda en hinn helming- urinn í menningar- og ekknasjóð rithöfunda. Upphæðin í heild er raunar hlægilega lág. — Helgi Hálfdánarson Shakespe arþýðandi hefur ætíð látið prenta bann framan við bækur sfnar, enda hafa þær ekki verið til útláns í bókasöfnum. Jóhannes Helgi hafði sama háttinn á, þegar hann gaf út Svarta messu í haust. Áhugi rit- höfunda á þessu máli er svo mikill, að ég reikna fastlega með, að ályktunin verði samþykkt á fundinum í kvöld og hún komi til framkvæmda f vor . Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR Kambsvegi 8 lézt síðastliðinn sunnudag 16. þ. m. Tryggvi Jóhannesson . börn, tengdaböm og barnaböm. Þeir, sem vilja fá heimsenda miða i afmælishappdrætti Varð arfélagsins, em beðnir um að hafa samband við skrifstofuna, sími 17104. Safamýri — Háaleiti Okkur vantar 4—5 herb. íbúð á 2. eða 3. hæð í Safamýri, Háaleitishverfi eða nágrenni. Má vera í blokk. Útborgun 700—800 þús. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10A. 5. hæð. Sfmi 24850. Kvöldslmi 37272. Tvíbýlishús — vesturbæ Höfum til sölu í Vesturbærium nýtt 2 hæða hús ásamt jarðhæð tilbúið undir tréverk og málningu. Fullklárað að utan, með bílskúr. Dúkar, hurðir, þvottavélar og eldavélasamstæða fylgir. Ein glæsilegasta eign, sem er á markaðinum í dag. Teikningar liggja fyrir á skrif- stofu vorri. Upplýsingar ekki gefnar í síma í sambandi við þessa fbúð. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10A. 5. hæð. Simt 24850. Kvöidsimi 37272. HLJÓMLEIKAR í HÁSKÓLABÍÓI: Ella Fitz- gerald og I Tríó Jimmy Jones dagana 26. og 27. febrúar n.k. Aðgöngumiðasalan er í dag og á morgun í Háskólabíói. TÓNAREGN S.F. '03im&m* iiíijÍíáv 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.