Vísir - 18.01.1966, Síða 15

Vísir - 18.01.1966, Síða 15
V í SIR . Þriðjudagur 18. janúar 1966. 15 Hvað varð af Eftir Louis Bromfield ! -x Önnu Bolton? — Hann er dásamlegur. Hann er orðinn svo stór, að þér munuð vart þekkja hann. Hann sefur héma í næsta herbergi. Á nótt- unni sefur hann i svefnherbergi mfnu. Og ef ég er fjarverandi sefur ungfrú Godwin í mínu rúmi. — Er hann farinn - getur hann hann sagt nokkuð orð . . .? Hún brosti aftur. — Nei, en hann gefur frá sér hljóð, eins og hann langi til þess að tala. Það byrjar víst alltaf svona. Hann er svo ungur, að það er engin von til þess, að hann sé byrjaður að tala. — Ég hefi enga reynslu af bömum, sagði hann dapurlega. Það var eins og ómur berg- máls, sem bar angurværð vitni, í rödd hans, eins og hann hugs- aði: Ef ekki hefði brotizt út styrjöld, ef hún hefði ekki dáið, ætti ég heimili. Þá hefði ég þekkt son minn. — Komið, við skulum líta á hann, sagði hún kyrrlátlega. Hún tók lampann í hönd sér og gekk'á undan honum inn til drengsins, sem var í vöggu sinni, klæddur bláa náttkjólnum, sem ungfrú Godwin hafði lokið við að bródera f nafnið Jean Pierre. Hár barnsins, sem lá næstum á maganum, var mjög dökkt, og virtist enn dekkra, en það var, er það hvíldi þama á mjallhvít um svæflinum. Mikil viðkvæmni brauzt fram í svip föðursins og hún fann það á sér, að hann var að hugsa um konuna, sem legið hafði á gólffjölum í borgarstjórahúsinu í Villiers. Hann rétti varlega fram hönd sína og hún vissi þeg ar til hvers hann langaði. - Langar yður til þess að halda á hónum sem snöggvast? - Já, sagði hann og horfði beint framan í hana og brosti. Það var óheppilegt að þurfa að vekja barnið, en hvað um það, henni fannst ekki um annað að ræða, er hún hafði séð þrána f augum föðurs þess. Andartak fannst henni allt vera, eins og þegar Tom var nýkominn heim úr skrifstofunni forðum, og þau stóðu hlið við hlið hjá vöggu drengsins þeirra. Hún tók barnið upp mjúk- lega og lagði það í arma hans, og drengurinn opnaði augun og geispaði og svo vottaði fyrir brosi á vörum hans. — Það er engu líkara en að hann þekki yður. Hann er mjög góður jafnan. Hann hélt barninu svo hátt, að andlit þess snart andlit hans. Drengurinn greip annarri hend- inni í hárlokk og togaði í. Eftir stutta stund sagði hann og andvarpaði um leið? 38. - Það er víst bezt að hann haldi áfram að sofa. Hann sofn- ar víst fljótt aftur, þegar við erum farin. Hann rétti henni drenginn og hún lagði hann aftur í vögguna. ' Svo tók hún lampann og gekk á undan honum inn í setustof- una. Þar lagði hún lampann frá sér á borð og sagði: - Ég ætla að ná f vín og kex. Þér hljótið að vera hress- ingar þurfi. — Það væri fyrirtak. — Setjist þama og hafið fæt- urna nálægt eldinum. Skórnir yðar eru gegnvotir. Hann hlýddi henni eins og barn og þegar hún kom aftur sat hann, studdi olnbogum á kné sér og huldi andlitið í hönd- um sér. Hún fann, að hann hafði þungar áhyggjur af ein- hverju. Andartak virtist hann ekki verða þess var, að hún var komin aftur. Svo sneri hann sér að henni og brosti. Henni fannst að hún hefði í rauninni aldrei séð hann brosa fyrr — svo heill aði þetta bros hans hana. - Þetta er mjög vinsamlegt af yður, sagði hann og tók við vínglasinu, sem hún rétti hon- um. Þau lyftu glösum og skáluðu. Svo sagði hann: - Haldið þér, að nokkur hafi veitt athygli komu minni hing- að? — Ég tel það fremur ólíklegt. Það kemur að vísu fyrir, að menn eru seint á ferli hér í Ger- bevilliers en yfirleitt hátta menn snemma - nú, þegar skortur er á öllu, gasi, rafmagni, olfu. — Ég hefði komið fyrr, en ég var smeykur, að það mundi sjást til mín, ef ég færi hingað. Hún spurði hann ekki hvers vegna hann hefði alið þennan beyg og sagði: — Ég sá yður á árbakkanum. Það var að byrja að húma. Af hverju komuð þér ekki þá? - Ég vildi að allt væri eins og vanalega, að ekki kæmi til neinnar truflunar. Ég er hér hjá frænda mínum, St. Genis. Hún horfði á hann undrandi. Hvernig gat hann, upphaflega rússneskur flóttadrengur, verið bróður eða systursonur fransks bakara, sem átti heima í bæ úti á landi eins og Gerbevilliers. Henni fannst svo augljóst, að þetta væri lygi, að hún fylltist viðbjóði og þess gaetti í svip hennar. / Hann brosti dálítið, eins og honum væri skemmt. — auðvitað er hann ekki frændi minn, en það verður að líta þannig út. Ég hef mfnar á- stæður til þess. Hann hélt áfram eftir stutta þögn: — Ég vildi, að menn vendust mér — að menn yrðu ekkert hissa á að sjá mig hér. Á þess- um tímum, ef ókunnugur mað- ur færi beint inn í eitthvert hús og hefði á brott með sér barn, mundi það vekja forvitni, að ekki sé fastara að orði kveð- ið, og það boðið heim ótal erf- iðleikum. Henni fannst kuldahrollur fara um sig og köldum svita sló út á enni hennar. — Þér eruð þó ekki komnir til þess að sækja drenginn? — Það er erindi mitt hingað. — Það getið þér ekki. Þér hafið engan samastað handa honum. Þér munduð ekki geta fengið handa honum rétta mjólk. Þér megið ekki fara með hann. Ég held að það væri ekki gott fyrir hann. Hann furðaði sig á hve til- finningaöldur risu hátt í huga henni út af þessu og brutust svona fram. — En ég hef fundið stað handa honum, og ég held, að ég geti séð um, að hann fái þá mjólk, sem hann er vanur. — Það er ekki þetta eitt, sagði hún áköf. Það er svo margt annað. Hann hefur vanizt mér. Ég get látið hann njóta svo margs, sem aðrir geta ekki veitt honum. Hann horfði undan. Það var eins og hann vildi komast hjá að særa hana. — Ég hef hugsað út f þetta. Það er bezt svona. — En hvers vegna? Hann er hér sem uppi í sveit. Hér er gott loft og hann fær nóg að nærast á. Andartak var hann þögull. Hann kveikti sér í vindlingi, dreypti aftur á glasinu og sagði svo: — Þér hafið komið vel fram við mig og barnið. Ég er þakk- látur fyrir það. Ég held það væri betra, fyrir barnið, fyrir mig og fyrir yður, að gera út um þetta núna. - Hvers vegna? Hún gerði sér ljóst, að það var annað og meira en það að hún mundi sakna barnsins, ef það yrði tekið frá henni — hún óttaðist, að ef það væri frá henni tekið mundi hún aldrei sjá hann aftur. Og nú vissi hún, á þessari stundu, að hún hafði orðið ástfangin í honum, án þess að vita það fyrr, ástfangin í þessum manni, sem hún hafði séð aðeins einu sinni áður á ævi sinni. Og innst inni var eins og ailt þetta safnaðist saman, allar tilfinningaöldurnar, sem sprottnar voru af ást hennar til ungfrú Godwin, barnsins og föð ux þess, rynnu saman og mynd- uðu rót á hafi hugans — og hún vissi ekki hvert rekandi bát hennar myndi bera. Hún fann, að móðursýki var að ná tökum á henni. Nú hélt maðurinn vindl- ingnum milli fingra sér alveg eins og Tom hafði verið vanur að gera. Hann tók til máls i alvarleg- um tón: — Madame, við stöndum ekki sömu megin virkisveggjarins. Ég á enga vini meðal Þjóðverja eða samstarfsmanna þeirra. Ég ; vil ekki að drengurinn alist upp við áhrif, sem mundu spilla hon um. Ég gæti reynzt yður hættu- legur og þér mér. Þannig lá þá í þessu, hugsaði hún. Og hann bætti við: — Eins og þér sjáið höfum við orðið margs vísari. Hver er þetta pabbi? Sybil og Teddy heilsið Tarzan og Ito. /TAKZANJHIS IS JOSSF/tHEY UVE HERE-^ I AN7 MIIJA-THE BOy IS AW7 MV HOíAE VTHEIK SON,TOSOÍ A AN7 CHILP’KEW... < ---------------- / iV JOLLY WELL BE V^LOST WITHOUT THEM! Tarzan þetta eru Josef og Mina. Drengur- inn er sonur þeirra Togo. Þau búa hérna og sjá um heimilið og bömin. Ég veit ekki hvernig ég færi án þeirra. algemann alpBQlMP andlitscreme aOgjooDQaipyiMi algemann aDpiMP /reyð/fcoð algemann andlitsmaski * ... 1 1 "A aflpQDSDfyffl algemamn aDpDooap VÍSIR er eína síðdegishlaðið kemur út alla virka daga allan ársins hring Áskriftarsími 1-16-61

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.