Vísir - 04.04.1966, Blaðsíða 2
I
SíÐAN
FEGURÐIN OG SNILLINGURINN
— Cvo falleg, svo lifandi, svo
skapstór. Og framar ööru
svo löng.
Þessu hvíslaði Chaplin að
góöum vini sínum, þegar hann
haföi ákveöiö að reyna aö fá
Sophiu Loren til þess aö leika
aðalhlutverkið í kvikmyndinni
„Greifynjan frá Hong Kong“
fyrstu mynd Chaplins um níu
ára skeið. Hinn gamli hvíthærði
leikstjóri, sem er sjálfur svo lít-
ill hefur alltaf elskað háar kon-
ur. Og nú hefur hann, sem svo
margir áður fallið fyrir fallegu
stúlkunni frá Neapel. Taka
myndarinnar er í fullum gangi
og hefur lítillega verið skýrt frá
því hér á síðunni áður. Sophia
er með, Chaplin líka og þar að
auki stjama eins og Marlon
Brando.
Á hverjum morgni á slaginu
kl. 9 hittast þau fyrir utan Pine
wood kvikmyndaverið fyrir ut-
an London. Chaplin kemur í
fylgd konu sinnar Oonu og syn
inum Sidney. Bæði hafa þau á-
kveflnum hlutverkum að gegna
í myndinni. Oona er til aðstoð
ar manni sínum. Hún situr i
horni salarins alltaf með handrit
ið á hnjánum. Einnig leikur hún
hjúkrunarkonu. Sonurinn Sid-
ney leikur hlutverk I myndinni
og að sjá Ohaplin stjóma leik
hans og annarra grípur alla.
Fimmtán sinnum getur hann tek
ið aftur upp atriði og síðan
staðið á fætur sjálfur óánægður
með það sem hann sér og leik-
ið það sjálfur. Þetta er ein-
kennandi fyrir Chaplin. Bak við
vélina leikur hann sjálfur
hverja hreyfingu, hvert látbragð
sem leikaramir gera fyrir fram-
an vélina. Það gildir það sama
fyrir hlutverk karlmannanna og
hlutverk kvennanna. Ekki sízt
hlutverk Sophiu. Og henni geðj
ast að kerfinu það veldur því
að það er létt að vinna hlutverk
ið og létt að skilja hvað Chapl
in vill og á við
Margir, bæöi aðdáendur Chap
lins og aðrir hafa verið í vafa
um það að Chaplin skyldi snúa
sér aftur að kvikmyndagerðinni
eftir svo margra ára þögn. Hvað
ætti að geta orðið úr lélegum
ástarróman, sem er stjómað af
76 ára gömlum manni og er
túlkaður af tveim helztu leikur
um heims.
degi, þegar hann hittir hana í
kvikmyndatökuverinu segir
hann: Hvemig hefur eftirlætis-
leikkonan mín það? Við þessa
kveðju hlýnar henni um hjarta-
ræturnar.
Ennþá veit enginn hver ár-
angurinn verður. Það ríkir mik
ill leyndardómur í kringum upp-
tökuna, en það er vitað, að
Chaplin eins og venjulega held
ur öllu i járngreipum sínum.
Nemendumlr: Sophia Loren og Marlon Brando. Tvær heimsfrægar
kvlkmyndastjömur, sem í fyrsta sinn eru í læri hjá kvikmynda-
framleiðandanum Chaplin.
h apríl — Post festum
1. april — „dagur allra flóna“
svo sem hann nefnist með
erlendum þjóðum — hefur al-
drei þótt sérstakur merkisdag-
ur hér á landi, aprílgabbið
helzt krakkagaman, og apríl-
hlaup fullorðnu fólki lítt sam-
boðin. Þetta á sér líklega rætur
í þjóðarsálinni, sem alltaf hefur
tekið sjálfa sig dálítið hátíölega
Kannski var það líka annað
sem gerði — menn vom því svo
alvanir að hafa hlaup en engin
kaup, að þaö gat að þeirra dómi
vart einkennt neinn sérstakan
dag ársins öðmm dögum frem
ur ... það er a.m.k. dálítið tákn
rænt, að nú fyrst, einmitt þeg
ar bflakaupin hafa tekið af
mönnum öll hlaup tekur aö örla
á viðleitni til að gerá daginn
merkilega ómerkan — setja á
hann svip allra flóna upp á út
lendan máta. Aö sjálfsögðu hafa
blöð og útvarp þar forystuna,
eins og á öllum öömm sviðum
vorrar heitt elskuðu menningar
— samanber „pressuballið". —
Það er kannski rétt að taka þaö
fram að þetta hófst áður en
dátasjónvarpið kom til sögunn
ar, svo að varla verður því um
kennt innleiöslu þessa erlenda
asnastriks í herráösbúðir vorra
hátíðlegu þjóðlegheita. En und-
arlegt er að tama. Það mætti
halda auðveldast að apa flónsku
útlendra eftir, en einhverra
hluta vegna hefur það ekki tek
izt þama. Kannski emm við of
mikil flón á þjóöarsálinni til
þess að látast vera flón, þegar
allt kemur til alls — kannski
er það meðvitundin um þetta,
minnimáttarkenndin gágnvart
flónskunni, sem gerir aö hún
hefur alltaf tekið sjálfa sig svo
hátíðlega. Hvaö um það, sú við
leitni að gera 1. aprfl að degi
allra flóna, hefur gersamlega
snúizt við í höndum nefndra að
ila — þeir hafa sjálfir reynzt
ofmikil flón til að látast vera
flón í augum almennings og gert
sjálfa sig að flónum fyrir bragð
ið. í stað þess að gabba aðra
til að hlaupa 1. apríl, hafa þeir
gabbað sjálfa sig út í þaö apríl-
hlaup að halda að þeir gætu
það, og í stað þess að gera dag
inn að degi allra flóna upp á er
lendan máta, hafa þeir orðið
flón dagsins uppá innlendan
máta ... Svona getur það hefnt
sín, þegar menn fara í oflát-
ungshætti sínum að hrófla við
álagaþúfum þjóðlegheitanna.
En ... hvenær skyldi þjóðarsál
in vitkast svo að við eignumst
yfirleitt menn, sem geta leyft
sér að látast vera flón án þess
að það Ijósti því upp að þeir
séu það?
Ef til vill grunar fólk að snilli
gáfa gamla mannsins eigi enn
einu sinni eftir að blómstra.
Ein hefur þegar látið í ljós
að hún sé ánægð með vinnuna
það er Sophia Loren. Hún er
ánægð og þakklát fyrir að fá að
taka þátt í kvikmynd með hin
um mikla kvikmyndargerðar-
manni. Áður hafði hún gert sér
£ hugarlund að hann væri mað-
ur, sem slægi kyrrð á umhverfið
en hann er allt öðru ví'si að
hennar áliti núna. Mjög strang-
ur varðandi vinnuna kröfuharö
ur, mjög alvarlegur og ná-
kvæmur. Sjálf hefur Sophia
strangan sjálfsaga. En hún er
kvikmyndastjarna, sem veit vel
hvað hún hefur að segja og vill
a ðaðrir beri virðingu fyrir því.
Charlie Chaplin gerir það.
Hann er ástúðlegur við hana
og vingjamlegur. Á hverjum
Leikstjórinn Chaplin 76 ára. Hverja einustu hreyfingu og hvert lát-
bragð leikur hann fyrst sjálfur.
Húsbyggjendur athugið
SÍMI 3-55-55
RUNTAL-
OFNINN
ER FYRIR
HITA-
VEITUNA
.
- ..’ ■
rn ‘
~ .. Ji
... .. .
. I iiÆv.-V ■ •■ '• •í
-
SÍMI 3-55-551
" ' ' ' ' L'
RUNTAL-
OFNINN
ER FYRIR
HITA-
11 VEITUNA
RUNTAL-OFNINN er svissneskur stálofn framleiddur á íslandi. —
RUNTAL-OFNINN með sléttum flötum á vel við nýtízku byggingastíl.
RUNTAL-OFNINN er ódýrasti ofninn. Verð frá krónum 140—396 á
hitafermetra.
RUNTAL-OFNAR HF.
Síðumúla 17. — Sími 3-55-55.