Vísir - 04.04.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 04.04.1966, Blaðsíða 9
VlSIR . Mánudagur 4. april 1966. 9 Úr ræðu Jóhunns Hnistein — Framhald af bls 13 hefur undirritað hann. Þetta tel ég bera vott um það, er aö stefn ir f hinum siðmenntaða heimi með stöðugt vaxandi alþjóðleg- um samskiptum. Er vissulega ekki hægt að álíta annað en hin 35 ríki stefni að því að fullgilda slfkan samning með tilheyrandi gerðardómi, og telji sér ekki vansæmd í slíku. Meðan þessi samþykkt, sem ég nú hef vitnað til, svo köilluð CID-samþykkt, er ekki komin til framkvæmda eða fullgilt af íslandi og Sviss, eru ákvæði um sérstakan gerðar- dóm, sem í grundvallaratriðum byggja hins vegar á sömu for- sendu og sömu reglum um fs- lenzk lög, sem fara skal eftir, og legg ég megináherzlu á það. Ekki kemst ég hjá þvf við þessa umræðu að hafa nokkra hliðsjón af þeim umræðum, sem fram fóru vfð vantrauststillög- una í síðustu viku hér í þingi og því sem fram hefur' komið um málið í gagnrýni blaða. Kjörin eru okkur hagstæð. Koma þar einkum almenn sjónarmið til álita. Mönnum hef ur orðið tíðrætt um rafmagns- verðið og skattana o. s. frv. Um rafmagnsverðið er deilt og sagt að það sé hvergi lægra í öðrum löndum. Margt kemur þar til athugunar að sjálfsögðu um aðra aðstöðu í öðrum lönd- um, t. d. hvort hráefni eru til staðar í viðkomandi landi eða flvtja þarf þau um hálfan hnött- inn eins og hér er gert ráð fvrir. Á s.l. ári gerðist Alusuisse að- ili að stofnun félags til þess að vinna hráefni til álbræðslu í námunum i Ástralíu og gerir ráð fyrir að þurfa að flytja þau hrá- efni hingað til lands til álbræðsl unnar. Það kemur einnig til álita, hvaða reglur gilda um skatta og tolla í öðrum löndum, þegar samanburð á að gera. En er ekki aðalatriðið að okkur hafa ekki boðizt betri kjör? Það hef- ur ekki verið mikil ásókn á ís- lendinga frá erlendum fyrirtækj um að setja hér upp álbræðsl- ur, og hafa þó farið fram við- ræður bæði við frönsk og am- erfsk og reyndar fleiri álbræðslu fyrirtæki. Þau kjör, sem okkur standa til boða, eru okkur mjög hagstæð. Ég vitna í þessu sam- bandi alveg sérstaklega til kafl- ans í greinargerð þessa máls, þjóðhagsleg áhrif af byggingu álbræðslu. Þar er gerð ýta’rleg og rökstudd grein fyrir áhrifum álbræðslu á þróun raforkumála og með því tiltekna raforku- gjaldi, sem um er samið. Þær tölur, sem fram eru settar, hafa ekki verið hraktar og ekki verið vefengdar. Þar er gerð ýtarleg gein fvrir vinnuaflsþörfinni og birt nákvæmt vfirlit Efnahags- Enskukunnátta Do you wish to perfect your English? Come to London and work in the world’s greatest Bookshop Working permits obtained. Apply to Foyles, 121, Charing Cross Road, London, England. Tryggingar og fasteignir HÖFUM TIL SÖLU: 2ja herbergja fallega íbúð í háhýsi viö Austurbrún. 2ja herbergja íbúð við Álfheima á jarðhæð, í góðu standi. 2ja herb. íbúð viö Þórsgötu ný standsett, Otborgun 250 þúsund. 3ja og 4ra herbergja fbúðir í Árbæjarhverfi tilbúnar undir tréverk og málningu. Öll sameign fullkláruð. Verð 3ja herb. íbúð, 630 þús.. 4ra herb. íbúð 730 þús. 3ja herb. íbúð í Árbæjarhverfi. Verður seld fullkláruð. Lýsing: Eldhúsinnrétting dönsk mjög glæsileg úr harðviði og plasti, sólbekkir, hurðir og svefnherberg- isskápar úr harðviði. Hreinlætistæki og mosaik á baði. íbúðin dúklögð. Verð 950 þús. — 1 millj. Útb. 700 þús. Tilbúin til afhendingar eftir iy2 mánuð. 3ja herb. ibúð á 8. hæö við Ljósheima. 4ra herb. ibúð á 1. hæð við Njörvasund. Bílskúrsréttur. Verð kr. 950 þús. Útb. 650 þús. sem má skipta. 5 herbergja efri hæð á Seltjamamesi við sjávarsíðu. Harð- viðarinnréttingar. íbúðin öll teppalögð, hlaðinn grjót veggur í holi. Sér inngangur og hitaveita. Tvennar svalir móti suöri og vestri. Fallegt útsýni. Verð kr. 1475 þús. Útborgun 800 þús.. Lán til 15 og 25 ára geta fylgt allt að y2 millj. Laus eftir samkomulagi. Endaraðhús á tveim hæðum i Kópavogi á I. hæð 2 sam- liggjandi stofur ytri og innri gangur forsofa, eldhús og wc. Uppi 3 svefnherbergi, þvottahús og bað aliar innréttingar úr haröviði. Teppalagt, bílskúrsréttur. Þetta er ein glæsilegasta eignin á markaðnum í dag. Verð 1275 þús. Útb. 800 þús. sem skipta má á árinu. Laus 1. okt. Höfum fjársterka kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúöum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Áusturstræti 10 a, 5. hæð. Síml 24850. Kvöldsím! 37272 stofnunarinnar um áhrif Búr- fellsvirkjunar og álbræðslu á jafnvægi vinnumarkaðsins. Kem ur fram, að ekki er þar talið um alvarlegt vandamál að ræða. Nokkur atriði úr þessum skýrslum mætti nefna. Miðað við óbreytt verð munu skatt- tekjur af bræðslunni fyrstu 25 árin nema rúmum 1.400 millj. kr. í erlendum gjaldeyri. Sam- tals eru tekjur af raforkusölu og skattar fyrstu 25 árin í er- lendum gjaldeyri 4100 millj. kr. Alusuisse greiðir ekki hærri skatta í Noregi. Það er sagt stundum, að norsk ar álbræðslur greiði hærri skatta, en eins og ég sagði áðan, þá hef ég haft upplýsingar, sem staðfesta það, að svo muni ekki vera. Skattstiginn er að vísu tölu vert hærri, þegar við tölum um 3.3 y3 % þá mun Iáta nærri, að hann sé 54% f Noregi. En af- skriftarreglumar eru þar með þeim hætti, að álbræðslumar eru verulega skattfrjálsar fyrstu árin, og þær álbræðslur ríkisins, sem borga hæsta skatta á undan fömum árum í Noregi, hafa ekki borgað 20 dollara á framleitt tonn, heldur aðeins 18>4 dollar og aðrar verksmiðjur þaðan af minna. Ég hef það fyrir satt, að það muni vera litlir skattar, sem Husnes-verksmiðjan greiðir fyrstu árin miðað við þær regl- ur, sem Norömenn hafa um af- skriftir. Það tekur alveg sérstak lega til þeirra bræðslna, sem staðsettar eru í strjálbýlinu. Þær eru í raun og veru skattfrjálsar með þeim reglum, sem þar um gilda. Það er sagt, að Norðmenn eignist slíkar álbræöslur að liðn um samningstíma. Þetta er að mínum dómi algerlega úr lausu lofti gripið og veit ég ekki, hvar menn hafa fundið slíkan vísdóm. Það eru ekki nokkur ákvæði nokkurs staðar um það, að Norð menn skuli eignast bræösluna að samningstíma liðnum. Eins og ég segi, þá veit ég ekki hvað an þessi vísdómur er kominn. Það kynni að vera af misskiln- ingi, vegna þess, að áður fyrr a. m. k. var það meðan erlend fjnirtæki virkjuðu fossa og nátt úruauðlindir Norðmanna, að þá voru ákvæði f slíkum samning- um, um að slfk fyrirtæki skyldu falla til rfkisins að samnings- tímanum liðnum. En þetta á auð vitað ekkert skylt við álbræðslur þar sem útlendingar eru annað hvort í meiri eða minni hluta aðilar í venjulegum norskum hlutafélögum. íslenzka og norska raforknverðið. Það er sagt, að rafotkuverðið sé hærra 1 Noregi. Það er rétt, að því er tekur ta þeirra nýj- ustu samninga, en það er mjög mikið af samningum f Noregi, — eldri samningum, þar sem raf orkuverð er töluvert mikið lægra heldur en hér er um sam ið. Það standa yfir töluverðar deilur um það í Noregi hvort "rét stefna sé hjá þeim, að halda uppi því raforkuveröi sem þeir nú halda uppi. Og það er vegna þess, að flestir eða allir þar eru sammála um að kappkosta ,að virkja vatnsaflið og það á eins skömmum tíma og hægt er og áður en kjarnorka kemur til, sem á tilteknum tíma er áætlað að muni verða miklu ódýrari heldur en vatnsaflið til raf- magsnframleiðslu. Menn hafa tekið þaö eins og einhverja furðufrétt, að raf- magnið sé lægra hér heldur en í Noregi, eins og forstjóri Ala- síus gerði grein fyrir. En það er þess vegna, sem verksmiðjan er reist hér en ekki í Noregi. Og Norðmenn hafa m. a. misst af þessari verksmiöju, vegna þessa ákvæðis. En Norðmenn gera sér Ijóst og einnig okkar sérfræðingar, aö það er engin orka, ekki einu sinni kjarn-orka sem getur keppt við afskrifaðar vatnsaflsvirkjanir. Þess vegna hafa Norðmenn lagt svo mikið kapp á, að reyna að ljúka virkj- un fallvatna sinna á mjög skömmum tíma. Og margir þar I landi telja að það sé rétt, að fórna nokkru af raforkuverðinu sem síðar muni borga sig að hafa gert. Annars er aðstaöan í Noregi mjög ólík því, sem hér er um að ræða. Menn hafa talað um það mál af mikilli fákunn- áttu. ÞaS hefur um langan tíma verið yfirlýst pólitík Norð- manna, að laða til sln erlent fjármagn. Og það mundi mörg- um hér finnast nóg um og telja hættulegt þjóðfrelsi, tákna afsal landsréttinda o. s. frv. ef þeir þekktu minnstu vitund til þeirra aðgerða og þeirrar stefnu, sem Norðmenn hafa fylgt í þessu sambandi. Alusuisse tekur ekki á sig neinar ábyrgðir I Noregi um fram þær, sem felast í hlutafé þeirra í norskum fyrirtækjum eða hálfnorskum fyrirtækjum. Hér er allt ööru máli að gegna, eins og samningamir vitna um. Norsku fyrirtækin með meiri- hluta erlendu fjármagni geta hætt að kaupa rafmagnið, eftir 10 ár ef illa gengur reksturinn á álbræðslunni. Hér á landi er ábyrgð Alusuisse á kaupum raf magns allan samningstfmann, enda þótt að loka yrði verksmiðj unni af einhverjum skakkaföll- um, sem fram kæmu í sambandi við álframleiðslu og það borgaði sig ekki að framleiða ál hér. Norsku fyrirtækin með er- lendu hlutafé njóta beztu kjara. Þau njóta beztu kjararéttinda við alnorsk fyrirtæki. Skattar og gjöld yrðu því ekki á þau erlendu fyrirtæki lögð nema á sama hátt og sambærileg norsk fyrirtæki. Þetta er auðvitað allt annað hér, sem þeir hafa og vakið athygli á Svisslendingam ir í samningunum. Miklu ódýrara rafmagn með álbræðslu. I fylgiskjali þessa máls eru birtar töflur um fjárhagsafkomu mismunandi virkjana við Búrfell eftir því, hvort það er með ál- bræðslu eða án álbræðslu. Sýna þessar töflur, að mjöig mikill munur er á framleiðslukostnaði raforku til almennra nota milli þessara tveggja leiða, sér- staklega fyrstu árin. Er kostn- aðurinn mun lægri ef raforka er seld til álbræðslu og er saman- safnaður mismunur á fram- leiðslukostnaðinum með 6% vöxtum orðinn 8J6 millj. í árs- lok 1985. Önnur tafla sýnir það, að ef litið er á hver áhrifin em á framleiðslukostnað hverra raf- orkueiningar, með eða án ál- bræðslu, þá kemur í Ijós, að á árunum 1969—1975 mundi við- bótarorkan kosta 62% meira ef álbræðsla væri ekki byggð. 22% meira á árunum 1976—1980 og 12% á ámnum 1981—1985 og yfir allt tímabilið frá 1969— 1985 mundi raforkukostnaður verða 28% hærri ef Búrfell væri eingöngu byggt fyrir almenn- ings notkun og enginn sölusamn ingur gerður við álbræðslu. Þ6 menn hafi gagnrýnt raforku- verðiö, þá hef ég ekki enn þá heyrt neina gagnrýni á þessum tölum eða vefengingu á þeim. Nú hafa verið gerðar nákvæmar rekstraráætlanirfyrir Landsvirkj un í heild allt fram til ársins 1985 og þar sem borið hefur saman rekstrarafkoma kerfisins með og án álbræðslu og þær niðurstöður sýna, að nettó hagn aðurinn án vaxta væri 702 millj. króna hærri fram til ársins 1985 ef um sölu til álbræðslu væri að ræða. Taflan sýnir einnig, að heildar raforkuverð frá Lands- virkjun þyrfti aö vera miklu hærra ef Búrfell væri byggt án álbræðslu og nemur sá mis- munur allt að 39% sum árin. Menn verða að gera sér grein fyrir þvf, að hagnaður Lands- virkjunar af sölusamningi við álbræðslu liggur fyrst og fremst í því eins og komið hefur fram af þessum tölum, að hægt verð ur að ráðast f miklu stærri og hagkvæmari virkjun og tryggja sölu á orku frá hermi frá upp- hafi. Þeta raforkuverð er í raun og veru mjög hagstætt fyrir Landsvirkjun og neytendur hennar enda þótt, það sé ekki nema lítið fyrir ofan meðal fram leiðslukostnað. Munu umfram- tekjur Landsvirkjunar á tímabil- inu fram til 1985 nema 700 millj. króna en eftir 25 ár þá verður virkjunin að fullu niður- greidd svo lang mestur hluti tekna af sölu til álbræðslu, en þær eru yfir 110 millj. á ári verða þá hreinn hagnaður. Þriðjungs lækkun ú vegu- gjnldi stærstu bílunna Vegagjaldið á Keflavíkurvegin- um hefur nú verið lækk- að um þriðjung fyirr tvo flokka bifreiða, fjórða og fimmta flokk. 1 fjórða flokki eru vörubifreiðir og áætlunarbifreiðir yfir fimm tonn og hefur gjaldið hingað til verið 200 krónur en verður 135 krónur. í fimmta flokki eru þungir vörubílar með tengivagni, skurð- gröfur, vegheflar og kranar. Hefur gjaldið í þeim flokki verið 300 krónur fram til þessa en verður nú 200 krónur. Var þessi lækkun ákveðin að loknum viðræðum milli Sam- göngumálaráðuneytisins og Lands- sambands vörubílstjóra, en um lækkanir i öðrum flokkum mun ekki verða að ræða. Hægt hefur verið að fá 50 miða- kort á 10% afslætti en framvegis verður hægt að fá kort með 25 miðjum einnig á 10% afslætti. ,*i M ,t/ /,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.