Vísir - 04.04.1966, Blaðsíða 12
HS&nudagur 4. aprfl 1966.
Toxtinn
ekki n
vegum
I. M. S. í.
Að marggefnu tilefni vill Iðn-
aðarmálastofnun Islands taka
fram, að ákvæðisvinnutímaskrá
pfpulagningamanna er stofnun-
inni á allan hátt óviðkomandi,
enda er skráin ekki samin í sam
ráði við stofnunina.
Reykjavík, 31. marz 1966.
Iðnaðarmálastofnun íslands
Sveinn Bjömsson,
framkv.stj.
Frá aðalfundi Verzlunarbanka Islands. Frá vinstri: Geir Haligrímsson borgars-tjórí, Egill Guttormsson
flytur skýrslu um starfsemi bankans, fundarritarar, Knútur Bruun og Gunnlaugur J. Briem.
Varamenn voru kjömir: Haraltí
Aðalfundur Verzlunarbanka Is-
lands h-f. var haldinn s.l. laugar
dag i Sigtúni. Fundarstjóri var
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
en fundarritarar Gunnlaugur J.
Briem verzlunarmaður og Knút-
ur Bruun framkvæmdastjóri.
Egill Guttormsson stórkaupmað
ur formaður bankaráðs flutti
skýrslu um starfsemi bankans
á s.l. ári, kom fram í henni að
öll starfsemi bankans hafði veru
lega vaxiö á árinu. Sparilán við
bankann hækkuðu á árinu
um 108.8 millj. króna en það
svarar til 25% innstæðuaukning
ar og námu heildarinnstæður í
bankanum í lok síðasta árs 544.9
millj. kr. Útlán bankans jukust
um 63 mlllj. kr. á árinu 1965
og nárhu heildarútlán í lok árs-
ins 429 millj. kr.
Að undanfömu hefur verið unn
ið að breytingum á húsakynnum
bankans í Bankastræti 5 og hef
ur öll starfsaðstaða bankans
batnaö. Jafnframt er unnið að
breytingum á bókunar og af-
greiðslukerfi bankans.
Hjá Alþingi er nú tíl meðferð
ar frumvarp til laga um stofn
lánadeildir við bankann og geröi
formaður ýtarlega grein fyrir
því, en sterkar vonir eru bundn
ar við uppbyggingu sérstaks
framkvæmdalánasjóðs til starf-
semi verzlunarfyrirtækja.
Höskuldur Ólafsson bankastjöri
las upp endurskoðaða reikninga
bankans og skýrði þá, vom þeir
samþykktir samhljóða.
Á fundinum komu fram mjög
ákveðnar skoðanir um að nauð
synlegt og eðlilegt væri að bank
inn fengi heimild til að annast
erlend viðskipti. 1 bankaráð
vom kjömir þeir Egill Guttorms
son stórkaupmaöur, Magnús J.
Brynjólfsson kaupmaöur og Þor
valdur Guömundsson forstjóri.
ur Sveinsson forstjóri, Svemn
Bjömsson, skókaupm. og Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson stór
kaupmaður. Endurskoðendur
vom kjömir þeir Jón Helgason
kaupmaður og Sveinn Bjöms-
son stórkaupmaður.
Fundurinn var fjölsóttur og
sátu hann 250 hluthafar.
LaxveiSileiga hefur enn hækkað
Fyrirhugað að gera nýjan laxastiga í Lugarfoss
Nú hefur verið gengið frá
leigu á flestum veiðiám fyrir
sumarið, en þó er enn ólokið
endurskoðun áður gildandi
samninga um nokkrar ár, án
þess þó að þar sé um nokkur
skipti á leiguaðilum að ræða,
að því er Þór Guðjónsson, veiði
málastjóri tjáði blaðinu. Yfir-
leitt hefur leigan farið enn
hækkandi, þó að ekki sé um
jafn stórstígar hækkanir að
ræða nú og undanfarin sumur.
Laxá í Kjós og vatnasvæði
hennar hækkaði til dæmis f
leigu á új- 780 þúsund krónum
í 950 þúsund — en af þeirri upp
hæð 240 þúsund í vörzlugjald
og kaup á laxaseiðum, sem
leigutaki, Stangveiðifélag
Reykjavíkur, skuldbindur sig«
til að sleppa í ámar á þessu
vatnasvæði. Þá hækkaði og
eitthvað leiga á Blöndu og
Svartá, en frá þeim samningum
var gengið fyrir nokkm.
Að undanfömu hafa verið
stofnuð nokkur veiðifélög um
ár og vatnasvæði, þar sem
ekki er um neina laxveiði afi
ræða, t. d. Kerlingadalsá of
vatnasvæði hennar í V.-Skafta
fellsýslu, og er tilgangurinn að
koma þar upp laxastofni. Sums
staðar er um að ræða hindranir,
Si--. • iit.- ‘A.Jki
sem ryðja verður úr vegi lax-
ins, til þess að hann gangi um
allt vatnasvæðið; það hefur
þegar verið framkvæmt á nokkr
um stöðum og gefið góða raun.
Stórfelldasta fvrirhugnð
framkvæmd á því sviði, er gerð
laxastiga í Lagarfoss í Lagar-
fljóti, að vestanverðu f fossinn.
Áður var gerður laxastigi að
austanverðu í fossmn, en ein-
hverra hluta vegna hefur hann
lftt sem ekki komið að notum.
Fyrir ofan foss er geysivftt
vatnasvæði, sem komast ætti í
Fh. á bls. 5.
GÓÐUR ÁRANGUR AF
BORUNINNIÁ HÚSA VÍK
* r ''Jli
1
• . ■
Weymouth aömíráll ílytur erindi sitt. Við hægri hlið hans sjást Knútur Hailsson, formaður Samtaka
um vestræna samvinnu, J. Strauss, sendiherra Frakka og T. Myklebost, sendiherra Norðmanna. Á
vinstri hönd eru Jón A. Ólafsson, formaður Varðbergs, J. K. Penfieid, sendiherra Bandaríkjanna,
H. Thomsen, sendlherra V-Þýzkalands og A.S. Halford-Mcleod, sendiherra Bretlands.
Weymouth aðmíráll
ræddi öryggismálin
Weymouth aðmíráll, yfirmaður
varnarliðsins á Keflavíkurflugveili,
flutti erindi á hádegisfundi Varð-
bergs og Samtaka um vestræna
samvinnu á laugardaginn og ræddi
um öryggismálin almennt.
I dag er stofndagur Atlantshafs
bandalagsins og í því olefni bufiu
1 ofangreind áhugamannasamtök
j Weymouth aðmírál að koma á há-
j degisfundinn og ræða öryggismál
iíslands og Atlantshafsbandalagsins
Fundinn sátu einnig sendiherrar
Atlantshafsbandalagsríkjanna og
Agnar Klemenz Jónsson, ráðuneyt-
isstjóri utanríkisráöuneytisins.
Weymouth aðmíráll ræddi m.a.
um öryggismálin almennt, valda-
jafnvægi þjóða heims og hernaðar
mátt Sovétríkjanna. Hann kvað
Atlantshafsbandalagið leggja
aukna áherzlu á flotann, bæði skip
og kafbáta, og færi mikilvægi Is-
lands sízt minnkandi í því sam-
bandi.
Sem hermaður sagðist Weymouth
telja, að núverandi skipulag At-
lantshafsbandalagsins væri heppi-
legra en sundurlausir og óháðir
herir einstakra bandalagsríkja.
Samræmdur herafli allra ríkjanna
væri vænlegastur til árangurs.
Nú eru komnar niöurstöður af
fyrstu boruninni, sem gerð var á
Húsavík á vegum Norðurbors á ár-
unum 1963—64, á hólunum austan
við kauptúnið. Hola j>essi er um
1500 metra djúp, en það hefur
komið í ljós að heita vatnið liggur
þarna ofan við fjögur hundruð
metra dýpi. Fyrir stuttu var byrj-
að að dæla upp úr þessari holu,
komu upp úr henni um 5,8 sek.
lítrar af 94° heitu vatni og er von
til að meíra fáist úr henni ef notað
ar yrðu sterkari dælur.
Reiknað er með að Húsvíkingar
þurfj um 30—50 sek. lítra af heitu
vatni til hitaveitu á staðnum. —
Meö tilliti til þess, hve grunnt virð
ist vera þarna á heita vatnið var
borað þarna á fleiri stöðum með
minni borum á vegum Jarðborunar
deildar Raforkumálaskrifstofunnar.
Þessar holur eru því miklu grynnri
en sú fyrri. Þær voru boraðar seint
á árinu 1964 og á árinu ’65, sú
fyrsta inni í þorpinu rétt við prests
húsið önnur á svoköilluðum Höfða
rétt utan viö þorpið og sú þriðja
í sigdalnum austan við þorpiö, sem
talinn er hafa myndazt 5 jarðhrær-
ingum rétt eftir árið 1780. En
sagnir eru uppi um það aö þar
hafi þá rokið mikið úr jörðu, svo
Framh. á bis. 5
Hjaltl og Ásmundur
urðu íslandsmeistarar
Tvímenningskeppni íslandsmóts-
ins í bridge lauk í gærkveldi og
urðu Ásmundur Pálsson og Hjalti
Elíasson frá Bridgefélagi Reykja-
víkur íslandsmeistarar. Keppnin
pvar mjög jöfn og spennandi fram-
an af en í síðustu umferðunum
tóku Ásmundur og Hjalti af skar-
ið, og unnu örugglega.
Röö og stig efstu paranna var
þessi: 1. 1. Ásmundur Pálsson —
Hjalti Elíasson BR 1671 stig. —
2. Einar Þorfinnsson — Gunnar
Guðmundsson BR 1636 stig. —
3. Eggert Benónýsson — Stefán
Guðjohnsen BR 1622 stig. 4. Símon
Símonarson — Þorgeir Sigurðsson
BR 1513 stig. — 5. Margrét Jens-
dóttir — Kristjana Steingrímsdótt-
ir BK 1500 stig. —
Ofangreind pör munu hljóta bik-
ara að verðlaunum.
Einnig var keppt í 1. flokki og
sigruðu Kristmann Guðmundsson
og Sigfús Þórðarson frá Bridgefé-
lagi Seifoss með 1677 stigum. í
öðru sæti voru Gísli Hafliðason og
Gylfi Baldursson frá Tafl- og
Bridgeklúbbnum með 1577 stig og
þriðju Bemharður Guðmundsson
og Torfi Ásgeirsson frá TafJ- og
Bridgeklúbbnum með 1551 stig.
I kvöld heldur mótið áfram á
Hótel Sögu og verður keppt í
sveitum, bæöi i meistarafíokki og
1. flokkL