Vísir - 16.04.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 16.04.1966, Blaðsíða 3
VIS IR . Laugardagur 16. apríl 1966. T> j} skinn í einu. Maöurinn með grimuna er Jón Gunnsteinsson, en hann er aö bera formalín á eitt gæruskinnið. Ekki er mjög langt síðan klipptu skinn- in komust í tízku en eftír klippinguna er borið í þau formalín til þess að fá úr þeim öll aukahár og eins til þess að fá á þau glans. Gæruskinnin okkar með stimpl inum „Genuine Icelandic Fur“ prýða nú heimili í ólíklegustu heimshornum og á ólíklegastan hátt. Bandaríkjamaður fékk t.d. eina senda héðan frá kunningja sínum og átti gæran eftir að prýða baðherbergisgólfið í hús- inu. Hefur útflutningur á full unnum gæruskinnum aukizt mik ið héðan hin síðustu ár. Aðal- lega er selt til Bandaríkjanna, ganga lituðu gærurnar einkav vel í augun á Suðurlandabúum. Hefur mikil breyting orðið á síðan allar gærur voru fluttar út saltaðar og unnar þar. Áður nam útflutningur á að gizka 700 -800 búsundum á söltuðum gærum, sem fluttar voru aða'- lega til Svíþjóðar, Þýzkaiands og Póllands. Nú eru um 15— 20% þeirra unnar hér heima og svarar það um 100 þúsund gær- um. En gærurnar eru einnig not- aðar til annars en prýðis heim- ilanna, þær gegna sínu hlutverki sem úlpufóður og sem áklæði á húsgögnum og þekkzt hefur að dýrindis pelsar séu unnir úr þeim. En áður en gæruskinnið er komið á markaðinn fullunnið er það búið að gegnumgangast mikl ar breytingar, fara í gegn um margar vélar og margar manns- hendur og tekur allt að hálfum mánuði til þrem vikum að fá hvert skinn unnið á þann veg að eiginleikar þess fái notið sín sem bezt. Myndsjáin brá sér í Sútunar- verksmiðjuna h.f. einn daginn, nú skyldi sjá hvemig gæran er unnijo. H,/ joi Bjara-'son, sem tekur á móv okkuT, er enginn við- vanlní’iir í sttunirtrú. Er hann einn af fimrn mönnum á iandinu sem hefur meistarapróf f þess- ari iðngrein. — Ég byrjaði að læra sútun árið 1951 hjá Bergi Einarssyni, sem má ségja að hafi verið fyrsti útlærði sútarinn hér á landi. Prófi lauk ég árið 1925 og hef unnið hér síðan, fyrst hjá Bergi, að undanskildum tólf árum, sem ég vann hjá Jóni Brynjólfssyni, sem hafði mikla sútun á tímabili. Já, það hefur margt breytzt á þessum tíma frá því að fingumir voru Framh. á bls. 11 Lisabeth Parmason, Pólverji, sem hefur dvalízt hér í nokkur ár við kembingarvélina. Varla getur mýkri skinn en kattarskinn og eru þau enn notuð að ráði lækna fyrir gigtveika. Hafliði, sem hefur fengizt við sútun í meira en 40 ár kernbir hér| eina gæruna, en hvítu gæruskinnin eru ákafiega vinsæl erlendis. tup

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.