Vísir - 16.04.1966, Page 16

Vísir - 16.04.1966, Page 16
SJÁLFSKIPTUR JEPPI ÚR 20 Furðujeppinn, eígandinn og smiðirnir. Stefán Árna&on t .v. Þrjár nýjar bækur frá AB Út eru konwar hjá Almenna bókafélaginu þrjár nýjar bækur. Eru það ljóðabókin Fagur er daí- ur eftir Matthías Johannessen rit- stjóra, Lýöir og landshagir, annað bindi, eftir dr. Þorkel heitinn Jó- hannesson, háskólarektor og fjórða bókin í Alfræðasafni AB, Manns- hugurinn, í þýðingu Jóhanns S. Hannessonar skólameistara. Fagur er dalur er fimmta ljóða- bák Matthíasar Johannessen og fyrsta ljóðabók hans sem AB gefur út. Er bókin í sex köflum og er hún að ýmsu leyti nýstárleg að efni og mun örugglega vekja athygli. Ber meginefni bókarinnar sterkan svip af ’helztu viðfangsefnum sam tiðarinnar. Nefnast kaflar bókarinn ar Sálmar á atómöld, Myndir í hjarta mínu. Hér slær þitt hjarta, land, Goösögn og Friðsamleg sam- búð. Fyrsta ljóðabók Matthíasar var Borgin hló, og kom hún út árið 1958. Síöan hafa komið ljóðabæk- urnar Hólmgönguljóð, Jörð úr Ægi og Vor úr vetri. Auk Ijóöabók- anna hafa einnig komið frá hans hendi fjórar viðtalsbækur, ritgerða safn, leikrit og fræðirit um bók- menntasögu. Fagur er dalur er marzbók Al- menna bókafélagsins og er 150 bls. að stærð. Hún er prentuð og bund in í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f. Hafsteinn Guðmundsson sá um út lit og umbrot bókarinnar. Lýðir og ladshagir, síðara bindi eftir dr. Þorkel heitinn Jóhannes son, háskólarektor, kemur nú einn ig út, en fyrra bindið kom út í nóvember sl. í tilefni sjötugasta | afmælisdags dr. Þorkels, en hann ' hefði orðið sjötugur 6. des. sl. | Þetta síöara bindi af Lýðir og i landshagir eftir dr. Þorkel hefur ] aðallega að geyma ævisögu og bók- menntaþætti. Af þeim mönnum, | sem hann lýsir má nefna Jón bisk | up Arason, Skúla Magnússon, : Magnús Stephensen, Tryggva Gunn I arsson, Tryggva Þórhallsson, Rögn j vald Pétursson og Pál Eggert Ói- íafsson. Ritgerðin um Magnús Step hensen þykir með því bezta, sem [ Þorkell hefur ritað undir þessa grein. f bókmenntaþáttunum fjall- ar hann um Einar Benediktsson og Knut Hamsun eru það fyrstu rit- gerðirnar, sem birtust eftir Þor-1 kel á prenti og eftirtekt vöktu. Framh. á 5. síöu. Það lá við umferðar- truflun á Tjarnarbrúnni í gær meðan jeppinn, sem búinn er til úr tutt- ugu bifreiðategundum hafði þar smáviðstöðu. Mestöll samstæðan er Willysjeppategundar en benzínlokið ber Ford Mustang heiti og var því von að áhorfendurnir, sem þyrptust að rugluð ust í ríminu. Var jeppinn tekinn út í gær- dag og var eigandinn Stefán Árnason í reynsluferðinni með hann ásamt bræðrunum Hjör- leifi og Ingólfi Herbertssonum sem smíðuðu yfirbygginguna, en þeir bræður reka fyrirtækið Bifreiðayfirbyggingar. Bíllinn er settur saman úr 20 bílategundum, sem eru allar nema ein bandariskrar tegund ar, segir Stefán, þegar hann lýsir jeppanum, sem er hinn glæsilegasti. Jeppinn er sjálf- skiptur sem er algjör nýiung en vélin er úr sex cyl. Buick ár- gerð 1965, undirvagninn er úr Rússajeppa en innréttingin er Thunderbird og h'eimasmíðuð /Framh. á bls. 5 Jeppinn að framan og forvitnir áhorfendur, Stjórnarfrumvarp um Framleiðsluráð landbúnaðarins lagt fram i gær: RÁÐHERRA TILNEFNIMENN EF FÉLAGSSAMTÖK GERA ÞAD EKKl Merkjosala Ijósmæðra Á morgun, sunnudag, er merkja söludagur Ljósmæðrafélags Reykja víkur. Ágóðanum verður eins og áður varið til að styrkja góð mál- efni á borð við Hallveigarstaöi, Barnaspítalann og hvíldarheimili ljósmæðra. Félagið var stofnað 1942 og hef ur eitt af meginverkefnum þess yer ið að greiða veg einstæðinga og munaðarleysingja, sem til þess leita. Félagið hafði forgöngu um stofnun Mæðraheimilis árið 1944 og um stofnun Heimilishjálparinn ar 1949. í fyrra veitti Heimilis- hjálpin 247 heimilum aðstoð. Merki dagsins verða afgreidd frá kl. 10 í bamaskólum bæjarins og á Rauðarárstíg 40, Bjarkarlundi í Silfurtúni og Laufásvegi 40. í gær var lagt fram á Alþingi nýtt stjórnarfrumvarp, sem ger- ir ráð fyrir breytingum á lög- um um framleiðsluráð landbún- aðarins, verðskráningu, verð- miðlun og sölu á landbúnaðar- vörum og fleiru. Frumvarp þetta er mjög viðamikið og fylgja því greinargerð og ýtarleg fylgi- skjöl. Helztu ákvæði sem felast i frumvarpinu eru: Noti einhver aðili sér ekki rétt sinn til til- nefningar í Sexmannanefndina þá skal landbúnaðarmálaráð- herra tilnefna mann i stað þeirra samtaka framleiðenda, sem ekki nota rétt sinn til til- nefningar, en félagsmálaráð- herra á sama hátt í stað sam- taka neytenda, Skal nefndin full skipuð 1. júlí ár hvert. Af hálfu framleiðenda hefur stjóm Stétt- arsambands bænda rétt til að tilnefna tvo menn, en Framl.ráð landbúnaðarins einn. Af hálfu neytenda tilnefna stjómir eftirf. samtaka einn mann hvert: Al- þýðusamband íslands, Lands- samband iðnaðarmanna og Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Hag- stofustjóri og forstöðum. bú- reikn.skrifstofunnar skulu nefnd inni til aðstoðar. Ef ekki næst meirihluti í Sex manna nefndinni um verðlagn- ingu landbúnaðarvara, skal vísa ágreiningnum til sáttasemjara ríkisins. Framleiðsluráð landbún aðarins veitir eftir sein áður leyfi öllum félögum og einstakl- ingum, sem uppfylla skilyrði þar að lútandi. Framleiðsluráð- ið getur og ákveðið fjártölu þá að hámarki, sem leyfishafi má slátra til sölu innanlands, svo og, hvernig kjötið af því fé skuli verkað. Ef starfandi eru fleiri en eitt mjólkurbú, sem viðurkennd eru af framleiðsluráði og hafa á Framh. á bls. 5 Leikstjórinn Baldvin Halldórsson, höfundurinn Halldór Laxness og þjóðleikhússtjóri Guölaugur Rósinkranz Prjónastofan Sólin frum sýnd síðasta vetrardag Á miövikudaginn kemur, síðasta Þjóðleikhúsið, þegar kemur fram vetrardag frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt verk eftir Halldór Laxness. leikrit Halldórs Laxness Prjónastof Fyrsta nýja islenzka leikritið, sem an Sólin. Ber sýninguna upp á af- sýnt var hjá Þjóðleikhúsinu var mælisdag Þjóðleikhússins, sem þá íslandsklukkan eftir Halldór og verður sextán ára. ! hlaut það meiri vinsældir en nokk Voru höfundur og leikstjóri Bald urt annað íslenzkt leikrit sem sýnt vin Halldórsson viðstaddir fund hefur verið hjá Þjóðleikhúsinu. Var með fréttamönnum, sem þjóðleik- , íslandsklukkan sýnd aftur á hússtjóri, Guðlaug Rósinkranz, j fimmtugsafmæli skáldsins og aftur boðaði til í tilefni frumsýningarinn- í tilefni Nóbelsverölaunanna, en ar. Sagði hann m. a.: . þá átti að verða ein hátíðarsýning, — Það er sérstakt gleðiefni fyrir j Framh. á 5. síöu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.