Vísir - 28.04.1966, Blaðsíða 6
6
52E2S5
Hjónaklúbbur —
Framh. af bls. 7
honum úr klúbbnum. Þetta
ætti að nægja til að tryggja
siðmenninguna".
„Hve margar skemmtanir
verða haldnar á vegum klúbbs-
ins?“
„Ráðgert er að þær verði
3—4, bamaball fyrir krakkana,
þorrablót, grímudansleikur og
svo eitt „fínt ball“. Á þessari
fyrstu skemmtun okkar má bú-
ast við þvl, að allir meðlimir
geti ekki mætt vegna forfalla,
ferminga o. s. frv. og eru enn
20—30 skírteini ósótt, en alls
eru gefin út 150 skfrteini. Verð-
ur sala á ósóttum skírteinum
næstu daga í Lídó eftir kl. 16“.
„Hvemig verður nú matur-
inn í Lídó?“
„Ég vil taka það fram, að Ib
Westmann í Naustinu sér um
hann £ þetta sinn“.
íþróttir
Framh. af bls. 11
' hefur verið lengst af og er enn.
Keppnin verður í þessum flokk-
1 um: I flokki karla 35—50 ára og
flokki 50 ára og eldri. í flokki
kvenna 30—10 ára og 40 ára og
eldri og loks í hjónaflokki, en þar
ræður samanlagður tími hjóna,
og mega þátttakendur í
þessum flokki vera hjón á öllum
aldri. 1 keppninni (nema hjóna-
keppni) mega þó ekki vera þeir,
sem hafa tekið þátt í mótum skíða-
ráða eða skíðaféiaga undanfama
tvo vetur, innanféiagsmót undan-
skilin.
Gert er ráð fyrir að hjón leggi
samtimls af stað frá sama starti,
fari hvort sína brautina en endi í
sama marki.
Eflaust verða margir til að taka
þátt I þessu skemmtilega tiltæki
þeirra í skíðaskálanum og ástæða
tll að hvetjállfólk til að vera með
og láta skrá sig á mótsstað hjá
veitingamanninum í Hveradölum.
Fundur —
Framhald ai bls. 1.
þau svæði, sem hann var að ræða
um. Var hinni ýtarlegu ræðu borg-
arstjóra mjög vel tekið af fundar-
mönnum.
' Því næst tók Gísli Halldórsson,
borgarfulltrúi, til máls og er ræða
. hans birt á öðrum stað í blaðinu
i dag.
FYRIRSPURNIR.
Eins og á fyrri fundum sínum
svaraði borgarstjóri fvrlrspurnum
i fundarlok og var það óspart not-
að af áheyrendum. Svaraði borg-
arstjóri spurningum eftir því sem
þær bárust utan úr salnum, og
einnig gátu fundarmenn borið
fram fyrirspurnir sínar munnlega.
Freymóður Jóhannsson spurði,
1) hvort ekki mætti treysta því,
að engar framkvæmdirtyrðu hafn-
ar við Tjörnina á komandi kjör-1
tímabili þannig að fuglalífi og1
fegurð hennar yrði ekki spillt með
því að hola þar niður ráðhúsi?
Borgarstjóri svaraði, að ef til
þess kæmi að framkvæmdir hæfust j
á næsta kjörtímabili við byggingu j
ráðhúss við Tjörnina mundi verða
séð til þess að ekki mundi spillast
fuglalíf við þennan augastein borg
arbúa, sem Tjömin væri né mundi
það spilla fegurð hennar. Þvert á
móti sagðist borgarstjóri þess
fullviss, að ef hafizt yrði handa
um að reisa ráðhús við Tjömina
á næstu árum, mundi það auka enn
á fegurð hennar.
2) Sagði Frevmóður að Mynd-
listaskálinn við Kirkjustræti væri
nú orðinn svo hrörlegur, að ekki
væri bjóðandi neinum manni inn
í hann. Þvi næst kvaðst hann vilja
spyrja, hvort ekki mætti treysta
því, að borgarstjóm og borgarstjóri
mundu beita sér fyrir byggingu
listamannahúss á Miklatúni, (sem
ég vil frekar kalla Miklagarð,
sagði Freymóður), og ef svo væri,
hvort það hús yrði ekki opið öllum
listamönnum, í hvaða listafélagi
sem þeir væru?
Borgarstjóri svaraði því til, að
borgarstjóm mundi beita sér fyrir
slíkri byggingu, sem spurt væri
um. Staður hefði verið valinn undir
húsið á Miklatúni og yrðu þær
framkvæmdir helgaðar einum
mesta snillingi okkar, Jóhannesi
Kjarval. Borgarstjóm hefði veitt
til þessarar byggingar á þessu ári
um 4.5 millj. kr., og á móti kæmu
framlög listafélaga. Kvaðst borgar-
stjóri vona, að húsið risi sem fyrst
af grunni til framgangs íslenzkra
lista og umhverfi þess til fegurðar.
Þá kvað borgarstjóri sér finnast
það eðlilegt, að um stjóm hússins
ríkti frjálsræði og víðsýni og það
mundi opið öllum borgurum til
sýningar í því.
3) Hvort vænta mætti þess, að
borgarstjóri og borgarráð mundu
beita sér fyrir því að hætt yrði við
veitingu áfengra drykkja I boðum
ög samkvæmum þeim, sem borgin
efndi til?
Borgarstjóri svaraði því, að mjög
ýktar væru sögur þær, sem sagðar
væru um veitingu áfengra drykkja
í boðum sem hann og borgarstjórn
efndu til. í flestum tilfellum væri
ekki um slíkar veitingar að ræða.
Oft væri því þó þannig farið, að
hann væri að endurgjalda móttök-
ur, sem hann og aðrir fulltrúar
borgarinnar hefðu fengið erlendis
og honum fyndist það réttast að
gjalda þær á sama veg og þeir
hefðu fengið. Bezt væri að hóf
væri á flestum hlutum.
STRÆTISVAGNAR
REYKJAVÍKUR.
Ólafur Jónsson spurði hvenær;
mætti vænta þess, að betra vrði að
komast milli hverfa borgarinnar,
með strætisvögnum.
Borgarstjóri svaraði, að einmitt
nú væri allt leiðakerfi SVR tekið
til mikillar endurskoðunar og
hefði slíkt verið alveg nauðsynlegt
Skrifstofuhúsnæöi
Ca. 60 ferm. húsnæði fyrir skrifstofu eða álíka
starfsemi til leigu í nýju húsi á bezta stað í
borginni. Uppl. í síma 12644.
Ástkær dóttir okkar og systir
SIGRÍÐUR KOLBRÚN RAGNARSDÓTTIR
Stórholti 12
verður jarðsungin á morgun, föstudaginn 29. april, kl. 1.30 frá
Fossvogskirkju. Blóm afbeðin. Ef einhver vildi minnast hinnar
látnu þá vinsamlegast látið Slysavarnafélagið njóta þess.
Björg Þorkelsdóttir, Ragnar Agnarsson og systkini.
vegna nýju gatnagerðaráætlunar-
innar og skipulagsins.
HITAVEITAN.
Þorkeli Sigurðsson spurði, hve-
nær upphitunarstöð Hitaveitunnar
£ Ártúnshöfða yrði tekin i notkun?
Borgarstjórí svaraði, að hitun-
arstöð þessi yrði tekin i notkun á
þessu ári.
Þá spurði Þorkell einnig, hvenær
hitavatnsgeymamir nýju á Öskju-
hlíð yrðu teknir. i notkun?
Borgarstjóri svaraði, að áformað
væri að taka þá i notkun í lok
þessa árs.
Sveinn Þorgrímsson spurði,
hvemig framkvæmdir við nýju
byggingu Menntaskólans við i
Hamrahlíð gengju og hvort þar
yrðu hafðar sérdeildir eða öllu
blandað saman eins og i Mennta-
skólanum við Lækjargötu.
Borgarstjóri svaraði, að bygging
þessi væri á vegum ríkisins, en
hann kvaðst hafa frétt, að fyrsti
áfangi byggingarinnar yrði tekinn
í notkun næsta haust, og þar yrði
bæði máladeild og stærðfræði-
deild.
örn Hjaltalín spurði hvort á-
formað væri að leyfa sölu matvara
um helgar og á kvöldin, eftir að
sölubúðum hefði verið lokað.
Borgarstjóri sagði, að við byggj-
um nú við þær reglur að það væri
háð sérstöku leyfi að selja matvör-
ur á öðrum tímum en hinum
venjulega opnunartíma sölubúða.
Þó kvað hann vera uppi nú ein-
hverjar ráðagerðir um að rýmka
eitthvað þessar heimildir og það
yrði auðvitað allt saman gert í
samráði við launþega og kaup-
menn.
Valgarður Kristjánsson spurði
hvort úthlutað yrði þeim lóðum,
sem lofað hefði verið að gera á
þessu ári.
Borgarstjóri sagði að það yrði
gert á þessu ári, en vegna fjölda
umsókna hefði orðið að grípa til
þess sérstaka úrræðis að setja sér-
stakar úthlutunarreglur, og væri
nú verið að vinna úr umsóknum.
Sigurdís Eiríksdóttir spurði um
það hvaða áform væru um fyrir-
komulag starfsfræðslu á vegum
borgarinnar?
Borgarstjóri sagði, að starfs-
fræðsla væri nú kennd í skólum
borgarinnar og sérstök deild inn-
an stofnana borgarinnar færi með
þessi mál.
Fleiri fyrirspurnir bárust einnig
og svaraði borgarstjóri þeim vel
og skilmerkilega. Síðan mælti
borgarstjóri nokkur orð, þakkaði
fundarmönnum frábæra fundar-
sókn og fundarstjóra góða fundar-
stjóm og vonaði að borgarbúar
ættu sem flestir eftir að vinna að
því að gera borgina okkar enn
fallegri. Að síðustu ávarpaði fund-
arstjóri, Guðmundur H. Garðars- i
son, fundarmenn, þakkaði þeim i
góða fundarsókn og góða t’undar-
setu og sagði síðan fundi slitið.
Húsbyggingar —
r irihakl af öls. i.
og iðnaðarmanna hafi á sl. ári
aukizt um það bil 10% frá ár-
inu áður. Ráðsiöfunartekjur
þessara stétta eftir álagningu
beinna skatta og greiöslu fjöl-
skyldubóta hafi þó aukizt enn
meira eða um næríellt 12% hjá
fjölskyldufólki í þessum stétt-
um.
í ræðu sinni gat fjármálaráö-
herra einnig um fleiri þætti
þjóðarbúskaparins, m. a sagði
hann, að íbúðabyggingar hefðu
fariö talsvert fram úr þvi, sem
gert heföi verið ráð fyrir í á-
ætlunum, og sagði ráðherra, að
gert væri ráð fyrir að byggja
um 1600 íbúðir á þessu ári.
Húsbyggingar hefðu aukizt
um þaö bil 47% frá árinu 1962
—1965, og hefðu íbúðabygging
ar aukizt enn meira en aðrar
húsbyggingar.
STÚLKA
vön saumaskap óskast. Uppl. í síma 14415.
Hæö eðo einbýlishús
í Laugarási
Höfum verið beðnir að útvega 5—6 eða 7
herb. hæð eða einbýlishús af sömu stærð sunn
an megin í Laugarásnum. Þarf að vera mjög
gott útsýni. Umræddur kaupandi getur borg-
að íbúðina út á árinu.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10 a, 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272
Blaðadreifing
Blaðburðarbörn óskast 1. maí í eftirtalin
hverfi: Skúlagötu — Skerjafjörð — Álfheima
— Laufásveg.
DAGBLAÐIÐ VÍSIR Túngötu 7. Sími 11660.
Rafsuðumenn
óskast strax.
RUNTAL-OFNAR Síðumúla 17, sími 35555
Stúlkur
Nokkrar duglegar og reglusamar stúlkur ekki
yngri en 17 ára geta fengið atvinnu.
KEXVERKSMIÐJAN FRÓN H.F.
Skúlagötu 28.
-----------j.------------------
Skrifstofustúlka óskast
Stúlka óskast strax til skrifstofustarfa í sum-
ar við skrifstofu félagsins í Reykjavík. Lág-
marksaldur 18 ára. Vélritunarkunnátta nauð-
synleg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á
skrifstofum vorum, sé skilað til Starfsmanna-
halds í Bændahöllinni.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN
HÖFUM TIL SÖLU:
3ja og 4ra herb. íbúðir tilb undir. tréverk og máln-
ingu. Verð 3ja herb. 630 þús. kr. Verð 4ra herb. 730
þús.
2ja og 3ja herb. íbúöir í tvíbýlishúsi í Austurbænum. Verð
beggja 850 þús.
2ja herb. íbúö i Vesturbæ. Glæsileg íbúð.
2ja herb. íbúö í gamlá bænum. Verö 450 þús.
3ja herb. íbúð í gamla bænum .Verð 500 þús.
3ja herb. ibúö í Ljósheimum. Mjög falleg íbúð.
4ra herb. ris v/Flókagötu
4ra herb. ris v/Mávahlíð.
4ra herb. jaröhæö i Austurbæ. Mjög falleg íbúó.
5 herb. íbúð í Vesturbæ. Ibúðin er 2 stofur og 3 svefnherb.
5 herb. íbúð og bílskúr í Hlíðunum.
5 herb. íbúð í Austurbæ verð kr. 850 þús.
Tvíbýlishús í Austurbænum. í húsinu er 4ra herb. íbúð
mjög falleg stór 2ja herb. íbúð í kjallara. Ræktuð og
girt lóð. Húsið selst í einu lagi eða hvor íbúð úi af fyrir
sig.
Einbýlis-, tvíbýlis og raðhús í smíðum
Iðnaðarpláss frá 250-1000 ferm. með góðri innkeyrslu
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12
Símar 14120, 20424 og kvöldsimi 10974.