Vísir - 28.04.1966, Side 9

Vísir - 28.04.1966, Side 9
V í SI R . Fimmtudagur 28. apríl 1966. bezt feguri Reykjavikm var biskup íslands virtust enga tilfinningu hafa fvr ir hinu raunverulega byggingar- lagi torfbæjanna. Og þetta tók Jón Helgason sér fyrir að leið- rétta. Hann þekkti þessi hús út og inn, gat jafnvel leiðrétt óskýr ar ljósmyndir og setti rétt lag á torfhúsin með kamp og bæjar vegg. Þannig fór hann langt aft- ur f timann og það má segja, að þessar sögulegu myndir hans séu nokkurs konar annáll bæj- arins í myndum. Hann notaði þær líka í Árbók Reykjavíkur sem hann skrifaði, setti þar við- eigandi myndir inn við rétt ár- töl. Verða myndir hans mjög til að lýsa og skýra þróun bæjar- ins. að þetta sé vel til fundið að minnast þessa merkismanns með þeim hætti. Það er vel þess vert að sýna fólki hvílíkur meist ári Jón Helgason biskup var á þessu sviði. Þrjú eintök af sömu mynd. — Hvernig eru myndir hans, eru þetta blýantsteikningar eða málverk? — Það er jöfnum höndum. Hann vann þetta dálítið óvenju lega. Fyrst gerði hann blýants- teikningu, ef honum lfkaði hún gerði hann vatnslitamynd, ef aft ur honum líkaði hún, þá end- Lárus Sigurbjörnsson skjalavörður sýnir myndir biskupsins. Hér er vatnslitamynd af „Battaríinu,“ segir hann og bendir á eina. — Hann hefur tekið málara- listina alvarlega, kannski farið út með málaratrönur eins og iistmálarar gera. — Ég held hann hafi mest teiknað uppköst að mvndum í litlar teikniblokkir. Hann hafði þær t. d. með sér í vísitasíuferð- ir og þá teiknaði hann mynd af hverri einustu kirkju á iandinu. Þetta er mikið og merkilegt safn sem var nýlega gefið Þjóðminja- safninu og mér skilst að þjóð- minjavörður hafi nú í huga að hafa sýningu á því á aidaraf- mæli Jóns biskups sem verður nú 21. júní n.k. og á þá sýningu lánum við einnig nokkrar Reykjavíkurmyndir hans. Ég tel aði hann með því að gera oliu- málverk. I mörgum tilfellum á minjasafnið 3 myndir frá hans hendi af því sama, blýantsteikn ingu vatnslitamynd og olíumál- verk. Þar fyrir voru blýants- teikningin og vatnslitamyndin engar skissur, heldur lauk hann við þær fullkomlega og þær geta þannig staðið sjálfstæðar. — Hvað myndirðu segja um það, myndirðu telja að myndir Jóns biskups séu listrænar, geta þær talizt listaverk? — Ég veit varla hvernig ég á að svara þessu, sérstaklega á þessum tímum, þegar málararn- ir prýða Iéreft sín með strik- um hingað og þangað út í loftið. Hús biskupsins sjálfs í Tjamargötunni, olíumálverk. Úti á Tjörn- inni em unglingar á skautum. Hans myndir geta ekki flokkazt undir slíka „list“. Og fyrst finnst mér að ég verði að telja að Jón biskup hafi verið í mál- aralist sinni vísindalegur. Þetta var á tímum natúralískrar mál- aralistar, ég held líka að hann hafi tekið Þórarin B. Þorláks- son sér til fyrirmyndar. Myndir hans eru vissulega vlsindalegár. Hann Ieiðréttir útlendar mynd- ir, gerir húsin nákvæmlega eins og þau voru í raun og veru, gerir tölu glugganna á húsahliðunum rétta, setur inn eða tekur af sillumar á dómkirkjunni sem myndastyttur áttu að standa á, eftir þv£ frá hvaða ári myndin á að vera. Það hefur verið sögð um þetta sú saga, að kunningi hans hafi komið að honum úti á túni þar sem hann var að mála. Hann var að mála hús, sem stóð I nokkurri fjarlægð. — Nei, biskup, sagði kunning- inn við hann. Þessir gluggar eiga að vera jafnstórir. — Ég held nú ekki, sagði biskup, þessi gluggi er tommu lægri. Þeir voru ekki lengi að þrátta um þetta, heldur fóru af stað með tommustokk, og það kom i ljós, að annar glugginn var nákvæm- lega tommu lægri. Annað dæmi er svo víst og rétt, að einu sinni skar málverk hans úr, að skúr sem hafði verið byggður óleyfi- lega við Laufásveginn, var bú- inn að standa það lengi, að hann var búinn að fá hefð á sig. Skúr inn sást aðeins í fjarlægð á myndinni, en þarna var hann og sást greinilega og það var nægi- legt sönnunargagn. Svona var hann nákvæmur. Annað var líka einkennilegt við hann, að hann rammaði sjálfur allar sínar myndir inn, og þeir eru enn á myndum hans, vottur um það að hann hefur einnig verið hag- leikssmiður. Túlka fegurð Reykjavíkur — Maður heyrir oft talað um það, að á þessum fyrri tímum hafi menn ekki haft mikinn smekk fyrir þvl að Reykjavík væri fallegur bær, það var talað um óhrjálega kofa og seinna um bárujárnshjalla og yfirleitt var fáum þá vel við Reykjavfk, tæplega hafði mönnum skilizt að Tjömin væri nein sérstök bæjarprýði. En hvað með Jón Helgason, finnst þér af myndum hans, að hann hafi verið búinn að uppgötva fegurð bæjarins? Á því getur enginn vafi leik- ið, ég held að mvndir hans all- ar undantekningarlaust túlki og sýni fegurð bæjarins, þær sýna bjartan himin með léttum góð- viðrisskýjum, þær sýna spegil- slétt sundin, og Esjan er hans uppáhaldsfjall, hann sýnir hana í óteljandi litbrigðum, leitar uppi þá miklu fegurð, sem þetta tilkomumikla fjall býr yfir. — Gegnum allar myndir hans finn ur maður viðkvæma ást hans til þessa staðar, fegurðarsmekk hans og alþýðleik. Þú sagðir bárujárnshjallar, það er rétt þau voru kölluð það gömlu hús in, og þau eru kölluð það enn ■ dag, þegar menn eru að hlakka yfir því að þau eru rifin til að rýma fyrir nýtízku bvggingum En við nánari athugun, þá sjá- um við að í allrj sinni fátækt þá bjuggu bárujárnshúsin yfir sér- stökum fallegum stíl. Þetta hafði Jón Helgason vissulega fundið og hann túlkar það mjög vel í myndum sinum. Ég sagði áðan að hann hefði fyrst og fremst verið visindamaður i mál Fyrsta myndin sem hann gerði vorið 1885 út um glugga Latínu- skólans, við þekkjum þetta svið enn. aralist sinni, kannski leggur mað ur of mikla áherzlu á þetta, vegna þess hvað mvndir hans hafa verið mikilvæg, hreinlega sagnfræðileg gögn um bæinn. En óneitanlega verðum við líka snortnir af því hve listrænar Tjarnarmyndirnar hans, þar sem húsin handan við hana speglast I fletinum. Það er eng- inn vafi á því, að sá sem þær gerði, kunni að meta fegurð Reykjavíkur og hann hafði mjög næma fegurðartilfinningu. Eða Mynd tekin efst af Skólavörðustígnum, þar eru aðeins grjótgarð- ar meðfram stígnum, meðal efstu húsa fangahúsið og hús Þor- bjargar Sveinsdóttur ljósmóður. myndimar eru, hvað litimir em fagrir og línum þeirra stjómað með styrk, án þess að nokkurs staðar sjái hnökra á. Það er á- byggilega mikil listræn fegurð I þeim, sjáðu til dæmis sumar eigum við að orða þetta eins og Kjarval gerði einhvem tíma, þegar hann var að skoða myndir Jóns Helgasonar biskups: „Þar hefur mikill listamaður farið I Theológíuna“. Of lítið öryggi á höfuð- flugvöllum Norðurlundu I nýútkomnu blaði flugmanna SAS-flugfélagslns, „SAS-PiIot“, er hörð gagnrýni á yfirvöld flugvalla á Norðurlöndunum fyrir lélegan tækniútbúnað, ekki sízt á hinum alþjóðlegu flugvöllum í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi. Telja þeir öryggismálin í ólagi og ástandið í heild ekki forsvaranlegt. Um Kastrup-flugvöll segja þeir m. a.: Starfsskilyrðin í hinni gömlu og lélegu bygg- mgu flugeftirlitsins eru slæm Of mikið álag er á einni flug- brautinni, og þarf því aðra braut samhliða henni Lýsingu braut.anna er áfátt. Um Fornebu-flugvöll í Osló segja þeir: Þar vantar nauðsyn legasta hjálpartæki flugeftirlits ins, — ratsjárstöð. Þar vantar einnig svonefnda „transmiso- metre“ til þess að mæla skyggni, og slíka mæla vantar einnig í Stokkhólmi. Hörðust er gagnrýni flug- mannanna út af skortinum á skyggnismælunum. Upplýsing- ar þær, sem flugmenn fá um skyggni við lendingu, eru fengn ar þannig, að eftirlitsmaður við brautarenda metur skyggn- ið. Þessi eftirlitsmaður getur ekki dæmt um skyggnið á allri brautinni, enda segja flugmenn- irnir, að dæmi séu til um lend- ingar í þoku með minna en 100 metra skyggni, og segja þeir slíkt ekki til fyrirmyndar. Hóta flugmennimir að gera strangari kröfur til skyggnis við lendingar á þessum flugvöll um„ meðan skyggnismælingam- ar eru svona ónákvæmar. í þvi sambandi benda þeir á, að mik- ill gróði sé af starfsemi flug- vallanna, og ætti að leggja eitt- hvað af honum i að bæta ör- yggi þeirra. csa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.