Vísir - 28.04.1966, Síða 11
/
VlSIR . Fimmtudagur 28. apríl 1966.
h
RITSTJÓRI: JON BIRGIR PETURSSON
SIGURINN TEKÍNN AF
KEFLA VlKURSTÚLKUM?
Kærumálið vegna úrslitanna i
2. deild kvenna hefur að vonum
vakið talsverða athygli, enda
virðist um einstæða yfirsjón
að ræða hjá dómara, þegar
hann framlengir leik um „einu
sinni eina og hálfa mínútu“ og
úrskurðar Keflavík sigurvegara.
Ágúst Matthíasson frá Kefla-
vík, sem er mikill áhugamaður
um íþróttir og þá ekki sízt
sinna manna, hringdl f mig í
gærkvöldi og sagði mér aðra
hlið á þessu máli, sem ég við-
urkenni að ég hafði ekki athug-
að og sýnir hún okkur hvað
skammt getur verið milli. gleði
og sorgar í íþróttunum.
Keflavíkurstúlkumar höfðu
fagnáð þessum sæta sigri sín-
um innilega og voru alveg
grandalausar. Það voru því ill
tíðindi, þegar þær fréttu f gær
af kærunni, því vera má að
þær þurfi enn einu sinni að
lenda f hörðum leik við KR og
þá er ekki víst að þær sigri.
Ágúst kvað stúlkumar hafa
sýnt mikla ástundun við æf-
ingar f vetur, en leikjafæðin f
2. deild hefði háð þeim og
framfarimar af þeim sökum e.
t. v. minni en skyldi.
Þá væri það og mjög „krít-
iskt“ að dómarar og lfnuverðir
virtust ekki starfa sínum vaxn-
ir. Þannig hefði hann sjálfur
séð að tvö af mörkum KR
hefðu verið skoruð iiinan línu,
annað þannig að stúlkan var
með fótinn allan fyrir innan,
en hið síðara þannig að hún
stóð inn á línuna. Lfnvörður-
inn, unglingspiltur sá ekkert
athugavert við þetta, enda ekki
vfst hvort hann þekkti reglum-
ar, því áhorfendur á Háloga-
landi virðast engan frið fá fyrir
dómurum sem eru í línuvarða-
leit, og þegar þeir eru í þeim
ham sleppur enginn, jafnvel þó
hann sé að koma f fyrsta sinn
á ævinni nálægt íþróttlnni.
Þetta var hlið Ágústs á mál-
inu og við verðum að segja,
að hann hefur mikið til síns
máls, það þarf að sjá svo um
að hæfir dómarar dæmi úrslita-
leiki og að línuverðlr þeim til
aðstoðar séu vandanum vaxnir.
Sé það rétt að hinn ungi dóm-
ari hafi farið að ráðum al-
þjóðadómara, þegar hann sleit
leiknum, þá er það hreint
hneyksli, en ekki seljum við þá
sögu dýrari en við keyptum
hana. — jbp —
Körfuknattleiksmótið:
ÍR-KR LEIKA í KVÖLD
KR hefur unnið mótið, en búust mó við hörðum leik
Siðustu leikir mótsins fara fram
að Hálogalandi f kvöld (28. apríl)
og hefst keppnin kl. 7.15.
Fyrst leika ÍR og KR í mfl.
kvenna. Það er eini Ieikurinn í
þessum flokki og er því jafnframt
úrslitaleikur.
Síðan leika ÍKF og KFR i 1.
deild. KFR hefur tvö stig en ÍKF
ekkert, svo ÍKF verður að vinna
þennán leik, vifji það haldast í 1.
delld.
Siðasti leikur mótsins verður
milli hinna gömlu keppinauta ÍR
og KR í fyrstu delld. Þessi leikur
hefur reyndar ekkert að segja um
úrslitin, þvf KR hefur þegar tryggt
sér örugga forystu f mótinu. Það
má samt búast við skemmtilegri
keppni nú sem fyrr.
Mótinu mun siðan verða slitið
á skemmtun, sem haldin verður í
Lídó þetta kvöld. Þar mun fara
fram verðlaunaafhending o. fl., en
húsið verður opnað kl. 9.
Athygli skal vakin á því, að
keppnin hefsf kl. 7.15 en ekki Þaö var barizt hart í leik KR og Keflavíkur, eins og sjá má af þessari
ágætu mynd, sem Bjarnleifur Bjamleifsson tók fyrir Vísi.
8.15 eins og verið hefur. — K.K.Í.
Olympíuleikar 1972 í
Múnchen og Sapporo
Alþjóðaolympíunefndin ákvað í fyrrakvöld á fundi sínum,
að sumarleikarnir 1972 skyldu haldnir f Miinchen, en undan-
fama daga hefur verið talsverð keppni milli Miinchen og
Madrid um að fá Olympíuleikana til sín, en næstu Ieikar
fara hins vegar fram árið 1968 i Mexikóborg.
Á fundinum var og ákveðið að taka boði Japana um að
halda vetrarleikana í Sapporo, en þar er aðstaða til vetrar-
iþrótta einstaklega góð.
Lausar stööur hjá
Rafmagnsveitunni
Staða bókhaldara
Staða aðstoðarmanns í söludeild
Staða aðstoðarmanns í gjaldskrárdeild
Uppl. hjá fjármálafulltrúanum, Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu. Ekki svarað í síma.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Hjónakeppni á skiíum
Um næstu helgi hyggjast forráðamenn Skíðaskálans
I Hveradölum gangast fyrir nýstárlegri keppni, keppni
hjóna og eldri áhugamanna og kvenna. Gat Stefán
Kristjánsson, formaður Skíðasambandsins þess í ræðu
þegar hann afhenti verðlaun fyrir Skálamót Skíða-
skálans í Hveradölum eftir áramótin síðustu, og á
sunnudaginn kl. 14 stendur til að gera þessa tilraun.
Oft hefur verið kvartað yflr þvi,
og það réttilega, að íþróttir eru um
of mlðaðar við afreksfólk, en ekki
fólk, sem iðkar iþróttir aðeins sér
til dægrastyttingar, heilsubótar og
ánægju. Nú er gott tækifæri og
eflaust verða margir til þess að
spreyta sig, enda hafa Reykvík-
ingar og aðrlr á SV-Iandi notað sér
dyggilega hið góða skíðafæri, sem
Framh ð bls 6.
Lótið vefju stýrishjól bifreiður yður með plustefni
Heitt á vetrum, svalt á sumrum.
Svitar ekki hendur.
Mjög fallegt og endingarpott.
Mikið litaúrval. 10 ára ábyrgð.
Spyrjið viðskiptavini okkar.
Uppl. í síma 34554 (Allan daginn).
Er á vinnustað i Hæðargarði 20
ERNST ZIEBERT.