Vísir


Vísir - 02.05.1966, Qupperneq 9

Vísir - 02.05.1966, Qupperneq 9
V í S I R . Mánudagur 2. maí 1966 n 9 Leikfélag Reykjavikur: Dúfnaveislan SKEMMTUNARLEIKUR EFTIR HALLDÓR LAXNESS Þorsteinn Ö. Stephensen í hlutverki fatapressarans. ■trins nýja leikrits Laxness, „Dúfnaveislunnar," sem boðið var til í Iðnó, hefur verið beðið með viðlíka eftirvænt- ingu og konungsveizlu á Borg- inni, enda ekki laust við að ýmislegt hafi verið til þess gert. Eins og ég minntist á í frásögn minni af „Prjónastof- unni“, þá er framferði Þjóð- leikhússins og Leikfélagsins dálltið undarlegt f þessu máli bæði gagnvart höfundi og leik- húsgestum; það verður ekki komizt hjá vissum árekstrum, þegar tvö leikrit sama höfundar ganga samtímis á sitt hvoru sviði í ekki stærri borg. Leik-- húsgestimir eru þeir sömu á báðum stöðum, svo að þetta verður eins konar keppni á milli leikhúsanna, ekki alls kosta viðeigandi, sem hlýtur fyrst og fremst að bitna á höfundinum og þessum tveim verkum hans fyrir alls konar samanburð. Þetta hefur jafnvel gert tals- vert vart við sig áður en áhorf- endur fengu að kynnast leikrit- unum sjálfum á sviði; það hef- ur verið látið í veðri vaka, að „Dúfnaveislan," sem ekki var áður komin fyrir almennings- sjónir á prenti, væri allt annað og betra leiksviðsverk heldur en „Prjónastofan", stíll og efnis- meðferð höfundar hefði tekið aljt að því stökkbreytingu fram á við þarna hefðu gerzt undur og stórmerki og höfundurinn sjálfur ýtti nokkuð undir þetta, að vfsu gætilega, með því að kalla „Dúfnaveisluna" skemmtunarleik, til marks um að þar væri öðru vísi á haldið en áður. Ég er hræddur um að einmitt þetta eigi eftir að valda áhorfendum nokkrum vonbrigð- um. Þama hafa engin undur gerzt, ekki nein stökkbreyting sem væri og heldur ótrúlegt og vafasamt fyrirbæri, þegar jafn fullorðinn og þroskaður höfund- ur sem Laxness á f hlut; „Dúfna veislan" táknar einungis eðli- lega og þó fremur hægfara þró- un frá „Prjónastofunni", örugg- ara hartdbragð og aukið vald höfundarins á tæknimöguleikum sviðsins, annað ekki. Efnið, sem höfundur tekur til meðferðar, er að miklu leyti hið sama og í „Prjónastofunni". aðalpersón- umar f stórum dráttum þær sömu kannski útlitið dregið úr fjarstæðunum, ýkjumar gerðar eitthvað sennilegri, revnt að hemja atburðaflauminn í breið-.i um farvegi „skemmtunarleiks- ins“ í stað þess að leyfa honum að flæða óhindrað út um alla bakka. Fyrir bragðið dregur líka nokkuð úr áhrifamætti leiksins; það verður færra, sem kemur á- horfendum á óvart, færra, sem knýr þá til afstöðu með eða móti. Og undir leikslokin, er sem höfundur lendi I hálfgerð- um vandræðum með að binda endi á átökin samkvæmt for- múlu skemmtunarleiksins; gríp- ur til fálmkenndra og fremur ó dýrra bragða, sem óneitanlega lækka risið, þar sem það ætti að verða hæst, — gagnstætt þvi sem gerist í lokaþætti „Prjóna- stofunnar." Fatapressarinn og pressara- konan, leikin af Þorsteini Ö Stephensen og Önnu Guðmunds dóttur, eru frá höfundarins hendi eins konar endurútgáfa af Sólborgu og Ibsen Ljósdal úr ,,Prjónastofunni“, breytt og end urbætt. munu sumir segja, að því leyti til að þau eru hvers- dagslegri og mennskari. Þó eru áhöld um hvort höfundur eða leikari ræður meiru um það, að pressarinn verður slík öndvegis persóna á leiksviðinu og raun ber vitni, því þar tekst Þor- steini svo vel, að manni finnst Leikstjórn: Helgi Skúlason Leikmyndir: Steinþór Sigurðsson Tónlist: Leifur Þórarinsson sem hlutverkið hafi verið endur samið þannig sérstaklega fyrir hann — hvað má kannski að einhverju leyti til sanns vegar færa, þar eð höfundurinn kveð ur sjónleikinn til orðinn í ná- inni samvinnu við leikarana. Anna Guðmundsdóttir gerir sínu hlutverki og góð skil, leikur hennar er víðast hvar traustur og snurðulaus. Gvendó — hinn endurfædda fegurðarstjóra úr „Prjónastofunni" leikur Gisli Halldórsson af mikilli snilli, eins og hans var von og vísa. Og því ber ekki að neita að það er mun fremur honum að þakka en höfundi að skyldleiki hans og fegurðarstjórans verður þó ekki enn auðsærri. Þegar að aukahlutverkunum kemur, rofna nokkuð tengslin á milli „Prjónastofunnar" og „Dúfnaveislunnar" — og þó bregður hvarvetna fyrir sameig inlegum svipeinkennum. Guð- rún Ásmundsdóttir leikur Öndu barónessuna, af þeirri nærfæmi sem henni er lagin. Borgar Garð arsson Ieikur Rögnvald Revkil — að sumu leyti nýtt fyrirbæri í skáldskap Laxness, afkvæmi geimferðaaldarinnar — og er þar vel haldið á spilunum, bæði af höfundi og leikara, mætti segja mér að höfundur ætti eftir að taka það „thema“ enn fastari tökum. Þeir Arnar Jónsson, Bjarni Steingrímsson, Sigmundur Öm Arngrímsson og fleiri leika þama smáhlutverk, laglega gerð. Jóhann Pálsson lerikur formann Fatahreinsunar félagsins af mikilli röggsemi, stjómar bæði söng og trumbu- slætti stéttarbaráttunnár eftir nótum. Þá leikur Haraldur Bjömsson pokaprest af miklum trúverðugleika; Helga Bachmann sendiráðsfrú, Og flestir kóma leikarar L.R. þama eitthvað við sögu. Höfundur hefur þráfaldlega tekið það fram, að ekki bæri að leggja sérstaka merkingu í þessi leiksviðsverk sín — þau eigi ekki að tákna eitt öðru fremur af hans hálfu, að sjálfsögðu er honum frjálst að halda slíku fram, áhorfendum auðvitað líka frjálst hvort þeir trúa því eða ekki. Að mínum dómi er „Prjónastofan" kynngimögnuð kannski markvísari, einmitt þess vegna. Hún er ekki fyrst og fremst skemmtunarleikur nema á yfirborðinu, fremur en „Prjónastofan" fjarstæðufarsi, Á undanfömum árum hefur Jarðhitadeild Raforkumálastjórn arinnar unnið að víðtækum rannsóknum á jarðhita í ná- grennl Akureyrar. Hafa þessar rannsóknir verlð gerðar með það fyrir augum að kanna mögu- leika þess að koma upp hita- veitu á Akureyri f framtíðinni. Samkvæmt áætlun frá árinu 1962 um varmaveitu til Akur- eyrar var talið að orkuþörfin þar svari til 60—80 1/sek. af 70—95° C heitu vatni. Árangur rannsókna á jarðhita á tveim svæðum í nágrenni Akureyrar Laugalandi og Glerárgili liggja nú fyrir, en áður en ákvörðun um meiriháttar vinnsluboranir vegna hitaveitu á Akureyri verö- ur tekin þykir æskilegt að kanna jarðhita á þriðja svæðinu, Krist- nesi inni f Eyjafirði með þvf að bora 1000 m. djúpa rannsóknar holu við Reykhús í Eyjafirði. Tvær grunnar borholur voru boraðar við Akureyri 1964 til mælinga á hitastigi. Reyndist það um 64° C/km, sem er svipað og talið er eðlilegt utan jarðhitasvæða. Sú niðurstaða er því neikvæð með tilliti til varma öflunar á Akureyrarsvæðinu sjálfu. hvað sem hver segir, að höfund inum ekki undanskildum. Sjálf sagt er það tillitssemi af hans hálfu, að veita áhorfendum tæki færi til að láta sem þeir skilji ekki neitt hvað hann er að fara slíkra — annað mál er svo hvort þeir kunna að meta þá tillits- semi, eöa hvort hann ætlast í rauninni til þess. Loftur Guðmundsson Jákvæöari árangur náðist við boranir á Laugalandi í Þela- mörk. Þar var boruð ein 1088 m. djúp hola. Um þaö bil er borun lauk gaf sú hola um 10 1/sek. af 90° C heitu vatni. Þetta vatn kemur frá um 400 m. dýpi. Mæl ingar á holunni benda til þess að helzt sé að búast við vatni af 400—600 m. dýpi á þessu svæöi. Kemur þaö vel heim við rann- sóknir jarðhitadeildar á dýpri berglögum undir Eyjafirðinum, sem benda til þess, að þéttara berg taki við neðan við þetta dýpi um allan Eyjafjörð. Við Glerárgil hefur verið bop- uð rúmlega 600 m-. djúp hola ná lægt laug, sem þar er. Mestur hiti f þeirri holu er 60° C á 380 m. dýpi, en lækkar nokkuö neö- ar. Svo virðist sem um 60° heit vatnsæð sé þar á 350—400 m. dýpi og er talin ástæða til þess að kanna hana nánar. Eftir að gagna hefur verið afl að um berghita og vatnsrennsli við Reykhús veröur væntanlega skorið úr þvf, hvor staðurinn, Laugaland eða Reykhús, sé álitlegri til áframhaldandi rann sðkna og þá hitaveitufram- kvæmda. Þorsteinn, Anna Guðmundsdóttir — pressarakonan, Gísli Halldórs- son — formaður fatahreinsunarfélagslns. þjóðfélagsádeila „Dúfnaveisl- an“ ekki sfður ádeilukennd, e'n hófstilltari og ísmeýgilegri óg svo að þeir séu ekki n^uðbeygð ir til að taka afstöðú til ann- ars én leiksviðsverka hans sem Lokið jarðhitarann- sókn við Akureyri

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.