Vísir - 02.05.1966, Síða 16

Vísir - 02.05.1966, Síða 16
Mánudagur 2. maí 1966 Eldhúsdags- untræður í kvöld og onnað kvöld ÚTVARPSUMRÆÐUR, eldhús- dagsumræður, verða frá Alþingi i kvöld og annað kvöld og hefjast kL 8. Röð flokkanna i kvöld verður þessi: Alþýðubandalag, Sjálfstæð- isflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins í kvöld verða Bjami Benediktsson, forsætisráðherra, Óskar Levý og Sigurður Bjamason. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins annað kvöld verða Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, Pétur Sigurðsson, Matthías Á. Mathiesen, Jóhann Hafstein, dómsmálaráð- herra, og Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra. STALSMIÐJAN SMÍÐAR NÝJU HITA VEITUGEYMANA Ok gerir undirstöður og tengiæðar Framkvæmdir eru nú hafnar við undirstöður og tengiæðar að nýju hrtaveitugeymunum í öskjuhlíð og er það Ok h.f. sem sér um verkið, en það fyrir- tæki kom með lægst tilboð við útboð á verkinu. Var tilboð Oks ;§ 4 milljónir 237 þúsund en kostnaðaráætlun var 4.9 mili- jónir. Önnur tilboð, sem bárust voru frá: Loftorka s.f. 4.6 milljónir, Miðfeli 5.96 milljónir, Jón, Ástvaldur og Haukur 6.2 mllljónir, Véltækni, 7.6 milljón- ir og Malbikun 10.56. Smíði geymanna tveggja mun hefjast bráðlega, en ekki hefur enn verið fyllilega gengið frá samningum varðandi útboðið, en mælt hefur verið með að tekið verði tilboði Stálsmiðj- unnar, að upphæð 18.97 millj- jónir, en kostnaðaráætlun var 17.88 milljónir. Næstlægsta tilboð kom frá Landssmiðjunni 21.80 millj., Vélsmiðjur Krist- jáns Gíslasonar og Eysteins Leifssonar 19.61 millj., Stál- virki ineð 36.77 millj. og eitt erlent tilboð barst frá Noregi og var það að upphæð 2.188.400 norskar krónur, en við það bætast toilar og flutningégjölti. Fjarhitun sá um teikningar og útboðslýsingar en Innkaupa- stofnun Revkjavíkurborgar sér um útboð og samninga. Eyjan suður af Surti orðin 500 m. löng Enn er ekki tiðindalaust á víg- stöðvum Surts. Litli Surtur berst þar stöðugri baráttu fyrir tllveru sinni. Eyjan hefur ætíð hnigið undan aðförum Ægis í veðraham, en jafna gengið aftur í ládauðum sjó. Loffleiðavél ú nýjuiti flugvelli í dag flýgur ein af Cloud- master-flugvélum Loftleiða í flugi nr. 616 til Glasgow og cr þetta flug sögulegt að þrennu leyti. í fyrsta lagi er þetta ein af þremur millilandaflugvélum, sem fyrst vígja hinn nýja flug- völl fyrir suðaustan Glasgow, Abbots Inch. í öðru lagi er þetta jómfrúflug Ámunda Ólafsson- ar sem flugstjóra hjá Loftleiö- um, en með honum flýgur sem eftirlitsflugstjóri Magnús Guð- mundsson. i Nú er hún með allra stærsta móti, enda hélzt hún ofansjávar 1 i veðrinu um daginn. Sigurjón Einarsson flugumferðar- stjóri flaug yfir eyna á laugardag- inn. Hafði hann þær fréttir að færa úr ferð sinni, að í eyjunni væri allnokkurt og stöðugt gos. Hún var orðin 45 m. há, um 500 m. löng og 350 m. breið. Þetta hefur hún komizt lengst og virðist nú fastari fvrir en áður. Gígurinn er reyndar opinn til suðurs og flæð- ir sjór þar stöðugt inn. KæFir hann því allar tilraunir Litla Surts til þess að tryggja framtíð sína með hraunmyndun og verður allt gos- efni að vikri og ösku. Er þvi nokk- ur tvísýna f þessari baráttu og engu hægt að spá um úrslitin. 1. MAI HATIÐAHOLDfN I gær var 1. maí, hátíðisdagur verkalýösins. Að venju var farið í kröfugöngu frá Iðnó. Að gðng- unni lokinni var haldinn útifundur á Lækjartorgi og töiuðu þar Jón Sigurðsson, formaður Sjómanna félags Reykjavíkur, og Guðmundur J. Guömundsson, varaformaöur Dagsbrúnar. Myndin er tekin-á útffundinum. AFLINNERMEÐ TREGASTA MÓTI Allmargir netabötar hættir veiðum Afli virðist nú aftur vera að dragast saman hjá vertíðarbát- um hér syðra og hefur raunar aldrci risið til neinna muna. Hrotan, sem netabátar biðu eftir virðist alveg hafa brugð- izt. Nótabátar fengu dágóðan afla á dögunum, en litið upp Skipað / deildir Vísinda- sjóðs tilaæstu fíögurra ára Deildarstjómir Vísindasjóðs hafa nú verið skipaðar af menntamála- ráðherra til næstu fjögurra ára. Hlutverk deildarstjómanna er að úthluta styrkjum hvor úr sínum hluta Vfsindasjóös og hafa eftirlit með því, að þeim sé varið í sam- ræml við það, sem áskilið var, er þeir vom velttir. Stjóm deildar get- ur ennfremur átt frumkvæðið að rannsóknum og skipulagt þær. Fimm formenn voru skipaöir í hvora um sig Raunvísindadeild og Hugvísindadeild og aðrir fimm til vara. 1 Raunvísindadeild eftirtaldir menn: Formaöur dr. Sigurður Þór- arinsson, náttúrufræðingur, og varaformaður Sigurkarl Stefáns- son, menntaskólakennari. Skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Davíð Davíðsson, próf., og til vara dr. Tómas Helgason, próf. Skipaðir samkv. tilnefningu læknadeildar háskólans. Dr. Leifur Ásgeirsson, próf. og til vara dr. Trausti Ein- arsson, prófessor. Skipaðir samkv. tilnefningu verkfræðideildar há- skólans. Dr. Gunnar Böðvarsson, verkfræðingur, og til vara dr. Guð- mundur Sigvaldason, jarðfræðing- ur. Skipaðir samkv. tilnefningu Rannsóknarráðs ríkisins. Dr. Sturla Friðriksson, náttúrufræðingur, og til vara dr. Finnur Guömundsson, náttúrufræðingur. Skipaðir samkv. tilnefningu fulltrúafundar ýmissa vísndastofnana. Hugvísindadeild: Form. dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, og til vara dr. Þórður ] Eyjólfsson, fyrrv. hæstaréttardóm- ; ari. Skipaðir af ráðherra án til- ' nefningar. Dr. Hreinn Benedikts- son, próf. og til vara dr. Matthías Jónasson, prófessor. Skipaðir sam- kv. tilnefningu heimspekideildar háskólans. Magnús Þ. Torfason, próf. og til vara Ólafur Björnsson, próf. Skipaðir samkv. tilnefningu laga- og viðskiptadeilda háskólans. Dr. Krstján Eldjám, þjóðminjavörö Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð son, orðabókarritstjóri. Skipaðir samkvæmt tilnefningu Félags ísl. fræða. Dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, og til vara Magnús Már Lárusson, próf. Skipaðir samkv. tilnefningu fulltrúafundar vísinda- stofnana og félaga. á siðkastið. Þeir hafa verið að leita fyrir sér á Selvogsbank- anum í nótt en ekkert kastað. Afli trollbáta er einnig að tregðast, en hann var ágætur á tímabili í Eyjum og Grindavík. í Reykjavík lönduðu nokkrir netabátar á laugardaginn og var afli mjög tregur. Einnig I barst einhver afli af nótabátum, | mestan afla hafði Hannes Haf-: stein, sem kom hingað með 27 j tonn. Bátarnir eru á sjó í dag og hefur lítið frétzt af veiði. í Vestmannaeyjum er mesta deyfð yfir vertiðinni og atvinnu lifi öllu. Trollbátarnir hafa verið fengsælir einkum undan- fama 10 daga, og af þeim hefur borizt talsvert á land af ýsu, sem skapaði nokkra vinnu í frystihúsum um tíma, því að hún er seinunnin. Nú virðist ýsan hins vegar horfin og lítið fæst í trollið. Netabátar eru allflestir búnir að taka upp trossur sínar. Nóta bátar hafa engan afla lagt á land í Eyjum yfir helgina. Þeir voru hins vegar með dágóðan afla nokkra daga í vetur. gengd hefur gert vart við sig á, enda er afli margra netabáta þar oröinn dágóður. Netabátar eru víðast hvar að fara í slnar síðustu vitjanir á þessari vertíð og eru allmargir búnir að taka upp. Sömu sögu er að segja í öðr- um verstöðvum hér sunnan lands. Hins vegar hefur verið reytingsafli hjá Breiðafjarðar- bátum en þó miklu minni en á tímabili í vetur. Það er vísast eina svæðið sem einhver fisk- Hlout 300 þús- und kr. sekt Dómur var kveðinn upp í máli skipstjórans á brezka togaranum „Bayella" frá Hull á laugardags- kvöld hjá bæjarfógetanunm i Nes- kaupstað. Var skipstjórinn dæmd- ur í 300 þúsund króna sekt og afll og veiðarfæri gerð upptæk, en afli togarans var mjög lítill. Áfrýj- aði skipstjórinn dómlnum til hæstaréttar. Varðskipið Óðinn tók togarann að meintum ólöglegum veiðum að- faranótt föstudags í nánd við Hvalbak og var fyrsta staðar- ákvörðun varðskipsins 1.4 sjómílur innan við fiskveiðimörkin. Sagði skipstjórinn fyrir rétti að hafi hann verið fyrir innan við mörkin hafi það verið vegna þess að radarinn hafi verið bilaður. Trygging var sett fyrir sektinni og fór togarinn aftur út aðfaranótt sunnudags.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.