Vísir - 21.05.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 21.05.1966, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 21. maí 1966. 9 Ung kynslóð, djörf og sjálfstæð ræ úrslitum í borgarstjómarkosniimunum Hugsiómr um ísland framtíðarinnar — Það orkar ekki tv/mælis að ungt fólk sem gengur nú í fyrsta sinn að kjörborðinu ræð ur úrslitum í þessum borgar- stjómarkosningum. Bein afleið ing af þessu er, að ungt fólk setur miklu meiri svip á kosn ingabaráttuna en áður hefur ver ið. Sérstaklega hefur það vakið athygli, að nær helmingur af 16 efstu frambjóöendum Sjálfstæö isflokksins eru ungir menn og konur innan 35 ára aldursins. Þannig mælti Styrmir Gunn- arsson, niundi maöur á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,' þegar fréttamaður Vísis kom nýlega að máli við hann, og hann hélt síðan áfram: — Kosningabarátta Sjálfstæð isflokksins að þessu sinni hefur þótt nokkuð nýstárleg og er á- stæða til þess að vekja athygli á, að hún er fyrst og fremst mörkuð og mótuð af ungum mönnum innan flokksins. Hvar er unga fólkið? — En hvaö um andstöðuflokk ana. Hlýða þeir þá ekki líka kalli nýrrar öflugrar kynslóðar? —Ég skal fátt um það segja. Þó vil ég benda á það, að á framboðslistum hinna flokk- anna í Reykjavík er enginn mað ur eða kona innan 35 ára ald urs, hvorki í öruggu sæti né baráttusæti. — Mættum við spyrja yöur, — hver haldið þér að afstaða ungu kynslóðarinnar sé til stjómmálaflokkanna? Virðist yð ur, að hún sé fús til að hefja störf innan Sjálfstæðisflokks- ins og rétta samtökum hans örvandi hönd, eins og segir í hinu þjóðfræga kvæði Þorsteins Erlingssonar? — Já, því svara ég hiklaust játandi. Sú reynsla sem ég hef haft af starfi Heimdallar undan farin ár, bendir eindregið til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi stuðningi að fagna í vax- andi mæli hjá ungu fólki. Inn an Heimdallar hefur starfað síð ustu ár mikill fjöldi ungs fólks, ekki sízt úr framhaldsskólum borgarinnar, sérstakl. Mennta- skóla og Verzlunarskóla. Það hefur t.d. vakið athygli okkar að því er varðar Menntaskólanem- endur, að kommúnistar, sem áður áttu miklu fylgi að fagna, þar hafa nú misst þetta samband við nemendurna. Nú orðið verð um við ekki varir við starf- semi annarra stjórnmálafélaga æskunnar í þessum skóla eöa öðrum svo nokkru nemi. •w — Þér talið um það, að ný kynslóð sé nú aö byrja að láta til sín taka. Er þetta ekki um leið fjðlmennasta kynslóð sem vaxið hefur upp á Islandi? — Jú, og það sem einkennir hana er, að hún hefur tekiö út sinn þroska og sína menntun eftir Heimsstyrjöldina. Hún er, held ég frjálslegri en fyrri kyn slóöir, af því að hún hefur lif að betri tíma í uppvextinum. Þetta unga fólk hefur vaxið upp á einhverjum mestu fram faratímum i sögu heimsins, þess HlutS af nýju borgarhverfi aö rísa, fjölbýlishús í Árbæjarhverfi. Það er fyrst og fremst unga fóikið, sem stendur f fbúðabygglngum. stofnar heimili. Þetta virðist um síöustu 20 árum og það hef ur markað hugsjónir þess um vera mjög áberandi, að gifting- araldurinn hefur lækkað. — Ég veit ekki af hverju fólk giftir sig yngra eða réttara sagt af hverju eldri kynslóðir biðu lengur með að gifta sig. En það er rétt, að nú er t.d. mikill hluti háskólastúdenta giftur, þar sem það heyrði áður til undantekn- inga. Þetta gerir það að verkum að húsnæðismálin eru nú miklu þýðingarmeiri fyrir unga fólkið en áður. Það er sannast sagna ótrúlegt, að menn, sem t.d. eru við nám skuli leggja út í það æv intýri að koma sér upp eigin i- búð, en þess eru óteljandi dæmi nú án þess að um efnafólk sé að ræöa. Það er kannski ein ástæðan fyrir því, hvað mikill hluti þess arar ungu kynslóðar fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum hvað það er sterkur vilji og löng un með henni til að verða efna- hagslega sjálfstæðir einstakling ar. Ungt fólk úr öllum starfs- stéttum þjóöfélagsins leggur á það mikla áherzlu að koma sér upp eigin íbúð þegar á fyrstu hjúskaparárunum. Eign fyrir alla. — Þér eigið við að þannig að- hyllist það í verki hugsjónir Sjálfstæðismanna? það ,hvernig ísland eigi að verða. Það gerir stærri kröfur en áður. Og ég held að hingað til hafi Sjálfstæðisflokkurinn einn allra stjórnmálaflokka hér á landi, komið fram með stefnu mál, sem svara óskum og kröf um þessarar kynslóðar. — Þér segið, að unga fólkið í dag geri stærri kröfur en áður. En vill það þá leggja á sig eins þungar byrðar og eldri kyn- slóðir hafa verið reiðubúnar að takast á herðar í uppbyggingu landsins? — I sjálfu sér er ungt fólk reiðubúiö að leggja á sig mikið starf til þess að uppbygging ís- lands haldist í samræmi við það sem gerist í öðrum löndum. En byrðamar sem þaö tekur á sig eru kannski svolítið öðruvísi, heldur en þær sem eldri kyn- slóðin hefur orðið að bera. Við erum svo sannarlega böm tækni aldar. Tækni og vélvæðing auð veldar mönnum margt, en það velmegunarþjóðfélag, sem hér er að myndast skapar ný vanda mál, aö vísu annars eðlis og þó kannski ekkert auðveldari viðfangs, en ýmis eldri vanda mál. Giftingaraldur hefur lækkað. — Er ekki líka eitt sem ein- kennir þessa kynslóð? Fólkiö er yngra þegar þaö giftir sig og wmm i Styrmir Gunnarsson, — Já, einmitt. Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn sem hefur það efst á stefnuskrá sinni, aö einstaklingarnir geti sem flestir átt íbúöir sínar. Það er einmitt í þessu efni sem við stöndum svo algerlega á önd- verðum meiði við ríkiseigna stefnu vinstri flokkanna. En við teljum hlutverk hins opin- bera eigi að vera aö samhæfa kraftana, ekki að fjötra þá og þegar við finnum þann sterka vilja unga fólksins til að eign- ast íbúðir, þá teljum við að hið opinbera eigi að styrkja það í að ná því heillaríka takmarki. Ég tel því, heldur Styrmir Gunnarsson áfram, að nú sé tímabært að koma hér upp lána kerfi húsnæðismála, sem sé sam bærilegt viö það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar og við þaö eru tillögur ungra Sjálfstæð ismanna í þeim efnum miðaðar. Þar er miðað við aö húsbyggj- endur eigi kost á að fá 80% af verði íbúðar í lánum. Teljum við að hægt sé að ná því marki með þvl að húsnæðismálastjóm láni 50% og lífeyrissjóðir 30% af I- búðaverðinu. Þetta mundi stuðla að heilbrigðari fjármögnun hús bygginga og jafnframt vil ég vekja athygli á því, að hinn hái byggingarkostnaður hlýtur að ýta undir kaupkröfur i landinu Hagkvæmt lánakerfi mundi því stuðla að minni þenslu á því sviði. Scnnfal við Styrmi Gunnarsson niundn munn frumboðslistu Sjúlfstæðisflokksins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.