Vísir - 21.05.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 21.05.1966, Blaðsíða 8
8_______________________________ Emg iB- Dtgefandi: Blaöaötgáfan VISIR Ritstjórl: Gunnar G. Schram Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn 0. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Rltstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. F arsæll borgarstjóri §íðustu áratugina hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið / með meirihluta í borgarstjóm Reykjavíkur. Það er ) vegna þess að allan þann tíma hefur fólkið í borg- ) inni treyst Sjálfstæðisflokknum bezt til farsællar for- ) ystu og forsjár í málefnum sínum. Á þeim tíma hef- ) ur Reykjavík vaxið og dafnað. Úr litlum fiskimanna- ) bæ er orðin falleg og glæst höfuðborg, sem lands- ) menn allir eru stoltir af. Þar er fólginn kjami verka ) Sjálfstæðismanna. I Reykjavík hefur átt sér stað \ stórfelld bylting í félags og framkvæmdamálum síð- \ ustu árin. Sú sókn miðar að því að búa í haginn fyrir \\ hvern einasta íbúa borgarinnar. Þeirri sókn er ekki \ enn lokið. Margt er eftir ógert. \ I starfinu og baráttunni fyrir sífellt betri borg varðar ) vitanlega mestu, hvaða maður skipar starf borgar- \ stjórans. í rúm sex ár hefur Geir Hallgrímsson gegnt \ því embætti. Hann hefur vaxið með starfinu og skapað \ sér með hverju ári meira traust og vinsældir fólks- \ ins í borginni. Á fundum hans með íbúum hinna ein- \ stöku hverfa kom glöggt í ljós að andstæðingar, jafnt ( sem fylgismenn, veittu honum viðurkenningarorð (' fyrir ötult og drengilegt starf að vandamálum borg- ( arbúa. Geir Hallgrímsson hefur haft forystu í hinni ( miklu framfarasókn síðustu ára og það er eftirtekt- íi arvert, að í allri kosningabaráttunni hefur ekki orð / um það heyrzt að hann, eða meirihluti Sjálfstæðis- / manna, hafi á nokkurn hátt misnotað sér valdaað- / stöðu sína á liðnum árum. Þeir koma með hreinan ) skjöld fram fyrir borgarbúa á morgun og biðja um ) umboð til áframhaldandi starfa. Aðeins með því að ) kjósa D-listann tryggja Reykvíkingar að Geir Hall* / grímsson verði áfram borgarstjóri höfuðborgarinnar. ( Það þurfa allir borgarbúar að hafa í huga, hvar í ( flokki sem þeir annars standa. Framtíðargæfa höfuð- ( borgarinnar er fólgin í því að menn láti á morgun ( málefnin ráða, en ekki þröngar pólitískar flokkslínur. í x-D ____________________________________\ 'TcmaMmBBmmMmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm -x 1 einbýfishúsi við Efstasund búa hjónin Jóhanna Guöjóns- dóttir og Sigurberg Benedikts- son sldpasmiður. Þau ei'ga f jórar dætur og eru þrjár þeirra giftar, sú yngsta er heima og stundar nám í gagnfræðaskóla. Jóhanna er borinn og bamfæddur Reyk- víldngur — Austurbæingur — og við litum. inn hjá henni nú i vikunni og spjöiluðum við hana stundarkom. — Ég hef þróazt meö borg- inni, ef svo mætti segja, segir Jóhanna, og þar sem ég er hús- móðir finnst mér einkum eftir- tektarvert hve mikið gert er fyr- ir ungu húsmæðumar í dag og hve aðstaða þeirra er öll betri en áður var. Þegar mínar dætur vom t.d. litlar var ekki um neina hjálp að ræða og ef ég þurfti að fara út í búð eða í bæinn var ekki annað að gera en taka þær allar með. Nú eru V í SI R . Laugardagur 21. maí 1966. Jóhanna Guðjónsdóttir. Mikið gert fyrir ungu hús- móðurina íReykjavík í dag Spjallað við Jóhönnu Guðjónsdóttur um aðstöðu unga fólksins fyrr og nú gæzluvellimir komnir til sögunn ar og konur í úthverfum geta farið í bæinn og skilið bömin eftir í góðum höndum. — Hafið þið búið lengi héma í Efstasundi? — Það em 21 ár síðan við byrjuðum að byggja. Við vomm nýkomin frá Siglufirði, þar sem við bjuggum um tíma, maðurinn minn var nýbúinn að læra og við áttum 10 þúsund krónur. — Það var hvergi húsnæði að hafa, nema hvað okkur bauðst kjall- arafbúð með 12 þúsund króna fyrirframgreiðslu. Ég gat ekki hugsað mér að láta svo mikinn pening beint f annarra vasa svo að við ákváðum að sækja um lóð. Maðurinn minn byrjaði á húsinu um sumarið og byggði það svo til einn f frístundum. Þegar við fluttum inn fannst mér ég vera komin f höJl, þótt margt vantaði og eldhúsið væri óinnréttað. — Húsnæðisvandinn ér ekki leystur enn í dag hér í borginni — en munurinn er bara sá að aðstaðan fyrir unga fólkið er miklu betri, enda er unga fólkiö í dag duglegt. Það er næg vinna fyrir hendi og enginn vandi aö rífa sig upp úr örbirgð ef heilsan er góð. Þegar ég var ung þótti það kraftaverk er ég komst eitt sinn f fiskvinnu úti á Nesi án þess að ég jjekkti verkstjórann eða einhver góður maður heföi lagt inn orð fyrir mig. Nú er alls staðar nóga vinnu að hafa. Svo eru lánamöguleikar til íbúða- bygginga allt aörir og betri. Þeg ar við vorum að byggja var ekkert lán að hafa nema ef mað ur gat fengið einkalán einhvers staðar — eða tekið víxla. Spari- merkin koma sér líka oft vel þegar ungt fólk giftir sig, því að ef þau væru ekki tekin væri hætt við að allt kaupið færi í annað. Unglingamir eru reiöir yfir þessu í fyrstu og finnst þetta óréttlæti, en um leiö og upphæöin í sparimerkjabókinni fer að hækka kemur í þá spenn- ingur og þeir gera sér grein fyrir hve mikilvægt þetta verður þeim seinna. Saknarðu ekki einhvers frá þínum ungu árum, þegar Reykja vík var ekki eins stór og nú? — Nei, meöan ég sé Esjuna og sjóinn sakna ég einskis. Þegar maður horfir fram til þess sem er miklu bjartara en það sem liöið er, finnur maöur ekki til söknuðar. Það er gert svo mikið U lakkaöi til og kveiö fyrir. — Gæti það verið, að hann hefði komið heim óskemmdur eftir langt listnám erlendis? En glaður varð ég, er ég kom inn í Bogasalinn og renndi augun um yfir listaverkin. Nei, Guðmundur Karl brást ekki. Hann olli engum vonbrigð um. Málverk hans vöktu fögnuð. Ég kynntist Guðmundi fyrst er hann innan við fermingu kom á heimili mitt með foreldrum sínum, ágætum heimilisvinum okkar hjónanna. Hann var fá- máll, en framkoman sýndi þá þegar fágað prúðmenni. Svo • leiö ekki á löngu unz hann tæki aö mála. Gáfan leyndi sér ekki en í för meö henni var lærdóms þorsti, og svo hvarf ungi mað- urinn suður í lönd á slóðir fornr ar og nýrrar listar, til frægra staöa og í fræga skóla. Heim er hann svo kominn, heiðraður fyrir námsafrek, og nú horfum við á fyrstu sýningu hans hér í Reykjavík. Það var mér, sem ekki kann að meta neitt hopp og hi tízk- unnar, hvorki í list né neinu fyrir unga fólkið í borginni í dag, t. d. í Laugardalnum, þar sem aðstaöa verður til alhliöa íþróttaiðkana. Ég minnist þess er ég var á Laugarvatnsskóla og við urðum að vinna skylduvinnu við að byggja íþróttahús, hvílík höll mér þótti það, enda eitt stærsta íþróttahús á landinu. Þessi skúr stendur ennþá — já f dag þykir þetta ekki annaö en skúr. — Ég vona bara og reyndar veit ég, að unga fólkið sem er að vaxa upp í borginni muni verða verðugt þess að taka við öllu því, sem gert hefur verið og á eftir að gera. öðru, hrein nautn að skoða mál verk Guðmundar Karls. Þar var ekkert sem gat skemmt ánægj- una og ég fagna því að geta ósk- að honum innilega til hamingju með þessa fyrstu stórglæsilegu sýningu. Hér er vandi að velja úr og því til lítils að benda á eina mynd annarri fremur, en samt merkti ég nú við einar 10 af 30. Þær voru þessar: Vor í Flórenz, Frá Schwarzwald í Þýzkalandi, Kopía af Euterpe, Skógardísir, Dimmuborgir, Birki tré, Lambafell, Haust, Gömlu bátamir, Ásdís Guðmundsdótt- ir, Stúlka. Hér eru aðeins nefnd nokkur af málverkunum, en þar fyrir hverfa hin ekki f neinn skugga. Auðvitaö verð ég að tala um list, eins og hvert annað barn, sem dáist að því sem þaö sér fagurt. Um lærdómshliðina ræða svo þeir, sem hafa nægilegt vit á henni. Ég fór glaður og hress af þessari yndislegu sýningu, fagnaði yfir því, að sumum mönnum getur engin tízka spillt. Pétur SigurOsson Sýning Guðmund ar Karls Ás- björnssonar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.