Vísir - 14.06.1966, Qupperneq 8
8
V í S I R . Þriðjudaguf 14. júni 1966
VISIR
Utgefandi: BlaðaQtgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aöstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson
Próttastjóran Jónás Kristjánsson
Þorstelnn ö. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiösia: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur)
Askriftargjaid: kr. 90,00 á mánuSi innanlands
I lausasölu kr. 7,00 eintakiS
Prentsmiöja Vlsis — Edda h.f.
Mennt er máttur
J>að hefur löngum verið skoðun okkar Islendinga að
í mennt felist máttur. Um það verður ekki deilt að
á dimmum öldum var það kjamgóð alþýðumenntun
sem varðveitti þjóðernið, tungu og sögu, þær eigindir
sem við metum með réttu mest í dag. Samtvinnuö
baráttunni fyrir stjómmálalegu sjálfstæði var óskin
um íslenzkan háskóla, skóla þar sem íslenzk menn-
ingarerfð væri í öndvegi sett. Meir en hálf öld er nú
liðin síðan sá draumur rættist og Háskóli íslands er
fyrir löngu orðin sú miðstöð norrænna fræða, sem orð
fer af víða um veröld. í dag búa þjóðir hins vegar
við mikla umbyltingatíma í æðri menntun. Gildi for-
tíðar í þeim efnum eru víða um lönd tekin til gagn-
gerðrar endurskoðunar og spurt hvort nám og
kennsla samræmist kröfum hins nýja tíma, kröfum
1tL£~« - jáEírö.fí.. »-
anna. Þjóðartekjurnar verða ekki síður hratt auknar
og velferð þegnanna efld, með því að auka og bæta
háskólamenntunina, en með því að veiða meiri fisk
eða rækta meira gras. Ódáinsakur hugans er þar
sízt verðminna land en frjóasta gróðurmold. Það er
þess vegna sem nágrannaþjóðir okkar stofna nú
marga nýja háskóla. Bretar hafa byggt sex á nokkrum
árum, Þjóðverjar gera ráð fyrir enn fleirum og Norð-
urlöndin halda sömu brauL
J>að var því heillaspor, er Alþingi samþykkti á liðnu
ári víðtæka háskólaáætlun um uppbyggingu skólans,
fjölgun prófessora og námsdeilda. Og sama sinnis er
hin nýja ákvörðun menntamálaráðherra að skipa
nefnd til þess að gera tillögur um þróun Háskólans
næstu tvo áratugina. Þrátt fyrir góðan vilja hefur Há-
skóli íslands verið olnbogabarn í garði löggjafarsam-
kundunnar. Til hans hefur verið veitt minna en einu
prósenti af tekjum ríkisins. Hann hefur því skort mjög
prófessora og aukakennara, rannsóknarstofur og
kennslutæki. Fyrir dyríihi stendur mikil fjölgun stú-
denta, en þeir verða orðnir á þriðja þúsund eftir að-
eins 10 ár. Mál er því að hefja verkið, stórfellda upp-
byggingu æðstu menntastofnunar þjóðarinnar með
hliðsjón af óskum og áliti rektors og alls starfsliðs.
Ekki aðeins þarf fjölgun kennaraliðsins heldur einnig
fjölda nýrra námsgreina, sérstofnana, rannsóknar
stofa og mikils tækjakosts. Jafnframt er vissulega
tímabært að innleiða meiri námsaga meðal stúdenta
og nýbreytni í námsháttum. Á þann hátt verður sókn
þjóðarinnar til betra lífs og bættra lífskjara í landinu
tryggð.
Frá aðalfundi Hagtryggingar. Arinbjöm Kolbeinss. læknir i ræðustól. Til hliðar við hann er Aml Guð-
jónsson hrl. og Sigurður Sigurðsson.
800 hluthafar
í Hagtryggingu
Laugardaginn 4. júní var
haldinn aðalfundur Hagtrygg-
ingar h. f. í Sigtúni. Fundar-
stjóri var Ámi Guðjónsson hrl.
og fundarritari Sigurður Sig-
j-urðsson hdl. y?Kýf#tHli$8Ms-
.stjómar var ^gg.t frfctsstofnun
félagsins og rekstri þess fyrsta
starfsárið. Félagið var stofnað
15. apríl 1965 og hóf starfsemi
sína með bifreiðatryggingum
um mánaðamótin aprfl—maí
sama ár. Stofnendur voru 543
og hlutafé rúmar 5 milljönir
króna. Hlutafé er nú 6,8 millj-
ónir og hluthafar um 800. Mun
þetta eitt stærsta hlutafélag,
sem stofnað hefur verið án til-
styrks opinberra aðila. Nú eru
tryggðar hjá félaginu 5.300 bif-
reiðir, og er það þriðja stærsta
bifreiðatryggingafélag landsins.
Auk bifreiðatrygginga hafa
ýmsar aðrar tryggingagreinar-
verið teknar upp, svo sem
heimilistryggingar, glertrygg-
ingar, innbústryggingar, bruna-
tryggingar, vörutryggingar
smábátatryggingar, ferðaslysa-
tryggingar, atvinnuleysistrygg-
ingar og farmtryggingar. Hag-
trygging kom með nýtt bif-
■ reiðatryggingafyrirkomulag
með sérstöku flokkakerfi, á-
•samt iðgjaldalækkun til alls
þorra ökumanna á s. 1. ári. En
. 4 þegsu ári lækkaði félagiö
flesta iðgjaldaflokka um 5%.
Lægsti flokkur iðgjaldakerfis-
ins er ennþá ónotaður, en ætl-
unin er, að hann verði opnaður
beztu ökumönnunum á næsta
ári, sem verið hafa í tryggingu
hjá félaginu í tvö ár, svo sem
upprunalega var ákveðið. Fé-
lagið hefur tekið upp nútíma-
tækni I skrifstofurekstri, en
húsnæðisþrengsli hafa hamlað
þróun félagsins, en væntanlega
verður bætt úr því bráðlega, er
skrifstofumar flytja í rúmgott
húsnæði í hinu nýja húsnæði
templara á Skólavöröuholti.
Félagið hefur stutt með fjár-
framlögum ýmiss konar slysa-
vamir og öryggismál, og gefið
út umferðaralmanak með stutt-
um en mikilvægum leiðbeining-
um fyrir ökumenn.
Niðurlag skýrslu félags-
stjómar var á þessa leið:
„Félagið er ungt og enn í
örum vexti. Aðeins eru tveir
mánuðir síöan gengið var frá
endurtryggingarsamningum
fyrir allmargar tegundir nýrra
trygginga. Vart mun það fara á
milli mála, að tilkoma Hag-
tryggingar hafi valdið þeim ið-
gjaldalækkunum, sem almennt
komu fram á þessu ári. Ekki hef
ur verið reiknað út nákvæm-
lega, hve mikið fé bifreiöaeig-
endur spara vegna þessara
lækkana, en sjálfsagt mun það
nema tugum milljóna á þessu
ári.
Um árabil, áður en Hag-
trygging kom til sögunnar,
voru bifreiöatryggingar reknar
með tapi og iðgjöld þeirra
hækkuðu á ári hverju. Þegar
Hagtrygging hafði starfaö um
skeið með nýju tryggingafyrir-
komulagi og lækkuðum iögjöld-
um, snýst málið við, afkoma
bifreiðatrygginga veröur hag-
stæð og iðgjöld lækka almennt
verulega. Af þessu má að sjálf-
sögðu draga ýmsar ályktanir,
ekki eingöngu um trygginga-
mál, heldur einnig varðandi
ýmis viðskiptamál þjóðfélagsins
almennt. Það mun ekki gert að
þessu sinni, en aöeins bent á þá
staðreynd, að hér er að verki
nútíma skipulagning og frjáls
samkeppni í sinni réttu rnynd."
1 fjármálaskýrslu fram-
kvæmdastjóra, Valdimars J.
Magnússonar, kom fram, aö
heildarvelta félagsins á tímabil-
inu 1. mal til 31. desember 1965
nam tæplega 16 milljónum
Umsóknir
Samkvæmt skipulagsskrá fyr
ir Snorrasjóð, sem birt er í B-
deild Stjómartíðinda 1931, nr.
99, verður allt að % ársvaxta
sjóðsins, k.. 8.000.—, variö til
styrktar íslenzkum náms- og
fræöimönnum til lærdóms- og
vísindaiðkana í Noregi. Stúdent-
ar og kandidatar, sem leggja
stund á norræn fræði, og fræði-
króna og nettóhagnaður á
þessu timabili var rúmlega 1,3
milljónir króna.
Fundurinn samþykkti tillögu
frá stjóm félagsinsy ám að
greiöa hluthöfum 15,% ársarð
fyrir árið 1965. einnijí vhT sam-
þykkt að leggja 400.0P0 jjaónur
af tekjuafgangi í arðjöfnunar-
sjóð. Þá var frá því skýrt, að
stjóm félagsins hefði heimild til
þess að áiika hlutafé um tæpar
14 milljónir króna, og myndu
hlutabréf vera til sölu á skrif-
stofu félagsins til næstu ára-
mótá.
1 stjóm félagsins voru kosnir:
Arinbjöm Kolbeinsson, Gísli
Hermannsson, Ragnar Ingimars
son, Reykjavík, Sveinn Torfi
Sveinsson, Garðahreppi, og
Guöfinnur Gíslason, Keflavík.
Varastjóm: Páll Jónsson, Kefla-
vík, Garðar H. Gunnarsson,
Selfossi og Garöar Sigurgeirs-
son, Reykjavík. Endurskoðend-
ur voru kosnir: Jón Helgason
og Hallvarður Einvarðsson.
Varaendurskoðandi: Axel
Kristjánsson, Hafnarfirði. Hin
nýkjöma stjóm skipti með sér
verkum á fyrsta stjómarfundi,
og var Arinbjöm Kolbeinsson
kosinn formaöur og Gísli Her-
mannsson varaformaður. Fram-
kvæmdastjórar félagsins eru
Valdimgr J. Magnússon, sem
stjómar daglegum rekstri þess,
og Erlendur Lámsson, sem ann-
ast um tryggingarfraeðileg mái-
efni félagsins.
• Á aðalfundi mættu um 170
hluthafar, með umboð fyrir nær
helming hlutafjár.
um styrki
menn, er hafa með höndum á-
kveðin verkefni úr norrænni
sögu og bókmenntum, skulu að
öðru jöfnu ganga fyrir um
styrkveitingar.
Umsóknir um styrku úr sjóðn
um, ásamt námsvottorðum og
meömælum, sendist forsætis-
ráðuneytinu fyrir 1. júll 1966.