Vísir - 22.06.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1966, Blaðsíða 3
^ i o I R . Miðvikudagur 22. jtiní 1966 3 I Á SYN- ODUS 1 Gamla Kirkjugarðinum. Fremst frá vlnstri: Séra Stefán Lárusson Odda, séra Jón Thorarensen, séra Sigurpáll Óskarsson, Bíldudal, prestfrúin á Mosfelli frú Aðalbjörg Guðmundsdóttir, séra Áml Pálsson, Söðulsholti og séra Grímur Grímsson. Aftar sjást frá hægri: séra Krlstján Búason, Ólafsfirði, séra Kristján Róbertsson, séra Finn Tulinius, séra Bjöm Jónsson, Keflavík og séra Jón Guðjónsson Hjá lelði Dr. Jóns Helgasonar biskups í Gamla Kirkjuga rðinum við Suðurgötu. Fremri röð frá vinstri: Séra Magnús Guðjónsson, Eyrarbakka, séra Skarphéðinn Péturs- son, Bjarnarnesi, séra Porbergur Krlstjánsson, Bolunga vík, séra Ásmundur Guðmundsson fyrrv. biskup og frú hans Steinunn Magnúsdóttir, frú Áslaug Ágústsdóttir, böm Dr. Jóns Helgasonar, Annie Helgason, Sesselja Helgason, Þórhildur Helgason og fyrir aftan bser Páll He lgason og frú, biskupinn yilr Islandi herra Sigurbjöm Etnarsson og frú hans Magnea Þorkelsdóttlr. Aftari röð frá hægrl: Séra Magnús Guðmundsson, Setbergl, séra Sveinn Ögmundsson, séra Ámi Sigurðsson, Norðfiröi, séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri, séra Jón Auðuns Dómprófastur, séra Óskar J. Þorláksson Dómkirkjuprestur og séra Magnús Guðmundsson fyrrv. prestur £ Ólafsv. Akranesi. Hér eru þau Unnur Halldórsdóttir eina diaconissan hér á landi og séra Jón Bjarman nýskipaður æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar fyrrv. prestur í Laufási við Eyjafjörð. Hinn árlegi synodus eða prestastefna stendur nú yfir. Prestar frá öllum landshomum koma saman i höfuðborginni og ræða mál sín en aðalmálið að þessu sinni er ný skipan prestakallanna. Hefur þetta mál verið mikið til umræöu á um- liðnum árum og sýnist sltt hverjum. Hér ræða þau við séra Finn Tulinius, Kaupmannahöfn og séra Garðar Þorsteinsson og frú. s Má því vænta fjörugra um- ræðna á prestastefnunni um hina nýju skipan, en ályktanir þær sem að þeim loknum verða dregnar verða lagðar fyrlr kirkjuþing í haust. Prestastefnan var sett með hátíölegri athöfn í Dómkirkj- unni í gærmorgun á aldaraf- mæli dr. Jóns Helgasonar bisk- ups. Eftir guðþjónustuna þar sem séra Þorbergur Kristjáns- son í Bolungavík fluttl sköru- lega predikun gengu prcstar í fullum skrúða i gamla kirkju- garðinn þar sem biskubinn herra Sigurbjörn Einarsson lagði blómsveig á lelði dr. Jóns Helgasonar biskups. Siðdegis í gær komu prest- ar saman í kapellu Háskólans áður en biskup flutti yfirlits- skýrslu sína. I anddyri fyrir framan, hátíðasal hafði verið komið fyrir ýmsum kirkjumun- um tll sýnis þátttakendum prestastefnunnar, en í hátíða- salnum fara fram umræður um hin ýmsu mál, sem um veröur fjallað á prestastefnunni. Myndsjá Hér sjást prestarnir séra Gunnar Árnas.on Kópavogi, séra Ólafur Skúlason og séra Felix Ólafsson. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.