Vísir - 08.07.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 08.07.1966, Blaðsíða 1
VÍSIR 56. árg. — Föstudagur 8. júlí 1966. — 152. tbl. Var á Þingv'óllum um og eftir hádegi U Thant framkvæmdastjóri Stjómarráðið í morgun. Hann Sameinuðu þjóðanna heimsótti ræddi þar við dr. Bjama Bene 1 ví* Hvað hafið þér heimsótt mörg lönd á vegum SÞ? spurði forsætisráð herra. Ljósm. Vísis tók myndina af fundi U Thants með forsætisráð- herra og utanríkisráðherra i Stjómarráðinu í morgun kl. 10. Frá v.: U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, Bjami Benediktsson forsætisráðherra diktsson, forsætisráðherra og Emil Jónsson, utanríkisráðherra um stund. Þegar tíðindamenn Vísis bar að voru þeir að ræða skrif ís- lenzku morgunblaðanna um komu U Thants og lét U Thant í ljós ánægju sína meö þau. For sætisráðherra spurði U Thant hversu mörg lönd hann hefði heimsótt á kjörtímabili sínu. U Thant sagði að hann hefði heim sótt flest öll lönd Evrópu og nokkur þeirra oft vegna fimda í þeim. Minntist hann þar á með al á fundina £ Genf og £ París, sem hann heimsótti oft. Eínnig hefur hann heimsótt mörg lönd í Afrfku, bæði nýju ríkin og þau gömlu. Hann hefur ferðazt mik ið á kjörtimabilinu og hefur haft þá stefnu að heimsækja eins mörg aðildarlönd Samein- uðu þjóðanna og kostur hefur verið á. Klukkan 11 í morgun hélt U Thant ásamt föruneyti til Þing valla og átti að vera mættur við Lögberg kl. 12, þar sem honum var sögð saga Þingvalla. Hádegisverð snæddi hann í Val og Emil Jónsson utanríkisráðherra. Frh. á bis. 6. ViBskiptahagsmunir Islendinga ítrekaðir Henrik Sv. Björnsson sendiherra ræðir við utanrikisráðherra EBE — Islend- ingar óska eftir frjálslegri fiskimálastefnu og viðhaldi innflutningskvótanna Sérstök nefnd Efnahags- bandalagsins hefur skilað ítarlegu áliti um það hvern ig bandalaginu beri að vernda eigin fiskveiðar, en bær ráðstafanir geta kom- ið sér illa fyrir lönd utan bandalagsins, svo sem Norðurlöndin, og þar á meðal ísland. Vegna þessarar fregnar, sem barst frá Briissel í gær, hefur Vísir aflað sér upplýsinga um það, að ríkisstjórnin hefur að undanfömu fylgzt náið með þess um málum og áföngum í mótun fiskimálastefnu Efnahagsbanda- Iagsins. Hafa fulltrúar ríkis- stjómarinnar átt mörg samtöl við forsvarsmenn EBE um þessi efni. Nú síðast gekk sendiherra ís- lands hjá Efnahagsbandalagi Evrópu, Henrik Sv. Bjömsson, á fund utanríkisráðherra Efna- Þjónaverkfallið byrjað Fyrsti dagur þjónaverkfallsins er í dag og eru öil veitingahús og vínbarir lokaðir. Takmörkuð þjón- usta er veitt á hóteium fyrir gesti hótelanna, en ekki fyrir aðra. Var sú undanþága veitt í gærkvöldi í samræmi við aiþjóðavenjur. Ingólfur Jónsson ráðherra hélt í gær fund með Ferðamálaráði og fulltrúum deiluaðila og var þar rætt um áhrif verkfailsins á komu ferðamanna til iandsins. Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjart arson og Logi Einarsson, héldu í gær fund með deiluaðilum, Sam bandi veitinga- og gistihúseigenda og Félagi framreiðslumanna. Stóð fundurinn fram til kl. 5 í morgun og náðist ekki samkomulag. Var mest rætt um þá kröfu þjóna, að barþjónar stimpli ekki einstaka drykki inn á peningakassa. Strand aði fundurinn á þessu máii fyrst og fremst. Sáttasemjari beindi þeim tilmæl- um til þjóna, að þeir frestuðu verk fallinu meðan reynt væri að semja Veitingam. voru hlynntir þessari málaleitan, en þjónar höfnuðu henni afdráttarlaust . Samningar str'ónduðu á stimpilklukkunum Veitingahús og vinsfúkur eru lokaðar Henrik Sv. Bjömsson hagsbandalagsins, Rey, þann 10. júní s.I. Var fundur þeirra, sem fram fór í Brússel, framhald af fyrri viðræðum. Sendiherra íslands gerði utanríkisráðherranum grein fyrir þeim áhuga, sem ís- lendingar hefðu á því að frjáfs- leg stefna ríkti í fisksölumálum álfunnar. Gat sendiherrann um það að sérlega teldu íslendingar mikilvægt að tollkvótamir, sem gilt hafa á Italíu fyrir íslenzkan saltfisk og skreið og í Þýzka- landi fyrir freðfisk og ísaða og frysta sfld yrðu ekki felldar nið- ur, er bandalagið mótaði fram- tíðarstefnu sína í liskimálum (þ. e. áfram yrði heimiiaður inn- flutningur íslenzkra fiskafurða í þessi iönd á hinum fyrri hag- stæðu tollakjörum). Jafnframt tjáði Henrik Sv. Björnsson utanríkisráðherran- um að í sambandi við Kennedy- viðræðumar teldu íslendingar mikilvægt að ytri tollur Efna- hagsbandalagsins verði lækkað- ur á frystum fiski, fiskniðursuðu vörum og öðmm fiskafurðum. Kvað sendiherrann Islendinga vonast til þess að þegar fiski- málastefna bandalagsins yrði mótuð myndi hún frjálsleg hvað snerti innflutningskvóta og tolla. Ojafn leikur vegna hins háa kaup gjalds og verðbólgunnar — Visir ræðir við Svein Valfells framkv.stj. Vinnufatagerðarinnar Undnfarna daga hafa birzt í blöðum fregnir af því að Vinnu- fatagerð Islands hafi hætt starf semi sinni og sagt starfsfólki upp. Hafa blöð stjórnarandstöð- unnar flýtt sér að draga af þessu þær ályktanir að lokunin sé við reisninni og ríkisstjórninni að kenna, eins og það er orðað. Til þess að komast a3 hinu sanna í málinu sneri Vísir sér í gær til Sveins Valfells forstjóra, aðaleiganda fyrirtækisins, og spurðist fyrir um málið. — Er lokunin viðreisninni að kenna, eins og blöð stjómar- andstöðunnar fræða lesendur sína á? — Hér er ekki við viðreisn- ina sem slíka eða neina ákveðna aðila að sakast heldur breyttar aðstæður sem koma til greina. Nýtt ástand hefur skapast vegna hinnar frjálsu verzlunar og mikla vöruframboðs á mark- aðnum. Það er að sjálfsögðu fólkinu, neytendunum, til góðs að geta keypt vöruna sem ódýr- ast, hvaðan sem hún kemur. og fengið sem mest vöruúrval. Velgengni sjávarútvegsins hef Framh. á bis. 6. Sveinn Valfells

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.