Vísir - 08.07.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 08.07.1966, Blaðsíða 9
VÍSIR. Föstudagur 8. júlí 1966. 9 ER ÁFENGI ÞJÓÐARBÖL AT.T.RA NORÐURLANDA? Hér eru nú staddir frændur okkar frá öllum Norðurlöndunum á Norrænu ungtemplarainótí. Erlendu gestimir á þessu móti munu vom hátt á annað hundrað talsins, auk þess tekur f jöldi innlendra fulltrúa þátt í mótínu. Þaö var sett með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni á þriðjudaginn og því lýkur á sunnudag. Margar samkomur eru haldnar og erlendu gestirnir fara í kynn- isferðir hér um nágrennið, sigla um Sundin og sækja hei msögu- stað! á Suðurlandi. Vísir leit inn á fyrstu kvöldsamkomu mótsins, sem haldin var í Lido á þriöjudaginn og náöi þar tali af nokkmm hinna erlendu fulltrúa. Auknum frítíma fylgir vaxandi drykkjuskapur Cænski hópurinn er sá fjöl- ^ menaasti af erlendu hóp- unum og I för með honum er formaður sænska sambandsins Ingvar Pemeso. Hann var fús til þess að leysa úr nokkrum spumingum og hafði sér til fulltingis unga stúlku frá Lin- köping Katarinu Rogertam. — Við erum hér 110 frá Svíþjóð, sögðu þau. — Ung- templarafélögin í Svíþjóð em eitthvað um 400 og telja sam- anlagt eitthvað um 14000 félaga Katarina er f félaginu Vorsol í Linköping. Hún sagði að fé- lagamir væru yfirleitt á aldr- inum frá 14 ára og eitthvað fram yfir tvítugt. Starfi félag- anna er svipað háttað og í Noregi. Það er komið saman í samræðuhópa, íþróttir em stundaðar og svo er mikið um ferðalög bæði innan lands og utan. — Sænska sambandið er elzt af Norðurlandasamböndunum, stofnaö fyrir sextíu ámm. Var haldið upp á afmælið um páskana í vetur. Þegar þau voru spurð um vandamál unglinganna í Sví- þjóð og hvað þau vildu segja um sögurnar, sem gengju af drvkkju og óreglu unglinganna þar, jánkuðu þau bæði og töldu það því miður vera alltof satt. Frítminn hefði aukizt mikið og fólk væri í vandræðum með hvað það ætti að gera af sér, sérstaklega unga fólkið, og það væri alltof mikið um það að unglingar færu út í drykkju- skap. — Þessi drykkjuskemmtana- menning, sagði Pemeso, að væri ein ástæðan fyrir því að erfitt væri að auka félags- starfsemina. Ungtemplarafélög- in hafa staðið nokkum veginn i stað hvaö fjölda snertir und- anfarin ár, sagði hann. — Þau töldu slík mót mjög líkleg til þess að hressa upp á félögin. Við komum saman á laugardögum og drekkum kaffi jprá Færeyjum eru 5 fulltrúar. Meðal þeirra er ungur pilt- ur ftá Þórshöfn, Walter Thomassen. — Ungtemplarafélag er aðeins starfandi í Þórshöfn, segir hann. — Félagarnir eru 110, svona á aldrinum 14 til 25 ára. Við komum saman i I.O.G.T.- húsinu venjulega einu sinni í viku, á laugardögum. Þar höfum við skemmtanir, drekkum sam- an kaffi og dönsum. Starfsemin er mest yfir veturinn. Við för- um mikið í ferðalög um eyj- amar á sumrin. — Það er aljtof mikið drukk- ið af áfengi í Færeyjum, segir hann. — Við erum að reyna að berjast fyrir að áfengislöggjöf- in sé haldin og að vín sé ekki selt fólki innan við 21 árs ald- ur. Finnlandi sögðu þeir: — Það er kannski drukkið minna magn af áfengi en víðast hvar á hinum Norðurlöndunum en þeim mun sterkari vín. í vetur var flutt frumvarp í finnska þinginu þess efnis að leyfð skyldi sala áfengs öls í venju- legum búðum, en því var hafn- að. — Má því segja að finnska þingið líti ekki ósvipuðum aug- um á þennan görótta drykk og hið íslenzka. Þeir félagar spurðu hvernig afstaða blaðanna héma væri til bindindishreyfingarinnar. 1 Finnlandi, sögðu þeir, eru þau mjög andvíg henni, og skrif þeirra óhliðholl templarafélög- unum. — Við höfum aldrei komið til íslands áður. Það hefur lengi verið draumur minn að koma hingað, sagði sá finnskumæl- andi. Þeir kváðust mjög hrifnir af gestrisninni héma og undr- andi á framförunum. beinum drykkjuskap eins og t. d. mikið yrði vart við hér á landi og einnig í Svíþjóð, en eigi að síður væri áfengi þjóð- arböl í Danmörku. Þar kemur til hin jafna og alltof almenna drykkja. — Haldiö þið að bjór- inn eigi þarna nokkurn hlut að máli? Nú voru blikur á lofti um það héma á Islandi hvort leyfa skvldi framleiðslu sterks öls ... — Þið voruð heppin að sleppa við hann, sagði Sander- sen. — Við höfum fengið reynsluna af honum í Dan- mörku. — Myndi hann auka drykkju meðal unglinga? — Það er algengt að danskir unglingar byrji að drekka sterkt öl um 14 ára aldur. Það kann að vera að bjórinn dragi úr drykkjulátum, menn verða svo þungir við að drekka hann, en hann kemur fleirum í sam- band við áfengið. SpjaBBað véð gesfi á Norræno ungfeanplara- méfinu sækja land, sem er svo gjörólíkt manns eigin að landslagi, sögðu þeir, en það er dýrt að verzla héma. , Reynum að ná unglíngunum áður en þeir byrja að drekka TTr hópi þeirra norsku feng- um við Björn Lövestad, ritara norska ungtemplarasam- bandsins (N.G.U.) til þess að spjalla við okkur. Norrænir ungtemplarar i þjóðbúningum á mótínu i Reykjavík. Hann kvaðst hafa mikla ánægju af að koma hingað til íslands á þetta mót, en hann kvaðst hafa komið hingað einu sinni áður, og þá eins og al- gengt er um Færeyinga — á fiskibáti. Finnsku blöðin andvíg templurum jþá hittum við tvo af fixmsku fulltrúunum, Olaf Henriks- son fulltrúa sænskumælandi ungtemplara í Finnlandi og Veli Hámalainen frá finnsku- mælandi ungtemplurum. Þeir sögðu að þessi hreyfing væri mjög veik í Finnlandi og félagamir fáir. Starfsemin er með svipuðu sniði og í Svíþjóð og bækistöð hennar er í I.O.G.T.-húsinu í Helsingfors. Um áfengisvandamálið í Bjórinn kemur mönnum á bragðið Jj^önsku ungtemplarasambönd- in eru tvö, annað í tengsl- um við stúkuhreyfinguna. En ungtemplarafélögin hafa mikið samstarf sín á milli og bæði samböndin eiga fulltrúa á mót- inu hér. Við hittum tvo þessara fulltrúa, sinn frá hvoru sam- bandi, Thorkild Sandersen frá ungtemplarasambandi I.O.G.T. og Jörgen Toudal frá D.G.U.F. (Denmarks Gutemplar Ungdoms Forbund). Þeir kváðu upp úr með það til þess aö byrja með, að Dan- mörk hefði við mesta áfengis- vandamálið að stríða af öllum Norðurlöndunum, samkvæmt statistikkinni væri áfengis- neyzla þar tiltölulega mest. Það bæri að vísu ekki svo mikið á — í dönsku ungtemplarafé- lögunum, sögðu þeir, væru inn- an við þúsund manns. Fulltrúar félaganna koma saman á einum stað ár hvert til að skipuleggja starfig og glíma við hin ýmsu vandamál. Svo mæta þeir hver hjá sínu félagi, sem eru víða um Danmörku, einu sinni 1 viku hverri og þá eru bindindismál að sjálfsögöu efst á dagskrá. — Stúkan £ Danmörku á 80 samkomuhús vítt um landið og sögðu þeir félagar að þau hefðu meðal annars verið leigð mjólk- urfélögunum til áróðurs fyrir mjólk. Unglingum væri frjálst að koma þangað inn og hlusta á „pop-músfk“ og drekka mjólk. — (Þetta væri athugandi fyrir bænduma hér og Mjólkursam- söluna í öllu mjólkur- og smjör- stríðinu). Þeir létu vel yfir Islandsför- inni, sérstaklega hlýjar móttök- ur. — Það er gaman að heim- — Hvað eru norsku fulltrú- amir margir hérna? — Við erum 60 frá Noregi. — Er ungtemplarahreyfingin ekki nokkuð útbreiddur félags- skapur í Noregi? — Það eru eitthvað um 100 félög og um 6 þús. félagar í þeim samanlagt. Félagið, sem ég er í heitir Löfenskug og er spölkorn utan við Oslo, í því eru yfir 100 félagar og við er- um 20 hér af þeim. Þar á meðal eru leikendur í revíu, sem við sýnum hérna fvrir mótsgestina (í Sigtúni). En innan okkar fé- lags er starfandi leiklistar- klúbbur og við höfum sýnt slíka skemmtiþætti á samkom- um ungtemplara áður. — Hvað gerið þið nú helzt til þess að forða norska ung- dómnum frá áfenginu? — Við reyndum að fá ung- lingana með okkur áður en þeir Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.