Vísir - 06.08.1966, Síða 6

Vísir - 06.08.1966, Síða 6
6 V1SIR . Laugardagur 6. ágúst 1966. Grastegundir — Framh. at bls. l' eru oft gisnar og illa famar af kali, en þéttast með aldrínum, við það, að innlend grðs ná yfirhöndinni. Þegar erlendu grös in vfkja er varpasveifgras oft- ast fyrsta grasið til að þekja kalblettina. En sú tegund er upp skerurýr og kemur að litlum notum til heyskapar. 1 kjölfar þessarar tegundar koma oft skriðlíngresi og snarrót og önn- ur uppskerumeiri grös. Ekki er enn á markaðinum neitt fræ af íslenzkum stofnum. Talsverðum efnivið hefur verið safnað til kynbóta og harðgerðir stofnar hafa verið valdir og sendir til Danmerkur og Noregs til fram- ræktunar, en ekki er enn komið á markaðinn fræ fyrir bændur. Erlendir stofnar reynast einn- ig misharðgerðir og hafa tilraun ir meðal annars sýnt vfirburði norska Engmo-stofnsins í þeim efnum. Er hann nú orðiö eina vallarfoxgrasið, sem notað er í íslenzkar grasfræblöndur, og er árleg notkun 60 tonn fræs. Há- liðagras hefur mikið verið notað í grasfræblöndur á undanföm- um árum og hefur staðið sig vel, einkum í rökum jarðvegi. Fræið hefur komið frá Finn- landi, en er nú keypt frá Oreg- on í Bandarfkjunum. Enda þótt háliðagras sé að mörgu leyti ó- heppileg fóðurjurt, vegna þess, hve fljótt hún vex úr sér, hef- ur hún þó reynzt einna harð- gerðust hinna erlendu tegunda og hefur viðhaldizt allvel í sáð- sléttum. Danskur túnvingull hef ur reynzt uppskemmikill, en þar sem hann hefur verið i sam- anburðartilraunum með íslenzk- um stofni, til dæmis uppi á há- Iendi landsins, hefur hann reynzt mun lingerðari en sá is- lenzki. í rauninni víkur hann að lokum fyrir innlendum tún- vingli f sáðsléttum. Hinn danski vingull hefur þó reynzt þoln- astur erlendra túnvingulsstofna, sem reyndir hafa verið. Sama er að segja um vallarsveifgras, að íslenzkir stofnar reynast mun harðgerðari en þeir, sem fengnir eru erlendis frá. Þrátt fyrir það hefur einkum verið notað kanadiskt fræ f íslenzkar fræblðndur. Aðrar grastegundir og belgjurtir, sem notaðar eru, skipta minna máli f heildarupp- skeru túna. Vegna mikillar köfn unarefnisáburðamotkunar hefur ekki verið ráðlagt að hafa smára f sáðblöndun, þar sem smári virðist fljótt hverfa úr túnum, þótt sáð hafi verið. Grasfraeblöndur hafa verið breytilegar á ýmsum árum. Var notaður meiri fjöldi tegunda fyrr á árum, en margar þær teg- undir reyndust koma að litlum notum og hefur stefna sfðustu ára Verið sú að fækka tegund- um í blöndum. Af þeim fræ- blöndum, sem eru á markaðin- um, er sú varanlegust á köld- um landshlutum, sem hefur há- liðagras að meginhluta. I at- hugun, sem gerð var á gróðri túna norðanlands og sunnan á kölnum og ókölnum sléttum, kemur fram hvemig gróðurfari er yfirleitt varið á íslenzkum túnum. Er athyglisvert, að slétt- ur með háa hlutdeild vallarfox- grass hafa orðið fyrir meira kali en sléttur, þar sem vallarsveif- grös, túnvingull eða snarrót eru rfkjandi. Meðt'erð uppskeru Á íslandi eru tún ýmist sleg- in eða beitt og oft bæði beitt og slegin. Með þvf er iðulega gengið of nærri gróðrinum. Hafa athuganir sýnt, að tún, sem eru síðla slegin eða beitt, kala frem- ur. 1 tilraun, sem gerð var við Bændaskólann á Hvanneyri, kom einnig fram veruleg minnk- un uppskeru á túni, sem beitt hafði verið á árið áður. Einnig virtist hula tegundanna minnka og hlutfall hágrasanna einkum minnka borið saman við sumt lággrasanna. Það er og athyglis- vert, að við stöðuga og einhæfa beit húsdýra á tún veljast úr ólostætari tegundir. Við það eykst snarrót og ýmsar breið- blaða jurtir, svo sem brennisól- ey, ^úrur og kúmen. En hinar síðamefndu ódrýgja uppsker- una. Tíður sláttur hefur og nokk uð rýrandi áhrif á þá uppskeru, sem fæst af túninu árið eftir, einkiun séu tún slegin of seint. Á meðfylgjandi myndum em sýnd vaxtarlínurit einstakra grasa yfir sumarmánuðina. Er daglegur vöxtur reiknaður sem kg af hektara. Við samanburö á þeim lfnuritum sést til dæmis hinn stöðugi vöxtur vallarfox- grassins og hve háliðagrasið sprettur fyrr og örar en tún- vingull. En túnvingull heldur nokkuð jöfnum vexti fram eftir sumri og er protein prósenta hans hærri við sfðsumarslátt en margra annarra tegunda. Er nauðsynlegt að taka þessa eigin leika tegundanna til greina við beit og slátt, til þess að ná há- marks fóðri af túnum með til- settum gæðum. Er mikið rann- sóknarefni að finna, hvar á vaxt artímanum er hagkvæmast að nýta uppskemna. I tilraun með sláttutíma, sem gerð var á tilraunastöðinni á Korpúlfsstöðum 1963—1965, sést að mikill munur er á heild- aruppskeru þurrefnis og á proteinmagni, eftir þvf hvenær og hve oft er slegið. Af þessum tilraunum er unnt að mæla dag legan vaxtarhraða grassins við’ mismunandi tíðrti slátta á blönd uðum grasgróðri. Hámarks- vaxtarhraði er um 76 kg þurr- efnis af hektara á dag í þessari athugun. Vaxtarhraðinn er mestur í júnfmánuði, en gras- sprettan er óveruleg frá lokum ágústmánaðar. Sé sláttum fjölg- að, breytast vaxtarlínumar, en með þvf er þó ekki unnt að jafna sprettutímanum þannig að meiri uppskera fáist seinni- hluta sumars. Fjölgun slátta eykur að vísu prósentu eggja- hvítunnar, en bæði minnkar heildarþurrefnismagnið og sömuleiðis eggjahvítumagnið. Þannig er vaxtargeta grassins við íslenzkar aðstæður ekki meiri en svo, að hún þoli fleiri en tvo slætti yfir sumarið, svo ekki komi fram uppskerurým- un það ár. Auk þess vofir sú hætta yfir, að sú mikla köfnun- arefnisáburðargjöf, sem nauð- synleg er til þess að knýja fram uppskeru fyrir 3 slætti, sé ó- heppileg fyrir frostþol grass- ins. Lokaorð Við athugun á uppskeratölum yfir árlegan heyfeng kemur fram, að uppskera á íslenzkum túnum hefur farið ört vaxandi á undanfömum árum frá þvf að vera um 32 hkg/ha árið 1943 í um 40 hkg/ha árið 1963. Bent hefur verið á, að meðalhiti hafi verið hærri mánuðina desember til september þau ár, sem upp- skera túngrasa hefur verið mest og sé uppskeruaukningin að nokkru leyti afleiðing þeirrar veðurfarsbreytingar. Aukin notkun áburðar og bætt sáð- gresi hljóta þó að eiga veruleg- an þátt í uppskeraaukningunni. Þau ár, sem hafa lágan meðal- hita f des.—sept. (það er nokkra vetrar- og sumarmánuði) eru einnig oftast kalár, og virðist ársuppskeran fyrst og fremst minnka vegna beinna skemmda á gróðri. Er þvi aðkallandi vandamál fyrir íslenzkan land- búnað, að fá þolbetri grasteg- undir til útsæðis, sem henta betur staðháttunum og geta lifað af umhleypinga íslenzkra vetra. Þjóðhátíðin — Framhald af bls. 16 þá að heiðra sinn konung með veizlu í Herjólfsdal og hafa Eyjabúar haldið þjóðhátíð næst um hvert ár sfðan f Herjólfsdal. Árið 1874 vora íbúar 200. Var hver húsmóöir skikkuð til að baka „hálfa tunnu" af lummum, en auk þess var slátrað einu nauti. Er borðið, sem þá var snætt við enn notað. Nú eru V estmannaeyingar rúm 5000, en nauti er ekki lengur slátrað. Tíðindamaður Vísis sá ekki bet- ur, en að pylsur væru aöalfæðu- tegundin. — Jóhann lét þá ósk í Ijós, að drykkjuskapur yröi minni á þjóðhátíðinni en undan- farin ár. Gerðar hefðu verið ráð- stafanir til að koma í veg fyrir hann. — Meðan tíðindamaður Vfsis dvaldi f Eyjum varð hann lítið var við drykkjuskap. Marg- ir voru hýrir, en fáir fullir og var andrúmsloftið yfirleitt gott. Eftir setningarræðuna flutti Þorsteinn Lúther Jónsson, sókn- arprestur, guösþjónustu og kirkjukór Landakirkju söng und ir stjórn Marteins Hunger. — Marteinn Hunger er A-Þjóðverji en hann tók við Lúðrasveit Vest mannaeyja þegar Oddgeir Krist- jánsson lézt. Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði undir stjóm Hunger m. a. þjóðhátíðarlagið 1966 eftir Oddgeir Kristjánsspn við ,Jióð eftir Ása í Bæ. j Um'fimmleytiö váf barnatími. Léku Karl Einarsson og AIli Rúts, Gög og Gokke. Bjargsig var sýnt á Litlaklifi. Var sigmaður Skúli Theodórs- son. Fylgdust menn með siginu af mikilli athygli og þá sérstak- lega yngri kynslóöin í Vest- mannaeyjum og „útlendingarn- ir“. Þyrptust ungir drengir um- hverfis sigmanninn þegar hann kom niður og létu virðingu sína í Ijósi, með ýmsum spumingum og athugasemdum. Klukkan 20 í gærkvöldi átti að vera kvöldvaka í Herjólfs- dal með ýmsum skemmtikröft- um, en á eftir voru dansleikir á tveimur danspöllum fram til klukkan 4 um nóttina. Á miönætti var tendraöur eld- ur á Fjósakletti og var flugelda- sýning á eftir. Hátfðahöldunum ir hald- iö áfram í dag, en þ. látíðinni Iýkur eftir miðnætti ( morgun. Flug göngumálaráðherra til máls og þakkaði flugmálastjóra framlag hans til flugmálanna hér á landi. „Ég er sannfæröur um, að flugmálin í dag væra á allt öðrum grandvelli, ef Agnar hefði ekki beitt sínum hugsjón- um og dugnaði að þeim í þessi þrjátíu ár“. Sagði samgöngumálaráðherra að íslendingar hefðu á þessu tímabili haslað sér völl á al- þjóðavettvangi flugsins. „Ég held aö ég megi segja í dag, að alþjóð skilji hlutverk flugsins, og að þjóðin standi saman um framgang þess og er mikið unnið við það. Getur flug málastjóri litið með ánægju yf- ir farinn veg“, sagði samgöngu- málaráðherra að lokum. Haraldur Guðmundsson taldi að skipan Agnars, 21 árs gam- als sem flugmálaráðunauts hafi verið happaverk. „Hefur hann síðan átt í sínu 30 ára stríði, sem ég held að hafi verið að mörgu leyti mjög skemmtilegt og átt við hans skapferli. Hefur orðið gifurleg breyting á þeim árum einmitt í flugmálunum og hefur þróunin verið miklu hrað ari en mig óraði fyrir og mun svo fleirum farið. Hefur ver- ið stefnt á ákveðnar leiðir og glundroöinn ekki látinn ráða“. Taldi Haraldur, að eitt erfiðasta verkefnið færi nú í hönd, að halda þeim sess í framtíöinni, sem hafi þegar náðst og tryggja þátttöku okkar íslendinga I al- þjóðlegum loftferðum. Þakkaði flugmálastjóri hlýleg orð og kvað sér vera sérstök ánægja að sjá þá Pétur Ólafs- son og Sigurð Guðmundsson rit stjóra, sem hefðu veitt flug- málunum ötulan stuðning á fyrstu árunum með blaðaskrif- um. Hafi sambandið við blöð- in haft góð áhrif á þróun flug- málanna, sérstaklega í byrjun, i i a; íþe^ár þáU áttu érfiðást uppdrátt ‘'■'n ar. Sömuleiðis minntist flug- málastjóri starfs Axels Krist- jánssonar, sem hafði loftferða- eftirlit meö höndum fyrstu tólf árin. Síldin Framnaid af bls. 16 tók við starfi flugmálaráðu- nauts var fyrsta verk hans að athuga lendingarskilyrði á landi. „Sá ég að miklir möguleikar vora fyrir allar minni vélar og að steyptir flugvellir yröu það, sem framtíöin byði upp á, en þá voru allir flugvellir erlendis grasflugvellir", sagði flugmála- stjóri, í upphafi, þegar hann skýrði í stuttu máli frá því er hann tók fyrst við starfi, þá 21 árs gamall, án þess að nokkur rlugvél væri þá til hér á landi. „Nú eru flugskírteini 933 tals ins og innan áramóta verða flug skírteini um þúsund talsins. — Reikna má með að um 4—5 þús und manns hafi lífsviöurværi sitt af fluginu og fyrir utan stærri flugfélögin eru sex lítil flugfélög starfandi í landinu". Tók Ingólfur Jónsson sam- Framh. af bls. 1. er engin torfumyndun ennþá. Sjórinn er mjög kaldur á þess um slóðum og hlýja lagið nær ekki nema 50 metra niður, það kann að vera orsök þess að síldardreifðin er svo þunn og torfumar verða ekki þykkari en 50 metrar. — En rauðátumagn- ið er mjög mikið úti fyrir öll- um Austfjörðum og ástæða til að ætla að síldin gangi nær landi seinna í þessum mánuði eða i byrjun september. — Var síldin ekki gengin á miðin um þetta leyti í fyrra? — Nei, hún gekk ekkert að ráði upp að landinu fyrr en seint í ágúst eða byrjun sept- ember. En það var að vísu lítils háttar veiði út af Aust- fiörðum af og til. — Veiðin um þetta leyti f fyrra var mest við Hrollaugseyjar. Þar hafa nokkr ir bátar fengiö einhvem afla núna, það era aðallega bátar frá Homafirði og smærri bát- ar, sem þar eru. — Hvaö er þetta gömul síld, sem nú veiðist? — Það er mest megnis sjö ára síld. Svo er eitthvað af miklu eldri stofnum innan um, sextán ára sfld, en það er bara lítið orðið eftir af henni. Það veiddist dálítið 100 mílur út af Þistilfirði um verzlunarmanna- helgina og mér er sagt að það hafi verið stór og falleg sfld. — Hvar hafið þiö verið að leita að undanförnu? — Við höfum nú verið að leita hérna vestur svæðið út af Norðurlandi en það svæði er ákaflega átusnautt og Iftil skil- yrði fyrir átumyndun. Við er- um að fara f helgarfrí núna, en svo Ieitum við úti fyrir Norð- austurlandi og eitthvað noröur í haf. Eldur Framhald ai bls. 16 leyndist úti í síðum skipsins. Eldsupptök eru talin í rafkerfi í vélarúmi. Vélarrúmiö var tölu- vert brunniö að innan og eldur hafði einnig komizt í káetu fyrir aftan. Eldurinn komst hvergi út úr skipinu og einnig virðist vélin vera lítt skemmd. Skipið þarfn- ast samt töluverðrar viðgerðar og verður frá veiðiskap á næstunni. Fiskaklettur er 100 Iesta eikarbát- ur, smfðaður 1946 f Svfþjóð. Þrennt flutt slusuð á Lundspítalunn í gær Þrjú slys urðu í Reykjavík f gær, en engin þeirra alvarleg. l'vö þessara slysa vora umferðarslys. Fyrsta þessara slysa varð kl. 13.00 í gærdag, er Gunnar Valdi- marsson varð fyrir strætisvagni við Múla á Suðurlandsbraut. Hann var fyrst fluttur á Slysavarðstof- una, en sfðan á Landspítalann. Mun hann hafa rifbeinsbrotnað, en það er þó ekki vitað með vissu. Um klukkan 13.50 varð það vinnu- slys f Kassagerð Reykjavíkur, aö Anna Magnúsdóttir lenti með ann- an handlegginn í vél og handleggs- brotnaði hún. Leið henni ágætlega eftir atvikum í gærkvöldi. Þriðja slysið varð um klukkan 19.00 f gærkveldi er Hafsteinn Sölvason varð fyrir bifreið á móts við húsið nr. 4 við Sætún. Var hann fluttur beint á Landspítalann, en meiðsli hans voru ekki talin alvarl. eðlis og líðan hans sæmileg f gærkveldi. Aðgerðir Landssím- Stóra-Klifi ans a j í gær barst Vísi eftirfarandi fréttatilkynning; ' „Vegna ummæla í Alþýðublaðinu í dag þykir rétt aö birta símskeyti; póst- og símamálastjómarinnar til stöðvarstjóra pósts og síma f Vest- mannaeyjum, varðandi sjónvarps- j endurvarp á Stóra-Klifi og fer það hér á eftir: „Þar sem Rikisútvarpið telur sjónvarps-endurvarp, sem nú á sér stað á Stóra-Klifi þess eðlis, að það skuli eigi leyft og sjón- varpsstarfsemin því ólögleg, legg ur póst- og símamálastjómin fyr ir yður að sjá um að aðstaöa landssímans á Stóra-Klifi veröi ekki notuð í þessu skyni“. Reykjavík, 5. ágúst 1966, Póst- og sfmamálastjómin".

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.