Vísir - 06.08.1966, Side 11

Vísir - 06.08.1966, Side 11
 Þjóðhetja Spánverja, nauta- baninn Manuel Benitez, sem þekktari er undir nafninu „E1 Cordobes" var hætt komlnn fyr ir skömmu, er hann komst í tæri við skæðasta' andstæðing sinn til þessa, nautið „Naranj- ito“, sem vegur nær hálft tonn. „E1 Cordobes" hefur sýnt svo mikiö hugrekki að fremur hefur Hann miðaði og hljóp á móti nautinu, en það stökk til hlið ar og tók hann upp á horn- unum. mátt líkja því viö fífldirfsku og viðbragösflýtir hans hefur ekki átt sinn líka. Unga fólkið hefur dáð hann takmarkalaust og kall aö hann „Bítil Arenunnar" (ar- ena nefnist völlurinn þar sem nautatið fer fram). Þessi ungi piltur, sem alinn var upp á fá- tæklegu bamaheimili getur nú krafizt allt aö einni milljón króna fyrir eitt nautat. Það var á nautati í borginni Mont de Marsan í Suöur Frakk landi, sem óhappið varð. Áhorf endur voru um 8 þúsund og fögnuöurinn var mikill þegar „E1 Cordobes“ gekk inn í hring inn. Hann gaf aðstoðarmönnun um, sem þreyta og æsa áttu nautið með stungum í heröa- kambinn, merki um aö hverfa af vellinum — hann ætlaði aö fást við nautið aleinn. Allt gekk eins og i sögu þar til að því kom að „E1 Cordobes" átti að veita „Naranjito" bana- stunguna. Hann bjó sig til að stinga sverðinu á kaf í herða kamb nautsins — en þá gerðist það. Nautiö hljóp til hliðar, tók „E1 Cordobes“ upp á hom unum og andartak stóð hapn á höfði á baki nautsins en féll síðan til jarðar. Hann var fljót ur að rísa á fætur og nú varð móður hans meiri en nokkru sinni fyrr. Hann réðist að naut inu, en það var ekki fyrr en viö sjöttu stunguna, sem nautið féll. Er nautið var fallið og hest ar komu til að draga það út af vígvellinum vgr „EJ Cordob- es“ ekið til sjúkrahúss. Blóði'ð fossaði úr fótlegg hans. Ástæöan fyrir því að svo illa tókst til með banastunguna er sú, að „E1 Cordobes" getur ekki lyft hægri handleggnum nema í axlarhæð. í vetur var hann skorinn upp á sjúkrahúsi í Madrid og skurðlæknirinn réði honum aö halda sig frá naut- ati næsta hálfa árið. En „E1 Cordobes" hélt það ekki út nema þrjá mánuði, þá var hann mættur á arenunni aftur. Nú spyrja margir hvort kæru leysi „E1 Cordobes" hafi kost að hann það, að endi verði brátt bundinn á hinn æviníýrilega fer il hans. „E1 Cordobes“ stóð snöggvast á höfði á hrygg nautsins og áhorfendurnir, 8 þúsund, voru skelfingu lostnir. Kári skrifar: tókst að veita nautinu banastunguna úr sárinu á fæti hans. — og þá rann blóðið Drasl á lóðum I vor var gefin út tilskipun til borgarbúa þess efnis að hreinsa bæri allt óþarfa rusl af lóðum. Þessum tiltektum átti aö vera lokið fyrir ákveðinn tíma, ella yröi það fjarlægt á kostnaö eigenda. Slíkar skipanir eru kunngjöröar á hverju vori, og ber nauösyn til, enda þótt slíkt ætti raunar ekki að þurfa segja fólki. Flestir bregðast vel við þess um sjálfsögöu umleitunum og taka til á blettum sínum. Marg ir hafa það fyrir reglu að hreinsa til í kringum sig einu sinni á ári eöa svo. Þó er þaö nú svo að þessar skipanir með viðlögðum hótun um viröast þjóta in num annaö eyrað og út um hitt hjá allt of mörgum. Kemur þá til kasta yf irvaldanna að framfylgja sett- um reglum,-eða hótunum. Sjálf sagt ér slikt gert að einhverju marki, þó víða sjást merki þess gagnstæða. Ástandið víða slæmt við frystihúsin Það þarf ekki að fara langt frá miðbænum til þess að sjá einstök dæmi draslaraháttar og sóðaskapar að hiisabaki og i húsasundum. — Ef við lítum inn fyrir slitrumar af járngrind- verkinu neöan við Sænsk-ís- lenzka frystihúsið blasir við samansafn alls kyns muna nýtra og ónýtra, bílhrök, jámarusl, slitrur af veiöarfærum og fleira. Þetta er ekki nefnt hér sem neitt einsdæmi, heldur vegna þess að það blasir við allra aug- um, ef til vill engum til meins, en mörgum til óyndis. Frystihúsunum fylgja raunar æði margháttuð tól, sem ganga sífellt úr sér og þarf þyi að láta til hliðar. Forráðamenn hús anna þurfa þess vegna að gæta þess vel að slíkir hlutir liggi ekki eins og hráviði fyrir alira augum og ýmsum e.t.v. að fóta kefli. — Það er viða pottur brot inn í þessum efnum kringum frystihúsin hér í borg, hvað svo sem um þau má segja að innan verðu. Að frátöldum þeim hlið um, sem að almenningi snúa og fegurðartilfinningum manna, þá varðar hreinlæti og góð um- gengni miklu 1 þessum húsum, vegna hinnar verðmætu mat- vælaframleiðsiu þeirra. Lóðar- hreinsunarmenn þyrftu í mörg fleiri hom að líta. Þegar nautið lék á „H Cordobm — þjóðhetju Spúnverju, sem ef til vill sér.frum á endu frægður- ferils síns, vegna þess að hann óhlýðnaðist lækninum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.