Vísir


Vísir - 15.08.1966, Qupperneq 4

Vísir - 15.08.1966, Qupperneq 4
4 V1SI R . Mánudagur 15. ágúst 1966. HUNANGSGULT"DÖKKGRÆNTaGULTOKKUR LJÓMAGULT flRÍMHVÍTi' sHLu. ££tr HÚL ŒSit3 eldhús Stærsta sýning á fyrsta flokks eldhúsinnrétt- ingum hér á landi. Flestir munu því geta valið sér innréttingu á sanngjörnu verði. Sýningin og salan er í Kópa- vögi að Hraunbraut 10. Opið alla virka daga frá kl. 9 til 6, nema laugardaga frá kl. 9—12. Einkaumboð á íslandi: Skorri h.f. Sölustjóri Ólafui Gunnarsson, Hraunbraut 10, Kópavogi. Sími 41858. Ævintýri úr Eyjum — Framh. af bls. 7 velmegun", sagði gamall góð- kunningi minn við mig, þar sem ég hitti hann á götu. „Og hér er allt í framför, hvar sem litið er . Mikið byggt. Vestmannaeyjabær má nú kallast óþekkjanlegur frá því sem var fyrir rúmum tuttugu árum er ég kvaddi þar kóng og prest. Hin öra framför, sem þar hefur orðið á síðustu tveimur áratugum, blasir við augum strax og siglt er fyrir klettinn, inn á höfnina. Þegar ég kom þar fyrst — og vitanlega þá leiðina — voru það aðgerðarskúramir, sem helzt vöktu athygli mína, bárujámskumbaldar, sem byggð ir voru á stöplum og staurum út f sjóinn, á svokölluðum „pöllum“. Þessar marglitu og ryðbmnnu og hrófatildurslegu byggingar voru að vísu gæddar nokkmm þokka frá myndrænu sjónarmiði, einkum þegar þær spegluðust í lognsléttum sjón- um, en ekki mun bæjarbúum nein eftirsjá í þehn nú, þegar þær em horfnar fyrir miklum hafnarmannvirkjum og glæsileg um byggingum í því sambandi. Næst fiskimiðunum eiga Eyja skeggjar afkomu sína undir höfninni og bátaflotanum. Hvort tveggja hefur tekið hinum furðu legustu stakkaskiptum á undan- fömum ámm. Innsiglingin reyndist lengi örðug viðfangs, leiðin gmnn, svo að ekki var fært inn nema smærri skipum, en botninn stórgrýttur, og þó að stöðugt væri unnið þar að dýpkun, gekk það seint með þeirri verktækni, sem þá var tiltæk, auk þess sem fé var af skornum skammti af hálfu hins opinbera í þann tíð. Nú er verk tæknin meiri og rýmra féð enda hefur innsiglingin verið bætt svo að stórskip geta farið inn á höfnina vig hentug skilyrái — og þegar inn kemur, geta þau lagst örugglega við nýjar hafskipabryggjur. Þar sem Vest- mannaeyjar em einhver mesti útflutningsstaður fyrir fisk og fiskafurðir, utan Reykja- víkur, segir það sig sjálft hví- likt hagræði er að þessum hafn- arbótum, auk þess sem þær em og sjálfum bátaflotanum að ó- metanlegú gagni. Og bátaflotinn ... ég man vel eftir litlu vélbátunum, sem áður lágu við ból úti á höfninni, þeir stærstu 30-40 smálestir að mig minnir og þóttu mikil skip í þann tíð. Nú hefur bátaflotinn fengið ömggt lægi við bakka í svokallaðri Friðarhöfn — en það lægi var grafið með mikil- virku sanddæluskipi inn í sand fláka fyrir botni hafnarinnar og voru þar áöur kartöflugarðar. Það ævintýri var hafið um það leyti sem ég fór úr Eyjum. Nú liggja þama nýtízkulegir vélbáí ar, yfir 100 smálestir, hin glæsi- legustu skip, og mundi þeim gömlu görpum, sem fastast sóttu sjóinn á gömlu kuggunum, hafa þótt sá maður undarlegur er spáð hefði sonum þeirra slík um veiðitækjum. Og vorkunn- arlaust mundu þeir telja að afla mikið á þessi glæsilegu skip — enda gera Vestmannaeyingar það, en telja þó að nú sé minni fiskigengd á mið en fyrir tutt ugu til þrjátíu ámm, og er það sama sagan og á öðmm miðum við landið, hvað sem veldur. Gísli Magnússon, formaður og útgerðarmaður í Eyjum, harð- duglegur og forsjáll, kvað hafa komið fram með þá tillögu, að sjómenn væru skyldaðir að setja öll hrogn úr gotfiski, sem þeir veiddu, strax f sjóinn og vinna þannig gegn ofveiði. Ekki veit ég hvað fiskifræöingar segja um það, en mér finnst ó- maksins vert að geta tillögunn- ar opinberlega þar sem ég vissi Gísla athugulan mann og fróð an af reynslu um allt, sem að fiskiveiðum laut. Þegar upp í bæinn kemur, verður gömlum Eyjamanni eins og ég tel mig mega kalla mig, starsýnt á það hve hann hefur vaxið á ekki lengri tíma en tveim áratugum, hve mikið hef ur verið byggt þar af stílhrein um, en Iátlausum íbúðarhúsum fyrir eina eða tvær fjölskyldur og hve snoturlega er þar frá öllu gengið utanhúss. Þama hafa risið upp ný fbúðarhverfi með nýjum götum þar sem áð- ur voru tún eða móar og hraun og enn er verið að byggja þar ný hverfi. Ég skoðaði þessi hús nýbyggð og í byggingu og hreifst mjög af því hve þau voru vönduð og smekkleg og öliu haganlega fyrir komið inn an veggja. Þegar ég svo spurði um kostnaðarverð, rak mig satt bezt að segja í rogastanz, því að ég er ekki með öllu ókunnugur byggingarkostnaði hér í höfuð- staðnum, þó aldrei hafi ég sjálf ur staðið í slíkum framkvæmd- um. Ég ætla ekki að nefna nein ar tölur, svo að ég eða heim- ildarmenn mínir verði ekki vændir um ósannindi, aðeins taka það fram, að lágt verð þætti það fyrir sambærileg hús nýbyggð hér. Og víst er um það að sú kynslóð, sem byggir svo mikið og vel yfir sig og sína trúir á framtíð byggðarlagsins. Loftur Guðmundsson Verð aðgöngumiða: Sæti kr. 150.00 Stæði — 100.00 Sarnamiðar — 25.00 KNATTSPYRNULANDSLEIKURINN ISLAND - WALíS fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal mánudaginn 15. ágúst og hefst klukkan 20. Dómari: Tage Sörensen frá Danmörku. Línuverðir: Magnús V. Pétursson og Carl Bergmann Lúðrasveit Reykjavíkur leikui frá kl. 7.15 Sala aðgöngumiða úr sölutjaldi við Útvegsbankann og við innganginn frá kl. 18.30 Forðizt biðraðir við leikvanginn og kaupið miða tímanlega. Knattspyrnusamband íslands,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.