Vísir - 15.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 15.08.1966, Blaðsíða 8
8 V í S I R . iv*».-.„..gur 15. ágúst 1966. VISIR Utgefandi: Blaöaútgátan VISIR Ritstjörl: Gunnar G. Schram (f Aöstoöarritstjörl: Axel Thorsteinson ) Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson l Auglýsingastj.: Halldór Jónsson / Auglýsingar Þingholtsstræti 1 ) Afgreiösla: Túngötu 7 _ (f Rltstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 Unur) ) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I ( lausasölu kr. 7,00 eintakið / Prentsmiðja Vfsis — Edda h.t. \ Merkur áfangi Á laugardaginn náðist enn einn áfanginn í þeirri sókn / sem ríkisstjómin hefur eflt til vaxandi iðnvæðingar ) og atvinnuuppbyggingar landsins. Skrifað var undir ) samninga um byggingu kísilgúrverksmiðjunnar við Í! Mývatn og framtíðarrekstur hennar. Með stofnun kís ) ilgúrverksmiðjunnar bætist ný grein við íslenzkan iðn ) að og haldið er út á þá skynsamlegu braut að nýta ) jarðefni og náttúruauðæfi landsins til gjaldeyrisöfl- (' unar. Hugmynd Baldurs Líndals, sem fyrstur rannsak- ( aði botnleðjuna, er nú orðin að veruleika og á von- / andi eftir að færa Þingeyingum og þjóðinni allri ) drjúga björg í bú. Verksmiðjan tekur til starfa eftir )1 um það bilár og á rekstur hennar að skila góðum arði )j þegar fullum afköstum er náð. Fyrirtækið er byggt v upp í náinni samvinnu við bandarískt framleiðslu- ( firma, sem leggur til sölu og tækniþekkingu. Það / er rétt leið og skynsamleg fyrir okkur íslendinga. Er ) athyglisvert að ekki hafa heyrzt hjáróma raddir um ) stórhættu á erlendri ásælni, þótt sá háttur hafi ) verið á hafður. Bendir það vonandi til þess, að mönn- í um sé aðverða ljóst hver ranghverfa þjóðerniskennd- ) arinnar það er að rísa gegn því að við nýtum auð- ) lindir okkar með aðstoð og í samvinnu við erlend fyr ) irtæki þegar annars er ekki kostur. j Vísindin og við Á síðasta þingi beitti ríkisstjórnin sér fyrir því að ( samþykkt voru lög um nýskipan íslenzkra rannsókn- ( armála og gerð nýrra rannsóknarstofnana. Hér kom / fram sú skoðun að fátt sé þjóðinni nauðsynlegra í / dag í sókn hennar til framfara og bættra lífskjara en ) búa sem bezt í haginn fyrir aukna menntun í raunvís- j indum og auka rannsóknir á sviði þeirra fræðigreina. / Slíkar rannsóknir eru oft á tíðum lykillinn að efna- ) legri farsæld. Nægir t.d. að minna á þá gífurlegu ) þjóðhagslegu þýðingu sem fiskifræðin hefur haft á l.j síðustu árum svo að aðeins eitt dæmi sé tekið. Hefur (1 ríkisstjórnin vissulega unnið hið þarfasta verk með (( því að leggja hér nýjan og frjóan grundvöll í rann- Íí sóknarefnum. í framhaldi af þeim aðgjörðum er kom- /f inn hingað til lands yfirmaður skipulagningar norskra )) rannsókna og er hlutverk hans að miðla af reynslu j Norðmanna. í tæknimenntun er ennþá stórt ( skarð fyrir skildi hér á landi og verkefni næstu ára ( er að beina ungum mönnum inn á þær brautir í mjög ( vaxandi mæli. Verður þá vitanlega að búa þannig um / hnútana að forstöðumenn tæknimenntunarinnar ) hrökklist ekki úr störfum vegna launakjara eins og j nýlega hefur átt sér stað. Fjármagnið er hér sem endra ) nær annar mikilvægasti þátturinn og fordæmi Norð- ( urlandaþjóðanna sýna að litlu verður hér áorkað ( nema vísindarannsóknir njóti fjármagnsvildar hins / opinbera. Það fé skilar sér aftur með góðum vöxtum, > þótt síðar verði. j Myndin er af Kardelj (til vinstri) að ræða við Djilas, sem nú hefur verið í fangelsS í mörg ár. Fyrir aftan Djllas sér á Rancovic (með hatt). Rancovic var nýlega vikið frá og hafði hann þó verið taJinn líklegur eftirmaður Titos. Og nú er þaö Kardelj, sem talinn er liklegastur, þótt ekki sé lengra síðan en I marz 1962, að Tito var í þann veginn að láta hann róa. Mihajlov leiddur fyrir rétt Skrifaði Tito „opið bréf" og áformaði stofnun óháðs flokks l Frétt frá Beigrad í vikulok- síðustu hermdi, að rithöfundur inn Mihajlo Mihajlov, sem fyr- Tito — óttast óháðan flokk ir skömmu var handtekinn verðl leiddur fyrir rétt sakað- ur um útbreiðslu „falskra upp lýsinga.“ Hann var handtekinn vegna andspymu sinnar gegn Tito for seta og stjóm hans. 1 viðtali, sem birt var 8. ágúst, sagði hann, að hann' hygði að Milo- van Djilas, fyrrverandi sam- starfsmaður Titos, en nú í fang elsi, myndi verða eftirmaður Titos sem forseti og flokksleið- togi. Viðtalið átti að birtast 20. ágúst, en var birt fyrr vegna handtökunnar. Mihajlov sagði í viðtalinu, að það yrðu margar „lotur" í átök- unum um völdin, en Djilas myndi sigra. Ennfremur sagði Mihajlov í viðtalinu, að hann byggist ekki við að veröa handtekinn, en ef hann yrði það myndu aðrir Mihajlov — í fangelsi halda áfram baráttunni til þess að halda áformaðan landsfund um „nýjan sósíalisma fyrir Júgóslavíu." Mihajlov hafði sagt i opnu bréfi til Titos, að hann áformaði Framh. á bls. 5. Búizt við, að U Thant hverfi af vettvangi Sameinuðu þjóðanna í fréttum frá New York til Norðurlandablaöa segir, að meirihluti fulltrúanna á vett- vangi Sameinuöu þjóðanna geri nú ráð fyrir að U Thant gefi ekki kost á sér til endurkjörs sem framkvæmdastjóri stofnun- arinnar. Veldur þetta miklum áhyggjum. í einni frétt um þetta er kom izt svo að orði, að „blóöbaðið í Vietnam valdi honum sárri hryggð, og honum hafi orðiö mikil vonbrigði aö því, að allar tilraunir hans til þess að koma þvf til leiðar, aö samkomulags- umleitanir yrðu hafnar, urðu ár- angurslausar. Enn hefur hann ekki birt neina tilkynningu um ákvarðan- ir sínar. Hið eina, sem hann hef ur sagt um þetta er, að hann óski þess, að takast megi að finna eftirmann sinn. „Það ætti ekki að verða erfitt,“ sagði hann af hógværð — en um það eru menn á ööru máli, ekki vegna þess, að margir hæfir menn séu ekki til, heldur vegna þess að það muni verða miklum erfið- leikum bundið að ná samkomu lagi um annan mann en hann, eins og ástatt er. Og svo erfitt viröist valið vera, að sennilega mun hann tilkynna, að hann muni gegna starfinu, þar til sam komulag náist um eftirmann hans. Að flestra áliti eru laun fram- kvæmdastjórans of lág miðað við ábyrgðina og hve mikið starf veröur að láta í té. Laun- in eru 75.000 dollarar — og margir ríkisforsetar hafa hærri laun fyrir ábyrgðarminna starf Þegar U Thant lætur af embætti fær hann eftirlaun ævi langt, 12.500 dollara og eru eft- irlaunin skattfrjáls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.