Vísir - 15.08.1966, Síða 16

Vísir - 15.08.1966, Síða 16
I Mánudagur 15. ágúst 1966. ► Danski samgöngumálaráðherrann Kaj Lindberg boðar, að með haust- inu verði lagðar fram tillögur um stækkun Kastrupflugvallar. Gert er ráð fvrir, að kostnaðurinn verði 500 milijónir danskra króna. Það er talið alveg óhjákvæmilegt að hefj- ast handa hið fyrsta um stækkun flugvallarins. Tvenair samningar undirritaðir vegna kísilgúrverksmiðjunnar Kisilgúrsamningarnir milli ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og bandaríska fyrirtækisins Johns- Manille & Co voru undirritaðir á tólfta tímanum á laugardaginn í Arnarhvoli. Voru undirritaðir tvennir samningar. Annars veg- ar um kisilvinnsluna, en hins vegar u a söluna á fullunnum kísilgúr. Jóhann Hafstein, iðnaðarmála ráðherra, undirritaði samning- ana um kísilvinnsluna fyrir hönd ríkisstjómarinnar, en Rog- er Hackney aðstoðarfram- kvæmdastjóri fyrir hönd Johns- Manville. — Magnús Jónsson fjármálaráðherra, undirritaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sölusamninga, sem gerðir éru á milli sölufélags, sem stofnað hefur verið og skrásett á Húsa- vík og Johns-Manville. Fyrir hönd Johns-Manville undirritaði Hackney sölusamningana. Kísilgúrverksmiðjan við Mý- vatn mun hefja starfsemina seinni hluta árs 1967. Verður farið hægt á stað með hana, en vonazt til að hún geti komizt í full afköst, sem er um 30.000 tonna ársframleiðsla, innan 10 ára. Beinamjölsverk- smiðja í Grímsey Athafnasamt er í Grímsey um þessar mundir. Er unnið af kappi í fiskverkunarstöð, sem komið var upp í fyrra og hefur nú nýstofnað hlutafélag í eynni í hyggju að hefja byggingarframkvæmdir við beina- mjölsverksmiðju. Eru væntanlegir til eyjarinnar innan skamms menn til þess að byrja byggingu hússins. Formað- ur his nýstofnaða hlutafélags er Haraldur Jóhannsson er rekur fiski mjölsverksmiöjuna. Samningar undirritaðir á laugardaginn. Við borðið frá vinstri: Breese lögfræöilegur ráðuriautur JM, Roger Hackney aöstoðarfram- kvæmdastjóri JM, Jóhann Hafstein, Magnús Jónsson og dr. Jóhannes Nordal. Standandi frá vinstri: Örn Þór hrl., Ágúst Fjeldsted hrl., J. Penfield sendiherra Bandaríkjanna, Pétur Pétursson forstjóri Kísiliðjunnar, Karl Kristjánsson alþm., Baldur Líndal verkfr., Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri og Hjörtur Torfason hdl. Odýrar 'ibúðir fyrir láglaunafólk i Breiðholtshverfi: Byggingaframkvæmdir hefjast vænt- anlega eftir áramót Skriður er nú kominn á fram- kvæmdir hins opinbera í sambandi vlð byggingu hagkvæmra og ódýrra íbúða fyrir láglaunafólk í hinu nýja Breiðholtshverfi. I viðtali við Vísi í morgun sagði Gunnar Torfason, frkv.stj. nefndar þeirrar, sem um framkvæmdir þessar sér, að verið væri að teikna húsin, og yrðu þau væntanlega boðin út fyrri hluta vetrar. Mætti gera ráð fyrir, að byggingaframkvæmdir hófust eftir áramótin, og fyrstu íbúðimar yrðu tiibúnar til notkunar á sama ári. Við undirskrift kjarasamninga í fyrra, skuldbatt ríkisstjómin sig til að hefja stórátak til lausnar á.hús- næðisvandamálunum. Eru þessar íbúðir einkum ætlaðar fyrir lág- launafólk. í framhaldi af fyrr- greindum kjarasamningum var stofnuð sérstök nefnd, sem heitir Framkvæmdanefnd byggingar- áætlana, og er það starf hennar að rannsaka með hvaða hætti væri bezt að fá byggingarkostnaðinn lækkaðan, og síðan að sjá um undirbúning framkvæmdanna, svo sem hönnun verksins, útboðslýs- ingu og fleira. Formaður þessarar nefndar er Jón Þorsteinsson, al- þingismaður, en framkvæmda- stjóri var ráðinn Gunnar Torfason, verkfræðingur. ibúðirnar, sem reistar verða í 1. áfanga eru samtals 312, og eru í er aðeins bráðabirgðavegur. I frám- j tíðinni mun vegurinn til hverfisins | liggja frá fyrirhugaðri Reykjanes- j braut. Gunnar sagði að nýverið hefði verið auglýst eftir verkfræð- sex 3ja hæða fjölbýlishúsum. Eru ingum og tæknifræðingum til að því 52 íbúðir í hverju fjölbýlis- starfa fyrir nefndina í sambandi húsi (blokk). Ibúðimar eru 2ja, við þessar framkvæmdir, og væri 3ja og 4ra herbergja. íbúðirnar það vegna þess, að nú ætti að flýta verða eins og fyrr segir. í Breið- , framkvæmdum eins og kostur holtshverfinu nánar til tekið NV- megin í holtinu. Er Reykjavíkur- borg þegar byrjuð að leggja veg að svæði því, sem húsin eiga að rísa á, og liggur vegurinn frá Vatns endahæðarveginum, en þessi vegur væri. Þess skal að lokum getið, áð fyrirhugað er að hið opinbera veiti lán til 33ja ára að upphæð 80% af kostnaðarverði íbúðarinnar, og verði það afborgunarlaust fyrstu 3 árin. -&■ Veðra- breyting í nótt gekk i suöaustan átt með rigningu og rigndi í morg un allt frá Klaustri að austan, um Suðvesturlandið til Vest- fjarða. Mældust víða 5-6 vind- stig, en hiti var hæstur tólf stig á nokkrum stöðum. Kaldast var á Hveravöllum og í Jökul- heimum 6 stiga hiti. Bregður Sunnlendlngum við eftir góðviðrið undanfama daga og ekki stendur þurrkurinn lengi fyrir norðan því þar var farið að þykkna upp síðast þég ar fréttist. Haföi þá verið fjög urra daga þurrkur eftlr lang- varandi ótíð og góöviðrið nýtt tii hins ýtrasta. Mikil síld til Austfjarða- Byggingarvísitalan hækkar um 4.3% hafna um helgina Nákvæmar tölur Hagstofunnar um byggingakostnað Hagstofan hefur relknað út vísi tölu byggingarkostnaðar fyrir tíma bilið 1. JIí 1966 til 31. okt. Reynd ist vísitalan vera 293 stig miðað við grunntöluna 100 þann 1. okt. 1955. Hækkar byggingarvísitalan nú um tæplega 4.3% frá því í febrú ar. Hækkunin stafar aðallcga af hækkun verðlagsuppbótaí á kaup, sem var 7,3% í febrúar en var 13.4% frá og með 1. júní, en hefur enn reyndar hækkað frá og með næstu múnaðamótum. í Hagtiðindum er mjög fróðleg- ar upplýsingar aö finna um bygg- ingarkostnaðinn í dag. Þar kemur fram, aö nú er áætlað að bygging- arkostnaður rúmmetra í einbýlis- húsi, vísitöluhúsinu sé kr. 2.720. I' sambýlishúsum er sambærileg tala á rúmmetra nú kr. 2.448. Múr imíði viö vísitöluhúsiö kostar alls kr. 264 þús. Verkamannavinna viö húsið er að upphæö kr. 433 þús. Hurðir og gluggar kl. 121 þús., tré smíði innanhúss kr. 445 þús. og mótauppsláttur og trésmíði utan- Frh. á bls. 6. Talsverð veiöi hefur verið á mið unum úti af Austurlandi nú um helgina. Skipin halda sig nú aðal- lega 170—180 mílur SA af Dala- tanga og þar virðist vera talsvert síldarmagn. Nú er siglt með síld lna til Austfjarðahafna og hækkar óöum í síldarþróm verksmiöjanna á Suðurfjörðunum, sem fyrir löngu voru orðnar tómar. Talsvert hefur verið saltaö af síldinni undantarna daga, en leiðin til lands af miöun um er nokkuö löng sem fyrr og undir veðri komið hvort síldin er söltunarhæf, þegar komið er með hana til lands. Helgaraflinn, það er frá laugar dagsmorgni til kl. 8 í morgun var um 10.300 tonn og skiptist nokkurn veginn jafnt niður á sólarhringana tvo. Mestur hluti þessa afla hefur farið til Seyðisfjaröar og Neskaup- staðar en þó dreifzt á staðina allt suður á Djúpavog. — Hins vegar hefur engin síld borizt til Raufar hafnar þessa dagana, en þar var mest um að vera, meðan Jan May en-síldin var og hét. Síldveiðin sunnanlands hefur verið h: la treg til þessa og einna lélegust nú um helgina. Aðeins var Framh. á bls. 6. flugvöllur Raufarhöfn Nýr flugvöllur mun verða gerð ur í hrauninu austan Raufarhafnar kauptúns í stað lítils flugvallar, sem er í nánd við kauptúnið. Verð ur nýi flugvöllurinn hin mesta sam göngubót þar sem umferð aö og frá Raufarhöfn er mikil í sam- bandi við síldina. Ekki hefur aö jafnaði verið flog ið beint til Raufarhafnar fram að þessu vegna þess hversu flugvöll urinn var lélegur, heldur hafa áætl unarferðir verið til Kópaskers. Flugvallarstæðið nýja er álitiö vera mjög hagkvæmt t.d. mun vera snjólétt þar á vetrum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.