Vísir - 25.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 25.08.1966, Blaðsíða 2
7 V í S I R . Fimmtudagur 25. ágúst 1966 Engin knnttspyrnn í veðrahnmnum í gær Valur-b og Fram-a frestað í gærkvöldi áttu Valur-b og Fram-a að leika á Melavellinum í Reykjavik leik sinn í bikarkeppni KSÍ. Veðurhamurinn var með ólík- indum og fáum leizt á að iðka knattspymu við þau skilyrði og var leiknum vitanlega .frestað. Verður hann leikinn 12. september n.k. Þrátt fyrir veðrahaminn mættu nokkrir áhorfendur, sem ætluðu ekki að láta á sig fá nokkur vind- stig með rigningarbeljanda. Þannig eru íslenzkir knattspyrnuáhuga- menn, — þeir láta fátt aftra sér £rá því að fara á völlinn! Syndið 200 metrana Skíði að sumarlagi í Kerlingarfjöllum KERLINGARFJÖLL hafa líklega sjaldan verið vinsælli en einmitt í sumar. Mikill fjöldi fólks hefur jafnan dvalið þama fjarri öllum mannabyggð- um í glaumi, og gleði með Valdi mar Ömólfssyni og félögum. Hápunktur hvers timabils í Kerlingarfjöllum er skíðamót, sem haidið er um miðjan ágúst, og var sagt frá því móti hér á síðunni í gær, en það tókst mjög vel. Cr þessu fer að fækka gesta- komum í skála þeirra félaga og vetur gengur senn í garð f ör- æfum landsins, en Kerlingar- fjallafólkið horfir með til- hlökkun fram á næsta sumar og vonar þá að veðrið verði betra en verið hefur í sumar, því oft hefur það verið heldur leiðinlegt. Þessar myndir voru teknar í Kerlingarfjöllum um helgina. Á þeirri minni eru Örn Kæme- sted, Ármanni, Tómas Jónsson, Ármanni og annar sigurvegar- inn í karlaflokki, Leifur Gísla- son, KR, en svo furðulega vildi til að tveir menn fengu sama tíma samanlagt, Leifur og Har- aldur Pálsson, IR. Stærri myndin er af keppend- um í kvennaflokki á stórsvigs- mótinu og sjást á myndinni frá vinstri: Halldóra Ámadóttir, Á., Guðrún Björnsdóttir, Á, sigur- vegarinn Jóna Jónsdóttir, Isaf., Marta Bíbí Guðmundsdóttir, KR, Hrafnhildur Helgadóttir, KR, og Kristín Bjömsdóttir, Ármanni. Veiðileyfi 1 stöng dagana 27., 28. og 29. ágúst er til sölu vegna forfalla. Ein af beztu laxveiðiám á Norð- urlandi. Uppl. í síma 19342 eftir kl. 7 á kvöldin. Sólheimabúðin auglýsir Nýkomið Danskar TERYLENE-BUXUR á drengi og fullorðna. VERZLUNIN Ó.L. Traðakotssundi 3 (á móti Þjóðleikhúsinu). í FJÓRSUNDINU — ©n það nægði aðeins fil að hreppa 5. sæfið í riðlinum Guðmundur Gíslason og Davíð Valgarðsson tóku um síðustu helgi þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi í Utrecht í Hollandi. Held- ur hefur fátt frétta boriet af þeim köppunum þar, nema hvaö Guð- mundur Gíslason setti nýtt íslands met í 400 metra fjórsundi, — synti á 5:15.2 mín. og er það met miðað við 50 metra laug, en hann á betri tíma í stvttri laus> 1 Þrátt fyrir að Guðmundur næði þama sínum bezta tíma nægði hann þó aðeins í 5. sæti í riðlinum og komst hann því ekki í úrslit. Sigurvegari í þessum riðli var Rússinn Dunaev, synti á 4,58.2 | mín. A.-Þjóðverjinn Wiegand setti nýtt Evrópumet á mótinu og vann á 4.47.9, en V.-Þjóðverjinn Metz og Dunaev áttu fyrra metið sem var 4.50,2 mín. Úrslit í 2. og 5. flokki á Melavelli I kvöia kl. 18,15 leika til úr- slita í landsmóti 5. flokks lið Fram og FH. Að þeim leik loknum kl. 19.30 hefst leikur Vals og Keflavikur í 2. flokki landsmótsins og er þar sömuleiðis um að ræða úrslitaleik. Báðir leikimir fara fram á Mela- vellinum. Undanfarin ár hefur mikill áhugi verið á úrslita- Ieikjum yngri flokkanna, enda er það segin saga að þessir leikir hafa verið vel leiknir og boðið upp á mikla skemmtun. F.í VANN LOFT- LEIÐIR MEÐ 7.2 „Stóru flugfélögin,“ Loftleiðir og Flugfélag íslands eigast að öllu jöfnu ýmist við. í fyrrakvöld mættust knattspyrnumenn þessara fyrirtækja í árlegum leik og fór hann fram að þessu sinni á Vals- vellinum. Úrslitin urðu þau aö Flugfélagið vann Loftleiðir með yfirburðum eða 7:2 og var staðan í hálfleik 4:1. Hefur Flugfélagið harðsnúnu liði á að skipa og hefur það ekki tapað leik í sumar fyrir innlendu firmaliði. Loftleiðamenn voru greinilega ekki eins samstilltir og Flug- félagsmenn og gátu sjaldnast svarað samleik í sömu mynt og því fór það svo að Flugfélagsmenn voru snjallari á flestum sviðum. GUÐMUNDUR SEni MET ÍSLANDSMEISTARAR VALS Bútasala og útsala hófst í dag og stendur að- eins yfir í 3 daga — Mikill afsláttur. Valsstúlkur í meistaraflokki unnu Islandsmeistarat ignlna í handknattleik utanhúss. Hér sést Vals liðið eftir sigurinn með hinn veglega verðlaunagrip sinn. SÓLHEIMABÚÐIN, Sólheimupi 33

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.