Vísir - 25.08.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 25.08.1966, Blaðsíða 15
VI SI R. Fimmtudagur 25. ágúst 1966. 15 Hún er ung. Hún nær sér í annan. — Ég var ekki að hugsa um það, sagði Leonie í angistarrðm. Hef- urðu gert þér grein fyrir hvemig Claire muni bregðast við, ef þú útskúfar henni? — Hún verður auðvitað hræði- lega æst, sagði Philip stutt. — En ég hef ekki svo mikið sjálfsálit að ég haldi að ég sé henni svo mikiis virði að hún yfirbugist af ástar- harmi. Hún er svo skynsöm að hún sér og skilur að hjónaband er ekki hægt að byggja á heigulskap ann- ars aðilans. Heigulskapurinn er það eina sem hefur hindrað mig í aö segja henni sannleikann, þó að ég hafi reynt að telja mér trú um, að eitthvað göfugra lægi á bak við — meðaumkun eða nærgætni... Leonie sagði hægt: Hún leggur hatur á þig, Philip. Skilurðu það? Hún ofsækir þig. — Jæja, á ég það kaiinski skilið’ — En ekki í þeirri mynd sem hún hefnir sín, sagði Leonie. — Hvað áttu við? Leonie hristi höfuðið. Phiiip skálmaöi fram og aftur um gólfið. — Ég hef hugsað um þetta allt saman þangað til ég gat ekki hugsað meira. Ég hef spurt sjálfan mig: Hvað gerir maður undir þess- um kringumstEeðum? Giftist mað- ur stúlkunni, þegar hann yeit að hann ber engar tilfinningar til hennar nema meðaumkun, og f þeirri von að hann gleymi með tím- anum stúlkunni, sem hann elskar? Er það nægilegur grundvöllur fyrir hjónabandi? Mundi stúlkan ekki, þegar tímar liðu fram, verða van- sælli í slíku hjónabandi, en ef hann ryfi tryggðir við hana þegar f stað? — Hann nam staðar fyrir framan Leonie. — Hvað á ég að gera? Hvað rnundir þú gera? — Ég mundi segja henni frá öllu Philip tók utan um hana og þrýsti henni að sér. — Já, það er það, sem ég verð að gera. Elsku Leonie, ó, Leonie .. Hann kyssti hana ákaft. — Þetta er satt og rétt. Þetta. Hann sleppti henni og lyfti andlitinu á henni. — Bannar þú mér enn að tala við Claire? Hreinskilni og mildi skein úr gráu augunum. Hann mundi eiga erfiða daga í vændum ... Leonie gekk út að glugganum og stóð þar og sneri bakinu að honum. Segðu honum hvað Claire sagði. Segðu honum það. — Ég verð að segja þér dálítið Philip. Hún starði út í garðinn, á svolítinn svartan lubbahund, sem var að leika sér í grasinu. Philip tók utan um hana. Hún fann að andlitið á honum snerti hárið á henni. — Já, segðu mér það Henni var auðveldara að segja það þegar hún horfði ekki á hann. Hún sleppti engu. Claire hafði sagt: „Ég get eyði- lagt Philip — ef hann svíkur mig þegar ég er laus við Johnny — ég get spillt fyrir honum... Ég er ekki. lögfræðingsdóttir fyrir ekki neitt. Ég veit hvaða brögðum ég á að beita til að skaða Philip.“ Le- onie sagði honum hvert orð, sem Claire hafði sagt. Hún fann að Philip þrýsti henni að sér. Var hann reiöur? Hræddur? Hún þorði ekki að líta framan i hann. Þegar hún hafði lokið frá- sögninni sleppti hann henni og gekk frá henni. Dauöaþögn var í stofunni. Bara að hann vildi segja eitthvað Bara að ég þyrði að líta á hann og lesa svarið úr andiiti hans. Get ur hann framkvæmt þetta? Getur hann enn sagt: „Ég vil giftast þér samt“. Eða er of mikið f húfi? Biðin ætlaði aldrei að énda. Loks ins sagði hann: — Mundir þú veröa hissa ef þú heyrðir, að ég væri ekkert hissa? Leonie leit við. Philip stóð við borðið og kveikti sér í vindlingi. Hann var ekkert skjálfhentur. — Það fylgir mínu starfi að ég verð að vera talsverður mannþekkj- ari, sagði hann. Ég hef verið með Claire f nærri því heilt ár, og mað- ur þekkir ekki neina manneskju svo lengi án þess að sjá hvað býr undir yfirborðinu. Hann tók lang- an teyg úr vindlingnum. — Ég var að segja núna áðan að það væri heigulskapur, sem olli því að ég hikaði við að segja henni frá okk- ur. Hún hefur alltaf verið ljúf og ástúðleg við mig, en ég hef séð hana með öðru fólki, séð að hún getur verið hörð og einbeitt, þegar starf hennar er annars vegar — eöa Johnny. Ég held að ég hafi gert mér ljóst frá upphafi að hún mundi verða hörð og hefnigjörn f þessu máli. og það var þess vegna sem éjp var hræddur. Ekki mín held ur þín vegna. Ég vil ekki að þú líð ir fyrir mig. — En starfsemi mín mundi ekki bfða tjón af þessu, sagði Leonie. — Það mundi hins vegar þitt starf — Ef til vill. Þess vegna ert það þú, sem átt að taka ákvörðunina um þetta. Philip talaði hægt og rólega. — Claire erfði talsvert fé eftir frænku sína. Hún hefur efni á að heyja langt og biturt strfð. Það er ómögulegt að vita hvemig ég færi út úr þvf stríði. Svona mál geta orðið svo flókin, sérðu. Ég þekki það, sem málaflutningsmað- ur. Undir eins og hún er laus allra mála við Johnny getur hún sagt að við séum trúlofuð. Hún hefur sannanir fyrir því að ég hef beðið eftir að fá að giftast henni. Nú varð hliótt f stofunni aftur. Einhvers staðar sló klukka tíma- slagið. Það minnti Leonie á, að fleira var til en þetta net tilfinn- inganna, sem hún og Philip voru flækt í. Hún rétti upp hendumar og strauk hárið frá andlitinu. — Ég verð að fara, Philip. — Nokkrir leikendumir eiga að vera á fundi í kvöld, til þess að ráðg- ast um breytingar á síðasta þætt- inum í leikritinu. — Ég skal aka þér þangaö sem þú átt aö fara. En fyrst.. Hann fleygði vindlingnum á arininn og kom nær henni. Augun voru spyrj- andi. — Fyrst verð ég að fá að vita það. Viltu giftast mér, Leonie, jafnvel þó.... — Já, já! hvislaði hún með önd- ina f hálsinum og fann arma hans lykjast um sig og ástríðuna í koss- um hans. — En hvað mundir þú gera ef Claire tækist að spilla starfinu þfnu? muldraði hún uþp að öxl- inni á honum. Hann hló. — Þá mundum við setjast að sem flækingar á ein- hverri Kyrrahafseyju. og þú ganga um f bast-pilsi. En flýttu þér nú að ferðbúa þig. Þau sögðu fátt á leiðinni til húss- ins f Covent Gardens, þar sem fundurinn átti að vera. Þegar hann hleypti henni út úr bílnum f mann- lausri götunni, sagði hann: — Þetta > er á mína ábyrgð, Leonie, en ekki! þína. Láttu skeika að sköpuðu og mundu aðeins eitt: Ég élska þig. Hann kinkaði kolli til hennar og ók áfram. En hún gat ekki látið skeika að sköpuðu — gat ekki stöðvað hug- myndarásina. Hún sá f anda tauga- hrellandi dagana, sem Claire mundi knýja fram; yfirheyrslur fyrir rétti ... Hún sá Claire leika hlutverk hinnar útskúfuðu og saklausu konu — sá hana segja frá því er Philip hjálpaði henni til að múta Johnny — sá kviðdóminn hrærðan af með- aumkun... Hún vissi ekki, hvort Philip var með Claire um kvöldið eða ekki. Hún fréttí ekkert af honum dag- inn eftir. UNDARLEG STAÐHÆFING Leikritið „Síðustu tö.frarnir" var talsvert umtalað í blöðunum fyrir frumsýninguna, því að hin fræga gamla leikkona Juliet Pope lék að- alhlutverkið. Oft hafði slegið f hart á síöustu æfingunum og allt farið í handaskolum, en samkvæmt gam- alli hjátrú vissi það á, aö allt mundi ganga vel á frumsýningunni. Nú voru liðnir þrfr dagar síðan Leonie talaði við Philip, og hann hafði ekki gert neina tilraun til að ná tali af henni. Hún neyddist til að treysta honum, og hún treysti honum lfka, þvf að hún þekkti hann svo vel. Eða gerði hún það? Ef lífsstarf manns — sem hann hafði búið sig undir og kostað kapps um að rækja — var í hættu vegna samsæris, gat maður þá ver- ið viss um hvemig hann mundi snúast við hættunni? En það var ekki hugsanlegt aö starf Philips yrði fyrir alvarlegu tjóni þó Claire höfðaði mál gegn honum! Hann var enginn afbrota- maður, og dómstólar voru réttlátir — en svo gerði Leonie sér ljóst aftur, að Claire talaði ekki út f bláinn. Ég er ekki lögfræðingsdótt- ir fsTÍr ekki neitt. Ég veit hvaða brögðum ég á að beita til að skaða Phillp. Og allt f einu blossaði upp í henni hatur og hræðsla við lögin. Hún . hélt dauðahaldi f trúna á það, að Philip elskaði hana. Hann hafði sagt að' þau' skyldu komast klakklaust. gegnum þetta. En hvers vegna hafði hann ekki tal af henni? Við því var aðeins eitt svar Hann hafði ekki ennþá haft djörfung til að tala við Claire um málið. Frumsýningin var haldin og á- horfendur hrifust með frá fyrstu stundu. Þegar sýningunni lauk ætl- aði fögnuðinum aldrei að linna. Framkallanir hvað eftir annað og fólk klappaði og hrópaöi bravó til leikendanna. Þetta var fullt endurgjald fyrir margra ára strit, hugsaði Leonie, er hún stóð á sviðinu og áhorf- endur hylltu hana sérstaklega. Nýir blómvendir bættust sí og æ við inni f fataherberginu hennar. Meðal þeirra gular rósir. Hún þekkti rithönd Philips á litla um- slaginu, sem fylgdi með. Hún opn- aði umslagið og leit á spjaldið. Þar stóð: „Beztu óskir. Philip. Og það var eins og Leonie — bak við þessi orð — sæi önnur orð með eldletri: „Það er búið. Ég þori það eklci. Philip“. Hún settist við snyrtiborðiö og tárin runnu niður kinnamar. — Þetta eru bara taugarnar, væna mfn, sagði móðurleg fata- konan. — Þér skuluð bara gráta! Hún hengdi upp rauða kjólinn, sem gera. T A R Z A N Með fyrstu geislum morgunsólarinnar heyrir Tarzan kunnuglegt hljóð. Þyrlan hlýtur að vera frá Mombuzzi. Það er mikið um að vera, aðeins til þess ... getur það verið Yeats hershöfðingi? að fylgjast með Ito. Leonie hafði notað í síðasta þætti. — Hvað á ég að gera við öll þessi yndislegu blóm? Það verður ekkert rúm fyrir þau héma inni. Leonie bandaði með hendinni. — Hún kom ekki upp nokkm orði. Leonie sat eins og stytta f leik- arasamkvæminu um kvöldið. Allir voru glaðir og reifir nema hún. Þeir voru svo reyndir að þeir vissu, að þessi leikur mundi ganga lengi. Þeir borðuðu og dmkku og hlógu, og enginn tók eftir að Leonie var þögul og döpur. Kvöldið eftir ætlaði Venetia að halda samkvæmið sitt. Hún kom inn í fataklefa Leonie og faömaði hana. Hún lék á als oddi og var nærri því falleg, eins og hún hefði upplifað eigin sigur á sviðinu. Julian og Hilda vom ekki alveg eins hrifin, en þeim féll leikurinn vel og hrósuðu Leonie fyrir frammi stöðu hennar. CEVAFOTO LÆKJARTORCI FRAMKÖLLUN KOPIERING STÆKKUN METZELER hjólbcrðcmír, em sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæðavara. Barölnn hf., Ármúla 7 — Simi 30501 Hjólharöa- og benzínsalan v/Vitatorg — Sími 23900 Almenna verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15 — Sími 10199 T

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.