Vísir - 04.10.1966, Side 7
VÍSIR . Þriðjudagur 4. október 1966.
7
„Fólkið kom til að skoða mig
og gekk svo þegjandi burt"
Spjalfað við ungan Japana, sem búinn er
að dveljast hér siðan / sumar
— Þegar ég vann í frystihús-
inu á Þingeyri var ég hálfgerður
sýningagripur. Fólkið í þorpinu
gerði sér ferð þangað til að sjá
mig. Það kom, stóð fyrir fram-
an mig nokkra stund, gekk slð-
an í kring um mig en sagði
ekki orð. Þegar það hafði skoð-
að mig nógu vel héTt það þegj-
andi burt.
Svona er það aö vera Japani
á íslandi, eða öThi heldur Jap-
ani í litki sjávarplássi á Vest-
fjörðum. Hér í hefuöborginni
er aJjnenningur oröhm svo van-
ur því aö sja „skrítna fugla“
á götunum, að Japarrinn Masay-
asu Bdfcazu getur gengið um
götBrnar án þess aö vaida um-
feröartruften.
— Það var ágætt að vefa á
Þingeyri, sagði Ito, eins og hann
lætur* JcdHa sig héma, því aö
það er með japönsk nöfn
á fsfandí, ekts og með íslenzk
nöfh í „útlandteu" — föik get-
ur hvorki munaö þau eða bor-
ið rétt fram.
— Á Þíngeyri var ég í V>/2
mánuð. Það var gaman að kynn
ast Iffnra þar — féikið gerir
ekkert annað en að vinna, sofa
og borða. Enda er ekki hægt aö
gera neitt annað. Það er ekkert
sjónvarp og kvikmynd er ekki
sýnd nema á 10 daga fresti og
baM haldið einu sinni í mánuði.
— Leiddist þér þá ekki ?
— Nei, nei. Ég eignaðist á-
gætan vin þar — hann er kom-
inn í bæinn nána.
Jío er 22 ára gamall Tokyobúi
og er á leið umhverfis
hnöttinn. Hingað kom hann í
júií í sumar og ætiaði að standa
stutt við, rétt að líta á landið.
— Það er dýrt að ferðast
svona, sagði Ito, og því þarf
ég að reyna aö vinna mér inn
peninga alls staðar þar sem ég
get. Þegar ég kom hingaö var
mér sagt aö það væri auövelt
að fá vinnu, svo að ég reyndi
og komst í gegnum Sambandið
til Þingeyrar.
— Hvar varstu áður en þú
komst hingað?
— Ég fér að heiman fyrir
hálfu ööru ári — fór yfir Síber-
íu tii Moskvu og þaðan til Finn-
lands. Síðan fór ég til Svíþjóðar
og suður eftir Evrópu, allt til
Suður-Frakklands. Svo fór ég
upp eftir Evrópu vestanveröri
og kom hingaö frá Danmörku.
Ég var 3 mánuði I Finnlandi og
vann einn mánuð á sveitabæ
og í Svíþjóð var ég í 7 mánuði
og vann þar um tíma við höfn-
ina í Gautaborg.
— Ætlarðu að vera lengi
héma ?
— Mig langar til að fara aft-
ur til Þýzkalands því að ég þarf
að læra þýzku. Mig vantar bara
vegabréfsáritun, til aö geta ver-
ið lengur en 3 mánuði, en það
er erfitt aö fá hana, því að þaö
sækja svo margir til Þýzkalands
En ef ég kemst ekki þangað
verö ég hér eitthvað áfram.
— Hvers vegna ætiarðu að
læra þýzku ?
— Þaö er nauðsynlegt 'að tala
tungumál og ég ætla að reyna
að læra enskuna betur og svo
þýzku.
JJvað gerirðu heima í Japan ?
— Ég er stúdent,* eða verö
það aftur, þegar ég kem heim.
Ég er að læra japanskar bók-
menntir og mig langar til að
veröa rithöfundur eða blaöa-
maður. Háskólanámið er 4 ár
og ég á eftir eitt og hálft. —
Það er niikið af japönskum
strákum eins og mér í Evrópu
—Lístir -Bækur -MeRningarmál - —-
Haildár Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni
J>OP“ TÓNLEIKAR
Stemningm í Háskólabkii á
fyrstn ,j«p“ tónleíknm á þessu
haasti var óíik þeirri stemn-
ingn, sem er samfara sams kon-
ar eða skyfdnm tóirielkum er-
lendis þar sem fjöiskyldan fær
sér göngutdr til tilbreytmgar
frá gráneskju virfeu daganna í
einhverjnm lystigarðinum, sezt
inn f fconsertsalinn, sem venju-
lega er f sfikum garði, eftir að
hafa fengið sér heitt súfcku-
laði og rjömákökur í einhverju
snotru veitíngabúsi, og sfappar
regínlega vel af og hlýðir dreym-
andi á iétta tónlist, tóniist, sem
fyrst og fremst er tH skemmt-
unar, jafnvel hvíídar og hress-
ingar. Rér var að vísu sól og
allt aö þvl heiðskírt, en kalt og
hvasst, og ekki virtust margir
vera í skapi fyrir létta skemmti
tóníist þetta sunnudagssíð-
degið, því salurinn, sem venju-
legast er troðfullur, var nú hálf-
tómur. Hvaö veldur? Fljótt kem-
ur manni í hug, að tíminn sé
óhentugur.
Það væri fréðlegt aö gera á
því smá skoðanakönnun til að
ganga úr skugga um hvort þetta
sé tímans vegna og reyna aö
breyta honum, ef unnt væri.
Það yröi margt handtak unniö
fyrir gýg, ef aðsóknin verður
eftir á þessu sams konar kons-
ertum í vetur. Þetta er all þungt
á metunum, vegna þess, að þetta
er nýbreytni, sem vonir eru
tengdar við, að geti orðiö mjög
vinsæll þáttur í tónlistarlífi borg
arinrrar nokkuð sem hefur aldrei
áður verið reynt svo nokkru
nemi. Það skal nefnt hér tii
fróðleiks, að víöa erlendis eru
slíkir tónleikar hafðir aö kvöldi
til nú orðið.
Lundúnasvíta Eric Coates til-
heyrir vissri tegund af hreinni
skemmtitónlist og varla annaö
hægt að segja, en aö hún sé vel
gerö að mörgu leyti, fallegar lag
línur, alis kyns hijómsveitarvið-
brögð notuð o.s.frv. en þessi gerð
tónlistar krefst þess„ aö hún
sé vel ieikin, ef nokkurt púður
á að vera í. Þaö vantaöi tals-
vert á stundum, að svo væri í
þetta slitin, ósamkvæmni í takti,
ónákvæm „intónasjón" í strengj
um, máimblásarar felidu stund-
um alveg ör mikrlvægar nótur
vegna of mikils hraða (t. d.
byrjunartaktar Oxford Sreet-
marzins) o. fi. Ég ætla ekki aö
eyöa fieiri oröum í skarnatín-
ing af þessu tagi, en þrátt fyrir
ýmsa góða „spretti" fannst mér
vanta meira „kontrol“. Negra-
sálmar Mortons Gould komu
mun betur út I heild, hann notar
ýmis „effektív" brögö, en nokk-
uð keimlík til lengdar. í jazz-
konsert Liebermanns fannst mér
alveg vanta svokallaö „beat“ og
„swing“ framan af (ég á þar auð
vitað aöeins við jass-kaflana).
Það var varla fyrr en í Mambo-
þættinum, aö virkilega varð líf
í tuskunum. Seiber-Dankworth-
konsertinn tókst fannst mér
merkilega vel á sumum stöðum,
en báðir þessir konsertar eru
mjög erfiöir í fiutningi. Mjög á-
berandi var, hve mikill mismun-
vtr var miHi strengja og blásara.
Áheyrendur virtust vera hálfsof-
andi þangað tii leikið var „When
Johnny comes marching home“,
að þeir tóku við sér og klöppuöu
hljómsveit og stjórnanda lof í
lofa.
Að lokum vildi ég segja, að
mér þykir furöulegt að sjá hálf-
tóman sal á tónleikum sem þess-
um, því þeir eru ekki svo fáir,
sem iagt hafa til, að hljómsveit-
in léki stöku sinnum tónverk
„af léttara taginu“. Má ég spyrja
hvar er allt þetta fóik, sem
heimtað hefur léttara efni? Það
hlýtur að kallast vægast sagt
vanþakklæti eöa værukærö af
undarlegri gerð, að virða að vett
ugi þessa vinsamlegu viöleitni
forráöamanna hljómsveitarinn-
ar. En hvað, sem þessu annars
veidur, tími eöa eitthvað annað,
þá finnst mér nú, að loksins,
þegar þessi nýbreytni er komin
í framkvæmd, ættu þeir, sem
mest hafa um þetta talað, rétt
að kíkja inn í Háskólabíó, þá gæti
vél verið, að þeir sæju þar ósk-
sína uppfyllta. Getur verið, að
þetta fólk hafi ekkert meint
þaö, sem þaö sagöi, og að eng-
inn grundvöllur sé fyrir slíka
tónleika? Þaö getur varla verið
mjög upplífgandi fyrir hljóm-
sveitarmenn og stjórnanda, alla
af vilja gerða, að leika fyrir
hálftóman sal á „pop“ tónleik-
um, þegar þeir hafa troðfullan
sal áhugasamra hlustenda á
f immtudagstónleikunum.
HaHdór Haraldsson.
Masayasu Itokazu.
núna. Ég gæti trúað að það væru
allt að 500 stúdentar á svona
flækingi.
— Hvenær ætlarðu heim?
— Þaö er ekki á dagskrá. Ef
ég kemst tii Þýzkalands reikna
ég með að þurfa aö vera þar í
tvö ár, því að þýzkan er erfiö
fyrir mig.
— Ferðu heim vestur um haf?
— Já, ég ætla yfir Ameríku.
— Hvaö segir fjölskylda þín
um þetta ferðalag?
— Mömmu er ekkert um
þennan flæking, enda er hún
nú Mka kona. En pabbi segir
að ef ég vilji þetta endilega og
haldi að ég geti haft gott af því,
skuli ég bara ferðast um. Ann-
ars er hann mjög strangur —
hann er í lögreglunni og einnig
tveir bræður mínir.
— En nægja peningamir, sem
þú vinnur þér inn, eða færðu
peninga aö heiman ?
— Pabbi getur sent mér 500
dollara á ári, samkvæmt lögum
í heimalandi mínu. Meira má
hann ekki senda nema um slys
eða veikindi sé að ræða. En ég
vil ekki aö pabbi sé að senda
mér peninga — ég vil reyna
að vera svolítill maður, og nú
brosti Ito eins og svolítið af-
sakandi.
Jjetta stutta samta-1 fór fram
í Farfuglaheimilinu í
Reykjavik fyrir nokkru og þá
var Ito nýlega kominn frá Þing-
éyri og var farinn aö vinna -viö
stáliðnaö, en hann mundi ekki
hvað fyrirtækið hét — rataði
bara þangað. Hann fékk að búa
á Farfuglaheimilinu þótt farinn
væri aö vinna, en sagðist>eigin-
lega verða aö fara þaðan. Þaö
stæði bara á herberginu. Hann
væri að leita, en þaö virtust
vera svo ótalmargir um hvert
laust herbergi að honum leizt
ekki á blikuna.
. Og ef Ito hefur enn ekki fund
iö herbergi, þá er kannski ein-
hver sem les þetta meö her-
bergi til leigu og vill, svona til
tilbreytmgar fá Japana f það.
Afgreiðslustúlka í kjörbúö
óskast nu þegar. Uppl. í síma 34408 eða 34850.
Frá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur
Læknarnir Halldór Arinbjamar og
Tryggvi Þorsteinsson
hætta störfum sem heimilislæknar í þessum
mánuði. Til miðs október sinna þeir þeim
samlagsmönnum sínum, sem ekki hafa valið
lækni að nýju. Samlagsmenn þessara lækna
þurfa að koma í afgreiðslu samlagsins sem
fyrst, sýna samlagsskírteini sín og velja lækni.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.