Vísir - 12.10.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 12.10.1966, Blaðsíða 11
Þaö er viss þótti yfir manni, sem getur sagt: „Þér hafið komið á slæmum tíma. Ég hef aðeins 25 alfatnaöi í klæöaskápnum vegna þess að afganginn skildi ég eftir í Bandaríkjunum.“ Þessi fataríki náungi er Ted Dawson, hæstlaunaði fatasýning armaöur Bretlands. Einna helzt er hægt að líkja klæöaskáp hans við fatabúð. Það sem Dawson geymir í fata skápnum núna eru: 34 alfatnaðir, 13 sportjakkar, 87 skyrtur, 16 peysur, 140 bindi, 35 pör af skóm, 5 frakkar, 73 vasaklútar og fimm útijakkar. Það kostar hann meira að halda fötunum sínum hreinum og þokka legum en að reka sportbílinn sinn. Árlega eyðir hann meira en því sem nemur 100 þúsundum ísl. króna í föt. Eyðir 100 þúsund- um á ári í föt HANN SLAPP HEILL Á HÚFI — fífldjarfur fallhfífarstökkvari var 2 metra frá dauðanum og 300 metra frá óbliÖri og hættulegri lendingu i Ölpunum Ungur maöur stóð á tindi hins 2860 metra háa Rotwand-fjalls í Dolomitfjallgarðinum. Andlitið var náfölt. Hann hafði ekki fest blund um nóttina. Hendumar titruðu. Svo beygöi hann sig í hnjánum og með örvæntingar- fullri spymu stökk hann fram af brúninni. Ekki til þess að fremja sjálfs morð. Hinn 21 árs gamli Austur ríkismaður Wolf Weitzenböck, sem hafði áunnið sér það til frægðar að vera Austurríkismeist- ari í fallhlífarstökki og sem fjall göngumaöur i sérflokki, vildi' gjaman lifa áfram eftir að hafa hlotið frægð að auki sem tvöfald ur meistari í stökki af fjallstindi. En titillinn hékk eins og líf hans á bláþræði. Ef fallhlífin snerti hið 320 metra háa bjarg fyrir neöan staöinn, sem hann ætlaði að stökkva frá, myndi hann án þess aö nokkuð væri hægt að gera dragast saman og Weitzenböck myndi þá tína líf inu. í tvær klukkustundir, áður en hann endanlega ákvað að stökkva út í óvissuna, höfðu Weitzen- böck og kvikmyndatökumaður, sem átti að taka mynd af dauða stökkinu sem þátt í kvikmynd um Alpana, kastað smá pappírs fánum frá fjallsbrúninni. Storm urinn frá fjallsbrúninni. Storm- einn einstakan inn £ klettavegg- inn. Þegar ofurhuginn stökk loks- ins, snerti fallhlffin klettavegginn ein sinni og meðan á stökkinu stóð vom ekki nema tveir metr ar á milli hans og dauðans. En hætta lá í öðm en þessu. Fallhlífarsérfræöingar höfðu á- kveðið sagt að ef aðalhlífin brygð ist, myndi ekki vera nægur tími fyrir varafallhlífina að taka af honum hið 320 metra langa fall. Þegar Weitzenböck stökk fór hann fram með klettunum með 44 m. hraða á sekúndu. Eftir að hafa fallið 100 metra leysti hann eins og af eölishvöt fallhlífina, sem opnaöist og snerti ekki klett ana. Hann lenti á svæði, sem gerði lendinguna mjög óþægilega, ef ekki er komizt sterkara að oröi. Hinn 195 cm. hái skólakennari lenti milli tveggja oddhvassra kletta með sama afli og maður sem stekkur niöur af sex metra háum vegg. Og hann dróst eftir hrufóttri klöppinni á þeim ofsa hraða að leðurjakkinn hans rifn- aði í tætlur. En Weitzenböck slapp frá öllu saman heill á húfi. Hann metur líf sitt, sem hann hélt svo naum lega, svo mikils að hann hefur nú í huga að hætta því enn einu sinni með því að fara á skfðum yfir nýtt hyldýpi og enda skfða- stökkið í fallhlíf. Bemskubrek hinna fullorðnu Nú varð blaðalesendum ær- lega skemmt, þegar það fréttist, að Karlakór Reykjavíkur, ásamt meðreiðarfólki sfnu, hefðj orðið brennivínslaus eftir tvo daga um borð í rússneska skemmti- ferðaskipinu Baltika. Höfðu þá verið uppdrukknar fimm daga birgðir miðað við venjulegt/ ferðafólk, en íslendingar eru ekkert venjulegt fólk að þessu leyti. Sumir láta sér fátt um finnast um slíkar fréttir, og finnst karlagreyin megi lepja sitt söngvatn, ef þá lystir því að flest eða allt þetta fólk ••••••••••••••••••••••• var komið til fullorðinsára og „viröulegt“ fólk. Sumir vor- kenndu jafnvel kórfélögum að þurfa að vera edrú f heila þrjá daga. En hvað mundi fólki finnast, ef þetta hefði verið ungt fólk á aldur við þann lýð, sem hóp ast í Þórsmörk hvert sumar. Þórsmerkurlýðurinn hneykslar margan, enda þykir ekld efni- legt, aö æskan skuli flykkjast árvisst að heiman frá sér til drykkjudáöa, burt frá nöldrandi foreldrum. En við hverju má búast, þegar eldra fólkið, „flýr“ til sjós til að svala þorsta sfn um, og almenningsálitið er ekki harðara en það, aö það er bros að af umburðarlyndi, og sagt sem svo að karlagreyjunum hafi verið oröið mál. Það er ekki að ófyrirsynju, að ísl. ferðamenn þyki aufúsugestir á helztu bör- um um noröanverða Evrópu, enda stóðu Rússar ekki klárir af því að afgreiða svona stóran, þyrstan hóp. Yfirleitt hafa ís- lendingar ferðazt f smáhópum, svo veru þeirra hefur ekki gætt á einstökum stööum, þar sem möguleiki hefur verið á að fá aðflutt vín i snarheitum frá að liggjandi stöðum, en þegar ferð- azt er f svona stórum hópum, verður annað uppi á teningnum. Það yrði laglegt, ef allar helztu hafnarborgir Miðjarðarhafsins yrðu brennivínslausar eftir að landar vorir hafa siglt austur um undir sfnum rauða fána. Ekki yrði maður undrandl, þó að það fylgdi næstu fréttum frá Baltika, að orðið hefði að aflýsa einhverjum hinna skipu- lögðu konserta vegna hæsi kór manna. Nei góðir hálsar, ef það á að ala upp heilbrigða og reglu sama æsku í landinu, verða hin ir fullórðnu að gefa henni tor- dæraið, með góðrj hegðun sinni, og því á almenningsálitið að fyr irlíta svona fyrirbærL Þrándur f Gðtu. ÞRANDUR í GÖTU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.