Vísir


Vísir - 17.10.1966, Qupperneq 3

Vísir - 17.10.1966, Qupperneq 3
V' 1 S I R . Mánudagur 17. október 1966. Þorsteinn Gísiason, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni frá Eskifiröi er nýk<.minn heim frá síldveið- jj um, en bátur hans er annar afla-1 íj hæsti síldarbáturinn á þessari sumarvertíö og hefur komið meö um hálft 9 þúsund lesta á land, þegar þetta er skrifað. Þorsteinn er kennari við Sjómannaskól- j ann, en er jafnan á síldveiðum |j yfir sumariö og er löngu kunnur aflamaður. Bezta sildarsumarið. Vísir náði tali af Þorsteini stuttu eftir að hann kom heim og bað hann að svara nokkrum spumingum varöandi síldveið- araar í sumar. — Þetta er eitthvert mesta Þorsteinn Gíslason stendur hér við ljósmynd af bátnum, Jóni Kjartanssyni svo mikið á stuttum úthöldum j hér áður fyrr og þá var þetta ! meira og minna „sporf'. Það í var alltaf heilmikill spenningur j þegar verið var að elta vaðanoi ■ torfurnar. — Nú er þetta orðiö jafnt og óslitið streð, mesta þrus á sumrin og myrkrapauf á haust in og veturna. — Þá er alltaf j kastað í myrkri og báturinn lát- inn vera Ijóslaus að mestu þang- að til búið er að kasta og snurpa annars stvggist síldin. — Svo aö vikið sé aðeins meira að síldarfréttunum, fylgj- ast sjómenn með þeim, til dæm- . í is í útvarpinu, og hvað hinir j eru búnir að fá? —Það er áreiðanlega fylgzt miklu meira með þessu í landi en á sjónum. Það dregur enginn annars manns fisk úr sjó. — Svo er hérna ein spum- ing, sem kannski varðar svolítið samvizkuna, hvað kemur til að einn skipstjóri aflar miklu meira Mesta jirus á sumrin og myrkrapauí á haustin Viðtal við Þorstein Gíslason skipstjóra — nýkontinn af síldveiðum síldveiðisumar, sem komið hefur hjá okkur. — Kverjar telur þú ástæðum- ar fyrir þessari miklu veiði. Hvaða tæki eru það fyrst og fremst, sem þakka má þessa veiði? — Það er auðvitað astik-tæk- ið og kraftblökkin, en árangur- inn hefði samt orðið sáralítill þrátt fyrir þessi tæki, ef við hefðum ekki haft þessi stóru og góðu skip. Það hefur sýnt sig að buröarmestu skipin hafa mesta möguleika. Það var lengst af sumri svo langt á miðin, aö minni bátar hefðu lítið borið úr bítum. Það þótti gott að sleppa með þrjá sólarhringa í hverja löndun, ef að ekki var landað í flutningaskip. Síldarleitin oft staðið sig betur. — En síldarleitin, stóð hún sig ekki vel í sumar? — Hún hefur oft staðið sig betur. Við síldarsjómenn urðum fyrir þungu áfalli aö missa Jón Einarsson sem verið hefur skip- stjóri á síldarleitarskipunum í mörg ár frá okkur, en hann hefur verið veikur í sumar, við vonumst til þess að fá hann aftur. Síldarleitin var raunar mjög erfið í sumar vegna hinnar miklu víðáttu, og fjarlægðar á miðin, en það er algjört ófremd- arástand að miðin skuli vera látin vera án leitarskipa svo dög um skipti, eins og kom fvrir í sumar, eða eitt skip haft við leitina. Annars er gleðilegt til þess að vita að von er á nýju og fullkotpnu síldarleitarskipi, sem nú er verið að smíða fyrir fslendinga. Með tilkomu þess vonum við að hinir frábæru hæfileikar Jakobs Jakobssonar nýtist enn betur. — Þið voruð alveg lausir við Rússana í sumar? — Já, að mestu leyti, þeir fylgdust vel með okkur og öll- um fréttum af veiöinni við I’s- land, og þeir hefðu sent rek- netaflota sinn á miðin hér viö land, ef þeir hefðu séð sér hag í því. — Veiða þeir ekkert með nót- um og kraftblökk? — Þeir hafa, frétti ég, veriö að leita eftir því við Norðmenn að fá að senda menn um borð í skip þeirra til þess að læra af þeim, en Norðmenn hafa þverneitað. Aftur á móti hafa Norðmenn verið að kenna Sví- um og Skotum nýjustu veiði- aðferöirnar með kraftblökk o. þ. u. 1. Norömenn lærðu hins vegar af okkur sem kunnugt er. — Rússamir komu hingað á miðin fyrst, þegar byrjað var að nota kraftblökk héma og höfðu skip á miðunum, sem geröu lítið annað en að kvik- mynda og Ijósmynda okkur, og og svo komu þeir á miðin sum- arið eftir með skip, sem voru alveg eins búin og okkar, en það héfur mistekizt hjá þeim að notfæra sér tækin, enda skortir alla reynslu. — Nú er þetta orðið langt og strangt úthald hjá ykkur, eru menn ekki langþreyttir á því að vera sífellt út í sjó? Þið eruð að reyna að bæta úr . þessu með sumarfríum, er það ekki? —- Það hefur verið þannig á mörgum bátum undanfarið, að 14 menn eru skráðir á skipið yfir sumarmánuðina og alltaf tveir i fríi. Meö því fær hver 12—15 daga frí. Þetta er orðið mjög vinsælt fyrirkomulag, enda er það nú svo að margir sjó- manna komast ekki heim til sín annars 8—10 mánuði á ár- inu. Spurðu skattinn! — Nú er Jón Kjartansson kominn með milli 8 og 9 þúsund lestir _í sumar, hver er háseta- hlutur og hver er þinn hlutur úr þessum afla? — Spurðu skattinn!! — Við verðum víst að láta okkur það svar nægja, enda getur hver, sem áhuga hefur á, baukað við að reikna út upp- hæðina eftir kúnstarinnar regl- um. Þegar talið berst aö síldar- fréttum segir Þorsteinn: - — Það mætti miklu oftar en gert er líta á meðaltalið. — Ég álít að ef meðaltal af há- setahlutum á síldveiðunum yrði tekið yrði útkoman svipuð og hjá mönnum, sem vinna vakta- vinnu hjá síldarverksmiðjunum í landi. Og með vinnutíma sjó- manna árið um kring, efast ég um að þeir næðu Dagsbrúnar- texta, margir hverjir. Þetta er orðið miklu meira streð en áður var, þetta byggðist en hinir. — Það eru margir sem álíta ykkur þessa aflakónga hálf gerða galdramenn. — Það er mesti misskilning- ur. Það hefur til dæmis injög mikið að segja að vera vel stað- settur á miðunum og svo eru þeir auðvitað í betri aðstöðu, sem hafa stærri báta, góða skips höfn og tæki og < veiðarfæri i lagi. Annars er (þetta alltaf heppni, það dregur enginn ann- ars manns fisk úr sjó, þetta er eins og heppni í spilum. — Það er raunar komin anzi mik- il harka i þetta — gefast ekki upp. Það er ekki spurt að því á lokadaginn, hvort kastaö hafi veriö einu kastinu fleira eða færra. — Hvað vildir þú svo aö lok- um segja um síldveiðihorfumar? — Mér finnst það varhuga- verð þróun, hvað þjóðarbúið er oröið háð síldveiðunum á sama tíma og ein mestu aflatæki ald- arinnar, togararnir, eru að hverfa allt of mikið í skuggann. En ég held þó að það séu næg verkefni fyrir okkur að minnsta kosti næstu tvö árin, eftir því síldarmagni, sem við sáum í sjónum í sumar. i Byggja á æfingaskóla við Kennaraskólann 1967 Miklar framkvæmdir við menntaskólana — meðal annars, væntan- lega menntaskóla á Isafirði og á Austfjörðum Á næsta ári verður haf- izt handa við byggingu æfingaskóla við Kenn- araskólann. Það er barnaskóli, þar sem kennaraefnin geta æft kennslu undir hand- leiðslu þjálfaðra og sér- menntaðra kennara. Með vexti Kennaraskólans hin síðari ár t ,efur þörfin fyrir betri aðstöðu fyrir æfingakennsluna orðið æ brýnni. Æfingadeild sú, sem er í Kennaraskólanum og tekur mikið kennslurými af skól anum, fullnægir engan veginn þörfum, enda hafa kennaranem- ar stundað æfingakennslu mest megnis í hinum ýmsu skólum borgarinnar. Æfingaskólinn er ein þeirra skólabygginga, sem ríkið ræðst í á næsta ári og verða veittar 5 milljónir króna til hans á árinu. En Revkjavíkurborg verð- ur einnig aðili að byggingu hans eins og lög gera ráð fyrir um barnaskóla. Meöal annarra framkvæmda, sem á döfinni eru í byggingum ríkisskóla á næsta ári mætti nefna: Ljúka á við 2. áfanga Menntaskólans við Hamrahlíð og byrja á 3. áfanga einnig verða miklar endurbætur gerðar á menntaskólunum á Laugarvatni og á Akureyri og er gert ráð fyrir að 6 milljónir króna fari til framkvæmda við hvem þess- ara skóla fyrir sig. Gengið verð- ur frá viðbyggingunni við Hjúkr unarskólann og haldið verður áfram byggingu Garðvrkjuskól- ans á Reykjum og áætlað að þar verði unnið fyrir um 2 millj- ónir á árinu. Við bændaskólann að Hólum er ráðgert að hefja byggingu starfsmannahúss, sem orðið er mjög aðkallandi, þar eð aðsókn að skólanum hefur aukizt svo, að húsnæði, sem starfsfólk notaði áður, verður að taka fyrir nemendur. Þá verö ur lagt fé til byggingar mennta- skóla á ísafirði og til væntan- legs menntaskóla á Austfjörð- um. Til byggingar ríkisskóla, utan héraðsskóla, á að verja 37,5 milljónum af ríkisfé á árinu, en var í ár áætlaðar 30,8 milljónir. — Þá eru ekki meðtaldar lán- tökur, sem tfðkazt hafa til þess- ara bygginga á undanfömum árum. Ódýrt — Ódýrt Terelynebuxur á drengi og herra frá kr. 450 stretchbuxur á telpur á kr. 395. Gallabuxur á drengi frá kr. 145, gallabuxur á herra frá kr. 220 o.m.fl. Siggabúð, Njálsgötu 49

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.