Vísir - 17.10.1966, Page 6
6
V IS I R . Mánudagur 17. október 1966.
Sþróttir —
LitBa Kraun —
Listir-Bækur "iVienningarmál
Fríi. at Dls. 2:
Með þessum sigri tryggðu KR-
ingar sér í sjötta sinn að leika úr-
slitaleik í bikarkeppninni. Mikil
harka var í leiknum, og meiddust
þrír leikmenn og þurftu tveir
þeirra að yfirgefa völlinn. Bjarni
Felixson í fyrri hálfleik og Jón
Jóhannsson er 5 mín. voru til leiks-
loka. Eyleifur Hafsteinsson meidd-
ist einnig á fæti, og lék hann sem
vinstri útherji, og var lítill stuðn-
ingur að honum fyrir liðið eftir
það. Sveinn Jónsson kom inn á
fyrir Bjama Felixson, og var hann
einn bezti maður liðsins. Aðrir í
liðinu voru góðir: Hörður Markan,
Jón Sigurösson og Eyleifur meöan
hann nýttist, og í vöminni þeir
Þórður Jónsson og Ársæll Kjartans
son. Guðmundur mark ur varði
og mjög vel í leiknum. í Keflavíkur-
liðinu, sem lék án Karls Her-
mannssonar, sem nú er kominn á
síld fyrir Austurlandi, vom þeir
beztir Magnús Torfason, sem lék
í framlínunni, Jón' Jóhannsson,
Guðni Kjartanss og Sigurður Al-
bertsson, sem lék þó full fast í
þessum leik.
Dómari í leiknum var Grétar
Norðfjörð, og slapp hann sæmilega.
— klp —
Framhald af bls. 16
til að komið verði upp
holdanautarækt.
Samkvæmt þvi sem forstöðu-
maður Litla Hrauns tjáöi Vísi
í gær, háir það mikiö rekstri
vinnuhælisins, að þar eru nú
margir fangar, sem ekki ættu aö
vera þar. Litla Hraun væri eig-
inlega orðið vinnufangelsi, inni-
lokunarfangelsi, sjúkrahús og
geðveikraspítali allt í senn, en
upphaflega áttu aðeins að vera
þar fangar, sem tiltölulega lítiö
væri fyrir haft og gætu unnið.
Vísir leitaði til Baldurs Möll-
ers ráðuneytisstjóra i dómsmála
ráðuneytinu og spurðist fyrir
um, hvað byggingu fyrirhugaðs
rikisfangelsis liði. Hann sagöi,
að ekki hefði enn veriö tekin
um það endanleg ákvörðun hve-
nær byrjað veröur á ríkisfang-
elsinu, en unnið hefur verið að
undirbúningi þess. Ríkisfangels-
ið verður reist á jörðinni Úlf-
arsá, sem er i eigu rikisins og
sem er í Mosfellssveit skammt
frá Hamrahlíð. Þar er nú rekin
smádeild frá Kleppi með sjúkl-
ingum, sem lítillar umönnunar
þurfa við.
Ráðgert er að reisa ríkisfang-
Tjað getur verið mjög hressandi aö
heyra Rossini-forleiki vel flutta
og ég held ég megi segja, að í
þetta sinn hafi hljómsveitinni í
heild, undir arnhvassri stjóm Wod-
iczkos, tekizt að blása inn svolitlu
andrúmslofti frá Rossini-kvöldi í
Milano eða Feneyjum. Það blés
heldur ólíku andrúmslofti frá öðru
hljómsveitarverki þetta kvöldið,
þ. e. fjóröu sinfóniu Martinus. Ef
Martinu ætlaði sér að lýsa stríðs-
æsing þeirra fjöldamorðingja, sem
hann sjálfur flýði undan, í þessu
verki sínu, tókst honum vel á köfl-
um, þvi að verkið ber þess ljósan
vott, aö vera samið á ófriöartím-
um. En frá listrænu sjónarmiði er
elsið í áföngum eftir því, sem
þörfin fyrir það eykst, en þegar
það er fullgert mun það rúma
hátt á annað hundrað fanga.
Veröur fangelsið haft i möirg-
um deildum eftir því um hvers
konar sjúklinga er að ræða.
Þegar ríkisfangelsið tekur til
starfa, er ætlunin að Litla Hraun
gegni aftur sínu upphaflega hlut
verki, þ. e. vera vinnuhæli þar
sem geymdir verða tiltölulega
fyrirhafnarlausir fangar.
Greiðir —
Framh af bls. 1.
anna i Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. Þessi endurskoöun
hefði nú þegar garið árangur,
og greiðslur frá þessum löndum
væru farnar að berast. Öllu erf-
iðara revndist að innheimta með
lögin í Bandaríkjunum. í fyrsta
ii lagi iværi: meðlagsúrskprður tal-
fijjinn hæpinn innheimtugrundvöll
í.i ur þar ,i landi, og í öðru lagi
væri löggjöfin þar í landi þann-
ig, að ekki væri unnt fyrir einn
lögfræðing að innheimta gjöld-
in, eða einn dómstól að skera
úr um þau, þar yrðu að koma
til mism. fylkisdómstólar. Þá
væru feðumir skiljanlega dreifð
ir um öll Bandaríkin og kostn-
aöarsamt að leggja út i málsókn
við þá. Þessi atriöi og fleiri
orsökuðu að erfiðlega gengi að
innheimta ógreidd bamsmeðlög
I Bandaríkjunum, en skuldin
hefði verið mest þar og í Dan-
mörku.
Ægir —
Framh. af bls. 1.
Svo sem fram kom í samtali, sem
Vísir átti við Jakob Jakobsson fiski
fræðing fyrir skömmu, em allar
likur á að þessi síldarbreiða gangi
á Austfjarðamiðin og ætti þvi að
verða næg sild þar fram eftir haust
inu.
Bræla er nú á Austfjarðamiðum,
skipin liggja öll inni á fjörðum og
hefur ekkert veiðzt yfir helgina.
SAMSÆRI USA
n
OG SOVET"
Peking i morgun
(NTB, Reuter).
Dagblað alþýðunnar i Peking
birti í gær harðvítuga árás á Sovét-
ríkln og Bandaríkin vegna „sam-
særis“ þeirra í alþjóðamálum.
Ásakanir þessar birtust í grein,
sem var undir dulnefni, og var tal-
ið sennilegt að á bak við það dyld-
.....• , ...
ist1 háttséttur íeiStogi I kommún-
istaflokknum. Segir í greininni, að
Bandarikin og Sovétríkin hafi gert
með sér heilagt bandalag, sem
stefnt sé gegn Kína. Ræða John-
sons Bandarikjaforseta á dögunum
um Evrópupólitik hafi sannað
þetta. Hins vegar hafi báðir aðilar
reynt að fara leynt með samstööu
sína, segir í Dagblaði alþýðunnar.
Johnsm tíl Man-
ila í dag
Washington í morgun
(NTB, Reuter).
Johnson Bandarikjaforseti
leggur í dag af stað í ferðalag sitt
til Asiu. Fyrsti viðkomustaður hans
er Honolulu á Hawai en hámark
ferðarinnar er fundur í Manila með
leiðtogum bandamanna Bandarikj-
anna i Vietnam-stríðinu.
Stjómmálafréttaritarar telja að
| Johnson geri sér vonir um að geta
komið til baka úr ferðalaginu með
jákvæðar fregnir um þróim mála
I i Vietnamdeilunni, en sem kunnugt
jer standa þingkosningar fyrir dyr-
| um í Bandaríkjunum. Þá hafa menn
|nú fyri. satt, að Sovétrfldn hafi
tekið góðar og gildar yfirlýslngar
iJohnsons um að Bandarfkin hygg-
ist ekki vera i Vietnam til frambúð-
'ar ef deilan leysist.
LeiBtogar Austur Evrópa
á fund í Moskvu
Moskva í morgun.
(NTB, Reuter).
Forys' imenn Sovétríkjanna hafa
l'.allað leiðtoga Austur-Evrópurikja
lil fundar í Moskvu um Kína og
Vietnam. Leiðtogunum verður boð-
ið að hc.fa á næsta geimskot Sov-
otmanna.
Til fund::rins eru boðaöir allir
ieiötogar Austur-Evrópuríkja, nema
leiðtogar Júgóslava og Albana. —
Ekki er vitað með vissu hvað það
var sérstaklega sem olli því að
fundurinn var ákveöinn. Hins vegar
hefur sú venja myndazt, einkum
síðan Krúsév lét af völdum, að
halda eins konar upplýsingafundi
um þróun mála, meö léiötogum
A.-Evrópuríkja. Vitað er nokkum
veginn með vissu, aö fundurinn
mun fjalla um Kína og Vietnam.
En hins vegar er ekki talið, að
fundurinn eigi neitt skylt viö þá
upplýsingafundi, sem haldnir hafa
verið. Talið er að fundurinn hefjist
á miðvikudag.
Þá er sagt að leiðtogunum á fund
inum verði boðið að dveljast viku
eftir fundinn í Sovétríkjunum og
að þeim verði gefinn kostur á að
sjá Sovétmenn skjóta geimfari á
loft.
Haíldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni
ég hræddur um að þessi stríösandi
ríki nokkuð lengi í einu, t. d. í
lokaþættinum, þar sem hann verð-
ur hreinlega að langloku-hávaða,
sem virðist vera út af ekki neinu,
en þar á ég við tónlistarlega, en
ekki stjórnmálalega. Þó bregöur fyr
ir fallegum augnablikum, þar sem
hljómsveitarkunnátta höfundar
kemur greinilega i Ijós, en í heild
fannst mér of rnikil hljómsveitar-
,,effect“ vera heldur á kostnaö tón-
listarlegs innihalds.
Viðburður kvöldsins var bæði
nærvera og leikur hins víðfræga
snillings, Campoli. Þaö, sem hann
tjáði okkur og sýndi, væri hlægi-
legt að ræða frá gagnrýnissjónar-
miöi, því leikur hans og túlkun eru
yfir slíkan skamatíning hafin. Þaö
var mjög ánægjulegt aö fá þennan
gamla snilling hingað, og heyra
hvernig áratuga reynsla og þjálfun
breyta . num listamanni. Auðheyrt
var, aö hann er í hópi þeirra, sem
eru famir að líta á verkin frá
heildarsjónarmiði, miklu fremur en
i smáatriðum, en slíkt kemur og
hefur komið fram í leik fremstu
listamanna, er þeir komust á efri
ár. Það var sannarlega ómaksins
vert að fara í Háskólabíó og hlýða
á roskinn snilling, sem eitt sinn var
undrabam, sem gerði fólk furðu
lostið.
Látinn —
Framhald af bls. 16
fjölmörgum islenzkum og er-
lendum vísindamálanefndum og
sótti margar ráðstefnur um haf-
rannsókna- og fiskimál. Liggja
eftir hann fjölmörg rit og grein
ar um fiskirannsóknir og einnig
ritstýrði hann tímarltum um
þessi efni, bæði íslenzkum og er
lendum. Hann var geröur að
heiðursdoktor við Háskóla ís-
lands 1954.
Ámi Friðriksson var tví-
kvæntur, fyrri kona hans var
Ebba Christiane Bagge, sem
lézt árið 1957 en síðari kona
hans var Helene Rose Nathalis,
dóttir Jóhanns P. Jónssonar
skipherra i Reykjavík.
Stal úr íbúoum þar
sem fólk var heima
Óvenju bíræfinn þjófur var á
ferð um bæinn í gær. Laumað-
ist hann inn í íbúðir á tveimur
stöðum, þar sem fólk var fyrir
í íbúðunum og hafði á brott með
sér útvarpstæki á báöum stöð-
unum, en auk þess krækti hann
sér í kvenmannstösku á öörum
staðnum.
Fyrri þjófnaðurinn átti sér
stað að Fjólugötu 1, þar sem
þjófurinn var á ferð kl. 13.25.
örfáum minútum siðar varð
heimilisfólk að Hverfisgötu 28
vart viö að einhver hafði laum-
azt inn í íbúðina og stolið út-
varpstækinu. Er all langt milli
þessara staða og þvi sýnt, að
þjófurinn hefur verið akandi.
ÍÞRÓTTAHÖLLINILAUGARDAL Kl. 20.15:
SV.-úrval —
Árhus - KFUM
Forleikur 3. fl. karla kl. 19.40.
Tekst úrvalinu að sigra dönsku meistarana
eða fara þeir ósigraðir héðan?
Komið og sjáið spennandi keppni.
Forsala aðgöngumiða í íþróttahöllinni frá kl.
19.00 — og allan daginn hjá Lárusi Blöndal.
Til sölu
ódýrt, notað gólfteppi, 65 ferm., og Rafha
eldavél með gormahellum. Uppl. í síma 30464.
Herbergi óskast
Ungan, reglusaman pilt vantar herbergi. —
Uppl. í síma 38377.
Rösk stúlka
óskast við afgreiðslustörf.
VERZL. VÍÐIR
Starmýri 2 . Sími 30420